Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 29

Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 29 stóð þá ein uppi með fimm börn þeirra. Það var skemmtilegt að kynn- ast þessari konu þegar hún var í hárri elli og átti að baki lífsreynslu sem hefði bugað suma en gerði hana að enn sterkari einstaklingi. Hún var já- kvæð, glaðleg, opinská og forvitin um tíðindi líðandi stundar; mikill fylgis- maður Skagans í fótboltanum. Meðal þeirra minninga sem koma upp í hugann eru ánægjulegar sam- verustundir með Báru í sumarbústað fjölskyldunnar á Laugarvatni. Þá kom á daginn að Bára var mikil keppnismanneskja og setti fyrir nokkrum árum staðarmet í Yatzy. Strákunum okkar Sigurborgar þótti mikið til ömmu Báru koma, enda var hún alltaf svo kát og skemmtileg. Eldri sonur okkar bar mikla virðingu fyrir gjöfunum sem hún föndraði og er þess fullviss að hún muni halda áfram að föndra fyrir vini og ættingja á himnum. Við Sigurborg og strákarnir okkar heimsóttum hana í byrjun apríl sl. Þá var nokkuð dregið af henni en hún var enn brosmild og sátt við lífið. Það er sennilega alveg dæmigert fyrir hana hvernig henni tókst, síðustu dægrin sem hún lifði, að gera nán- ustu aðstandendum sínum hið óum- flýjanlega fráfall léttbærara. Helgi. Þó að amma mín hafi verið orðin 92ja ára þegar hún kvaddi þennan heim þá var hún ung í anda og fylgd- ist vel með og hafði skoðanir á hlut- unum. „Lestu ekki blöðin, mann- eskja?“ sagði hún þegar hún var að tjá sig um eitthvað og maður var ekki alveg með á nótunum. Fyrst kemur upp í hugann seigla þegar Bára Páls var annars vegar og orðin „að gefast upp“ voru ekki til í hennar orðabók. Ung varð hún ekkja með stórt heimili en þá var bara að bretta upp ermar og finna leið til að sjá um og halda hópnum saman. Ým- islegt höfum við amma upplifað sam- an og hún alltaf borið hag minn, eins og allra sinna afkomenda fyrir brjósti. Hún gerði miklar kröfur, og stundum fannst manni nú nóg um. En hún gerði ekki meiri kröfur til annarra en hún gerði til sín sjálf. Þegar ég var að alast upp á Sunnu- brautinni fyrst heima hjá henni og síðan í næsta nágrenni þá var amma farin að vinna í Bjarnalaug. Þar stóð hún vaktina og sá um að engin færi í sundlaugina án þess að þvo sér og skipti það engu hvort það væru börn eða fullorðnir. Á Sunnubrautinni var oft líf og fjör og mikil traffík, vinkon- urnar að kíkja í kaffi og síðan var spáð í bolla, spjallað og hlegið. Ekki er hægt að minnast hennar án þess að pólitík komi upp í hugann og var það Alþýðuflokkurinn sem var hennar flokkur. Kvennadeild Slysa- varnafélagsins var líka hennar félag og þær vinkonurnar duglegar að mæta á fundina. Íþróttir áttu hug hennar allan og fannst henni gaman að horfa á íþróttirnar í sjónvarpinu. Það eru ekki allir krakkar sem sitja við hlið langömmu sinnar, spennt yfir fótbolta í sjónvarpinu eins og synir mínir. Enginn aldursmunur, allir jafngamlir. ÍA var hennar lið, en Valshjartað sló stundum, sérstaklega í handbolt- anum. Eftir að amma hætti að vinna, sem var alltof snemmt að hennar mati, þá var bara að finna sér eitthvað að gera, þá hófst keramiktímabilið. Það var eins og með annað, framleitt af krafti og mörg listaverkin sem hafa komið úr jólapökkunum til fjölskyld- unnar. Hún fór í golf og fyrir nokkrum ár- um kom mín labbandi til okkar af golfvellinum þar sem hún hafði verið að æfa púttið í rauðum æfingagalla með rauðu „red devils“ húfuna á höfðinu. Hún mátti ekki vera að því að koma inn því hún þurfti aðeins að skella sér í fótbolta með strákunum út á lóðinni okkar og prófa nýja markið sem var nýbúið að setja upp. Ég get alveg sagt það að við vorum á nálum um að hún myndi ofgera sér þarna. Þetta atvik sýndi okkur að áhuginn fyrir lífinu var henni dýr- mætur, að taka þátt með krökkunum og gleyma sér í leik. Hópurinn hennar ömmu er orðin stór og henni var umhugað um að halda öllum saman. Jólaboðin verða áfram fastur liður og bingóið hennar verður áfram spilað. Þær eru margar sögurnar af henni ömmu minni sem eru skondnar og skemmtilegar. Það er gott að eiga minningu um kraftmikla konu sem ég er stolt af að var amma mín. Konu sem þurfti að hafa fyrir lífinu, var hörkudugleg, með létta lund og kall- aði ekki allt ömmu sína. Takk fyrir mig og mína. Bára Valdís Ármannsóttir (Bára stóra). Hún yndislega amma Bára lést sunnudagsmorguninn 27. apríl sl. Tilbúin að hitta Valla sinn aftur eftir 47 ár og með áform um að hlaupa 2.000 metrana þegar hún kæmi í himnaríki, kvaddi hún þennan heim eftir 92 ár og mánuði betur. Þar fer einn mesti karakter sem ég hef fyrirhitt á ævinni. Ég kynntist ömmu Báru fyrst fljótlega eftir að við Einar byrjuðum að vera saman. En samt ekki al- mennilega fyrr en við fluttum heim frá Danmörku fyrir tæpum tveimur árum. Og enn betur kynntumst við þegar ég fór að vinna á Dvalarheim- ilinu Höfða sl. sumar, þar sem amma Bára bjó. Amma Bára var fyndnust og skemmtilegust. Orðheppin með eindæmum, hnussandi ef henni mis- líkaði eða ef hún bara var gáttuð. Og gáttuð var hún þegar hún spurði mig hvort ég fylgdist ekki með boltanum og ég sagði „nei“. Það átti hún erfitt með að skilja enda fór hún á völlinn þar til hún var komin fast að níræðu. Handlagin var amma Bára og hafði gaman af hvers kyns handavinnu. Við eigum ófáa hluti eftir hana og Jón Ingvi á prjónaðan bangsa, Mr. Bean (hann er svo líkur bangsanum hans Mr. Bean) sem hefur fylgt honum síðan hann var 2ja ára. Handlagnin lá í ættinni og hún var ekki lítið stolt af Einari og húsinu sem hann er að byggja. Stolt af Ein- ari sagði hún: „Og hann er ekki einu sinni lærður“ en þó um leið með trega yfir að drengurinn skyldi ekki nýta hæfileika sína til náms. Seint í vetur fór hún að tala um að sig langaði mik- ið að ná að koma í húsið áður en hún kveddi þennan heim. Með glettni en þó ögn af alvöru bætti hún við: „Ef ég næ ekki að koma áður en ég dey þá kem ég bara samt! Þið látið ykkur ekki bregða þó ég standi allt í einu í dyrunum!“ Amma Bára náði að sjá húsið og var alsæl með það. Jón Ingvi okkar mun alltaf búa að því að hafa kynnst ömmu Báru. Ófáa eftirmiðdaga kom hann með mér í vinnuna og sat hjá ömmu í tvo tíma. Hún að horfa á Leiðarljós – sem var ómissandi partur af deginum – hann að teikna. Hún hafði svo góða nær- veru og það var Jón Ingvi fljótur að finna. Síðustu tvær vikurnar áður en amma Bára dó lá hún í rúminu. Jón Ingvi kom oft með okkur til hennar. Eitt skiptið var hann leiður því hún var orðin svo lasin, en þó um leið svo glaður því amma var svo glöð að sjá hann. Þegar við vorum komin fram sneri hann sér allt í einu að mér og sagði; „Mamma, hún er bara svo skemmtileg“. Og þannig var það bara, amma Bára var skemmtileg. Hún dreifði gleði kringum sig með jákvæðni og skemmtilegum tilsvörum. Með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og notið ríkulega af kærleika hennar, kveð ég hana með vissu um að þegar minn tími kemur mun hún taka á móti mér hinumegin með fallega brosinu sínu og glettn- inni í augunum. Elsku Bára mín, ástarþakkir fyrir allt. Þín Sigrún. Elsku amma Bára. Þú varst skemmtileg, það var gott að vera nálægt þér, þú varst góð. Takk fyrir prins pólóin og kókið og takk fyrir dagana sem við tvö áttum saman, í íbúðinni þinni á Höfða. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég á eftir að sakna þín. Þinn Jón Ingvi. Elsku amma Bára Takk fyrir allar skemmtilegu og yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég verð þér ávallt þakklát fyrir það sem þú kenndir mér í lífinu, þú tapaðir aldrei gleðinni. Ég kveð þig amma mín með þess- um orðum sem eru svo lýsandi fyrir þig. SJÁ SÍÐU 30 Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, NORA S. KORNBLUEH, er látin. Fyrir hönd ættingja og vina, Óskar Ingólfsson, Mikhael Aaron Óskarsson, Aron Ingi Óskarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES SÖLVI SIGURÐSSON fyrrum bóndi að Skálá, Vogatunga 69, Kópavogi, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 30. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 7. maí kl. 13.00. Halldóra Ólafsdóttir, G. Sigurður Jóhannesson, Björn Jóhannesson, Eva Hjaltadóttir, Rannveig María Jóhannesdóttir, Árni Guðni Einarsson, Guðbjörg Sólveig Jóhannesdóttir, Ólafur Ágúst Jóhannesson, Kirsten Winum Hansen, Ingimar Þór Jóhannesson, Tinna Manswell Stefánsdóttir, Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir, Jón Stefánsson, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurjón Snær Friðriksson, afabörn og langafabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, ömmu, dóttur og tengdamóður, SIGRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR, sem lést sunnudaginn 20. apríl. Kristinn S. Sæmundsson, Verity Sharp, Gunnar S. Sæmundsson, Sigríður G. Ásgeirsdóttir, Hörður Sæmundsson, Margrét Stefanía Lárusdóttir, Jóhanna Svanhvít Júlíusdóttir og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við fráfall SR. KRISTINS HÓSEASONAR fv. prófasts, Ofanleiti 17, Reykjavík. Anna Þorsteinsdóttir og fjölskylda. ✝ Systir okkar, mágkona og frænka, MARTA ELÍSABET SIGURJÓNSDÓTTIR BOX, andaðist á heimili sínu í Bandaríkjunum föstudaginn 25. apríl. Guðlaug, Baldur, Sigríður, Jóhanna og Guðmundur Sigurjónsbörn. Tengdasystkini, frændsystkini og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GEIR SIGURGEIRSSON, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. maí kl. 13.00. Salvör Sumarliðadóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BOGI TH. MELSTEÐ yfirlæknir, Svíþjóð, lést laugardaginn 26. apríl. Útför hans fer fram í Västervik í Svíþjóð, þriðjudaginn 13. maí klukkan 14.00. Ingibjörg Þorláksdóttir, Páll Melsteð, Anna Guðríður Melsteð, Jón Þorlákur Melsteð, tengdabörn og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri JÓSEF HALLDÓRSSON byggingameistari, til heimilis á dvalarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sem andaðist mánudaginn 28. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. SENDUM MYNDALISTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.