Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 34

Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hjól í óskilum UNDANFARNAR 2-3 vikur hefur hjól verið í óskilum fyrir utan Lífeyr- issjóðinn í Bankastræti 7. Hjólið er læst og er af gerðinni Trek. Það er vel með farið og fjólublátt og grátt á lit. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 510-6100. Þrælabönd STÖNDUM við öll jöfn gagnvart sköttum og skyldum þessa lands? Varla, sumir vinna svart, öðrum er leyft að draga allan kostnað sem kost- ar þá að lifa frá tekjum sínum svo engir eru tekjuskattarnir. En óbreytt launafólk skal greiða tekjuskatt að fullu sem fer svo í að niðurgreiða rekstrarkostnað framleiðenda. Nið- urgreiðslurnar nema tugum milljarða króna á ári og í ofanálag þurfa launa- fólk og neytendur að borga hæsta matvælaverð í heimi. Launafólk og neytendur eru í þrælaböndum þessa óréttlætis, þessu verður ekki aflétt fyrr en við göngum í ESB. Pétur Sigurðsson. Seðilgjöld, nei takk Í framhaldi af grein í Fréttablaðinu hinn 4. maí og grein viðskiptaráð- herra, Björgvins G. Sigurðssonar, um innheimtu seðilgjalda er mér bæði ljúft og skylt að benda á að Veita inn- heimtuþjónusta ehf. innheimtir hvorki seðilgjöld af greiðendum né kröfuhöfum. Veita hefur ekki innheimt seð- ilgjöld síðan 17. september 2007 þeg- ar félögin Premium og AM Kredit voru sameinuð undir nafni Veitu. Með þessari aðgerð hefur félagið náð til fyrirtækja sem hafa ekki notað þjónustu innheimtufyrirtækja vegna m.a. mótlætis við seðilgjöld. Færst hefur mjög í vöxt að fyrirtæki neiti að greiða seðilgjöld enda um talsverðar upphæðir að ræða þegar um er að ræða stærri fyrirtæki. Niðurfelling seðilgjalda hefur lagst vel í við- skiptavini og ekki síður greiðendur enda er slík gjaldtaka gamaldags, óþörf og ósanngjörn. Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri. Tæknifrjóvgun EINHLEYPAR konur öðlast rétt til tæknifrjóvgunar, var fyrirsögn í Fréttablaðinu 5. maí. Mér varð hugs- að til þessara barna og langar að beina eftirfarandi spurningum mín- um til heilbrigðisráðherra. Hver er réttur þessara barna? Hver ætlar að vera faðir þeirra? Og hver á að borga með þeim? Hefur eitthvað verið hugsað út í framtíð þeirra? Lesandi. Fyrr má rota en dauðrota ÉG er eldri borgari og fór í Lyfjaver til að kaupa Viagra sem er ekki í frá- sögur færandi nema hvað að pakkinn sem kostaði einu sinni 12.500 kr. fyrir 12 pillur hefur nú mánuði síðar hækk- að upp í 19.178 kr. fyrir sama skammt. Þeir gefa afslátt sem nemur um 12,5 % eða 2.397 kr. af heild- arverði. Þetta finnst mér vera sví- virðileg hækkun og sérstaklega þar sem tryggingarnar taka engan þátt í þessu. Einhvers staðar las ég það að annars staðar á Norðurlöndunum væri þetta frítt fyrir eldri borgara. En það er svívirðilega farið með okk- ur hér. Eldri borgari. HÉR eru tveir vinir saman að dorga við höfnina í fallegu veðri. Það er skemmtileg iðja og sumum finnst þetta vera ágæt leið til að róa taugarnar á meðan horft er ut á hafið. Morgunblaðið/Frikki Dorgað við höfnina Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTLA EKKI AÐ GELTA Á ÞIG Í DAG Í STAÐINN ÆTLA ÉG AÐ TJÁ MIG MEÐ DANSI MEÐ ÞESSUM DANSI ÆTLA ÉG AÐ TÚLKA TILFINNINGAR MÍN- AR Í GARÐ SAMBANDS OKKAR ÞETTA ÚTSKÝRIR AF HVERJU HANN VAR SVONA GÓÐUR VIÐ BRÉFBERANN TEPPIÐ MITT! Ó, SNOOPY! ÞÚ FANNST ÞAÐ! ÞÚ FANNST ÞAÐ! ÞÚ FANNST ÞAÐ! ÞÚ FANNST ÞAÐ! STUNDUM ER TILVIST MÍN RÉTTLÆTANLEG MAMMA OG PABBI ERU FARIN. NÚNA ERUM VIÐ BARA EINIR MEÐ BARNAPÍUNNI HELDURÐU AÐ HÚN MUNI EFTIR ÞVÍ ÞEGAR HÚN VAR HÉRNA SÍÐAST OG VIÐ ÆTLUÐUM AÐ STURTA GLÓSUNUM HENNAR NIÐUR? HA! HA! ÞAÐ VAR FRÁBÆRT! FARÐU AÐ SOFA! HVAÐ? KLUKKAN ER BARA HÁLF SJÖ! HÚN MUNDI EFTIR ÞVÍ HÚN KEMST EKKI UPP MEÐ ÞETTA! HRINGJUM Í BJÖRGUNAR- SVEITINA EIGUM VIÐ AÐ SKÁLA, HRÓLFUR? JÁ... FYRIR HVERJU VILTU SKÁLA? HMM... ÞAÐ ER GÓÐ SPURNING ÉG VIL SKÁLA FYRIR ÞVÍ AÐ ÞURFA EKKI AÐ FARA Í MAT HEIM TIL ÞÍN Í KVÖLD HANN KEMUR ALLTAF BARA MEÐ ÓDÝR SKOT Á MIG! HJÓNABANDS -RÁÐGJAFI GAMAN AÐ SJÁ ÞIG, ADDA! MANNSTU EFTIR MÉR? TOMMI! AUÐVITAÐ! ÞAÐ KEMUR MÉR Á ÓVART AÐ ÞÚ SKULIR MUNA EFTIR MÉR AUÐVITAÐ! ÞÚ LÍTUR MJÖG VEL ÚT Í KVÖLD Ó? TAKK! ÞÚ HEFÐIR EKKI SAGT ÞETTA Í SKÓLANUM VÍST HEFÐI ÉG GERT ÞAÐ. ÉG VAR ALLTAF MEÐ VINSÆLU KRÖKKUNUM EN MIG LANGAÐI ALLTAF AÐ BJÓÐA ÞÉR ÚT AF HVERJU GERÐIR ÞÚ ÞAÐ EKKI? VINIR MÍNIR HEFÐU STRÍTT MÉR... Ó... ÞÁ SKIL ÉG ÞAÐ ALVEG Æ, NEI! ÞÚ HEFUR MEITT PETER! HVERJUM ER EKKI SAMA? FYRST ÉG HEF NÁÐ ÞÉR... ÞÁ ER KÓNGULÓAR- MAÐURINN NÆSTUR! dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Sími 533 4800 Glæsileg og mikið endurnýjuð 78,3 fm 3ja herbergja endaíbúð á fjórðu hæð (efstu) í fjölbýli á Seltjarnarnesi, með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, stofu, og tvö herbergi. Sér geymsla í kjallara. Glæsilegt útsýni til sjávar í átt að Esjunni. Tvennar svalir. LÁN MEÐ 4,15% VÖXTUM FRÁ GLITNI FYLGIR EIGNINNI. LÁNIÐ 17,7 MILLJ. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Eiðistorg – Hagstæð lán áhvílandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.