Morgunblaðið - 06.05.2008, Qupperneq 36
Hlust-
endaverðlaun
FM957, sem veitt
voru í Háskólabíói
á laugardags-
kvöldið, þóttu
heppnast nokkuð
vel. Eins og fram hefur komið stóð
Páll Óskar Hjálmtýsson uppi sem
sigurvegari kvöldsins, en hann
þurfti að flytja heilar fimm þak-
arræður. Í einni þeirra þakkaði
hann hljómsveitinni Gusgus sér-
staklega, en hann söng hið frábæra
lag „Hold You“ á síðustu plötu
sveitarinnar, Forever. Sagði Páll
Óskar að við upptökur lagsins hefði
hann orðið „graður“ að nýju, og
ákveðið að gera plötu í kjölfarið.
Útkoman varð svo Allt fyrir ástina,
sem hefur slegið rækilega í gegn.
Gusgus kallaði fram
greddu Páls Óskars
Allir eiga sína listrænu
toppa en þurfti þetta
að fara svona rækilega til
andskotans eftir það…? 41
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„LEIKURINN er uppseldur fyrir
Playstation 3, nema hvað að hægt er
að fá hann í pakka með tölvunni
sjálfri. Þannig að þeir sem eiga ekki
Playstation 3 geta gripið hann með
vélinni,“ segir Ólafur Þór Jóelsson,
vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, en
hátt á þriðja þúsund eintök af tölvu-
leiknum Grand Theft Auto IV hafa
selst fyrir Playstation 3 hér á landi.
Sala á leiknum hófst fyrir viku og er
uppseldur fyrir Playstation 3, en
einhver eintök eru til fyrir X-Box
360 sem er þó mun óalgengari vél.
„Leikir seljast stundum upp, en
við fengum gríðarlega mikið magn af
þessum leik og það fór mjög hratt.
Það er meira á leiðinni og það er set-
ið um hvert einasta stykki. Það virð-
ist líka vera að margir séu að nota
tækifærið núna og fara úr Playsta-
tion 2 í Playstation 3. Við finnum að
fólk er að kaupa mikið af vélum og
það er klárlega tenging á milli þess
og leiksins,“ segir Ólafur og bætir
því við að fleiri eintök af leiknum séu
væntanleg í verslanir hér á landi á
fimmtudag eða föstudag.
Heyrst hefur að leikurinn gangi
nú kaupum og sölum á „svörtum
markaði“ fyrir háar upphæðir. Ólaf-
ur segir það ekki koma sér á óvart.
„Leikurinn tekur að minnsta kosti
50 til 60 tíma í spilun þannig að ef
maður deilir því niður á ýmsa aðra
afþreyingu getur maður borgað ansi
mikið fyrir hann til þess að jafna það
út,“ segir Ólafur, en GTA IV hefur
selst vel um allan heim. „Ég hef
heyrt að sala á leiknum hafi farið yf-
ir 400 milljónir dollara, og að það sé
mest selda afþreyingarvara allra
tíma fyrstu tvo dagana. Þá eru
Harry Potter-bækurnar, stærstu
bíómyndirnar og fleira tekið með.“
Grand Theft Auto uppseldur
Góð ending GTA IV tekur að
minnsta kosti 50 til 60 tíma í spilun.
Auglýsingar Símans þar sem
meðlimir Merzedes Club eru í að-
alhlutverki hafa vakið töluverða at-
hygli að undanförnu, og eflaust
krækt í nokkra áskrifendur fyrir
fyrirtækið. Þeir félagar Gazman og
Gillzenegger virðast hins vegar
taka hlutverk sitt sem málsvarar
Símans sérstaklega alvarlega, og
eru þeir sem gangandi auglýsingar
fyrir fyrirtækið. Þannig sást til
vöðvabúntanna í Diskinum í Laug-
ardalslauginni einn fagran helg-
armorgun fyrir skömmu þar sem
þeir lágu í mestu makindum,
sleiktu sólina og töluðu í símann.
Árrisulir laugargestir ráku upp
stór augu, enda ekki á hverjum
degi sem menn hafa síma með sér í
heita pottinn – hvað þá til að ræða
ævintýri næturinnar.
Meira frelsi í sundi
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
LISTDANSNEMINN Frank Fannar Pedersen
komst í fimmtán manna úrslit í listdanskeppn-
inni Stora Daldansen í Mora í Svíþjóð um
helgina. Þar reyna með sér bestu dansararnir á
aldrinum 15 til 21 árs frá Eystrasaltslöndunum
og Norðurlöndunum að Danmörku undanskil-
inni. Rúmlega fjörutíu dansarar komust í keppn-
ina í Mora, en fyrst fór fram undankeppni í
hverju landi fyrir sig.
Frank hefur verið í ballett í tíu ár, eða síðan
hann var sjö ára. Hann á ekki langt að sækja
hæfileikana því móðir hans er Katrín Hall, list-
rænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. „Hún
ýtti mér ekki út í þetta, en hún lét mig vita að
það væri að byrja strákahópur hjá Listdansskól-
anum og ég fór í inntökuprófið og komst inn. Svo
hef ég bara ekkert hætt, maður festist bara í
þessu,“ segir Frank. „Þetta var rosalega öðruvísi
á sínum tíma. Ég þurfti að halda þessu leyndu
fyrir bekkjarfélögum mínum fyrsta árið.“
Þó að skólafélagar Franks hafi ekki skilið
dansáhuga hans til að byrja með, þá breyttist
það með árunum. „Þetta var kannski vandamál
þegar ég var svona níu til ellefu ára. Svo komst
ég upp í gagnfræðaskóla og þar var þetta meira
viðurkennt. Það var flott að fá að taka þátt í
Skrekk fyrir hönd skólans og hafa einhverja
hæfileika til þess að bjóða upp á.“
Næsta vor útskrifast Frank frá MH og þá er
stefnan tekin á háskólanám í listdansi, helst er-
lendis. „Ég er eiginlega eini strákurinn á mínu
aldursskeiði í ballett á Íslandi og þess vegna held
ég að það sé svakalega mikilvægt fyrir mig að fá
samkeppni. Ég fann það núna úti hvað það var
gaman að keppa við aðra karldansara sem voru
jafngóðir og ég, þar sem maður þurfti virkilega
að sanna sig.“
Þegar fram líða stundir gæti Frank vel hugsað
sér að gerast danshöfundur, en næstu árin vill
hann dansa sem mest sjálfur. „Það er gaman að
vera uppi á sviði og þess vegna er maður nátt-
úrlega að æfa sig og pína á hverjum degi.“
Hélt dansinum leyndum
Frank Fannar Pedersen er kominn í flokk bestu ungu dansara Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna „Þetta var rosalega öðruvísi á sínum tíma“
Morgunblaðið/Golli
Dansari „Ég er eiginlega eini strákurinn á mínu aldursskeiði í ballett á Íslandi,“ segir Frank Fannar Pedersen.
■ Fim 8. maí kl. 19.30
PPP áttræður
Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í
þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan
með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti
heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis-
skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis-
barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Fim. 15. maí kl. 19.30
Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti
sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt
sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af.
■ Lau. 17. maí kl. 14.
Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda
bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri
endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is