Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
OG BORGARBÍÓI
*
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN
TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA
eee
,,Hugljúf
og skemmtileg"
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
OG HÁSKÓLABÍÓI
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
eeee
“Ein besta
gamanmynd
ársins”
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
-S.V., MBL
eeee
- 24 stundir
2 VIKUR Á TOPPNUM!
Bubbi Byggir ísl. tal kl. 4
21 kl. 10:40 B.i. 12 ára
Superhero Movie kl. 4 - 6 B.i. 7 ára
Horton m/ísl. tali kl. 3:45
Made of Honour kl. 6 - 8:20 - 10:35
The Ruins kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Tropa de Elite kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Forgetting Sarah Marshall kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára * Gildir á allarsýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
Made of Honour kl. 8 - 10
Street Kings kl. 10 B.i. 16 ára
Forgetting Sarah M. kl. 8 B.i. 12 ára
Superhero Movie kl. 6 B.i. 7 ára
Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 6
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
„ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“
Iron Man kl. 5:20 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Made of Honour kl. 5:45 - 8 - 10:15
Made of Honour kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS
Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Staða mannréttindastjóra laus
til umsóknar
Skrifstofa borgarstjóra
Hlutverk og ábyrgðarsvið
• Standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað
vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs,
stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efna-
hags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar
stöðu.
• Undirbúa fundi mannréttindaráðs og fylgja eftir
ákvörðunum ráðsins.
• Vinna, ásamt mannréttindaráði, framkvæmda-
áætlun mannréttindamála.
• Efla samráð innan borgarinnar í þeim málum sem
mannréttindastefnan nær til.
• Eiga samvinnu við stofnanir, félög og önnur
sveitarfélög um mannréttindamál.
• Leiða samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á
sviðum Reykjavíkurborgar.
• Taka þátt í samstarfi stjórnenda hjá
Reykjavíkurborg.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking á eða reynsla af störfum á þessu sviði
æskileg.
• Víðtæk reynsla og þekking af opinberri
stjórnsýslu æskileg.
• Stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
• Tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu
og riti.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum,
metnaður til að ná árangri í starfi.
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf fyrir
metnaðarfullan einstakling sem er reiðubúinn að sýna
frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Borgarstjóri er næsti yfirmaður mannréttindastjóra.
Laun eru samkvæmt ákvörðun Kjaranefndar
Reykjavíkurborgar. Umsóknir skal færa inn á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eigi síðar en 26.
maí nk. Upplýsingar um starfið veita
Anna G. Ólafsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu
borgarstjóra, og Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri
Reykjavíkurborgar, í síma 411 1111.
Hlutverk mannréttindaráðs er að sjá til þess að mann-
réttindastefnu Reykjavíkurborgar sé fylgt eftir og hún
kynnt. Í því felst vinna að sérstakri framkvæmdaáætlun
mannréttindamála í samvinnu við svið og skrifstofur
borgarinnar og hagsmunahópa, samhliða starfs- og
fjárhagsáætlunum. Enn fremur ber mannréttindaráði að
stuðla að þekkingaröflun og miðlun upplýsinga á sviði
mannréttindamála.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heima-
síðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar
upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í.
SAMKVÆMT leikstjóra spænskrar
heimildakvikmyndar var sigurinn í
Evróvisjón-söngvakeppninni árið
1968 hafður af Sir Cliff Richards
með svindli. Spænski keppandinn
Massiel sigraði í keppninni með lag-
inu La, la, la, en eftir æsispennandi
stigagjöf þátttökuþjóðanna skildi
aðeins eitt stig Massiel og Sir Cliff.
Samkvæmt leikstjóranum Montse
Fernandes Vila var það að undirlagi
Francos einræðisherra Spánar á
þessum tíma, sem stig voru „keypt“
af þátttökuþjóðum, þar sem Franco
taldi að sigur í keppninni myndi
styrkja ímynd Spánar á alþjóðavett-
vangi. Er þetta í eina skiptið sem
Spánn hefur sigrað í Evróvisjón.
Cliff Richards flutti hið góðkunna
dægurlag Congratulations! og þótti
býsna sigurstranglegur, en keppnin
fór fram á heimavelli hans, í Royal
Albert Hall.
Dagblaðið Daily Telegraph segir
að starfsmenn spænska ríkissjón-
varpsins hafi verið gerðir út af örk-
inni með loforð um að kaupa sjón-
varpsþætti og ýmiss konar efni af
sjónvarpsstöðvum, gegn því að
spænski keppandinn fengi stigin.
„Það eru til sönnunargögn sem sýna
fram á að stig voru keypt til að
tryggja Massiel sigurinn,“ segir
Massiel.
Á þessum tíma tóku 17 þjóðir þátt
í keppninni og sá tíu manna nefnd
um stigagjöfina í hverju landi.
Ferðamannastraumur var að hefjast
til sólbakaðra stranda Spánar og
Vila segir að stjórn Francos hafi ver-
ið mjög meðvituð um að bæta þyrfti
ímynd landsins.
„Þegar við horfum til baka, á
partíin sem voru skipulögð og
hvernig Massiel var gerð að þjóð-
arhetju, þá virðist það allt býsna
öfgakennt. En þetta var gert til að
baða stjórnina dýrðarljóma,“ segir
Vila.
Lagið La, la, la var umdeilt frá
upphafi. Í upphaflegu útgáfunni var
sungið á katalónsku en stjórnvöld
heimtuðu að lagið yrði sungið á
spænsku.
Sir Cliff gerði aðra atlögu að sigri
í Evróvisjón árið 1973 þegar hann
söng lagið Power To All Our
Friends. Þá lenti hann í þriðja sæti,
fyrir aftan keppendur frá Lúxem-
búrg og Spáni. Hann er þó á toppn-
um hvað sölu varðar í Bretlandi, hef-
ur selt 250 milljón plötur, sem er
meira en Bítlarnir og Elvis hafa af-
rekað.
Reuters
Hjartaknúsarinn Spænskur leikstjóri segir spænsk stjórnvöld hafa beitt
brögðum til að hafa sigurinn af Sir Cliff í Evróvisjón árið 1968.
Haldið fram að Franco
hafi rænt Evróvisjónsigri
af Sir Cliff Richards
SÚPERMÓDELIÐ Elle Macpherson, sem er orðin 45 ára gömul, hyggst
flytja úr skarkala og stressi Lundúnaborgar með syni sína tvo, heim til Ástr-
alíu. Hefur hún sett glæsihýsi sitt í Notting Hill-hverfinu á sölu.
Vinur sýningarstúlkunnar segir að hún hyggist lifa einfaldara lífi í Ástralíu.
Sjö hæðir eru í húsinu í Notting Hill og þaðan hefur Macpherson stýrt fyr-
irtæki sínu, sem hannar og framleiðir undirfatnað. Þegar hún flutti inn fyrir
áratug, voru allar innréttingar sniðnar við hæfi módelsins, til dæmis voru
fataskápar sérsniðnir utan um síðar gallabuxur hennar. Þá lét hún koma
sundlaug og danssal fyrir í húsinu.
Macpherson flytur heim
Uppgefin Elle Macpherson er þreytt
á London og hyggst flytja heim.