Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 2

Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Máli Istorrent vísað frá  Máli SMÁÍS gegn Istorrent ehf. vísað frá  „Ótrúlegt að ætla að meina rétthafa- samtökum að leita réttar sinna félagsmanna,“ segir framkvæmdastjóri SMÁÍS HÆSTIRÉTTUR hefur vísað höfundarréttarmáli gegn Istorrent ehf. og Svavari Lútherssyni frá dómi. Krafist var viðurkenningar á því að stefndu væri óheimilt að starfrækja vefsíðuna torrent.is eða aðra sambærilega vefsíðu sem gerir notendum kleift að fá aðgang að og deila hljóð- og myndefni, sem umbjóðendur stefnenda ættu höfundarrétt að, án samþykkis rétthafa. Héraðsdómur Reykja- ness vísaði málinu sömuleiðis frá í lok marsmán- aðar og var sá úrskurður til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Aðildarskortur og of víðtækar kröfur Stefnendur voru Samtök myndrétthafa á Ís- landi (SMÁÍS), Framleiðendafélagið – SÍK, Sam- band tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og Félag hljómplötuframleiðenda (FHF). Þeim var gert að greiða stefndu 400 þús. kr. í málskostnað. Kröfum SMÁÍS, Framleiðendafélagsins og FHF var vísað frá þar sem breyting hafði orðið á aðild þeirra að málinu. Höfðu nafngreindir aðilar dregið málsóknarumboð til félaganna til baka og tekið sjálfir við aðild fyrir Hæstarétti. Þetta var talið óheimilt. Aðild STEFs að málinu var hins vegar óbreytt. Engu að síður var hinn kærði úr- skurður staðfestur um kröfur STEFs, vegna skorts á umboði frá félagsmönnum til að fara með einstaklingsbundnar kröfur. Þá þótti fyrrnefnd viðurkenningarkrafa of víðtæk miðað við þá höf- undarréttarlegu hagsmuni sem STEF fer með. „Þessi niðurstaða er miður,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS í fréttatilkynningu. Hann segir rétthafa nú neyðast til að höfða sama mál í eigin nafni á sömu for- sendum, án málsóknarumboðs. „Þar með vonast rétthafar til að loksins verði efnislega tekið á þessu máli og harma það jafnframt að þessi nið- urstaða mun leiða til þess að auka kostnað stefn- enda og stefnda auk þess að leggja frekara álag á réttarkerfið.“ Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunn- laugsson. Verjandi var Tómas Jónsson hrl. og sækjandi Hróbjartur Jónatansson hrl. RÍKISENDURSKOÐUN telur að endurskoða þurfi innra skipulag og stjórnun Vinnumálastofnunar, gera árangursstjórnunarsamning við hana og móta henni faglega stefnu. Þetta kemur fram í stjórnsýsluút- tekt Ríkisendurskoðunar á Vinnu- málastofnun. Þá þarf að einfalda stjórnsýslu þeirra sjóða sem stofnunin hefur umsýslu með og er í því samhengi lagt til að efnt verði til nýrrar stofn- unar velferðarmála. Einnig er hvatt til að kannað verði með formlegum hætti hvort rétt sé að sameina Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins. Stjórnsýslan of flókin Í úttektinni kemur fram að nú- verandi stjórnsýsla þeirra sjóða sem Vinnumálastofnun hefur um- sjón með sé óþarflega flókin. Ein- földun hennar gæti bætt þjónustu við bótaþega, aukið skilvirkni og lækkað umsýslukostnað. Lagt er til að stjórnir sjóðanna verði lagðar niður og að umsjón Vinnumála- stofnunar með þeim verði flutt til nýrrar stofnunar velferðarmála sem sinni allri umsýslu lífeyris-, sjúkra-, slysa- og vinnumarkaðs- tengdra trygginga og bóta. Ríkis- endurskoðun leggur þá til að kanna skuli með formlegum hætti mögu- leika á sameiningu Vinnumálastofn- unar og Vinnueftirlits ríkisins í eina öfluga stofnun á sviði vinnumark- aðsmála. Nýlega tilkynnti Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra að kannaðir yrðu kostir þess að setja á stofn nýja stofnun velferðar- og vinnumála með því að samþætta starfsemi Vinnumálastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins. Þann- ig yrði hægt að koma fyrir á einum og sama stað allri þeirri velferðar- þjónustu sem er á sviði vinnu- og tryggingarmála. Vinnumálastofnun endurskipulögð? NEYTENDASTOFU hafa borist er- indi frá tveimur bílaumboðum, þ. á m. Brimborg, vegna nýlegrar markaðsherferðar bílaumboðsins Heklu. Deilt er um hvort herferðin stangist á við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum, en auglýst hefur verið allt að 17% verðlækkun á bílum hjá Heklu, í þeim yfirlýsta tilgangi að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá Brimborg segir að hin auglýsta verðlækkun eigi aðeins við eina gerð Audi-bifreiðar sem ekki hafi selst hér á landi síðan 2005. Verð- lækkun á þeim bíl hafi því ekki áhrif til lækkunar verðbólgu. Viðurlögin bann eða sekt Að sögn Þórunnar Önnu Árnadótt- ur, sviðsstjóra neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, er í báðum er- indum vísað til fimmtu og sjöttu greinar laganna. Þar er m.a. lagt bann við því sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti og er óhæfilegt gagnvart hagsmunum neytenda, svo sem rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Starfsmenn Heklu fá 10 daga frest til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við stofnunina og mun málsmeðferð því standa út næstu viku. Neytendastofa hefur heimild til að banna birtingu auglýsinga og sekta fyrirtæki sem brjóta gegn fyrrnefndum lögum. | 43 Auglýsingar Heklu sagðar brot á lögum REKSTRARFYRIRTÆKIÐ Kjarnabúð ehf., sem er í eigu Vagnssystkina í Bolungarvík, und- irritaði í gær tæplega 400 milljóna króna samning við þýsku ferða- skrifstofuna Kingfisher Reisen. Hún er ein af stærstu evrópsku ferðaskrifstofunum sem sérhæfa sig í stangveiðiferðum. Samningurinn er gerður til fimm ára. Kjarnabúð ehf. hyggst ráðast í framkvæmdir og uppbyggingu fyr- ir þetta verkefni fyrir tæpar 300 milljónir á næstu þremur árum. Ætlunin er að byggja 20 hús í Bol- ungarvík til að þjónusta sjóstang- veiðimenn á vegum Kingfisher Rei- sen. Einnig verða smíðaðir 20 bátar fyrir verkefnið. Kingfisher Reisen hóf rekstur ár- ið 1987 og þjónustar milli 7.500 og 8.000 viðskiptavini á ári. 400 milljóna kr. samningur Ánægð Við undirritun 400 milljóna kr. samningsins í gær en hann er til 5 ára. Utanríkisráðuneytið ræður íslensk- um ríkisborgurum eindregið frá því að ferðast til Líbanon vegna ófriðarástands sem er í landinu um þessar mundir. Ráðuneytið óskar jafnframt eftir upplýsingum um þá Íslendinga sem kunna að vera í landinu. Nánari upplýsingar veitir borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins í síma 545-9900. Þá ræður utanríkisráðuneytið Ís- lendingum frá öllum ferðalögum til Búrma í kjölfar náttúruhamfara sem gengu yfir landið 2. maí síðast- liðinn nema brýna nauðsyn beri til. Varar við ferð- um til Líbanon HÓPUR kvenvörubílstjóra kom saman á bensínstöðinni N-1 á Ártúnshöfða um sexleytið í gærkvöldi í því skyni að sýna samstöðu með öðrum vörubílstjórum. Þær gáfu þeim, sem vildu styðja baráttuna, rauða borða til þess að hengja á bíla sína. Að sögn Einars Árnasonar, talsmanns vörubílstjóra, voru þetta konur sem starfa sem vörubílstjórar en geta ekki tekið þátt í mótmælaaðgerðum með beinum hætti. Með þessu hafi þær viljað sýna starfsbræðrum sínum samhug. Að sögn tók fólk gjörningnum mjög vel. Rauðir borðar til stuðnings málstað vörubílstjóra Sýndu samstöðuna í verki Morgunblaðið/Golli „VIÐ erum að fara inn í mjög hættu- legt efnahagsum- hverfi. Meginvandi okkar felst í því að koma á stöðug- leika í gjaldeyris- málum og til þess þurfum við að skapa traust á ís- lensku krónunni.“ Þetta segir Arnór Sighvatsson, aðal- hagfræðingur Seðlabanka Íslands, í viðtali við þýska blaðið Frankfurter Allmemeine Zeitung í gær. Þá segir Arnór í frétt blaðsins að upptaka evru myndi eflaust auka stöðugleikann í efnahagslífinu hér á landi. Það sé þó einungis mögulegt með aðild Íslands að Evrópusam- bandinu, sem sé ekki raunhæft af pólitískum ástæðum. Hann segir að það valdi miklum vanda hvað fjármálageirinn er stór í samanburði við stærð efnahagslífs- ins. Vegna þessa hafi mat á áhættu fyrir Ísland og bankana hækkað mikið. En ef bankarnir ættu í vand- ræðum með lausafé í erlendri mynt, væri staðan mun verri en hún er. Blaðamaður biður Arnór að spá um gengi íslensku krónunnar eftir eitt ár. Hann svarar því til að íslenski þjóðarbúskapurinn hafi náð sér fljótt eftir svipaðan vanda árið 2002. Ís- lenska efnahagslífið sé sveigjanlegt og geti lagað sig fljótt að breyttum aðstæðum. Stuðlar að stöðugleika Arnór Sighvatsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.