Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 13
FRÉTTIR
www.bifröst.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
10
2
1
15.maí
RENNUR
UMSÓKNAR-
FRESTUR
ÚT!
VIÐSKIPTADEILD
• BS í viðskiptafræði
• BS in Business Administration
• MS í alþjóðlegri banka-
og fjármálastarfsemi
• MS í alþjóðaviðskiptum
• MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu
• BA í heimspeki, hagfræði
og stjórnmálafræði (HHS)
• MA í menningarstjórnun
• MA í Evrópufræðum
FÉLAGSVÍSINDADEILD
• BS í viðskiptalögfræði
• ML í lögfræði
• MA í skattarétti
LAGADEILD
• Staðnám
• Fjarnám
FRUMGREINADEILD
Menningarstjórnunarnámið hefur á
undanförnum árum unnið sér sess sem
framsækið og hagnýtt nám fyrir
starfandi og verðandi stjórnendur í
menningarlífi. Námið hefur einnig nýst
fólki sem starfar innan skólakerfisins og
sækist eftir góðri framhaldsmenntun til
að auka faglega hæfni sína við stjórnun
og rekstur menntastofnana.
Menningarstjórnunarnámið er
alþjóðlega samkeppnishæft nám sem
veitir nemendum traustan bakgrunn í
stjórnunar-, rekstrar- og menningar-
fræðum. Bifröst er eini háskólinn hér á
landi sem býður upp á þessa samsetn-
ingu náms og þegar hefur sýnt sig að
nemendur sem útskrifast hafa með MA
gráðu í menningarstjórnun frá Bifröst
takast á hendur leiðandi störf á sviði
menningar og menntunar.
Skipulag meistaranámsins miðast
við að hægt sé að stunda það með
vinnu eða sem fullt nám.
Allar nánari upplýsingar á bifrost.is.
Menningarstjórnun
MA nám
Jón Ólafsson
forseti félagsvísindadeildar
Ræktaðu hæfileikana
í hvetjandi umhverfi
SKRIFAÐ hefur verið undir vilja-
yfirlýsingu þess efnis að norð-
lenskir fjárfestar kaupi rekstur
Flugfélags Íslands á Akureyri en
ekki hefur verið upplýst hverjir
það eru - nema hvað félagið Norð-
anflug er þeirra á meðal.
Friðrik Adolfsson skrifaði undir
samninginn við FÍ, en hann er
sölustjóri leiguflugs hjá félaginu,
með aðsetur á Akureyri og hefur
meðal annars verður ábyrgur fyr-
ir umfangsmiklum leiguverkefn-
um Twin Otter á Grænlandi. Frið-
rik stýrir rekstrinum fyrir nýja
eigendur en hann var á sínum
tíma starfsmaður Flugfélags
Norðurlands, sem sinnti þessum
sömu verkefnum en sameinaðist
Flugfélagi Íslands fyrir fáeinum
árum.
Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Íslands,
er ánægður með viljayfirlýs-
inguna að því er fram kemur í
fréttatilkynningu; segir hana
skref í átt að því markmiði Flug-
félags Íslands að starfsemin í
kringum Twin Otter-vélarnar
haldist á Akureyri og geti enn
frekar vaxið og dafnað í höndum
nýrra eigenda.
Á næstu dögum verður gengið
frá endanlegum kaupsamningi og
hefðbundin áreiðanleikakönnun
mun fara fram. Gert er ráð fyrir
að þeirri vinnu verði lokið fyrir
næstu mánaðarmót og nýir eig-
endur taki við rekstrinum 1. júní.
Helstu verkefni sem hafa verið
tengd rekstri þessara véla eru
áætlunarflug frá Akureyri til
Grímseyjar, Vopnafjarðar og
Þórshafnar, leiguverkefni á
Grænlandi og viðhaldsverkefni í
viðhaldsstöð félagsins á Akureyri.
Hugsanlegt er að stofnað verði
nýtt félag um reksturinn en hugs-
anlegt er að hann verði samein-
aður öðru flugfélagi. Hvað það
verður kemur í ljós í næstu viku.
Rekstur FÍ nyrðra seldur
GUNNLAUGUR
K. Jónsson, for-
seti Náttúru-
lækningafélags
Íslands (NLFÍ),
var kjörinn fyrsti
varaforseti Evr-
ópusambands
heilsustofnana
(European Spas
Association –
ESPA) á aðal-
fundi sambandsins í Yverdon-les-
Bains í Sviss sl. miðvikudag.
Meginstefna ESPA, sem mynduð
eru af aðildarfélögum frá 21 Evrópu-
landi, er að kynna heilsulindir og böð
í Evrópu og gæta þess að náttúru-
legir meðferðarkostir jarðvegs,
loftslags og sjávar séu almenningi
sem aðgengilegastir.
Eitt meginverkefna ESPA undan-
farin ár hefur verið að þróa gæða-
staðla „Quality Standards“ í þeim til-
gangi að tryggja gæði þjónustunnar.
Til að öðlast gæðavottun sambands-
ins verður að uppfylla a.m.k. 80% af
gæðakröfum sambandsins sem eru
ítarlega skilgreindar í gæðastöðlum
þess. Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði stóðst þessa úttekt á síðasta ári
og fékk umrædda gæðavottun, fyrst
sambærilegra heilsustofnana/fyrir-
tækja á Norðurlöndum.
Starf ESPA er unnið án ágóða-
sjónarmiða. Skrifstofur sambands-
ins eru í Brussel í Belgíu. Forseti
ESPA er dr.-ing. Sigrun Lang frá
Þýskalandi en hún lét nýlega af
starfi borgarstjóra Baden-Baden í
Þýskalandi.
Í forystu evr-
ópskra heilsu-
stofnana
Gunnlaugur K.
Jónsson
BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti
á fundi sínum á fimmtudag að endur-
skoða kjör skuldabréfa og stað-
greiðsluafslátt vegna úthlutunar á
byggingarétti í Vatnsendahlíð síð-
astliðið haust. Tilgangurinn er að
bregðast við breyttu efnahags-
ástandi.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að í tillögu meirihlutans í bæjarráði,
sem samþykkt var einróma, segir
m.a. að í ágúst á síðasta ári hafi verið
tekin sú ákvörðun af hálfu bæjarráðs
að auglýsa til úthlutunar byggingar-
rétt fyrir íbúðarhúsnæði í Vatns-
endahlíð í Kópavogi, úthlutun hafi
farið fram 13. nóvember í bæjarráði.
Frá úthlutun hafi aðstæður á lána-
og fasteignamarkaði gjörbreyst.
Vegna þeirra miklu breytinga sem
orðið hafi á efnahagsástandi var því
lagt til að farið yrði í endurskoðun á
lóðakjörum með tilliti til þess hvort
unnt væri að koma til móts við lóða-
hafa með bættum kjörum, með því
að kjör skuldabréfa og staðgreiðslu-
afsláttur yrði endurskoðaður.
Kjör vegna
lóða í Vatns-
endahlíð
endurskoðuð
♦♦♦
SAMTÖK aldraðra telja að ef lífeyr-
ir eldri borgara, sem ekki hafa aðrar
tekjur en lífeyri frá Tryggingastofn-
un ríkisins, verði ekki hækkaður um
9.100 sé verið að búa til nýja gliðnun
milli lífeyris aldraðra og lágmarks-
launa.
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var á fundi fulltrúa LEB
(Landssambands eldri borgara),
FEB (Félags eldri borgara í Reykja-
vík), 60+ (Sambands eldri Samfylk-
ingarmanna) og SES (Samtaka eldri
sjálfstæðismanna).
„Fundurinn taldi að þessa fjárhæð
vantaði til þess að lífeyrir eldri borg-
ara hefði hækkað jafnmikið og lág-
markstekjutrygging í dagvinnu
hefði hækkað í síðustu kjarasamn-
ingum. Ekkert svar hefur borist frá
stjórnarflokkunum við þessu erindi.
Bendir allt til þess að ætlunin sé að
hundsa erindið. Kjaranefnd FEB
telur óviðunandi, að framangreind
leiðrétting eigi sér ekki stað strax.
Það er verið að búa til nýja gliðnun
milli lífeyris aldraðra og lágmarks-
launa. Þessa gliðnun verður að leið-
rétta strax. Kjaranefnd telur, að
ekki megi slá leiðréttingu á frest.“
Krefjast hækkunar á
lífeyri til aldraðra