Morgunblaðið - 10.05.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 10.05.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 17 ERLENT Kynntu þér Tvennu á www.nb.is Við tryggjum þér bestu vextina! Nýjung sem sameinar kosti verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga TB W A\REYKJAVÍK\ SÍA „HÉR er talað um að þetta sé það versta ástand sem skapast hefur frá því í borgarastyrjöldinni og það er því gífurleg spenna í loftinu. Ef menn gæta sín ekki gæti farið illa,“ segir Davíð Logi Sigurðsson, starfsmaður Palestínuflótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Líbanon. „Á miðvikudag og fimmtudag var allt lamað hér í Beirút. Það var engin umferð um göturnar því fólk hélt sig heima og herinn var með mikla viðveru,“ segir Davíð. „Þeir sem komust til vinnu hjá UNRWA mættu á fimmtudaginn en um eittleytið ákváðum við að hætta vinnu til að vera komin heim áður en Nasrallah, leiðtogi Hizbollah- hreyfingarinnar byrjaði að tala klukkan fjögur því það var fastlega búist við því að eitthvað myndi ger- ast í framhaldi af því,“ segir Davíð. „Á leiðinni heim lenti ég í vand- ræðum því Hizbollah-menn höfðu víða lokað vegum og þá m.a. helstu umferðaræðunum út úr borginni. Þar sem ég bý í fjallaþorpi í um 20 mínútna fjarlægð frá Beirút átti ég erfitt með að komast út úr borg- inni,“ segir Davíð. Hann hafi því horft fram á að sitja fastur í um- ferðinni í þó nokkurn tíma „en það hefði verið slæmur kostur því var ekki að vita upp á hverju menn hefðu tekið eftir að Nasrallah hefði talað. Ég vildi því ekki lenda í óvissu úti á þjóðvegi, snéri til baka og inn á hótel,“ segir Davíð. Vaknaði við brjálæðisleg læti Hótelið segir Davíð vera mið- svæðis í Beirút og nálægt hverfi sem heitir Hamra. „Í gærkvöldi heyrðist byssugnýr og drunur í sprengjuvörpum og þannig leið kvöldið, nóttin og morgunninn. Hót- elið er í aðeins um fimm mínútna fjarlægð frá mestu látunum en ég held að mestmegnis hafi verið skot- ið upp í loftið eða á byggingar og að ekki hafi verið um skotbardaga að ræða,“ segir Davíð. „Þeir einu sem sáust ef laumast var til að líta út um gluggann voru vopnaðir menn með grímur á götuhornunum við hótelið,“ segir Davíð. „Ég náði nú að sofna en vaknaði svo aftur um tvöleytið við brjál- æðisleg læti. En þá var byrjað að rigna og þær mestu þrumur og eld- ingar sem ég hef nokkurn tíma orð- ið vitni að gengu yfir borgina og blönduðust byssugnýnum. Menn tala um það hér að Guð hafi á þennan hátt látið skoðun sína í ljós á því sem er að gerast í landinu,“ segir Davíð. „Í gærmorgun héldu átökin áfram og þá hætti mér nú að lítast á blikuna því vonir höfðu staðið til að rign- ingin hefði letjandi áhrif á menn, en svo reyndist ekki vera,“ segir Dav- íð. „Um tíuleytið fór að draga úr skothríðinni og þá fór ég akandi ásamt samstarfsfólki mínu upp í fjöllin. Á leiðinni, þegar við vorum að sækja fleira fólk sem býr í Hamra-hverfinu mættum við vopn- uðum mönnum, bæði úr líbanska hernum og Hizbollah-mönnum, en Hizbollah hafði lagt Hamra-hverfið undir sig í gær,“ segir Davíð. Hann segir að ferðin til fjalla hafi gengið nokkuð vel „einu vandræðin sem við lentum í var vegna vega- tálma sem reistir voru úr brennandi bíldekkjum. En það er algeng leið hér til að loka umferðaræðum. Okk- ur tókst þó að semja við þá sem vöktuðu tálmana um að hleypa okk- ur í gegn,“ segir Davíð. Reyna að halda starfinu áfram „Nú erum við komin í kristið fjallaþorp sem er mjög öruggt og rólegt. Hér verður maður ekki var við það sem er að gerast inni í Bei- rút,“ segir Davíð. Hann segir að á næstu dögum komi í ljós hvort hægt verði að halda uppi óbreyttu starfi á vegum UNRWA. „Við erum nú að ræða hvernig áframhaldið verður en UNWRA sinnir þörfum palest- ínskra flóttamanna í Líbanon og það er spurning hvort við getum haldið vinnunni áfram eða hvort ástandið fari versnandi,“ segir Dav- íð. „Það er gríðarlega mikilvægt að við reynum að gera allt sem hægt er því auk þess að halda úti skólum fyrir flóttamennina þá sjáum við líka um heilsugæslumál. Þar að auki er nokkuð stór hópur sem er háður matargjöfum frá okkur og þeim verðum við einfaldlega að sinna áfram,“ segir Davíð. „Það er gífurleg spenna í loftinu“ Davíð Logi Sigurðsson Átökin í Beirút hafa ekki látið Davíð Loga Sig- urðsson ósnortinn og hann sagði Jóhönnu M. Vilhelmsdóttur frá reynslu síðustu daga. jmv@mbl.is SIGURDAGURINN, þegar minnst er stríðslokanna í Evrópu 1945, var haldinn hátíðlegur í Moskvu í gær með mikilli hersýningu í fyrsta sinn frá hruni Sov- étríkjanna haustið 1991. Hér sést vélknúinn fall- byssuvagn á skriðbeltum. Einnig voru sýndir skrið- drekar, eldflaugaskotpallar fyrir hinar nýju og öflugu Topol-flaugar sem gerðar eru fyrir kjarnorkuvopn og annar búnaður auk þess sem herþotur flugu yfir svæðið með miklum dyn. Efnahagur Rússa hefur batnað mjög á seinni árum, einkum vegna hækkandi verðs á olíu og gasi, helstu útflutningsvörum þeirra. Hafa þeir marg- faldað framlög til varnarmála en nýr forseti landsins, Dmítrí Medvedev, sagði í ræðu sinni að markmiðið væri eingöngu að „tryggja öruggar varnir landsins“. Reuters Hersýning á Rauða torginu Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is LIÐSMENN Hizbollah-hreyfingar- innar lögðu undir sig vesturhluta Beirút í gær, þremur dögum eftir að blóðug átök brutust út í borginni. Tugir særðust þegar átök fóru úr böndunum eftir að Nasrallah, leið- togi Hizbollah-hreyfingarinnar lýsti því yfir að aðgerðir stjórnvalda í garð hreyfingar hans jafngiltu stríðsyfirlýsingu. Stjórnarandstaðan hefur lýst því yfir að Hizbollah og tengdar sjíta- hreyfingar muni verja vegatálmana sem komið hefur verið upp víða um borgina þar til lausn finnist á stjórn- arkreppunni. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan virtist reiðubúin til að gefa eftir í gær. „Þetta er ekki valdarán, heldur tengist einfaldlega ákvörðunum rík- isstjórnarinnar. Við viljum samvinnu en ríkisstjórnin vill sitja ein að völd- um og hefta okkar hlut,“ sagði tals- maður stjórnarandstöðunnar við fjölmiðla í gær. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hinsvegar lýst því yfir að stjórnin muni ekki endurskoða ákvörðun sína um að rannsaka fjarskiptakerfi Hiz- bollah-hreyfingarinnar, en það var það sem hrinti átökunum af stað síð- astliðinn miðvikudag. „Frekar myndi ríkisstjórnin segja af sér en að draga þá ákvörðun til baka,“ sagði einn ráðherra stjórnarinnar við AFP-fréttastofuna í gær. Alþjóðlegur stuðningur Atlaga var gerð að heimili Saad Hariri, fremsta stjórnmálamanns súnní-manna, talið er að Hariri hafi verið heima en að hann hafi ekki sak- að. Hizbollah skaut einnig að skrif- stofum fjölmiðlafyrirtækis Hariri og árásarmenn umkringdu sjónvarps- stöð í hans eigu og lömuðu útsend- ingar útvarpsstöðvar hans. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að fyrst liðsmenn Hizbollah réðust ekki til atlögu við Hariri á heimili hans heldur létu sér nægja að skjóta að húsinu, séu þeir fyrst og fremst að sýna styrk sinn og muni ekki ganga lengra enn um sinn. Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hefur skv. upplýsingum BBC sagt að Bandaríkin muni styðja rík- isstjórn Fouad Siniora „og veita henni þann styrk sem nauðsynlegur er til að lægja þennan storm,“ sagði Rice. Hún sagði jafnframt að „með því að reyna að vernda ríki sitt innan ríkisins sýni Hizbollah fyrirlitningu á íbúum landsins.“ Deilan í Líbanon er víða álitin vera útvíkkun á átökum Bandaríkjanna, arabískra bandamanna og Ísraels við Sýrland og Íran, sem eru talin styðja Hizbollah-hreyfinguna. „Bandaríkin ráðfæra sig nú við aðrar ríkisstjórnir á svæðinu og við örygg- isráð SÞ um til hvaða ráðstafana verði að grípa til að draga þá sem standa fyrir ofbeldinu í Beirút til ábyrgðar,“ hafði AFP-fréttastofan eftir Gordon Johndro, talsmanni Hvíta hússins. Javier Solana, aðaltalsmaður ESB í utanríkismálum, hefur einnig lýst yfir „fullum stuðningi“ ESB við rík- isstjórn Líbanons. Tvísýnt er um lausn vandans í Líbanon Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hyggjast gefa eftir Reuters Átök Lítil umferð hefur verið um götur Beirút, íbúar hafa reynt að komast burt en vopnaðir og grímuklæddir menn eru um alla borg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.