Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 25
múrsteinum úr ofni sem var í brotajárnsverksmiðjunni úti í Straumi. Parketið er kubbar úr bryggju, gamall símastaur heldur uppi hliðarhúsinu, ég breytti tog- arabobbing í arin, hér eru stólar úr löngu horfnu Trípólíbíói og svona mætti lengi telja. En ekkert er stöðugt. Rómaveldi hvarf. Og ég hverf úr þessu húsi einn daginn, og húsið líka.“ Að hafa efni á því að vera maður sjálfur Í kjallaranum er heit laug í sjáv- arklöppinni og þar er hægt að fara í gufu inni í berginu undir aðalhús- inu. Þar eru líka vistarverur fyrir gesti sem Hrafn hefur grafið fyrir. „Ég bauka hér í kjallaranum ef mér leiðist. Og ég læt efnið og um- hverfið ráða forminu. Ég er að þessu öllu til að skemmta mér. Ætli þetta sé ekki æskudraumurinn um að smíða dúfnakofa. Þetta er mitt litla ríki. Mesta ríkidæmið er að hafa efni á því að vera maður sjálf- ur.“ Hrafn er mikill safnari. Um tvö hundruð englar eru um allt hús, en þá hefur hann keypt á ferðum sín- um um heiminn, enda er eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir að ferðast og skoða veröldina. Á þvæl- ingi sínum hefur hann líka orðið sér úti um fjölmargar kirkjuklukk- ur og aðrar klukkur sem hanga hér og þar um híbýlin. „Þetta sem ég hef gert fyrir hús- ið hefur stundum valdið fjaðrafoki og menn viljað fjarlægja það og rífa, en ætli það endi ekki með að það verði friðað,“ segir Hrafn og brosir dularfullur að mögulegum örlagaglettum. „Almenningur er farinn að hafa gaman af þessu og hingað eru allir velkomnir, ég tek stundum á móti litlum hópum sem koma til að skoða,“ segir Hrafn og tekur fram blað sem liggur á borð- inu. „Hingað komu vinir mínir úr Evrópsku kvikmyndaakademíunni og héldu fund og í þessari frétta- tilkynningu sem þeir sendu frá sér segir: „Að húsið sé listaverk í sjálfu sér sem hafi opnað huga þeirra og örvað hugmyndaflugið,“ eins og hér stendur. Framtíðin? Ég veit ekki hvort ég verð hér mikið lengur. Þetta er að verða eins og bíómynd sem ég er búinn að frumsýna.“ khk@mbl.is álfarækt í garðinum Asíska svæðið Borðið er frá Víetnam og uppi á hillu er drykkur með marineruðum snákum sem bætir bólfimi. Heiðursskjalasafn Á klóinu hanga heiðursskjöl frá kvik- myndaakademíum, Smekkleysu og fleirum, sem og símskeyti. Monroe-höggdeyfar Þeir hafa fengið nýtt hlutverk: Hrafn breytti þessum höggdeyfum í fyrirtaks háa stóla. Borðstofa Hér er notalegt að sitja í birtunni með góðu fólki og horfa yfir hafið með kaffibolla. Forn bryggjuviðurinn á gólfinu gælir við fót. Vinnustofan Þar vomir Hvíti Krist- ur yfir og uppstoppaður hrafn hefur auga með öllu hjá nafna sínum. Enginn eins Slökkvarar sem Hrafn keypti á þjófamarkaði á Indlandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 25            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.