Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 26
- kemur þér við Þeir ríku rjúka fram úr Fólk sem hefur ekki efni á að byggja skilar lóðum Ungmennafélag Íslands misskildi tilgang með lóða- úthlutun Guðrún Gunnars opnar myndaalbúmið Ætlar ekki að ritskoða sjálfan sig Hvað ætlar þú að lesa í dag? neytendur 26 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Aðaltilgangurinn meðþessu verkefni er aðtryggja smáframleið-endum og kaffirækt- endum sanngjarnt verð, sem er þá alltaf yfir heimsmarkaðsverði þannig að þeir geti séð fyrir sér og sínum með framleiðslunni,“ út- skýrir Guðmundur Halldórsson, sölu- og verkefnisstjóri í Te & kaffi þegar hann er inntur eftir því út á hvað Fairtrade vottunin gangi. „Einnig fá Fairtrade vott- aðir kaffibændur aukaþóknun frá samtökunum sem er notuð í efna- hagsleg og samfélagsleg verkefni á svæðinu.“ Te & kaffi varð nýverið fyrsti íslenski kaffiframleiðandinn til að fá slíka vottun á eigið kaffi, nánar tiltekið á þrjár tegundir kaffis sem fyrirtækið framleiðir. „Í þessum heimsmarkaðsvið- skiptum er oft á tíðum verið að pína framleiðendurna niður í verði, jafnvel niður fyrir kostnaðarverð,“ heldur hann áfram. „Hins vegar eru ýmsar leiðir til að bæta kjör þessarar stéttar og Fairtrade er ein af þeim. Þar sem Te & kaffi framleiðir eingöngu sælkerakaffi hafa bændurnir þó yfirleitt fengið betra verð fyrir sína framleiðslu, einfaldlega af því að verðið er hærra á þeim tegundum sem við erum að kaupa en ella.“ Hann segir heljarinnar bákn standa að baki vottuninni. „Fair- trade samtök starfa nú í rúmlega 20 Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Japan. Öll samtökin tilheyra Fairtrade Labeling Organisation, FLO, sem er alþjóðaeftirlits- skrifstofa. Hún hefur það hlutverk að hafa eftirlit með bæði framleið- endum, því það þarf líka að tryggja að þeir fari eftir settum reglum, og eins með heildsölunum og kaffibrennslum á borð við okk- ur. Við höfum aftur mjög ríka upp- lýsingaskyldu gagnvart þessum samtökum um rekjanleika á því kaffi sem við kaupum inn, hvert það fer og svo framvegis.“ Það tók Te & kaffi um átta mán- uði að fá vottunina en það flækti ferlið að ekki er Fairtrade skrif- stofa eða tengiliður hér á landi. „Við þurftum því að ná þessari vottun beint í gegn um að- alsamtökin og þau eru bara ný- byrjuð að leyfa það svo þetta var nýtt fyrir þeim líka.“ Vottað te í bígerð Kaffitegundirnar þrjár sem þeg- ar eru vottaðar eru lífrænt Su- matra Mandheling sem er frá Indónesíu, Espressoblanda teg- unda frá Mið- og Suður-Ameríku og Indónesíu og loks Colombia Brazil sem eins og nafnið bendir til er ræktað í Kólumbíu og Bras- ilíu. „Þetta eru allt saman Fair- trade vottaðar tegundir og ég hugsa að þeim gæti fjölgað hjá okkur í framtíðinni. Eins erum við að leita leiða til að bjóða upp á Fa- irtrade vottað te og jafnvel ein- hverja fleiri vöruflokka.“ Guðmundur kveður eft- irspurnina eftir Fairtrade vott- uðum vörum vaxa hægt og sígandi. „Við fáum alltaf annað slagið fyr- irspurnir frá fólki sem er að velta fyrir sér uppruna kaffisins og hvert hlutskipti framleiðandans eða bóndans er. Sala á Fairtrade vottuðum vörum eykst hratt í Evr- ópu og hefur vaxið um u.þ.b. 20% árlega frá aldamótum. Svo vit- undin um þessi mál er vonandi að aukast.“ ben@mbl.is Sanngjarnt kaffi undir íslenskum merkjum Vottað Kaffitegundirnar þrjár. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sanngjarnt Markmiðið er að kaffibændur geti séð fyrir sér og sínum með framleiðslunni að sögn Guðmundar Halldórssonar hjá Te & kaffi. Í þessum heimsmark- aðsviðskiptum er oft á tíðum verið að pína framleiðendurna niður í verði, jafnvel niður fyrir kostnaðarverð. Kjör kaffibænda í fjar- lægum löndum eru kannski ekki ofarlega á baugi hjá venjulegum kaffisvelgjum. Te & kaffi er hins vegar um- hugað um aðstæður þeirra sem sjá þeim fyr- ir hráefni og hefur nú fengið vottun um sann- gjörn viðskipti á þrjár kaffitegunda sinna. Björn Stefánsson fæddist áSléttu í Fljótum árið 1867 og ólst þar upp. Skáldagáfan vaknaði snemma hjá honum en lítt hampaði hann henni á yngri árum, að því er Pétur Stefánsson greinir frá í samantekt um langafa sinn. Árið 1892 giftist hann Dorotheu Jóelsdóttur frá Sauðanesi, Upsaströnd, og hófu þau búskap á Bakka í Austur-Fljótum. Þau fluttu sig að Stóru-Þverá, Fljótum, árið 1899 og bjuggu þar til 1904 er þau tóku sig upp með börn sín, utan hið yngsta, og fluttu til Kanada. „Þar komst Björn að hjá póstþjónustunni og vann þar þann tíma sem hann var í Kanada eða í 26 ár, að undanskildum þremur árum er hann gegndi herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni. Ekki þurfti hann þó að fara á vígvöll því hann slasaðist illa í Bretlandi og var sendur heimleiðis. Björn, sem ætíð kenndi sig við Sléttu, fluttist til Íslands 1930 og yfirgaf fjölskyldu sína sem varð um kyrrt vestanhafs. Eftir heim- komuna var Björn fyrst hjá Pétri syni sínum að Keldum í Sléttuhlíð en lengst af á Syðstahóli hjá Júlíusi Geirssyni bónda og konu hans Guðrúnu Halldórsdóttur, hálfsystur Dorotheu konu Björns. Júlíus flytur að Móskógum á Bökkum 1945 og fór Björn með honum þangað og bjó þar til æviloka. Björn lést í maí 1953.“ Og með fylgja nokkrar vísur Björns: Sorg ef hýsir sefa minn, og sældar leynast hótin, þá er vísa vel kveðin, vísust meinabótin. Björn sendi þessar vísur til Íslands mannskaðavorið 1922. Týnast fley og farast menn, fjörs með grandi sínu. Sár hefir slegið Ægir enn, ættarlandi mínu. Höfug falla harmatár, hjartans sárin blæða. Ó hve mörgum svíða sár, sem er hart að græða. Þögull stynur þanki minn, þó ei kvarti lengur. Mörgum vina missirinn, mjög að hjarta gengur. Kominn úr fjárrekstrarferð hrakinn og kaldur heldur Björn til apótekarans Aage Schöth og segir: Nú er fátt sem fjörgar mann, flý ég á náðir þínar. Gef mér einhvern andskotann, að ylja kverkar mínar. Inn í vínbúð kemur Björn, en á ekki fyrir flösku, leggur það sem til er á borðið og segir: Þó að ykkur þyki lítið, þetta sem ég á, eina flösku af ákavíti, ætla ég að fá. Að lokum ein af mörgum vísum sem Björn orti í hernum: Þegar á góðu gamni er þrot, gleði hvergi að finna, leik ég mér við baugabrot, bernskudaga minna. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af Birni á Sléttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.