Morgunblaðið - 10.05.2008, Síða 51

Morgunblaðið - 10.05.2008, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 51 KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Gore Verbinski kemur til með að leikstýra kvikmynd út frá handriti sem unnið var upp úr tölvu- leiknum BioShock. Leikurinn fer fram neðansjávar og segir frá fyrrverandi fyrirmyndarríki þar sem hlutirnir hafa farið á versta veg. Það er Universal Pictures fyr- irtækið sem framleiðir myndina og líklegt að handritið skrifi John Logan en hann á að baki handrit að myndunum Gladiator og Swee- ney Todd. Verbinski ku vera mik- ill aðdáandi tölvuleiksins og því upplagður í verkefnið. BioShock hefur hlotið mikið lof í leikjaheim- inum, sagan þykir nokkuð marg- slungin og allt útlit til fyr- irmyndar og ekki þykir verra að hafa hrollvekjandi sögupersónur. Verbinski leikstýrði kvikmynd- unum um sjóræningja á Kar- íbahafi og auk þess hryllings- myndinni The Ring. BioShock Myndin mun líkt og leikurinn gerast neðansjávar. BioShock kvikmyndaður LEIKSTJÓRI og framleiðendur nýrrar kvikmyndar eftir skáldsög- unni Wuthering Heights eru sagðir æfir eftir að Natalie Portman hætti fyrirvaralaust og án skýringa við að leika aðalhlutverkið í myndinni. Áður höfðu bæði Sienna Miller og Keira Knightley komið til greina í hlutverk Cathy Earnshaw, en að lokum var ákveðið að semja við Portman. „Það má segja að hún hafi dregið okkur á tálar. Við hefð- um átt að gæta okkar betur,“ sagði ónefndur heimildamaður innan kvikmyndafyrirtækisins í samtali við Daily Mail. Leikstjórinn John Maybury og framleiðslufyrirtækin Ecosse og HanWay voru ekki að- eins reiðubúin að fela henni aðal- hlutverkið í myndinni, heldur átti hún líka að hafa sitt að segja um það hver yrði ráðinn í hlutverk Heathcliffs, elskhuga síns í mynd- inni. Hætti snarlega við Portman Hætti skyndilega við hlut- verk í Wuthering Heights.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.