Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 51 KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Gore Verbinski kemur til með að leikstýra kvikmynd út frá handriti sem unnið var upp úr tölvu- leiknum BioShock. Leikurinn fer fram neðansjávar og segir frá fyrrverandi fyrirmyndarríki þar sem hlutirnir hafa farið á versta veg. Það er Universal Pictures fyr- irtækið sem framleiðir myndina og líklegt að handritið skrifi John Logan en hann á að baki handrit að myndunum Gladiator og Swee- ney Todd. Verbinski ku vera mik- ill aðdáandi tölvuleiksins og því upplagður í verkefnið. BioShock hefur hlotið mikið lof í leikjaheim- inum, sagan þykir nokkuð marg- slungin og allt útlit til fyr- irmyndar og ekki þykir verra að hafa hrollvekjandi sögupersónur. Verbinski leikstýrði kvikmynd- unum um sjóræningja á Kar- íbahafi og auk þess hryllings- myndinni The Ring. BioShock Myndin mun líkt og leikurinn gerast neðansjávar. BioShock kvikmyndaður LEIKSTJÓRI og framleiðendur nýrrar kvikmyndar eftir skáldsög- unni Wuthering Heights eru sagðir æfir eftir að Natalie Portman hætti fyrirvaralaust og án skýringa við að leika aðalhlutverkið í myndinni. Áður höfðu bæði Sienna Miller og Keira Knightley komið til greina í hlutverk Cathy Earnshaw, en að lokum var ákveðið að semja við Portman. „Það má segja að hún hafi dregið okkur á tálar. Við hefð- um átt að gæta okkar betur,“ sagði ónefndur heimildamaður innan kvikmyndafyrirtækisins í samtali við Daily Mail. Leikstjórinn John Maybury og framleiðslufyrirtækin Ecosse og HanWay voru ekki að- eins reiðubúin að fela henni aðal- hlutverkið í myndinni, heldur átti hún líka að hafa sitt að segja um það hver yrði ráðinn í hlutverk Heathcliffs, elskhuga síns í mynd- inni. Hætti snarlega við Portman Hætti skyndilega við hlut- verk í Wuthering Heights.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.