Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 53

Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 53 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir SÝND Í ÁLFABAKKA það þarf alvöru karlmann til að vera brúðarmeyja eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL SkemmtilegaSta rómantíSka gamanmynd árSinS SÝND Í KRINGLUNNI BÍÓUNUM ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI YFIR 18.000 ÁHORFENDUR - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee Stefán Birgir Stefánsson sbs.is - S. V. Morgunblaðið eee SÝND Í KRINGLUNNI IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára SUPERHERO MOVIE kl. 6 - 8 B.i. 12 ára P2 kl. 10 B.i. 16 ára HORTON m/ísl. tali kl. 4 B.i. 16 ára BUBBI BYGGIR m/ísl. tali kl. 4 B.i. 16 ára SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í SELFOSSI SÝND Í SELFOSSISÝND Á KEFLAVÍK SÝND Á KEFLAVÍKSÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Á SELFOSSI IRON MAN kl. 2 - 5 - 8 - 10:30 POWER B.i. 12 ára THE HUNTING PARTY kl. 8 - 10 (10) B.i. 12 ára OVER HER DEAD BODY kl. 6 (8) B.i. 7 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 4 (6) LEYFÐ UNDRAHUNDURINN ísl. tal kl. 2 ( LAU./SUN.) LEYFÐ ATH. - TÍMAR FYRIR MÁNUDAG 12. MAÍ ERU Í SVIGA. IRON MAN 5:40 - 8 - 10:30 MÁN. IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára DEFINITELY MABY kl. 8 (8) LEYFÐ DOOMSDAY kl. 10:20 (10:20) B.i. 16 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 3:30 - 5:45 (5:30) LEYFÐ BUBBI BYGGIR m/ísl. tali kl. 3:30 ( LAU./SUN.) LEYFÐ ATH. - TÍMAR FYRIR MÁNUDAG 12. MAÍ ERU Í SVIGA. IRON MAN 5:30 - 8 - 10:30 MÁN. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is UNDANFARIÐ hefur kraumað duglega undir í íslenskum rappheimum og hafa Móri, Poetrix og XXX Rottweilerhundar allir komið við sögu í skærunum. M.a. var Móri ósáttur við gagnrýni Poetrix á kannabisneytendur og segir tónlist hans lítið annað en dulbúinn AA-áróður. „Ég hef aldrei gert það að neinum sérstökum málstað að berjast gegn kannabisreykingum,“ segir Poetrix. „Eða að ég sé að reyna að tala niður til þeirra sem gera slíkt. Ég er ekki í neinni forvarnarstarfsemi og ekki yfirlýstur meðlimur neinna samtaka, hvorki AA né ann- arra. Ef fólk vill stunda kannabisreykingar og það gengur upp, þá er mér sama. Hann Móri kom ekki upp í huga minn þegar ég var að vinna plötuna mína, og hún er ekki ætluð sem skot eða niðurrökkun. Platan mín fjallar eingöngu um mína persónulegu reynslu af hlutunum og mér finnst ansi sjálfmiðað að menn haldi að platan snúist um þá.“ Gagnrýni mikilvæg Blaðamanni leikur forvitni á að vita hversu djúpt þessi „slagur“ ristir raunverulega. „Ég var einhvern tíma nýfarinn af kaffihúsi þegar ég frétti að fimmtán manna hópur hefði komið þar inn og ætlað að taka mig til bæna. Ég veit þó ekki hversu mikil alvara lá þar að baki. Gagnrýni mín á aðra tónlistarmenn í þessari senu er ekkert meira en það, þetta er ekkert persónulegt og menn flaska ítrekað á þeim punkti. Tónlistarleg gagnrýni á mig og aðra er hins vegar algerlega nauðsynleg til að halda mönnum á tánum. Og mér finnst alltaf virðing- arverðara að menn tali bara hreint út. Mér er skítsama þó að ég sé ekki í náðinni hjá ein- hverjum hópi því ég rugga bátnum en það þýðir ekki sjálfvirkt að ég hafi eitthvað á móti þeim sem persónum. Þetta er bara gagnrýni á ákveðna hluti sem menn gefa sig út fyrir að standa fyrir. Þegar menn setja andlitið í fjöl- miðla sjálfviljugir verða þeir að vera reiðubúnir undir gagnrýni.“ Poetrix segir í framhaldinu að margir af þeim röppurum sem eru í sviðsljósinu séu að gera af- skaplega skrítna hluti. „Ég hef gagnrýnt þetta hjá Rottweiler t.d. en mér er ekkert illa við þá. Þegar ég sé að hlut- irnir breytast, eins og t.d. þetta lag „Reykjavík Belfast“ þar sem maður fær á tilfinninguna að þeir séu að meina það sem þeir segja og að það sé einhver trúverðugleiki á bakvið það, þetta séu ekki bara stælar og töffaraskapur, þá er það allt annað mál. Þá er ég jafn viðbúinn að gefa mönnum hrós og gagnrýni.“ Erjur tíðkast Sögulega eru skærur á milli rappara svo gott sem bundnar í formið, þetta er partur af leikn- um og menn stunda þetta sem sport, frekar en að þeir missi svefn yfir þessu. „Það er að vissu leyti rétt. Oft var það þannig, að þeir sem gengu inn í rappið komu úr sam- félagsumhverfi þar sem erjur tíðkast. En það sem mér hefur þótt áberandi í þessum músík- bransa eru þessi risastóru egó sem snúa öllu upp í árásir á sig og sína tilveru þegar það er verið að benda á eitthvað í sjálfri tónlistinni. En jú … þetta er líka svolítið leikurinn, ég get alveg tekið undir það. En svo er það líka jákvætt að þetta veldur því að allir eru á tánum og vilja gera betur en næsti maður. Þetta er eins og samkeppni í fótboltaliði; ef þú ert ekki í baráttu um stöðuna þína þá þarftu heldur ekki að leggja neitt á þig. Hipp-hoppið hefur af einhverjum ástæðum alltaf snúist mikið um það að vera betri en næsti maður. Það er ekki þannig að menn séu bara að gera sitt og séu ánægðir með það.“ Ekkert persónulegt Rappstríð eru heilbrigð sam- keppni en líka órofa partur hipp hopp-menningarinnar segir Poetrix að gefnu tilefni, en skot hafa gengið á milli hans og rapparans Móra að undanförnu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Poetrix „Ég var einhvern tímann nýfarinn af kaffihúsi þegar ég frétti að fimmtán manna hópur hefði komið þar inn og ætlað að taka mig til bæna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.