Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 26
líf og list
26 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fjölskyldan Charlotte, Benedikt og Anna Róshildur B. Böving
ekki eftir okkur Benna í ofvæni með
fangið fullt af fínum hlutverkum.
En ég er óhrædd við að byrja á
núllpunkti aftur og aftur. Mér finnst
lífið ekki vera að liggja í höfn, heldur
er gamanið fólgið í því að vera á leið-
inni. Það er ferðalagið sem er áskor-
unin.“
Í Kaupmannahöfn þýddi Charlotte
einleikinn Sellófan eftir Björk Jak-
obsdóttur og setti upp í Folketeatret.
Og hún samdi nýtt handrit að Hinni
smyrjandi jómfrú. Í Iðnó var hún ást-
arsaga milli rækju og beikons, þar
sem rækjan flutti sig yfir á kæfu-
sneiðina eins og Charlotte Böving
varð ástfangin af Íslendingi og flutt-
ist með honum til Íslands. En þegar
hún kom til Kaupmannahafnar aftur
fór hún að velta fyrir sér sambúð
Dana og múslimanýbúa. „Í Dan-
mörku er allt í boði og allt leyfilegt og
á Vesturbrú sá ég danskar stelpur í
topp með beran maga og í stutt-
buxum og innan um og saman við
konur pakkaðar inn í svört klæði.
Þetta var eins og tveir heimar færu
hjá án þess að snertast og mig lang-
aði til þess að breyta því.“
Hún lét Jómfrúna lenda í því að
vanta aðstoð fyrirvaralaust og frá
starfsmannaþjónustu kom að vörmu
spori aðstoð, sem reyndist vera músl-
imakona. Þegar þessir tveir menn-
ingarheimar rekast á kemur til alls
konar vandræða. Svo slaknar nú á
hlutunum og smurbrauðsdaman
bjargar sér undan ofbeldisfullum eig-
inmanni með því að flýja í fötum
múslimakonunnar. „Þá er nú spurn-
ingin hver er frjáls og hver ekki,“
segir Charlotte og lítur spyrjandi til
mín.
Rétt eftir að sýningum lauk kom
upp málið út af teikningunni af Mú-
hameð.
– Hefðir þú sett leikritið óbreytt
upp aftur?
„Ég vona það. Það er hættulegt
þegar hræðslan kemst á það stig að
menn þora ekki að tjá sig eða tala
saman. Og þora ekki að búa til satíru
af ótta við trúarbrögð. Þegar ég var
barn gerði Dave Allen stöðugt grín
að kaþólikkum í sjónvarpsþáttum
sínum!
Ég gerði annars vegar grín að
múslimum með öll sín boð og bönn og
líka Dönum sem leyfa sér allt og allt
er falt. Það voru árekstrar þessara
tveggja heima sem mér fundust at-
hyglisverðir og mig langaði til þess
að skerpa á umræðum um sambúð
fólks af ólíkum menningarheimum.
Án samræðna skiljum við ekki hvert
annað og skilningslaus hvert í annars
garð getum við ekki búið saman.
Það kom Dönum hins vegar í opna
skjöldu að eitthvað sem gerðist í litlu
Danmörku skyldi hafa svo víðtæk
áhrif um allan heim. Ég held að
margur Daninn hafi þá uppgötvað
fyrst hvað heimurinn er í raun orðinn
lítill.
En það góða sem kom út úr þess-
um átökum voru samræður milli
danskra múslima og danskra krist-
inna manna.“
Charlotte Böving var svo boðið
hlutverk í Husets Teater. „Ég lék
120 ára konu sem var ekkert nema
viljinn og á honum tórði hún.“ Fyrir
leikinn í þessu hlutverki var Char-
lotte tilnefnd til Reumertverð-
launanna.
Síðan söðlaði hún enn einu sinni
um og fór í mastersnám í leikhúsi og
leiklistarkennslu. Þar skrifaði hún
ritgerð um þá stjórnunaraðferð að
leiða hugmyndavinnu, sem var bein-
línis stíluð á Mömmumömmu sem
þær María Ellingsen voru byrjaðar
að vinna að.
Bæði með Grímu
Benedikt, sem leikstýrði Jóm-
frúnni, fór oft til Íslands vegna verk-
efna þar, en sótti þess á milli nám-
skeið í Kaupmannahöfn.
„Hann er svo tengdur Íslandi og
Íslendingasögunum að hann getur
ekki verið lengi í burtu. Við hefðum
kannski þraukað lengur en þrjú ár ef
hann hefði þrifizt betur.
Það var erfið ákvörðun fyrir mig að
fara aftur til Íslands. Það sem gerði
útslagið var að Guðjón Pedersen vildi
ólmur fá Benedikt aftur í Borgarleik-
húsið og það kostaði að hann varð að
bjóða mér starf í leiðinni!“
Stykkið var Ófagra veröld, sem
Benedikt leikstýrði og Charlotte lék
í. Og ekki stóð á Grímutilnefning-
unum frekar en fyrri daginn og þegar
til kom Grímuverðlaununum; hann
fyrir leikstjórn og hún fyrir leik. En
svo fór að þau hjón gátu ekki deilt
sigrum sínum við afhendingu Ís-
lenzku leiklistarverðlaunanna 2007.
Bæði stóðu á leiksviðinu þetta kvöld.
Benedikt, sem vann til þrennra
Grímuverðlauna, var reyndar sóttur í
þyrlu upp í Borgarnes, en sýning á
söngleiknum Ást í Borgarleikhúsinu
stóð það lengi að til einskis var að
senda leigubíl eftir Charlotte að
henni lokinni. Þá var verðlaunaaf-
hendingin úti. „Það var bara gaman
að frétta af verðlaununum eftir sýn-
inguna.“
– Í Ófögru veröld talaðir þú bjag-
aða íslenzku, aftur í sjónvarpsþátt-
unum Mannaveiðum og enn aftur í
Ást. Nú þegar ég tala við þig hef ég á
tilfinningunni að þér hafi verið gert
að tala vitlausari íslenzku í þessum
hlutverkum en þér er eiginlegt.
„Já er það ekki skrýtið! Þótt ég sé
ekki komin með betra vald á íslenzk-
unni en raun ber vitni, þá var mér
gert að auka heldur við vitleysurnar
en hitt. Tveimur vikum fyrir frum-
sýningu á Ófögru veröld sagði Benni
að ég yrði að bæta við mig vitleysum,
hugsaðu þér; tveimur vikum fyrir
frumsýningu, þegar ég var búin að
læra hlutverkið eins og það var!
Eftir allar mínar æfingar til þess
að ná íslenzkunni þá varð ég að bæta
á mig vitleysum fyrir þessi hlutverk.
Það er ekki öll vitleysan eins!“ Húm-
orinn er ekki langt undan og lát-
bragðið sýnir, að Charlotte er þetta
Morgunblaðið/Ómar
Mér fannst þetta voðalega skrýtið með þessar
Grímutilnefningar. Það var bara eins og ég mætti ekki
prumpa á Íslandi án þess að fá eina.“
Eftir Huldu Björnsdóttur
Einn góðan veðurdag dattpjattpíunni mér í hug aðbráðnauðsynlegt væri íöllu iðnaðarmannarykinu
heima hjá mér að hafa ryksugu. Þar
sem ryksugan mín er föst í farangri á
Íslandi sem getur ekki lagt af stað í
langferðina átti ég ekki annarra kosta
völ en að kaupa eina.
Ég vissi hvert ég átti að fara því
þegar ég var á ferð með ungum vini
mínum einhverja helgina og við að
leita að almennilegum handklæðum
sá ég ryksugur. Þetta var rétt fyrir
áramótin, ég enn á hótelinu en á leið
heim til mín. Ég lagði af stað gang-
andi að sjálfsögðu því ég var ekki far-
in að keyra bílinn, vissi líka að þetta
væri nú ekki svo langt. Gekk ég í tæp-
an klukkutíma, ekkert mál, ég rataði
og komst á leiðarenda. Fann búðina í
risastórum supermarkaði, einum af 4
stærstu mörkuðunum hér í Fuzhou og
nú hófst leikurinn. Það voru til litlar
ryksugur og stórar og allt þar á milli.
Um nokkrar búðir var að velja en
ég ákvað að líklega væri best að kaupa
Philips sugu. Auðvitað var ekki bara
ein gerð af þeim. Þarna stóð ég eins
og illa gerður hlutur og var svo kalt
þegar afgreiðslustúlkan kom til að
skoða þessa undarlegu konu sem var
blá í framan og kunni greinilega ekk-
ert að klæða sig í vetrarveðri á suð-
urslóðum.
Enginn afsláttur
Hún útskýrði fyrir mér að sú græna
væri best því það þyrfti ekki í hana
poka, hún væri lítil og létt en samt
mjög öflug. Ekki svo slæmt, gripurinn
frekar ódýr og ég ákvað að athuga
hvort ekki fengist afsláttur. Ekki til
að tala um og ég gat svo sem sætt mig
við það en vildi fá hana senda heim.
Kom nú babb í bátinn, ég hringdi í
vinkonu mína sem talar bæði ensku og
kínversku og hún útskýrði fyrir stúlk-
unni hvað konan væri að biðja um.
Ekki möguleiki að fá hana senda, ég
spurði af hverju ekki, mér hafði verið
boðið að fá þvottavélina senda þegar
ég var að skoða hana. Af hverju gat
ég ekki fengið ryksuguna senda
heim? Af mikilli þolinmæði var mér
sagt að ryksuga og þvottavél litu ekki
sömu lögmálum. Þvottavél væri þung
en ryksuga lauflétt.
Jú, það gat ég skilið og þar sem
engum varð þokað keypti ég ryksug-
una og féllst á að halda á henni heim.
Stúlkan fór nú niður eða upp eða eitt-
hvert til þess að sækja hana á lag-
erinn og kom til baka löngu seinna al-
veg lafmóð og hélt á níðþungum
kassa. Það verður að taka fram að af-
greiðslustúlkan mín var líklega rúm-
ur metri á hæð og grönn og lá við að
kassinn væri jafn stór og hún.
Tannkrem í kaupbæti
Mér leist ekkert á blikuna, hvernig
átti ég að labba með þetta ferlíki á
hótelið, það hafði tekið klukkutíma að
komast hingað og ég þá ekki með
neina byrði. Afgreiðslufólkið í næstu
búðum var komið til að fylgjast með
og ræddi hvað væri hægt að gera, ég
átti að taka leigubíl og svo var bundið
utan um kassann til þess að ég gæti
haldið á honum niður á götu í leigubíl-
inn sem ég átti eftir að finna. Þetta
var nú allt fínt og þegar ég fékk af-
henta ryksuguna fékk ég líka græna
miða sem ég átti að fara með eitt-
hvert. Auðvitað skildi ég ekkert en
krakkarnir í kringum mig bentu mér
að hringja og ég hringdi í vinkonuna,
henni var sagt að ég gæti farið upp á
7. hæð og fengið gjöf út á miðana. Ég
var nú ekki alveg til í það, vissi ekkert
hvar ég ætti að bera niður og sann-
færð um að ég fyndi aldrei aftur ryk-
suguna mína, sem ég var búin að
borga fyrir en litla afgreiðslustúlkan
mín sagðist mundu fylgja mér og það
gerði hún. Við fórum í lyftu, hjartað í
mér barðist, ætli hún skilja mig eftir á
7? Nei hún fylgdi mér alla leið og
sýndi mér hvað ég gæti fengið fyrir
miðana. 1 stykki tannkremstúpu. Var
þetta virkilega þess virði?
Nú var að halda heim og finna
leigubíl. Ég komst niður á 1. hæð,
klukkan orðin hálf fimm og farið að
dimma. Ég arkaði af stað og auðvitað
enginn leigubíll á þessum tíma, það
eru skipti hjá þeim og engir lausir. Ég
labbaði og labbaði, tók beygju á
gatnamótum í öfuga átt. Nú voru góð
ráð dýr, hvað átti ég að gera. Ég upp-
gefin, ryksugan þung og ég fúl yfir
því að hafa látið mér detta þetta í hug.
Kemur þá ekki rennandi grænn leigu-
bíll eins og frelsandi engill, pikkar
mig upp og skilar mér heim á hótel.
Verslunarferð í Fuzhou
Ljósmynd/Hulda Björnsdóttir
Ryksuguraunir Ein að þvælast um umferðargötu
með ryksuguna í eftirdragi og engan leigubíl að fá.
»Mér leistekkert á
blikuna, hvern-
ig átti ég að
labba með
þetta ferlíki á
hótelið, það
hafði tekið
klukkutíma að
komast hingað
og ég þá ekki
með neina
byrði.
Höfundur fluttist búferlum til Kína
fyrr á árinu.
PL 01 Svart PL 45 Silfur-
metallic
PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar -
metallic
Aluzink Kopar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700
www.funi.is – www.blikkas.is
Fr
u
m
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Úrval lita á lager
Það er engin ástæða til að horfa á heiminn
í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita
Létt í m
eðföru
m lang
ódýras
t
Fermingar í Fríkirkjunni við Tjörnina 2009!
Fríkirkjan við Tjörnina er óháð landfræðilegum sóknarmörkum –
svo að þú getur tekið þátt sama hvar þú býrð!
Auk hefðbundinnar fermingarfræðslu verður áhersla lögð á fræðslu
um vímuefnavarnir og almenn mannréttindi.
• Samþjöppuð kennsla - minna rask yfir veturinn.
• Fermingardagur að eigin vali.
• Kennslu og fermingargjöld eru engin!
Skráning fer fram á skrifstofu safnaðarins í Safnaðarheimilinu að
Laufásvegi 13, Reykjavík. Hún er opinn alla virka daga frá 9:00
til 14:00 en föstudaga til 12.30.
Verið velkomin
Hjörtur Magni Jóhannsson
Prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík
Sími: 552 7270, Netfang: frikirkjan@frikirkjan.is,
heimasíða: www.frikirkjan.is