Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 41 ÖRYGGISMÁL í lofti, láði og legi eru til umfjöllunar í samgöngu- ráðuneytinu á degi hverjum. Frá því ég tók við embætti samgöngu- ráðherra hef ég lagt sérstaka áherslu á öryggismál í samgöngum, þar með talið öryggi til sjós. Örygg- ismál sjómanna eru mér hugleikin, ekki síst á hátíðisdegi sem þessum, sjómannadeg- inum. Í dag starfar á veg- um ráðuneytis míns verkefnisstjórn um ör- yggismál sjómanna, sem hrindir í fram- kvæmd, ásamt Sigl- ingastofnun Íslands, verkefnum sem stuðla að auknu öryggi. Í verkefnisstjórninni eiga sæti fulltrúar allra hagsmunaaðila á þessu sviði. Ég vil þó leggja aukna áherslu á að virkja grasrótina ennfremur og sækja hug- myndir og áherslur til sjómannanna sjálfra. Það skiptir verulegu máli að öryggi sjómanna sé sem mest enda gegnir sjómennskan og sjósókn veigamiklu hlutverki í samfélagi okk- ar og er undirstaða margra sveitar- félaga. Sem betur fer hefur dauðs- föllum á sjó fækkað til muna undanfarin ár og áratugi. Í dag mun Siglingastofnun Íslands verða með bás á Miðbakka Reykja- víkurhafnar þar sem áætlun um ör- yggi sjófarenda verður kynnt. Þar munu jafnframt liggja frammi útgáfa áætlunarinnar, mynddiskar, fræðslu- bæklingar og önnur upplýsingarit. Vekur athygli erlendis Margt af því sem unnið hefur verið í krafti verkefnisstjórnar um örygg- ismál sjómanna hefur vakið athygli erlendis. Má þar nefna upplýsingakerfið um veður og sjólag sem Siglingastofnun er að taka í notkun um þessar mundir. Þar er að finna upplýsingar um að- stæður til sjós um allt norðanvert Atlantshaf og alla leið austur í Bar- entshaf. Jafnframt er þar aðgangur að sjáv- arföllum yfir stóran hluta Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að ölduspáin er mjög ná- kvæm enda hafa öldumælingar hér við land verið notaðar til að end- urbæta ölduspár Evrópsku veð- urreiknimiðstöðvarinnar og eru gögn þaðan talin þau bestu sinnar teg- undar sem notuð eru í heiminum í dag. Markmiðið er að þessar upplýs- ingar geti orðið aðgengilegar sjófar- endum um allt norðanvert Atlants- haf allt að sjö daga fram í tímann. Hér er því um mikilvægan þátt að ræða í viðleitni okkar að tryggja og treysta siglingaöryggi. Slysin gera ekki boð á undan sér, jafnvel þó við leggjum okkur í líma við að koma í veg fyrir þau. Við þurf- um að tryggja eins vel og unnt er að leit og björgun geti hafist á sem skemmstum tíma. Við þurfum að tryggja að við búum yfir sem bestu eftirlitskerfi með skipum og skipa- umferð í því sambandi og jafnframt eins góðan staðsetningar- og neyð- arbúnað skipa, sem gerir okkur kleift að miða út staðsetningu björg- unarbáta á sem nákvæmastan hátt þegar slys ber að höndum. Í þessu sambandi vil ég geta þess að frá og með 1. febrúar 2009 hefur verið ákveðið að allir neyðarsendar í skip- um sendi eingöngu út á tíðni 406 MHz. Það er ávallt þörf á því að halda gangandi umræðunni um öryggis- mál sjómanna og halda áfram þeirri vinnu sem unnin er í þágu öryggis- ins. Ég óska öllum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra til hamingju með daginn. Öryggi sjómanna Kristján L. Möller skrifar um mikilvægi sjómannastétt- arinnar » Það skiptir verulegu máli að öryggi sjó- manna sé sem mest enda gegnir sjómennsk- an og sjósókn veiga- miklu hlutverki í sam- félagi. Kristján L. Möller Höfundur er samönguráðherra. S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k • S í m i 5 8 8 9 0 9 0 S v e r r i r K r i s t i n s s o n , l ö g g i l t u r f a s t e i g n a s a l i . w w w . e i g n a m i d l u n . i s Að Löngulínu 14, Garðabæ, er til sölu glæsileg endaíbúð með einstöku sjávarútsýni.Tilbúin til afhendingar strax. Stutt í skóla. Stærð: 130 fm Fjöldi herbergja: 3 Stæði í bílageymslu. Áhvílandi: 23,5 milljónir – hagstætt lán. EINSTAKT SJÁVARÚTSÝNI Verð: 39,8 m.kr. Opið hús á sunnudag: Íbúðin er til sýnis 1. júní milli kl. 17 og 18. ATHUGIð: Nýr WV Golf fylgir með – innifalið í kaupverðinu! Kæru brúðhjón! Til hamingju með að hafa veitt hvort annað. Þið hafið sannarlega fangað sjálfa fegurðina. Já, hjartanlega til ham- ingju með þá mik- ilvægu ákvörðun að ætla að innsigla ást ykkar með því að ganga í heilagt hjónaband. Játast þannig hvort öðru í votta viðurvist, bæði frammi fyrir Guði og mönnum, að þið vilj- ið leitast við að ganga lífsveginn sam- an hönd í hönd og taka því saman sem tilveran og dagarnir kunna að bjóða ykkur upp á. Fátt er einlægara og fallegra en að innsigla ást sína með þessum hætti og því er sönn ástæða til þess að óska ykkur til ham- ingju og gleðjast og fagna með ykk- ur. Guð blessi þessa ákvörðun ykkar og leiði ykkur allar stundir. Munið að hafa hann meðvitað með í öllu ykkar verki, öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur. Þá mun ykkur farnast vel og hjónabandið blessast. Ég bið þess að brúð- kaupsdagurinn verði ykkur ævinlega minn- isstæður, verði sjóður dýrmætra minninga sem þið getið sótt í til að viðhalda ástinni. En það að viðhalda ástinni get- ur kostað fórnir. Alla- vega kostar það einbeit- ingu og þjálfun, úthald, þolinmæði og aga. Glóð ástarinnar Svo glóð ástarinnar slokkni ekki þarf stöðugt að blása í glæðurnar því ástin er ekki sjálfgefin og því síður sjálftekin. Maki þinn hef- ur gefið þér ást sína og þú honum. Hún er ykkar sameiginlega val. Sýnið því hvort öðru þá sjálfsögðu tillits- semi og virðingu að veita ykkur rými til að rækta ástina. Þú þarft nefnilega stöðugt og ævinlega að spyrja sjálfan þig: Hvað get ég gert til þess að við- halda glóð ástarinnar svo fegurðin fái blómstrað og notið sín? Hvað get ég gert til að maka mínum líði ávallt sem best, finni til sín, finni til öryggis og friðar? Hvað get ég gert svo maki minn fái blómstrað og notið sín? Hvað get ég lagt af mörkum svo við fáum áframhaldandi dansað lífsdans- inn saman í takt? Vertu þar sem hjarta þitt slær Ef þú vilt að hjarta þitt slái í fjöl- skyldu þinni, þ.e. hjá maka þínum og börnum, þá þarftu einfaldlega að verja tíma þínum með þeim. Þið þurf- ið að tala saman. Þú þarft að vera virkur hlustandi, þið þurfið að vinna saman, gráta saman, biðja saman, gleðjast saman og njóta uppsker- unnar saman. Vertu ávallt þar sem hjarta þitt slær, hvert sem þú ferð og hvar sem þú ert, vertu ekki þar sem heimurinn lokkar og hugurinn kann að girnast hverju sinni um stundarsakir. Truflaðu aldrei líf þitt með óþarfa flækjum sem hægt hefði verið að komast hjá. Kveiktu ekki elda sem ekki verða svo auðveldlega slökktir. Því þeir munu skilja eftir sviðna jörð, kramin hjörtu og flakandi sár. Eða í besta falli djúp, illgræðanleg og var- anleg ör. Í það minnsta á sálinni. Varanleg hamingja Ef svo ólíklega vildi til að einn dag- inn myndi sá tími yfir þig renna að heimurinn tæki í þig að toga, hug- urinn að flögra um, girnast og gæla við grasið í næsta garði, þá muntu jafnframt upplifa að hjartað þráir fé- laga. Því það þráir jafnvægi og traust, frið og ást. Hafðu ávallt hugfast að heima hjá þér bíður fólk sem treystir þér, reiknar með þér, stólar á þig, þráir þig og elskar þig. Hlauptu ekki eftir því sem hugurinn girnist hverju sinni því það leiðir þig aðeins í veg- leysu og ógöngur. Hlustaðu heldur eftir því hvað hjarta þitt þráir en hvað hugurinn girnist. Láttu hugann aldrei bera hjartað ofurliði. Mundu að skemmtunin er aðeins skammvint hugarástand sem veitir stundargleði. Hún er yfirborðskennd og skilir lítið eftir annað en áhyggjur og sektarkennd. Hin hjartanlega hamingja veitir hinsvegar sanna gleði því hún er varanleg vegna þess að hún byggir á djúpri alvöru. Ræktið því garðinn ykkar saman. Hlúið að ástinni, gefið henni rými og skjól svo hún fái blómstrað. Og mun- ið að það er mikilvægt að reyta arf- ann. Já, við sem unnum ástinni og erum þeirrar náðar aðnjótandi að fá að njóta hennar, gleymum ekki að pússa og fægja þann dýrmæta demant sem ástin er svo hún rykfalli ekki heldur haldist við og vari um ókomna daga jafnt sem nætur. Með hamingjuóskum til brúðhjóna sumarsins Ræktið því garðinn ykkar sam- an og hlúið að ástinni segir Sig- urbjörn Þorkelsson » Gleymum ekki að pússa og fægja þann dýrmæta demant sem ástin er svo hún rykfalli ekki heldur haldist við og vari um ókomna daga jafnt sem nætur. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. landsins. Þessir fáu sérfræðingar hafa lítið verið notaðir í um- ræðunni um þróun- armál, og ráðamenn þjóðarinnar hafa lítið sem ekkert hlustað á þær tillögur sem þeir hafa sett fram. Þekk- ing á þróunarmálum er alltaf að aukast í Háskólanum á Ak- ureyri sem og Háskóla Íslands. Því hvetur undirritaður utanríkis- ráðherra til að gera samstarfssamning við HA og HÍ um að skól- arnir fái að gera út- tektir á þróunarsam- vinnu Íslendinga. Háskólarnir eru vel til þess fallnir að gera þessar úttektir, því t.a.m. reglur ríkisend- urskoðanda um vörslu og meðferð fjármuna eiga ekki við í þróun- armálum, heldur þurf- um við sérfræðinga til að meta þær efnahags- legu breytingar sem verða á samstarfs- löndum okkar. Með því að gera samstarfssamning við HA og HÍ væri utanríkisráðherra að efla fræðilegan grunn skólanna, sem og viðhalda hinni takmörkuðu þekk- ingu á þróunarmálum hér á landi. Ýta stjórnmálum til hliðar Það jákvæðasta í hinu nýja frum- varpi er að Ísland ætlar loksins að sækjast eftir því að vera aðili að þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Aðild að þróun- arsamvinnunefnd OECD myndi hafa virkilega góð áhrif á þróunarsamvinnu Ís- lendinga. Hins vegar þurfa Íslendingar að taka aðra umræðu um þróunarmál, en við verðum að fara að mynda okkur almenni- lega stefnu um hvernig við ætlum að sinna þróunarsamvinnu okk- ar. Eigum við að beita okkur betur innan Al- þjóðabankans? Eða sækja um aðild að þró- unarbanka Afríku og einbeita okkur alfarið að Afríku? Og af hverju hafa Íslend- ingar aldrei notað fjárlagastuðning eins og nágrannaþjóðir okkar hafa verið að gera? Það eina sem ég bið ráðherra og þingmenn um er að ræða um þró- unarmál á skynsömum nótum og alls ekki blanda pólitík eða flokkslínum inn í umræðuna. Það sem allir hljóta að vilja er að gera þróunarsamvinnu Íslands skilvirk- ari. Eins og staðan er í dag og með- an ÞSSÍ er ennþá sjálfstæð stofnun erum við því miður ekki að ná því markmiði. » Það eina sem ég bið ráð- herra og þing- menn um er að ræða um þróun- armál á skyn- sömum nótum og alls ekki blanda pólitík eða flokkslínum inn í umræðuna Sölmundur Karl Pálsson Höfundur er nemandi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri og situr í framkvæmda- stjórn Ungra jafnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.