Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 37 þess, að engin málaferli komu í kjölfarið. Er það víst? Þetta litla samfélag okkar er flókið. Þeir Ólafur Thors og Einar Olgeirsson voru einkavinir. Bjarni Benediktsson og Finnbogi Rútur voru einkavinir frá æskudögum. Einn þeirra, sem urðu að þola símahleranir, var Ragnar Arnalds, þá al- þingismaður og formaður Alþýðubandalags. Svo vill til að á milli hans og núverandi ritstjóra Morg- unblaðsins er til staðar vinátta frá æskuárum, sem bendir þá til að hinn síðarnefndi hafi orðið að þola að samtöl hans við Ragnar hafi verið hleruð! Raunar eru til heimildir um að símar Morg- unblaðsins hafi verið hleraðir á fjórða áratugnum löngu áður en kalda stríðið kom til sögunnar. Það er vel hægt að hugsa sér að vegna smæðar samfélagsins, návígis og persónulegrar vináttu hafi ráðamenn þeirra tíma látið sér nægja að vita, ef upplýsingar komu fram um hugsanlegt sak- næmt atferli, en ekki fylgt þeim upplýsingum eftir með öðrum hætti en pólitískum. Um þetta skal ekkert fullyrt, einungis bent á að það er ekki óhugsandi að málsmeðferðin hafi verið með þess- um hætti og hugmyndir Kjartans Ólafssonar þess vegna ekki framkvæmanlegar. Hvítbók um kalda stríðið K alda stríðið var óvenjulegur tími í lífi okkar allra. Því fylgdi óvissa, ótti og tortryggni. Það er ekki hægt að lýsa andrúmi kalda stríðsins fyrir þeim, sem upplifðu það ekki. Þeir einir skilja, sem tóku þátt í því. Þess vegna er svo erfitt að ræða símahleranirnar nú vegna þess að nýjar kynslóðir geta ekki skilið hvað um var að ræða. Hvað voru forystumenn Sósíalistaflokksins að gera í sendiráði Sovétríkjanna við Túngötu? Það kunna að hafa verið saklausar heimsóknir en í andrúmi kalda stríðsins voru þær það ekki. Hvað voru þeir Ragnar Arnalds og Jón Baldvin Hannibalsson að gera í veitingahúsinu Naustinu með alþekktum KGB-njósnara við sendiráðið í Túngötu? Það náðist mynd af þeim og Jón Baldvin lýsir í fyrsta bindi ævisögu sinnar afleiðingum þess fyrir hann næstu árin. Þeim, sem þekktu þá persónulega, kom ekki til hugar að þeir væru að stunda landráðastarfsemi í Naustinu en hinum, sem þekktu þá ekki, gat dottið hvað sem var í hug. Ragnar hafði nokkrum árum áður staðið á þakinu á jeppa og talað í hátalara á fjöldafundi gegn her í landi. Í andrúmi kalda stríðsins kom allt til greina. Hvað voru forystumenn Sósíalistaflokksins að gera í heimsóknum sínum til Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands á þessum árum? Gleymum því ekki að þetta voru árin, þegar Rauði herinn lagði undir sig hvert landið á fætur öðru í Austur-Evr- ópu. Gleymum því ekki að þetta voru árin, þegar sovézkir skriðdrekar murkuðu lífið úr verkamönn- um á götum Austur-Berlínar 17. júní 1953. Gleym- um því heldur ekki að þetta voru árin, þegar sov- ézkir skriðdrekar ruddust inn í Búda og Pest haustið 1956. Svo getum við horft á þetta frá sjónarhóli Kjart- ans Ólafssonar, sem gat sagt með nokkrum rétti á þessum árum: Hvað eru þeir alltaf að gera í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg? Af hverju eru Bandaríkjamenn alltaf að bjóða þeim til Bandaríkjanna, jafnvel í margra vikna ferðir? Tortryggnin var ríkjandi á báða bóga. Nú vill Kjartan Ólafsson að hann og aðrir verði beðnir afsökunar á símahlerunum þessara ára. Gott og vel. En það vill svo til að það er annað fólk í þessu landi, sem vill fá skýr og ótvíræð svör við öðrum spurningum. Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. Í Staksteinum Morgunblaðsins birtust t.d. athyglisverðar upplýsingar á Viðreisnarára- tugnum um prentvélakaup Þjóðviljans, svo að dæmi sé nefnt. Úr því að Kjartan Ólafsson vill fá afsökunar- beiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum sam- an og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið? Að íslenzk stjórnvöld sendi unga sagnfræðinga í skjalasöfn í Moskvu og Berlín, í London og Wash- ington og víðar og að það verði gefin út hvítbók um allt það, sem hægt er að sýna fram á með skjalleg- um heimildum að gerðist á dögum kalda stríðsins? Það eru ekki margir Íslendingar lifandi, sem þekkja þessa sögu vel. Einn þeirra, sem þekktu hana frá sjónarhóli vinstri manna, var Ingi R. Helgason lögfræðingur, sem var áratugum saman í innsta kjarna Sósíalistaflokksins, alveg eins og Kjartan Ólafsson. Síðustu árin, sem Ingi lifði, fóru fram nokkur vináttusamleg samtöl á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem Ingi var hvatt- ur til að segja söguna alla. Þau samtöl komust það langt að Ingi sagði að tæki hann slíka ákvörðun mundi hann segja þá sögu hér á síðum Morgun- blaðsins. Úr því varð ekki því miður. Er Kjartan Ólafsson tilbúinn til þess? Er hann reiðubúinn til að segja þá sögu, sem hann þekkir, hvort sem er hér á síðum Morgunblaðsins eða annars staðar? Það væri þá kannski hægt að sjá til þess að sambærilegt framlag kæmi úr hinum her- búðunum! Það hefur litla þýðingu að taka eitt mál út úr eins og símahleranir. En það hefur þjóðfélagslega þýðingu fyrir nútíð og framtíð að leggja öll spilin á borðið vegna þess að það var margt annað en símahleranir, sem gerðist hér á árum kalda stríðs- ins. Og ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið muni mönnum bregða í brún. Og þá kemur kannski betur í ljós hverjir þurfa að biðja hverja afsökunar. Útgáfa hvítbókar um þetta efni mundi hreinsa andrúmsloftið. Er Kjartan Ólafsson tilbúinn til að stuðla að slíkri útgáfu og segja allt, sem hann veit? Hér skal fullyrt, að þeir, sem börðust andspæn- is honum, eru tilbúnir til þess. Hvers vegna? Vegna þess, að þeir trúðu á þann málstað, sem þeir voru að berjast fyrir. Og hér skal Kjartani Ólafssyni sýnd sú virðing að hann og hans samherjar hafi líka trúað á þann málstað, sem þeir voru að berjast fyrir. Ef við göngum út frá því að svo sé hvað er þá á móti því að leggja öll spilin á borðið? Það var vafalaust rétt hjá Matthíasi Johann- essen, að rétti tíminn í svona uppgjör var ekki þegar sósíalisminn hafði verið sigraður og fylg- ismenn hans í sárum. En nú eru liðnir tveir áratugir og menn hafa náð áttum. Nýjar kynslóðar eiga líka kröfu á að vita hvað gerðist. Þeir geta ekki búið við það að ald- urhnignir stríðsmenn úr hvorum tveggja herbúð- um hafi uppi alls konar yfirlýsingar, sem ekki er hægt að festa hendur á. Það er svo önnur saga, sem bregður upp sér- stakri mynd af mannlífinu, að margir þeirra, sem áratugum saman stóðu í harðri baráttu þegar kalda stríðið geisaði, eru pólitískir samherjar í dag í einu stærsta máli framtíðarinnar, Evrópusam- bandsmálinu. Það er ekki fráleitt að ætla, að þeir sem nú deila um símahleranir og önnur mál þeim tengd eigi eft- ir að ganga saman í einni fylkingu gegn aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Og hver veit nema Kjartan Ólafsson og höfundur þessa Reykjavík- urbréfs haldist þá í hendur! » Þeir Ólafur Thors, þá formaður Sjálfstæðisflokksins ogþingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og síðar Reykjanes- kjördæmis, og Finnbogi Rútur Valdemarsson, þá þingmaður sama kjördæmis fyrir Sósíalistaflokk og síðar Alþýðubandalag, töluðu töluvert saman í síma. Þegar klikkin heyrðust sagði Ólaf- ur gjarnan: Nú eru „þeir“ byrjaðir að hlera og þá hófu þeir tveir gjarnan að tala saman dulmál. Á því dulmáli voru handritin í Danmörku gjarnan kölluð „húðirnar“. Í þessu tali þeirra hefur sjálfsagt bæði verið gaman og alvara. rbréf Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólsetur í Reykjavík á mildu maíkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.