Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 46
Fréttir á SMS
46 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Valhöll auglýsir 176,5 fm 7 herb. Penthouse á tveimur hæðum í mjög
vandaðri blokk í Kópavogi.
Á neðri hæð eru forstofa með skáp, eldhús með glæsilegri innréttingu og
eldaeyju og búri. 2 ágæt herbergi með skápum, glæsilegt baðherbergi
með baðkari og sturtuklefa, stofa og borðstofa með útgengi á suðursvalir
(með heitum potti). Gott sjónvarpshol sem má stúka af sem fimmta
herbergið. Náttúruflísar eru á forstofu og eldhúsi, góður stigi upp á efri
hæðina. Á efri hæð eru 2 svefnherbergi og þar af annað 19 fm og milli
þeirra bjart hol sem nýta má sem vinnuaðstöðu (eða jafnvel breyta í
herbergi.) Þetta er í alla staði mjög vönduð eign. Verð 43,9 millj.
Arney tekur á móti gestum í dag á milli kl. 16. og 17.
Galtalind 9
Opið hús í dag, sunnudag,
á milli kl. 16 og 17
Valhöll auglýsir 92,5 fm 4ra herb. íbúð ásamt góðum 27,9 fm bílskúr
eða samtals 120,4 fm á góðum stað í Kópavogi.
Komið er inn í flísalagt anddyri með góðum skáp. Stofa og borðstofa eru
rúmgóðar og bjartar, útgengi á góðar svalir, sólstofa. Eldhús með ljósri
innréttingu og rúmgóðum borðkrók, flísaparket á gólfi. Baðherbergið
hefur verið endurnýjað með flísum á veggjum og gólfi, með nýrri
innréttingu og sturtu. Inn af baðherbergi er þvottahús og úr því útgengi út
á pall. Herbergin eru þrjú þar af eitt opið.
Bílskúrinn er frístandandi með góðri lóð
fyrir framan. Þetta er í heild sinni falleg
íbúð í góðu húsi á góðum stað í Kópa-
vogi. Verð 25,9 millj.
Fjóla tekur á móti gestum
í dag á milli kl. 16 og 17.
Tunguheiði 4
Opið hús í dag, sunnudag,
á milli kl. 16 og 17
Borgartún 22 - TIL LEIGU
M
bl
1
01
17
24
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Til leigu nýtt ca 350 fm atvinnupláss á 3. hæð í lyfthúsi í einu helsta viðskiptahverfi borg-
arinnar. Til greina kemur að leigja plássið tilbúið til innréttingar eða fullinnréttað. Næg bíla-
stæði eru við húsið, auk þess sem hægt er að leigja bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson í síma 824-9098.
HÚN er ánægjuleg yfirlýsing fyr-
irliða allra liða í Landsbankadeild
karla og kvenna í knattspyrnu. Yf-
irskrift yfirlýsingarinnar er: „Fót-
bolti án fordóma!“ Knattspyrnumenn
vilja nota athyglina í sumar og koma
góðum boðskap á framfæri út í sam-
félagið.
Leikmenn heita
því að sýna gott
fordæmi í leikjum
sumarsins. Það
vilja þeir gera
með því að koma
fram af heið-
arleika, níða ekki
andstæðinginn og
koma í veg fyrir
hvers kyns for-
dóma og dóna-
skap sem rýrir álit á íþróttinni.
Leikmenn hvetja einnig stuðnings-
menn og aðra áhorfendur til að fjöl-
menna á völlinn í sumar og taka þátt í
heiðarlegum og skemmtilegum leik
og sýna einnig börnum og unglingum
gott fordæmi með framkomu sinni,
eins og segir í yfirlýsingunni: „Við
hvetjum þá til að sýna gott fordæmi,
ekki síst börnum og unglingum, með
því að styðja sitt lið með jákvæðum
og uppbyggjandi hætti og taka ekki
þátt í að níða leikmenn eða sýna þeim
fordóma á nokkurn hátt.“
Fótbolti er ein vinsælasta íþrótt
landsins og heimsins. Það er gleðilegt
þegar leikmenn sýna slíkt frumkvæði
eins og fyrirliðar liðanna gera með
þessum hætti. Knattspyrnan getur
verið spennandi og fjölskylduvæn
skemmtun sem sameinar kynslóðir
og skapar góðar minningar.
Boltinn brúar einnig menningar-
heima, þjóðir og trúarbrögð, allir
geta verið með og fylgst með. Knatt-
spyrnan er ekki bara keppnisgrein
heldur einnig uppeldistæki. Unga
kynslóðin fylgist með framgöngu
þeirra eldri, ekki aðeins inni á vell-
inum heldur einnig utan hans. Þegar
vel er staðið að málum gerir boltinn
samfélagið betra.
Í þeim anda er síðan gaman að
mæta á völlinn og hvetja sína menn.
Áfram Breiðablik!
ÞORVALDUR VÍÐISSON,
miðborgarprestur
Dómkirkjunnar.
Boltinn rúllar
og fordóm-
arnir víkja
Frá Þorvaldi Víðissyni
Þorvaklur Víðisson
ENN eina ferðina verður allt vitlaust
hér á landi þegar hvalveiðar eru á
dagskrá. Hæst glymur, að sjálfsögðu,
í útgerðum hvalaskoðunarfyrirtækja
sem auðvitað eru að gæta sinna hags-
muna. Í Noregi er þetta ekkert
vandamál og sýnir það okkur að þetta
tvennt getur vel farið saman. Einnig
hafa hótanir um að kaupa ekki vörur
frá Noregi vegna hvalveiða þeirra, í
löndum sem hafa hátt um friðun
hvala, engan árangur borið.
Það er hlægilegt að heyra mótbár-
ur frá fulltrúum gamalla nýlendu-
stórvelda eins og Bretlands og ann-
arra úr þeim hópi, en þessar þjóðir
voru stórtækastar á sviði hvalveiða
hér áður fyrr og báru ábyrgð á því að
sumar tegundir hvala komust í út-
rýmingarhættu. Auk þess hafa þess-
ar þjóðir á samviskunni dráp milljóna
manna úr hópi hinna undirokuðu
þjóða sem þær lögðu undir sig með
ofbeldi. Ég segi nú bara: „Shame on
you“, eða á hinu ástkæra ilhýra:
Skammist ykkar! Þegar kemur að
drápi örfárra hvala, færri en t.d.
Bandaríkjamenn drepa árlega, þá
geta þeir ekki vatni haldið vegna ást-
ar sinnar á þessum „Keikóum“. Menn
ættu að gæta að sér. Vitið þið ekki að
allt sem lifir á jörðinni lifir á því að
drepa eitthvað annað sem er lifandi
og éta það? Ef ein tegund er undan-
skilin, hvort sem það eru hvalir eða
eitthvað annað, þá ruglast hringrásin.
Það er vitað mál að fiskistofnar eru
ofveiddir og verða það áfram á meðan
menn koma sér ekki saman um minni
veiði. Jafnframt er það deginum ljós-
ara að hvalir lifa á fiski og einnig
þeim dýrum sem fiskar lifa á. Verði
hvalir almennt friðaðir – ekki er lík-
legt að fiskurinn fái sömu meðferð –
þá endar þetta með því að fiskistofn-
unum verður útrýmt og hvalirnir
drepast úr hungri. Einfalt mál. Með
því að grisja hvalastofnana, en
vernda þá sem eru í útrýming-
arhættu, má halda lífríkinu í jafn-
vægi.
Íslendingar hafa aldrei stundað
hvalveiðar í þeim mæli að stofnum
þeirra sé hætta búin. Hins vegar hafa
aðrar þjóðir, t.d. Spánverjar og
Norðmenn, stundað slíkar veiðar við
Ísland ótæpilega á meðan við vorum
ósjálfstæð þjóð. En ekki með okkar
leyfi. Nú þegar hungur sverfur að
milljónum manna, matvælaverð fer
hækkandi og matvælaframleiðsla
heldur ekki í við eftirspurnina, er það
fáránlegt að ætla sér að banna hval-
veiðar. Við ættum frekar að auka
þær, búa til úr þeim matvæli og
kenna fólki að borða þau. Með því
mætti e.t.v. forða milljónum manna
frá hungurdauða. En það er eðlilega
ekki von til þess að þessi skoðun mín
hljóti meðmæli fólks sem hugsar
bara um sinn „bisness“ eða sín sér-
stæðu áhugamál og lætur sig ekkert
varða um það þótt nokkrar milljónir
manna drepist úr hungri. Hvernig
væri að slaka aðeins á og reyna að
skoða málið frá fleiri sjónarhornum?
HERMANN ÞÓRÐARSON
er fyrrverandi flugumferðarstjóri
og stundaði sjó sem ungur maður.
Hvalveiðar og lífríkið
Frá Hermanni Þórðarsyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MANNRÉTTINDASTEFNA
Reykjavíkurborgar var samþykkt af
öllum flokkum í borgarstjórn árið
2006. Í framhaldi
af því var mann-
réttindastjóri ráð-
inn og Mannrétt-
indaskrifstofa
borgarinnar
stofnuð til þess að
sinna fram-
kvæmd sam-
þykktrar stefnu í
mannréttinda-
málum. Mann-
réttindastefna borgarinnar snertir
fjölmörg málefni þ. á m. jafnrétt-
ismál, innflytjendamál, málefni fatl-
aðra, réttindi samkynhneigðra o.fl.
Því má segja að verkefnin sem falla
undir umrædda stefnu varði mjög
hagsmuni minnihlutahópa borg-
arbúa.
Það var augljóst frá upphafi að
mannréttindastjóri gat ekki einn
sinnt öllum verkefnunum og síðasta
vetur var ákveðið að bæta skyldi
þremur starfsmönnum við á skrif-
stofuna. Skömmu eftir þessa ákvörð-
un kom núverandi borgarstjóri til
starfa. Hann virðist fremur hafa hag-
ræðingu í borgarkerfinu í huga en
mikilvægi þess að hafa virka fram-
kvæmd á mannréttindastefnunni,
sem hans eigin flokkur samþykkti
fyrir tveimur árum, stefna sem á að
tryggja mannréttindi sem flestra
borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að
mannréttindastjóri hafi gefist upp í
aðstæðum og sagt starfi sínu lausu.
Tímabundinn mannréttindastjóri var
ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír
starfsmenn sem áttu að bætast við.
Það er vissulega mikilvægt að hver
borgarstjórnarflokkur ræði þetta
mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki
hlutlaus þegar kemur að flokks-
pólitík. En fyrir utan það langar mig
að leggja sérstaka áherslu á eitt í
þessu sambandi: ,,Hagsmunir okkar
minnihlutahópa í borginni eru ekki
boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir
spila!“ Það hlýtur að auðvelt að skera
niður fjármagn til málefna minni-
hlutahópa (t.d. innflytjenda) eða
mannréttindamála. Ein af ástæðum
þess er jú sú staðreynd að innflytj-
endur eða fólk í öðrum minni-
hlutahópum á enga sterka rödd í
borgarstjórn sem stendur vörð um
þessi mikilvægu málefni.
En einmitt vegna þeirrar stað-
reyndar að minnihlutahópar eiga
ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykja-
víkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki
að hlusta á rödd okkar sérstaklega
og heyra okkar sjónarmið? Eiga
borgarfulltrúar (sérstaklega þeir
sem eru í meirihlutanum) ekki að
minnast þess að þeir eru einnig
fulltrúar minnihlutahópa?
Mannréttindastefna borgarinnar
var samþykkt til þess að tryggja
meira jafnrétti meðal allra borg-
arbúa. Mannréttindaskrifstofan var
stofnuð til þess að þessi trygging
réttinda væri í hávegum höfð meðal
borgarbúa. Það var rétt leið og sú
besta, a.m.k. þangað til önnur betri
hugmynd mótast og tekur yfir verk-
efni Mannréttindaskrifstofunnar.
Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn
að halda áfram á þeirri braut sem áð-
ur var samþykkt en hefur heldur
ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt
er ekki breyting á stefnu, heldur er
það ekkert annað en að afturför frá
því sem verið hefur.
TOSHIKI TOMA,
Holtsgötu 24, Reykjavík.
Frá Toshiki Toma:
Toshiki Toma.
Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu?
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir að-
sendar greinar. Formið er að
finna við opnun forsíðu fréttave-
fjarins mbl.is vinstra megin á
skjánum undir Morgunblaðs-
hausnum þar sem stendur Senda
inn efni, eða neðarlega á forsíðu
fréttavefjarins mbl.is undir liðn-
um Sendu inn efni. Ekki er lengur
tekið við greinum sem sendar eru
í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá sig
inn í kerfið með kennitölu, nafni
og netfangi, sem fyllt er út í þar til
gerða reiti. Næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamleg-
ast beðnir að nota þetta kerfi.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttökukerfi
aðsendra greina
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100