Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 59 SUMARYOGA Sér sumartilboð YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, önurnaræfingar, slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10 , 109 Reykjavík, GSM : (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665 , Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Á DÖGUNUM voru 26 konur útskrif- aðar frá Brautargengi, fræðsluverk- efni sem miðar að því að styrkja konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd. Nýsköpunarmiðstöð sér um framkvæmd verkefnisins sem styrkt er af sveitarfélögunum á höf- uðborgarsvæðinu og SPRON. Bjarnheiður Jónsdóttir verkefn- isstjóri segir Brautargengi nú á sínu 10. starfsári: „Við höfum útskrifað tvisvar á ári og hafa nú hátt í 800 kon- ur lokið námi hjá Brautargengi,“ seg- ir hún. „Námið fer þannig fram að konurnar hittast vikulega í 15 vikur og vinna að viðskiptaáætlun auk þess sem þær njóta persónulegrar hand- leiðslu leiðbeinanda.“ Bjarnheiður bendir á að aðeins 20% fyrirtækja séu í eigu kvenna og rekin af þeim: „Reynslan hefur sýnt að þátttaka í Brautargengi skiptir sköpum. Milli 50-60% þeirra kvenna sem hafa útskrifast hjá okkur eru í dag í rekstri sem okkur reiknast til að skapi þúsundir ársverka og tekjur upp á a.m.k. fjóra milljarða árlega.“ Auk þess að halda námskeið á höf- uðborgarsvæðinu eru einnig haldin námskeið á Ísafirði, Hellu og Akur- eyri og verður einnig útskrifað þaðan á þessu vori. Á myndinni eru útskriftarnemend- ur ásamt borgarstjóra Reykjavíkur og iðnaðarráðherra sem afhentu út- skriftarskírteinin. Brautargengi útskrifar Í hnotskurn með frétt um tap bank- anna af styrkingu krónunnar í Morgunblaðinu í gær vantaði tvö orð. Síðari hluti hnotskurnarinnar átti að vera eftirfarandi: Fram til þessa hefur Landsbankinn að mestu leyti fært áhrif af gjaldeyrisjöfnuði yfir rekstrarreikning þar sem erlend dótturfélög bankans safna ekki eign- um. LEIÐRÉTT Vantaði tvö orð Í VETUR hafa dans- pör frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar (DÍH) verið að gera það gott hér heima og erlendis á dans- keppnum. Pörin keppa í samkvæmisdönsum, standard-dönsum og suður-amerískum dönsum. Pörin sem vinna hér heima Ís- landsmeistaratitla í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð vinna sér inn rétt á HM og EM í flokkum 14 ára og eldri. Pörin frá DÍH sem kepptu í vetur fyrir Íslands hönd á HM voru þau Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmunds- dóttir, Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir og þriðja parið er Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín Benediktsdóttir. Aðalsteinn og Rakel kepptu einnig á EM í flokki ungmenna 16-19 ára, þar lentu þau í 24. sæti. Á HM í sama flokki lentu þau í 52. sæti. Þau dansa ein- göngu suður-ameríska dansa. Sigurður Már og Sara Rós kepptu á HM í 10 dönsum í flokki ungmenna 16-19 ára og lentu í 20. sæti. Björn Halldór og Jóna Kristín kepptu á HM nú fyrir stuttu í aldursflokki 14-15 ára í standard dönsum og lentu í 45. sæti. Einnig kepptu stórir hópar frá DÍH í vetur á Copenhagen Open í öllum aldursflokkum og í Blackpool í barna- og unglinga- flokkum. Í byrjun maí á bikarmóti í sam- kvæmisdansi með frjálsri aðferð fékk DÍH gullið í öllum aldurs- flokkum. Nú taka við strangar sumaræfingar og einkatímar hjá danspörunum hjá erlendum gestakennurum sem heimsækja Dansíþróttafélagið reglulega í allt sumar, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Dansparið Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir. Þau kepptu í 10 dönsum. Danspör frá DÍH gera það gott FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.