Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 35
sjónspegill
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 35
Eins og lesendur blaðsinsvita verða ritstjóraskiptiá blaðinu á morgun 2.júní og verða þá nokkrar
uppstokkanir eins og verða vill við
slíkar breytingar. Hverjar þær
verða geri ég mér litlar hugmyndir
um en þetta gerist nákvæmlega á
sama tímapunkti og ég ráðgerði að
fara í nokkurra mánaða frí vegna
mikilvægs og tímafreks verkefnis
sem bíður mín og þolir ekki nein
störf til hliðar. Felst nefnilega ótrú-
lega mikil vinna í því að halda úti
slíkum pistlum, söfnun heimilda,
utanlandsferðir og yfirlegur, þeir
birtust lengstum vikulega, hinn
fyrsti 29. janúar 2003, frávik þessi
rúmlega fimm ár sem liðin örfá.
Engin aldursmörk gerenda eru
varðandi slík upplýsandi skrif að-
keypts efnis sem eru algeng í dag-
blöðum ytra, dæmi um að menn
hafi verið virkir fram á háa elli svo
fremi sem heilastarfsemin er virk
og mætti hér nefna ýmis nærtæk
dæmi frá nágrannalöndunum, nefni
einungis tvö; Hermann Pundik
fyrrum ritstjóra Politiken og Jens
Kistrup virtasta leikhús- og bók-
menntarýni Berlingsins um sína
daga. Og þá hafa menn 60 mínútur,
einn vinsælasta sjónvarpsþátt í
Bandaríkjunum, fyrir framan sig
vikulega hvar hinir elstu eru einna
beinskeyttastir og þó komnir að
fótum fram.
Eftirminnileg stund þegar égvar ráðin listrýnir aðblaðinu fyrir nær 42 árum,
enda borðleggjandi að ég hefði síð-
astur manna látið mér detta í hug
að sækja um starfið hefði það verið
auglýst á síðum blaðsins, hér réði
eftirgangsemi. Bankaði uppá hjá
Sigurði Bjarnasyni frá Vigur rit-
stjóra, hvar símadaman á Að-
alstræti 6. hafði tjáð mér að Mattí-
as Johannessen væri staddur í
augnablikinu. Stóð heima og skáld-
ið stóð í beinu sjónmáli við mig
þegar inn kom, við hlið hans Sig-
urður Benediktsson uppboðshaldari
myndlistaverka, en sjálfur sat Sig-
urður Bjarnason makráður við
flotta skrifborðið sitt. Fleiri voru
þarna sem ég veitti ekki eins mikla
athygli og man því óljóst eftir,
þetta var líka stutt viðdvöl. Tjáði
Matthíasi að ég tæki að mér starfið
en einungis ef ég fengi jafnframt að
skrifa fræðandi greinar er sköruðu
myndlist, sem hann samþykkti
strax. Fór svo nokkurn veginn
saman að ég lagði útaf listrýni og
greinum af listvettvangi heima og
erlendis, þrátt fyrir að gera mér
ljóst að mín biðu miklar pælingar
þar sem almenn menntun í íslensku
máli náði vart yfir barnaskólastigið,
taldi yfirsýn mína og náttúrugáfuna
í lagi og hvergi hræddur. Fyrsta
rýni mín skaraði þýska myndlist-
arsýningu og í kjölfarið fylgdi fljót-
lega heil síða ef ekki opna um
Smithsonian safnið í Washington.
Hafði einmitt sótt það heim nokkr-
um misserum fyrr sem reyndist ein
stórkostlega lifun ævi minnar, þó
margt séð og víða komið. Líkaði
stórum betur að miðla til lesenda
slíkum fróðleik en að rýna ein-
arðlega í myndverk starfsbræðra
minna, sem var og er nær vonlaust
ferli í ljósi einangrunar þjóðarinnar
og eðlilegrar fáfræði á þessi mál.
Vanrækslu þó öllu heldur svik
menntakerfisins gagnvart flestum
þáttum skapandi sjónmennta, arki-
tektúrs um leið, og enn nokkuð í
land að hafi verið leiðrétt sem
skyldi.
Hver var þá eiginlega hinn týndi
arfur fortíðar, höfðu menn gleymt
kirkju Þjóðhildar, konu Eiríks
rauða í Brattahlíð á Grænlandi
hlaðin úr grjóti, íslenskir víkingar
byggðu. Og mörgu fleira ennþá vel
sýnilegu á landi hér þegar háskóli
vísinda, rannsókna og kennslu var
stofnaður á Íslandi 1911? Heilar
fimm aldir voru þá frá því að hug-
takið list var mótað og viðurkennt
til jafns við aðra geira vísinda en
það virðist hafa farið framhjá vís-
um á norðurhjara veraldar(!), eða
skyldi hér einungis ræktaður arfur
annarra þjóða eins og menn virðast
enn á fullu? Afleiðingarnar nísta í
merg og bein og nú fækkar þeim
óðum sem litu yndisfagurt og kyrr-
látt útsýnið af innsiglingunni í
Reykjavíkur er heim kom að utan
með fossum Eimskipafélagsins
forðum daga, svo komið leit að ann-
arri eins ósamstæðri hryggð-
armynd í heimi hér. Markmiðið
virðist hafa verið að byggja sem
mest í skjön við íslensk nátt-
úrusköp og nánasta umhverfi, hinn
þjóðlegi arfur var forsmáður af
heilaþvegnum fulltrúum módern-
ismans en framandi hugmyndir
tíndar upp og færðar á stall. Hug-
myndir sem einmitt voru í takt og
góðu samræmi við uppruna sinn
austan hafs og vestan og spruttu af
staðbundinni þörf og eru jafn sýni-
legar á frera heimskautanna,
tempruðum beltum sem Aust-
urlöndum nær og fjær.
Það sem fyrir mér vakti ískrifum mínum frá upphafivar að láta gott af mér leiða,
líta framhjá öllu kynslóðabili, póli-
tískum skoðunum, kynferði sem lit-
arrafti, í hnotskurn nefnist það
hlutlægni en er alls óskylt hugtak-
inu hlutleysi. Upphaflega var ég
einmitt ráðinn til að segja skoðanir
mínar upphaflega byggðar á aka-
demískri undirstöðu en lauk hjá
mesta rökfræðingi franskra núlista
á þeim tímum. Hér spillti engan
veginn að í eigin listsköpun var ég
um leið með hinum framsæknustu
á landi hér, sem segir af frjálslyndi
blaðsins. Ég skyldi ekki málpípa
neinna listhópa, Morgunblaðsins né
ritstjóra þess, og þeir skiptu sér
harla lítið af skrifum mínum en
stóðu yfirleitt með mér í gegnum
þykkt og þunnt. Einungis einu
sinni um miðbik starfsferilsins fór
samt allt á háaloft, en við komumst
allir heilskinnaðir til jarðar frá
þeirri sennu.
Í peningaflóðinu í kjölfar heim-styrjaldarinnar síðari brengl-aðist sýn landsmanna jafnt á
því hvað væri í takt við þjóðleg
gildi sem og ferska og hug-
myndaríka sköpun. Markaðurinn
flóði af ódýru skrani og lélegri list,
gjarnan kennd við þjóðleg minni en
var í raun ódýr og grunnrist sölu-
vara sem enginn sannur og metn-
aðarfullur listamaður lætur frá sér
fara. Og menn verða ekki heims-
listamenn af því einu að fara í skó-
hlífar annarra, vera samtaka, ef
ekki fylgir brennandi áhugi og þörf
til sköpunar. Líkt og segja má að
himinhátt fjall af drasli hafi verið
flutt til landsins eða orðið til á
landinu sjálfu, mikill hluti löngu
kominn í ruslahauga, hafa menn að
orði að eina fjallið í hinu flata Hol-
landi séu afleiðingarnar af grunn-
færðum og óheftum fjármokstri
misviturra ráðamanna til listsköp-
unar á áttunda og níunda áratugn-
um, ótalinn fjöldi fúskara náðu að
nýta sér ekki síður en gildir lista-
menn.
Einnig má líta til þess hve
seinnitíma listrýni er ung fræði-
grein, spíran lögð með Denis Dide-
rot (1713-84), á tímum upplýs-
ingastefnunnar. En könnunarsvið
sjónlista nær yfir 10.000 ár fyrir
Krists burð, frá þeim mörkum til
800 ára á eftir tímatali okkar og
þaðan til endurreisnar. Næst kem-
ur manerismi, barokk, rókókó, ný-
klassík, keisarastíllinn, borgarastíll-
inn, táknsæið og síðan hin mörgu
stílbrigði seinni hluta nítjándu ald-
ar. Þarnæst margfalt fleiri hvörf
alla tuttugustu öldina og enn eiga
uppstokkanir sér stað og munu
halda áfram að eiga sér stað og er
besta mál. Mannsæfin myndi
naumast endast að taka gildar
gráður í þessum hvörfum öllum
þannig að hinar afmörkuðu náms-
geirar eru margar og ólíkar, engin
algild en bera allar sín sérheiti.
Svo komið hefur ný stétt list-sögufræðinga kennd við hug-myndafræðilega list verið að
þróast sl. 30-40 ár og verið mjög
áberandi í listheiminum. Nýtur
stuðnings viðskiptaheimsins sem
sjá hér góða liðsmenn í alþjóða
hagkerfinu, og skondið nokk einnig
róttækra afla sem stunda niðurríf
fortíðar líkt og átti sér stað austan
tjalds.
Ekki sprenglærðum að þakka að
fólk streymir á listasöfn ytra held-
ur sjálfsprottnum áhuga almenn-
ings, felst í nokkurs konar andófi
við staðlaðan tækniheiminn, áreiti
hávaða og stress nútímaþjóðfélags-
ins. Við höfum í nágrenninu tvö
frábær og andstæð dæmi; Lousiana
safnið í Humlebæk, sem er fram-
sæknasta og nafnkenndasta mynd-
listarstofnun á Norðurlöndum, sem
fagnar um þessar mundir 50 ára af-
mæli sínu, líkast til með met-
aðsókn. Velgengnin er einkum
tveim mönnum að þakka, stofnand-
anum Knud W. Jensen og núver-
andi forstöðumanni Poul Erik Tøj-
ner, hvorugur skólaðir
listsögufræðingar en brennandi í
andanum, eigum við ekki að segja
eins konar fræðingar á líf. Aðeins í
eitt ár hefur listsögufræðingur
komið við sögu og fylgdi honum
mikill hávaði, sjó og leikrænir til-
burðir en um leið snarminnkaði að-
sóknin, enda margur þá þegar bún-
ir að éta yfir sig af niðursoðnum
fyrirbærum. Mun Norræna lista-
miðstöðin í Sveaborg með sína
tómu sali hér vafalítið skýrasta
dæmið, að ógleymdum íslenskum
listastofnunum. Einnig má nefna að
þekkt söfn hafa undanfarin ár
breytt dagskrá sinni til að forða því
að þau hreinlega tæmdust og má
hér nefna Tate Millbank og Arken í
Ishøj og stórjókst þá aðsóknin.
Ég hef leitast við að hafa greina-
skrif mín sem fjölþættust, þannig
að lesendur blaðsins gætu gert sér
hugmynd um fjölbreytnina ytra,
víkka út þekkingarsviðið en ekki
notfæra mér þekkingarleysið í ein-
angruninni með röngum skila-
boðum. Alls ekki reka áróður fyrir
eitthvert ákveðið svið, sveigjaleiki
skyldi í fyrirrúmi og lesandinn
fræðast.
Margur undruðust mínartíðu utanlandsferðir og vilég nefna að ég á Tvíær-
ingnum í Rostock mikið að þakka,
sem gerði mér kleyft að stunda
þær reglulega á ný eftir sjö ára hlé,
voru þá stórum meira mál en nú
gerist. Vingaðist við marga framá-
menn í listum á Norðurlöndum sem
buðu mér gistingu ef ég ætti leið í
borgum þeirra sem ég þáði að
hluta, náði að sækja heim allar höf-
uðborgir Norðurlanda. Einnig
reyndust ritstjórar blaðsins lengst-
um skilningsríkir en fram-
kvæmdastjórn blaðsins munu hafa
sett þeim ýmsar skorður um laus-
ráðna starfsmenn og hert þær nú
er skórinn kreppti að.
Eitt vil ég að komi sérstaklega
fram, að ég var aldrei sendur eitt
né neitt hvorki á listsýningar né út
í heim, réði mínum skrifum í einu
og öllu sjálfur og enginn annar
ábyrgur.
Þegar ég verð aftur tilbúinn til
skrifa þá mun ég sem fyrri daginn
ekki vera með hina minnstu tilætl-
unarsemi, en aðstæður ráða hvort
ég fellst á að byrja aftur ef þess
verði óskað.
Og svo er einungis að kveðja (í
bili) minn dygga lesendahóp gegn-
um árin, en þeim kannski ein-
hverjum fróun í því að vita að ég er
engan veginn hættur skrifum um
listir hvernig sem þau mál ráðast…
Að leiðarlokum?
René Magritte Þröskuldur frelsisins, 1928, olía á léreft 114 x 147 cm . Rotterdam, Museum Boymans van Beuningen.
Bragi Ásgeirsson