Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 19 Eftir Heleen Mees og Femke van Zeijl Amsterdam | Á stríðstímum er oft sagt að sann- leikurinn sé fyrsta fórnarlambið. Sannleikurinn er hins vegar sá að konurnar eru fyrstu fórn- arlömbin. Samkvæmt athugunum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, breiðist kynferðislegt ofbeldi út eins og faraldur á átakasvæðum. Kvenlíkaminn verður alltof oft hluti af vígvellinum hvort sem það eru borg- arastyrjaldir, fjöldamorð eða annars konar vopnuð átök. Fórnarlömb víðtækra kynferð- islegra grimmdarverka eru allt frá því að vera barnungar stúlkur til aldraðra kvenna. Í Darfur rændu janjaweed vígasveitir Súd- anstjórnar tólf ára stúlku, raðnauðguðu henni í viku og glenntu fætur hennar svo mikið í sund- ur að hún bæklaðist til frambúðar. Fórnarlömb nauðgana í Darfur óttast samt mest af öllu að eignast aldrei eiginmann. Samkvæmt sharia- lögum eru konur, sem hefur verið nauðgað, lög- sóttar fyrir hjúskaparbrot eða hórdóm. Á síð- asta ári voru að minnsta kosti tvær ungar konur í Súdan dæmdar til að verða grýttar til dauða fyrir slíkar „sakir“. Alþjóða flóttamanna- samtökin segja að ríkisstjórnin sé líklegri til að snúast gegn þeim sem kæra og geta sannað nauðgun heldur en þeim sem nauðga. Fórnarlömbin taka á sig sökina Í stríðinu, sem nú geisar, í Lýðveldinu Kongó, hafa fórnarlömb nauðgana líka oftast tekið á sig mestu sökina. Eftir að hafa verið nauðgað eru kongóskar konur hraktar burt af eiginmönnum sínum og samfélagið útskúfar þeim. Oft er kynfærum þeirra misþyrmt með byssuskoti eða konunum er kastað nöktum á bál. Í menningu þar sem foreldrar gefa dætur sínar frá sér í hjónaband og skírlífi er að- alsmerki kvenleikans eru konu, sem missir æru sína, allar bjargir bannaðar. Smánarbletturinn er oft þyngri byrði en sjálf árásin. Því skyldi engan undra að flestar þessara særðu stúlkna og kvenna þegja. Í Balkanstríðunum á tíunda áratugnum var konum nauðgað í þeim tilgangi að fæða börn óvinarins. Evrópusambandið áætlar að í Bosníu einni hafi fórnarlömb nauðgana verið tuttugu þúsund konur. Konurnar hafa að mestu þurft að glíma sjálfar við afleiðingar áfallsins og verið dæmdar til fátæktar. „Glötuð æra“ Á árinu 1945 var áætlað að tvær milljónir kvenna væru fórnarlömb kynferðislegra grimmdarverka Rauða hersins – ekki aðeins þýskar konur, heldur einnig gyðingakonur, sem fóru huldu höfði, konur sem komust lífs af úr út- rýmingarbúðum og þær sem börðust með and- spyrnuhreyfingunni. Að sögn þýska blaða- mannsins, Ruth Andreas-Friedrich, snerist meint skömm um „að glötuð æra skapaði að- stæður til sjálfsmorðs“. Í apríl 1945 voru meira en 5.000 sjálfsvíg í Berlín. Eiginmenn, feður og kennarar þrýstu á konur að binda enda á líf sitt eftir að rússneskir hermenn höfðu nauðgað þeim – „af því að æran skipti þær mestu máli“. Mörgum konum þótti kynlíf fyrir hjónaband verri kostur en dauðinn. Í því ljósi er enn und- arlegra og sársaukafyllra að þessum tiltekna stríðsglæp hafi verið svo lítill gaumur gefinn allan þenna tíma. Í seinni heimsstyrjöldinni voru sett skýr al- þjóðalög sem bönnuðu hermönnum að nauðga, en eftir stríðið dæmdu dómstólarnir í Nürnberg og Tókýó aðeins í örfáum slíkum málum. Rað- nauðganir voru regla en ekki undantekning þegar þjóðarmorð var framið í Rúanda. En þó var aðeins fyrir slysni sem kynferðisglæpir komu til kasta dómstóla þar síðar – og þá sem minniháttar brot. Eftir að rúönsk kona skýrði formálalaust frá því að henni og öðrum konum hefði verið nauðgað áður en fjöldamorðin voru framin, fylgdi kvendómari fordæmi hennar og upplýsti að konur hefðu í gríðarlegum mæli ver- ið beittar kynferðislegu ofbeldi. Dómstólarnir í Rúanda voru þeir fyrstu í sögunni til að lýsa nauðgun sem mögulegum þætti í þjóðarmorði. Árið 2001 dæmdi Alþjóða glæpadómstóll Júgóslavíu fyrrverandi í Haag kerfisbundna nauðgun kvenna sem glæp gegn mannkyninu. Í Foca prófmálinu voru þrír Bosníu-Serbar dæmdir fyrir að nauðga, misþyrma og hneppa múslímakonur í þrældóm árið 1992. Stúlkum, allt niður í 12 ára, var raðnauðgað vikum sam- an. Samt eru illvirkjar, sem taka þátt í fjölda- nauðgun og öðru kynferðislegu ofbeldi, yfirleitt ekki lögsóttir. Minnisvarði um óþekktu konuna Nýlega varð kongóski skæruliðaforinginn Thomas Lubanga fyrsti fanginn, sem Al- þjóðaglæpadómstóllinn í Haag réttaði yfir fyrir að skipa her sinn börnum. Kongósku mannrétt- indasamtökin segja það „gríðarlegt áfall fyrir fórnarlömin“ hversu oft sé látið undir höfuð leggjast að nefna ofbeldi gegn konum í ákærum. Samtökin fóru fram á að Al- þjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsakaði fjöldanauðganir, sem allir aðilar átakanna áttu aðild að. Það sem einkennir þessa svívirðilegu glæpi er að ekki er refsað fyrir þá. Því verður að linna. Ríkisstjórnir, þingmenn, herstjórar og áhrifa- valdar um skoðanir fólks ættu að ræða op- inskátt um nauðgun og annað kynferðislegt of- beldi gegn konum. Lögsókn verður að vera reglan. Alþjóðadómstóllinn og aðrir dómstólar þurfa að gefa misindismönnunum skýr skila- boð. Fórnarlömb nauðgana fá hvorki fébætur, minnisvarða né minningarathafnir. Því verður líka að breyta. Reisa ætti minnismerki um óþekktu konuna sem var nauðgað þar sem Al- þjóðaglæpadómstóllinn er til húsa í Haag. Ef til vill myndu dómararnir þá veita kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum meiri athygli. Reuters Beðið eftir aðstoð Konurnar eru meðal níutíu þúsund Súdana, sem í liðnum mánuði hröktust frá heimilum sínum vegna blóð- ugra stríðsátaka. MANNRÉTTINDI» Stríð gegn konum Víða eru konur, sem hefur verið nauðgað, ákærð- ar fyrir hórdóm og þeim útskúfað úr samfélaginu » Smánarbletturinn er fórnarlömum nauðgana oft þyngri byrði en sjálf árásin og því þegja konurnar. Heleen Mees er hollenskur hagfræðingur og lög- fræðingur. Í nýjustu bók sinni, Burt með hluta- starfsfemínista, rannsakar hún þriðju kynslóð femínista. Hún hefur ennfremur skrifað bók um lög Evrópubandalagsins og er stofnandi aðgerða- nefndarinnar Women on Top, eða Konur ofaná. Nýjasta bók Femke van Zeijl’s er um líf kvenna í Mósambík, Súdan, Rúanda, Burundi, Úganda og Lýðveldinu Kongó. © Project Syndicate, 2008. www.project-syndicate.org VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS • Sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja stunda háskólanám samhliða starfi • BS námið tekur að jafnaði 5 ár og diplóma námið 2 og ½ ár • Þeir sem ljúka diplóma námi geta haldið áfram og lokið BS gráðu í viðskiptafræði • Kennsla fer fram utan hefðbundins vinnutíma • Kennt er tvisvar í viku, eitt námskeið kennt í einu • Námsefni og námskröfur byggja á áratugalangri reynslu af rannsóknum og kennslu í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vidskipti.hi.is Umsóknarfrestur í námið er til 5. júní. BS og diplóma nám í viðskipta fræði samhliða starfi www.vidskipti.hi.is H 2 h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.