Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 30
heilsa 30 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Framtíð og markmið heilbrigðis- þjónustunnar Málþing í Valhöll miðvikudaginn 4. júní kl. 17-19 Að fundinum standa: Fulltrúaráðið Vörður og heilbrigðisnefnd Heilbrigðisstarfsfólk og allir áhugamenn velkomnir Pallborðsumræður Fundarstjóri: Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir á LSH Frummælandi: Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fundarstjóri: Marta Guðjónsdóttir formaður fulltrúaráðsins Varðar Allir velkomnir! Á að færa aukið skipulagsvald til ríkisins? Hádegisverðarfundur í Valhöll miðvikudaginn 4. júní, kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundarstjóri: Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður sveitarstjórnar- og skipulagsnefndar. Að fundinum stendur sveitarstjórnar- og skipulagsnefnd. www.sjofnhar.is Sími 551 3010 mbl.is smáauglýsingar Morgunblaðið/Eggert Hjartaþræðing undirbúin Á Landspítalanum eru nú tvö hjartaþræðingartæki og er annað þeirra komið til ára sinna, bæði tækin eru þó nánast fullnýtt. H jartaheill, lands- samband hjartasjúkl- inga, á 25 ára afmæli í október í haust. Af því tilefni meðal ann- ars ætla samtökin að beita sér fyrir söfnun meðal almennings til þess að hægt verði að kaupa nýtt hjarta- þræðingartæki á Landspítala, hjartadeild. Guðmundur Bjarnason er formaður stjórnar Hjartaheilla. „Okkar þátttaka verður fyr- irsjáanlega ekki nema lítill hluti af heildarkostn- aði við kaup á nýju hjartaþræð- ingartæki,“ segir Guðmundur. „Heildarkostn- aður við verk- efnið með hús- næði og öllum búnaði er um 200 milljónir króna. Þar af kostar tækið sjálft um helm- ing fyrrgreindrar upphæðar. Hjartaheill stefna að því að safna um 50 milljónum króna af um- ræddri upphæð. Ljóst er að sjúk- lingasamtök sem Hjartaheill verða fyrst og fremst samnefnari fyrir söfnun sem þessa en hafa ekki eig- ið fé til að leggja út svo háa fjár- upphæð. Þess vegna hafa samtökin leitað til ýmissa annarra samtaka, svo sem Lions-, Kiwanis- og Odd- fellow-hreyfinganna um aðild að söfnunni. Auk þessa höfum við leit- að til ýmissa stærri fyrirtækja og styrktarsjóða sem hafa sinnt verk- efnum af þessu tagi og loks er ætl- unin að leita til almennings.“ Hvernig er fyrirhugað að sú söfnun fari fram? „Það er meðal annars gert að til- hlutan félaga hjartasjúklinga víðs vegar um land. Endapunkturinn á þessari söfnun verður væntanlega svo í formi átaks sem fer þá fram með aðstoð fjölmiðla en ekkert er ennþá ákveðið endanlega um fyr- irkomulag á þessu lokaátaki. Söfn- unin er þegar hafin meðal fé- lagasamtaka og fyrirtækja og við höfum fengið góð viðbrögð. Þess má geta að Hjartaheill hafa skuldbundið sig til að safna ekki minna en 25 milljónum króna, eða einni milljón fyrir hvert afmæl- isár.“ Til allra heilla Í haust verða Landsamtök hjartasjúklinga, sem nú heita Hjartaheill, 25 ára og standa fyrir söfnun til að kaupa nýtt hjartaþræð- ingartæki fyrir LSH. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Guðmund Bjarnason formann samtakanna, Guðmund Þorgeirsson hjartasérfræðing og Rúnar Guðbjartsson, sem fékk svæsið hjartaáfall fyrir mörgum árum, um söfnunina, starfsemi tækisins og þýðingu þess fyrir sjúklinga. Guðmundur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.