Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ » Fram kemur í gögnum semvið notum hjá bankanum um afstöðu kynjanna að karlar í Sádi- Arabíu voru að jafnaði mun hlynntari jafnrétti en konurnar sjálfar! Nadereh Chamlou, íranskur hagfræðingur og ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum, hélt fyr- irlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Landsnefndar UNI- FEM á Íslandi. » Ef þú reynir að útskýra listirmeð vísindum, þá verður það bara kjánaleg æfing. Israel Rosenfield, sem er menntaður í stærðfræði, læknisfræði og heimspeki og kunnur háskólakennari og fyrirlesari, að- stoðaði við val vísindamanna, sem þátt tóku í Tilraunamaraþoni Listahátíðar Reykja- víkur. » Þetta er gott nesti út í hvunn-daginn, predikunin vekur mann til umhugsunar og maður nýtur stundarinnar svo vel. Sverrir Júlíusson, blaðberi Morgunblaðs- ins, sem sækir árdegismessu í Hallgríms- kirkju þegar hann er búinn að bera út blöð- in. » Íslenska ríkið þarf ekki aðbiðja neinn afsökunar vegna þess dóms [sögunnar], en telji einstaklingar að ríkið hafi á sér brotið er eðlilegt að um það sé fjallað á grundvelli laga og réttar. Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, í svari sínu á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, við þeirri spurn- ingu hvort ráðherra hygðist biðjast afsök- unar á símhlerunum á árunum 1949-1968. » Þegar á reynir eru allir í sín-um „draumaheimi“ – enda gætum við orðið brjáluð á að hugsa um heiminn eins og hann er í raun. Fjöllistamaðurinn Viggo Mortensen, sem opnaði sýningu á ljósmyndum sínum í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. » Ég vildi fá að sjá þrektöl-urnar hjá dómaranum. Ég vildi fá að sjá fituprósentuna. Ég vildi fá að sjá úthaldstölurnar. Ég veit það nefnilega að það voru menn sem fóru í test og þeir standast ekki þrektölurnar. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, í sjón- varpsviðtali á Stöð 2 Sport, þar sem hann lýsti yfir mikilli óánægju með dómgæsluna í leik Keflavíkur og ÍA. » Þetta er nú ekki svona stórtmál. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var í pontu Alþingis að mæla fyrir nefndaráliti félags- og trygg- ingamálanefndar um frístundabyggð þegar jarðskjálftinn reið yfir. » Ég held að konur séu orðnarlangþreyttar á að hlutirnir gerist æ ofan í æ á forsendum karla. Dr.Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst og stjórn- andi ráðstefnunnar Tengslanet IV – völd til kvenna, sem þar var haldin. » Hann kom bara með trukkiog dýfu og jarðskjálfta. Ólafur Eyjólfsson um nýfæddan son sinn sem kom í heiminn á fæðingardeild Land- spítalans stundarfjórðungi eftir jarð- skjálftann, sem átti upptök sín undir Ing- ólfsfjalli vestanverðu og mældist 6,3 á richter. » Enda er hann strax kominnmeð gælunafnið Eyjólfur „skjálfti“. Berglind María Kristinsdóttir, móðir drengsins. » Frelsið, einkavæðingin gerðiþað að verkum að ungir menn slettu úr klaufunum eins og feitir kálfar að vori. Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Al- þingi um fjármálakreppuna. Ummæli vikunnar Hamfarir Almannavarnir lýstu hæsta viðbúnaðarstigi á Selfossi og Hvera- gerði þegar jarðskjálftinn reið yfir og hvöttu fólk til að halda sig útivið. Eftir Elizabeth M. King og Bjørn Lomborg Kaupmannahöfn | Stúlka sem kemur í heiminn í Suður-Asíu eða Afríku sunnan Sahara fæðist með grimmi- lega, tvöfalda byrði. Hún mun alast upp í heimshluta þar sem ríkir fá- tækt, sjúkdómar, stríð eða hung- ursneyð. Hún mun í þokkabót þurfa að takast á við þessi vandamál með þá umframbyrði að vera kona. Þótt málum kynjanna sé nú gefinn meiri gaumur er enginn menningar- heimur, land eða heimsálfa án við- varandi ójafnréttis. Ný könnun, sem gerð var fyrir Kaupmannahafn- arsáttarverkefnið, sýnir að fjárfest- ing í að eyða þessu ójafnrétti skilar miklum arði. Stúlkum í fátækum ríkjum neitað um menntun Þrátt fyrir mikinn áhuga um allan heim á menntun fyrir alla er mörg- um stúlkum í fátækum ríkjum neitað um grunnmenntun frá upphafi, þær búa við misrétti. Þrjú af hverjum fimm ólæsum börnum í heiminum eru stúlkur. Menningarhefðir og efnahagsþrengingar, einkum í Suð- ur-Asíu og Afríku sunnan Sahara, koma í veg fyrir að foreldrar sendi dætur sínar í skóla eða leyfi þeim að fara í skóla á meðan á skólagöngu sona þeirra stendur. Þetta misræmi í fjárfestingu er hvorki sanngjarnt né skilvirkt. Augljós lausn væri að reisa fleiri skóla þar sem mennta þarf stúlkur og pilta hvor í sínu lagi. Í fátækum múslímaríkjum á borð við Pakistan, Jemen og Marokkó er venjan að kynin gangi ekki saman í skóla. Víða til sveita hafa yfirvöld aðeins ráð á einum skóla, sem venjan er að sé frá- tekinn fyrir drengi. Menntunarbilið mætti því brúa til hálfs á þessum svæðum með því að reisa stúlkna- skóla. Annars staðar er vandinn ekki fólginn í því að það vanti skóla. Þess í stað þarf að finna hvata fyrir for- eldra til að senda dætur sínar í skóla. Í löndum þar sem kostnaður fjöl- skyldunnar af menntun stúlkna hef- ur verið lækkaður annaðhvort með því að fella niður skólagjöld eða styrk til stúlkna, sem fara í skóla, hafa fleiri stúlkur skráð sig til náms. Reynsla þessara fáu ríkja er okk- ur tilefni til að leggja til kerfi þar sem mæður fá borgað ef dætur þeirra ganga reglulega í skóla frá þriðja bekk til níunda bekkjar. Þetta myndi auka hlutfall þeirra stúlkna, sem skrá sig í skóla. Um leið fengju konur peninga í hendurnar. Það er mikilvægt vegna þess að rannsóknir sýna að líklegra er að það hafi já- kvæð áhrif á næringu og heilsu barna þegar mæður þeirra fá pen- inga í hendurnar en feður. Þá fá kon- ur einnig betri samningsstöðu á heimilinu. Fátækar konur veikastar fyrir á meðgöngu Árlegur kostnaður á hvern nem- anda yrði 32 dollarar (tæpar 2.400 krónur). Það myndi kosta sex millj- arða dollara (444 milljarða króna) að greiða skólagöngu allra stúlkna á skólaaldri í Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu í eitt ár. Ávöxturinn af hærri tekjum í framtíðinni og sparn- aði í heilsugæslu yrði þrisvar til 26 sinnum hærri. Fátækar konur eru aldrei veikari fyrir en á meðgöngu. 99% af þeim 529 þúsund konum, sem árlega deyja af vandamálum tengdum með- göngu, búa í þróunarlöndunum. Al- varlegur næringarskortur og ekkert mæðraeftirlit skapar bæði móður og barni alvarlega hættu. Með því að verja 3,9 milljörðum dollara (291 milljarði króna) í fjölskylduráðgjöf og frumkvæði í heilbrgðismálum, til dæmis getnaðarvarnir í Afríku sunn- an Sahara og Suður-Asíu, mætti koma í veg fyrir dauða 1,4 milljóna barna og andlát 142 þúsund kvenna vegna vandamála í kringum með- gönguna. Með því að aðstoða konur, sem ekki geta greitt fyrir þjónustuna, er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. En það má ekki forðast að bjóða og veita nútímagetnaðarvarnir til að koma í veg fyrir óviljaþung- anir. Tæplega 20% kvenna í þróun- arlöndunum segjast ekki myndu vilja eignast fleiri börn, en nota hvorki getnaðarvarnir né fjöl- skylduráðgjöf, líkast til vegna þess að hvorugt er á boðstólum. Þegar stúlkur á unglingsaldri gift- ast eða verða óléttar er venjan að það bindi enda á skólagönguna. Með því að slá hjónabandinu og barneign- unum á frest gætu þær náð sér í meiri menntun og átt meiri tekju- möguleika auk þess að búa börnum sínum betri heilsu, menntun og at- vinnumöguleika. Ávinningurinn er tífaldur á við kostnaðinn af því að veita þessa hjálp. Til eru önnur tæki en menntun til að hjálpa konum að bæta getu sína til að afla tekna. Örlán færa sexfaldan ávinning Örlánastofnanir á borð við Gra- meen-bankann í Bangladesh leika lykilhlutverk í að hjálpa konum að ná árangri í eigin rekstri. Lítil lán veita konum styrk vegna þess að þær fá meiri stjórn á eignum heim- ilisins, meiri sjálfstjórn og meira sjálfstæði til að taka ákvarðanir og beinna aðgengi til að taka þátt í sam- félaginu. Konur eru líklegri en karlar til að standa í skilum á reglulegum afborg- unum og verja tekjum sínum í heilsu barna sinna og menntun þeirra. Ráðamenn ættu að halda áfram að styðja örlánafrumkvæði. Kannanir sína að hver dollari, sem örlána- stofnun lánar, eykur útgjöld heim- ilisins um næstum því 10% fyrsta ár- ið og að ávinningurinn heldur áfram að skila sér næstu 30 árin. Talið er að ávinningurinn verði á endanum um sexfalt hærri en kostnaðurinn. Þótt konur eigi rétt á að kjósa í nánast öllum löndum er misrétti kynjanna meðal kjörinna stjórn- málamanna enn verulegt. Rík- isstjórnir ættu að velta fyrir sér kynjakvótum á sveitarstjórnarstig- inu. Fjölgun kvenna í stjórnmálum þarf ekki endilega að leiða til auk- innar áherslu á forgang „kvenna- mála“, en á Indlandi hafa þorp með kynjakvóta bætt öryggi drykkjar- vatns, tryggt bólusetningar, bætt vegi og dregið úr mútum. Það gæti eitthvað tapast við að kjósa konur vegna þess að þær hafi minni reynslu í pólitík en karlar, en reynsl- an frá Indlandi bendir til þess að hafi það tekið 20 ár að tryggja 30% hlut- fall kvenna í sveitarstjórnum í öðr- um löndum hefur ávinningurinn að minnsta kosti verið helmingi meiri en kostnaðurinn af að ná þessu hlut- falli fram. Að vera kona þarf ekki og á ekki að vera eitt erfiðasta verkefni lífsins. Konur og þróun Reuters Misrétti Konur í Port au Prince á Haiti bera körfur með grænmeti á höfði sér. Víða í heiminum mætti hafa marg- faldan ávinning af því að efla konur. Lykilatriði eru aukin menntun og seinkun barneigna. Í HNOTSKURN »Staða kvenna í heiminum erhvergi verri en í Afríku sunn- an Sahara og Suður-Asíu. »Aukin menntun kvenna áþessum slóðum og seinkun barneigna myndi færa marg- faldan ávinning og efla stöðu kvenna. »Sýnt hefur verið fram á aðkynjakvótar á sveitarstjórn- arstigi færi öllum aukin lífsgæði. ÓJAFNRÉTTI»  Skortur á menntun og fjölskylduráðgjöf rót ójafnaðar í heiminum  Konur í Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu eru verst settar  Þar alast konur upp við fátækt, sjúkdóma, stríð eða hungursneyð Ójafnrétti | Hvergi í heiminum búa konur við meira ójafnrétti en í Suður-Asíu og Afríku sunnan Sahara. Mannréttindi | Glæpir gegn konum eru oft hluti af skipulögðum hernaði. Knattspyrna | Bafé Gomis skaut sig inn í franska landsliðið. Körfubolti | Boston Celtics og Los Angeles Lakers mætast í úrslitum bandaríska körfuboltans. VIKUSPEGILL» Elizabeth M. King er rannsókn- arstjóri almannaþjónustu þróun- arrannsóknadeildar Alþjóðabankans og Björn Lomborg er forsprakki Kaupmannahafnarsamkomulagsins og höfundur bókanna Cool It og The Skeptical Environmentalist. ©Project Syndicate, 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.