Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 49
ið, svo mikið að það gæti brugðið til
beggja vona. Elsku amma, þessum
degi gleymi ég aldrei, ég fór í pollý-
önnuleik og hugsaði með mér: amma,
nei, hún verður hress, hún er með svo
sterkt hjarta. Á hvítasunnudag kom
ég svo að heimsækja þig á spítalann
með pabba, þú varst enn mikið lasin
en lést þig hafa það að spjalla og grín-
ast eins og alltaf, raulaðir lag og sagð-
ist ætla að koma í grill til mín þegar þú
myndir hressast og komast heim.
Ekki léstu það sjást að þú værir mikið
lasin þarna, þar sem þú lást og hlóst
svo mikið með bleika svampinn í
höndunum eins og sleikjópinna. Mikið
er ég fegin að hafa komið til þín þenn-
an dag. En þrátt fyrir leikinn minn þá
dóstu viku seinna. Margs er að sakna,
margs er að minnast eru upphafsorð í
bæn sem farið var með yfir þér inni á
spítala og eru þau svo lýsandi fyrir
þig, minningarnar sem ég á um góða
ömmu sem hafði alltaf pláss fyrir alla
eru óteljandi. Frá hringferðunum
okkar um landið, veiðiferðunum, allar
kirkjurnar sem við skoðuðum og feng-
um aldrei leið á, spáðu í það amma.
Bara ef við hefðum haldið bókhald yfir
kirkjurnar þá væru örugglega fáar
eftir sem við áttum eftir að skoða.
Tíminn í hringferðunum sem fór í að
kenna mér ljóð og söngvísur er mér
líka ógleymanlegur, alltaf varstu til í
að taka vísnabókina með og hjálpa
mér að muna. Ferðirnar sem ég fór
með vestur á Flateyri á skakið, eða
þegar pabbi og afi fóru á skakið og við
vorum heima.
Minnisstætt er mér þegar
langamma Petrína hafði ekki tíma til
að elda hafragrautinn góða og þú ætl-
aðir að malla hann fyrir mig, og ég
hélt það nú ekki, ég borðaði sko bara
grautinn hennar langömmu og ætlaði
bara að halda því áfram. Margar fleiri
minningar leita á hugann þegar ég sit
hérna og skrifa til þín fátækleg orð til
að heiðra minningu þína. Í seinni tíð
hefur verið ómissandi partur af lífi
mínu og strákanna að koma við í Há-
túni og fá okkur kakó og pönnsur eða
vöfflur og spila við þig og afa, og hvað
Andri og Breki höfðu gaman af stóln-
um þínum, það var ótrúlegt. Laufa-
brauðsbaksturinn fyrir hver jól og
amma, takk fyrir að kenna Röggu
systur að búa til deigið og fletja út, nú
getum við haldið áfram að baka.
Minningarnar eru það sem við eigum
eftir, minningar um ömmu og lang-
ömmu sem alltaf átti tíma fyrir ung-
ana sína og vinkonu sem virtist hafa
óþrjótandi kraft til að framkvæma og
leiðsinna hvenær sem á þurfti að
halda. Elsku amma, það svíður mest
að ég skyldi ekki hafa náð í þig og sýnt
þér það sem við vissum fyrir löngu.
Elsku amma, leiðin þín er á enda en
í brjósti mínu lifir minning þín þar til
minni leið lýkur og við hittumst á ný.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Sesselja Hrönn Pétursdóttir.
Amma mín er látin og mig langar að
minnast góðs dags sem ég átti með
henni og afa uppi í sumarbústað þegar
ég var 5 eða 6 ára. Þegar ég var lítill
þá fór ég stundum uppí sumarbústað
með fjölskyldunni. Það var yfirleitt á
sumrin, mamma, pabbi og amma böð-
uðu sig í sólinni á meðan afi var yf-
irleitt að dunda sér við annað, svo sem
slá grasið, helluleggja lítinn körfu-
boltavöll eða smíða stærri pall. Dag
einn fór ég einn með ömmu og afa upp
í bústað. Ég lék mér með dýraleik-
föng, sem voru alltaf á staðnum, uppi í
brekkunni sem mér fannst skemmti-
legt að ímynda mér að væri lítið fjall.
Við amma fórum svo að tína ber úti í
móa, mest krækiber, sem ég skildi
ekkert í, því mér þóttu þau svo vond.
Við tíndum líka smá bláber og um
kvöldið gaf hún mér skyr með bláberj-
um sem mér fannst alveg svakalega
gott. Um kvöldið þegar amma var að
leggja kapal spurði ég hvort ég mætti
vera með og amma spurði mig hvort
ég kynni eitthvert spil sem ég kunni
ekki. Hún kenndi mér þá spil sem
heitir Svarti Pétur, sem er eins einfalt
og það gerist, og þótti mér það rosa-
lega skemmtilegt, sérstaklega þegar
ég vann. Hún hefur örugglega leyft
mér að vinna en ég áttaði mig ekki á
því þá. Mér fannst amma alltaf svo
vitur þegar ég var lítill, hún hafði allt-
af svar við öllum mínum spurningum
og kunni ráð við öllu.
Ég á eftir að sakna ömmu minnar
eða ömmu Sessu eins og við kölluðum
hana, hún var yndisleg manneskja.
Takk fyrir allar góðu stundirnar og
hvíldu í friði, amma mín.
Emil Andri.
Þegar Guð bankar á dyrnar er fátt
hægt að gera, við leggjum líf okkar í
hans hendur og hlýðum kalli hans
þegar okkar tími er kominn að kveðja.
Í þetta sinn kallaði hann til sín lang-
ömmu og flutti hana í sína himnasali.
Okkur bræðurna langar að minnast
langömmu Sessu hinsta sinni.
Amma, þú gafst okkur svo margt,
þú varst okkur svo góð alltaf, við eig-
um þér margt að þakka og góðar
minningar geymum við í hjarta og
huga okkar til að hugga okkur við. Við
brölluðum margt og alltaf þegar við
hittumst var glatt á hjalla. Í sumarbú-
staðnum eru sjálfsagt elstu minning-
arnar okkar um skemmtilegar stund-
ir, þegar mamma tók sig til og bakaði
köku til að taka með í Hvalfjörðinn og
bjóða ykkur í kaffi, ættarmótin sem
við eyddum saman, laufa-
brauðsbaksturinn og núna síðast þeg-
ar þú og afi fluttuð í Hátúnið höfum
við oftar en ekki bankað upp á og allt-
af áttirðu til handa okkur pönnsur og
heitt kakó að bjóða okkur og einhverj-
ar skemmtilegar sögur að segja.
Þú fylgdist með okkur vaxa og
dafna og alltaf varstu tilbúin að hlusta
á þegar við höfðum frá einhverju að
segja. Það er stórt skarð sem hefur
myndast í hjörtum okkar, og spurn-
ingar eins og hver bakar laufabrauð
með okkur og hver hugsar nú um afa,
sem leita á hugann. Við skiljum ekki
enn af hverju þú varst flutt burtu frá
okkur en það reyndirðu samt að út-
skýra fyrir okkur fyrr á árinu þegar
við kvöddum langömmu Ragnheiði.
Við erum staðráðnir í að hitta þig aft-
ur og við vitum að þú bíður okkar á
betri stað þar sem engar þjáningar og
veikindi eru til.
Elsku amma, við söknum þín sárt,
svo sárt að orð eru ekki til sem lýsa
því.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Við pössum afa Hreinsa fyrir þig.
Þínir langömmusynir,
Sigurður Pétur og Hlífar Arnar.
Elsku langamma. Við eigum eftir
að sakna þín svo mikið. Við skiljum
ekki mömmu þegar hún segir að þú
eigir heima hjá Guði núna, við skiljum
ekki að þú sért ekki heima, að þú hafir
ekki tekið langafa Hreinsa með þér til
himna. Takk fyrir allar pönnukökurn-
ar, takk fyrir að leyfa okkur að nota
stólinn þinn, takk fyrir að kenna okk-
ur vísurnar, takk fyrir að gefa okkur
tíma með þér, takk fyrir að þykja
vænt um okkur
Þínir langömmusynir,
Andri Brekkan
og Breki Brekkan.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ARASON
forstjóri,
Eskiholti 12,
Garðabæ,
sem lést þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsunginn
frá Vídalínskirkju Garðabæ þriðjudaginn 3. júní
kl. 15.00.
Rannveig Þórðardóttir,
Ari Guðmundsson, Elín Anna Brynjólfsdóttir,
Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, Kári Geirlaugsson,
Guðmundur Kárason,
Brynjólfur Arason,
Erla Björg Káradóttir, Kjartan Vídó,
Anna Rannveig Aradóttir, Kristinn Þór Ólafsson,
Rannveig Káradóttir, Michaël Pankar,
Elín Birta, María Björt og Anna Birna.
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝ Svanhild MaríaWendel var
fædd 18. nóvember
1927 í Reykjavík.
Hún lést á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 17.
maí 2008.
Foreldrar Svan-
hild voru Harald
Wendel hús-
gagnasmíðameist-
ari, f. 26.12. 1890 á
Þingeyri við Dýra-
fjörð, d. 11.11.
1979, og Luise
Emma Rickert hjúkrunarkona, f.
12.4. 1891 í Schwerin, Mecklen-
burg, d. 24.3. 1980. Systkini Svan-
hild voru; Adolf f. 29.2, 1920, d.
11.1. 2004, Ragna Elísabet f. 29.1.
1923, d. 8.4. 1991 og Kristján f.
22.1. 1930.
Svanhild var uppalin í vesturbæ
Reykjavíkur. Hún
lauk stúdentsprófi í
Verslunarskóla Ís-
lands og dvaldi svo
um tíma á Englandi
og Ítalíu við nám.
Svanhild starfaði
hjá Samvinnutrygg-
ingum sem ritari til
ársins 1976 en hóf
þá störf sem einka-
ritari forstjóra Járn-
blendifélagsins á
Grundartanga. Þar
starfaði Svanhild til
1994.
Sonur Svanhild er Ari Wendel
f. 2. 3. 1969, maki Sigrún Elva
Einarsdóttir f. 10.11. 1972. Þau
eiga tvo syni: Óttar Pál f. 3.1.
2005 og Elías Andra f. 25.10.
2007.
Útför Svanhild fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Við bræður viljum með nokkr-
um orðum minnast móðursystur
okkar, Svönu frænku eins og hún
var ávallt kölluð, en fyrstu æviár
okkar ólumst við upp við hlið
hennar í Sörlaskjólinu.
Svana var heimsmanneskja,
eins og sagt var á síðustu öld um
þá sem ferðuðust erlendis og
kunnu að tileinka sér allt það
góða sem hægt er að tileinka sér
við slíkt. Hún hafði líka tök á
fleiri tungumálum en margur,
talmál, ritmál og jafnvel hrað-
ritun enda vann hún sér traust og
virðingu sem hægri hönd for-
stjóra stórfyrirtækja hér á landi.
Úr einni utanferðinni, líklega á
árunum 1955–1957, kom hún með
78 snúninga hljómplötu þar sem
Haukur Morthens syngur Bjössi
kvennagull og ánafnaði okkur
plötuna. Plötuna eigum við enn,
því allt var í röð og reglu hjá
Svönu og hún gætti hennar fram
á síðasta ár. Höfnun Halla þegar
hún reyndi að klæða hann í ný
stígvél fyrir kirkjuferð var mætt
með stuttri ákvörðun „Þá verður
þú bara heima“. Það þurfti ekki
oft slíkt tiltal því það skildist
fljótt að ákvarðanir hennar stóðu
og voru holl leiðbeining.
Svana var háfjallatöffari á sín-
um yngri árum, ferðaðist mikið,
m.a. með Farfuglum, tók þátt í
fyrstu ævintýraferðum á trukk-
um inn á hálendið, þegar ferð upp
á Hveravelli var 4–5 daga sum-
arleyfisferð en ekki 4–5 klukku-
stunda skreppitúr og helgarferð
á skíði hófst með skíðagöngu frá
Sandskeiði, eða jafnvel Lögbergi,
upp að Kolviðarhóli. Eitthvað
hefur þetta smitað okkur bræður
því ekki var Halli fyrr búinn að
fá bílpróf en brölt var á jeppa og
síðar Weapon um hálendið og
óbrúaðar ár Skeiðarársands.
Bakterían settist meira í fætur
Þórodds sem nýtur þess að ganga
um fjöll og dali sumar sem vetur.
Ekki er hægt að þakka fyrir
árin með Svönu nema minnast
helsta aðdráttarafls fjölskyldu-
boða heima hjá henni en án efa
hafði það áhrif á hvað börn og
unglingar sátu prúð og stillt.
Auðvitað var gaman að hitta alla
í fjölskyldunni og terturnar voru
frábærar, en það verður að við-
urkennast að heita ostabrauðið, á
plötu eftir plötu, var ómótstæði-
legt. Á seinni árum kunnum við
svo kannski betur að meta smekk
hennar á húsgögn, en þau voru
sum einhvern veginn öðruvísi en
almennt gerðist og heimilið flott.
Svana fyllti svo líf sitt nýjum
anda og krafti þegar Ari fæddist
og það var eins og hún vildi
segja: „Munið að hver og einn
getur það sem hann ætlar sér.“
Með þeim orðum kveðjum við
Svönu og þökkum samveruna.
Kæri Ari, Sigrún, Óttar Páll og
Elías Andri, við vottum ykkur
samúð okkar á þessum erfiðu
tímamótum og góður Guð styrki
ykkur.
Harald og Þóroddur.
Sem ég sit miðsvæðis í Krists-
kirkju í Landakoti undir háreistri
hvelfingu þess húss, rifjast upp
hversu viðeigandi er ljóðstafur-
inn sem skáldið orti „hér gnæfir
hin gotneska kirkja“. Svo flytur
þessi mikla hvelfing til mín eins
og úr öllum áttum orgeltónlist,
trompetleik og vandaðan karla-
kórssöng.
Allt er þetta tignarleg umgjörð
um fyrstu kaþólsku sálumessu,
sem ég tek þátt í.
Dagurinn er 23. maí og erindi
mitt hingað er að kveðja vinkonu
mína til röskra 30 ára, sem jafn-
framt var mín nánasta samstarfs-
kona hátt á 17. ár frá því ég kom
fyrst til starfa sem framkvæmda-
stjóri Járnblendiverksmiðjunnar
á Grundartanga. Svanhild var þar
fyrir þegar ég kom og má segja,
að ég hafi erft hana eftir tvo fyr-
irrennara mína í því starfi, sem
báðir dóu á ungum aldri hvor
fram af öðrum. Hinn fyrri þeirra
hafði ekki löngu fyrr ráðið Svan-
hildi úr hópi samstarfskvenna
sinna hjá Samvinnutryggingum,
þar sem hún hafði átt sinn starfs-
feril allan fram að þessu.
Þessi arfur reyndist mér vel,
því að Svanhild var óaðfinnanleg-
ur ritari fyrir mig. Hún var
skipuleg og vönduð í hverju
verki, sem hún tók að sér og
kurteis og notaleg í hvívetna.
Okkar umgengni fyrstu árin
mín þarna varð meiri en ella fyrir
þá sök, að þá vorum við bæði far-
andverkamenn, sem fórum til
vinnu sunnudagskvöld eða eld-
snemma mánudagsmorgna og
heim aftur á föstudagssíðdegi. Þá
var það oftar en ekki að Svanhild
flaut með mér fyrir fjörðinn og
þá gáfust tækifæri til að spjalla
um heima og geima og kynnast
sjónarmiðum á víxl. Þetta gaf
mér enn betri innsýn í heilbrigð-
ar lífsskoðanir sannkaþólskrar
konu, sem greinilega rækti sína
trú. Samstarfi okkar lauk á árinu
1994 þegar glákan var farin að
glepja henni sýn þannig að henni
fannst hún ekki geta sinnt sínu
starfi eins og hún vildi. Þegar ég
kom á Grundartanga var Svan-
hild þar fyrir með son sinn ná-
lægt 10 ára aldri og hef ég því
fengið að fylgjast með því hve
mikil gæfa hann var fyrir Svan-
hildi, enda ljúfur unglingur og
dugnaðarmaður bæði í skóla og
starfi. Ekki efa ég, að vist hans
með öldruðum systkinunum á
Klafastöðum hefur reynst honum
gott veganesti á þeirri leið.
Tilgangur þessara minningar-
orða er í raun og veru sá einn að
tjá þakklæti mitt og minna af
kynnunum við Svanhildi Wendel.
Og ég tek mér það bessaleyfi að
þakka henni samstarfsárin á
Grundartanga fyrir hönd allra
hinna sem með henni störfuðu
þar á þessum árum. Að lokum
færi ég Ara syni hennar og fjöl-
skyldu hans, sem og öðrum að-
standendum Svanhildar innilegar
samúðarkveðjur á þessum tíma-
mótum.
Jón Sigurðsson.
Svanhild María
Wendel