Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
4. júní 1978: „Þingkosningar,
sem fram fara eftir þrjár vik-
ur snúast ekki sízt um það
hvort Sjálfstæðisflokkurinn
verði fram í stjórn eða við tek-
ur ný vinstri stjórn. Þetta er
sú staðreynd, sem blasir við
eftir úrslit sveitarstjórn-
arkosninganna fyrir viku. Úr-
slit þeirra hafa þegar leitt til
þess að vinstri stjórn hefur
tekið við völdum í Reykjavík
undir sósíalískri forystu Al-
þýðubandalagsins. Fyr-
irsjáanlegt er að nái Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur
svipuðu fylgi í þingkosning-
unum og þeir gerðu á sunnu-
daginn var, munu hinir svo-
nefndu vinstri flokkar stefna
að myndun nýrrar vinstri
stjórnar. Þetta er í raun stað-
fest í ritstjórnargrein í Tím-
anum í gær, þar sem fjallað er
um „hugmyndir og óskir“ um
nýja vinstri stjórn.“
. . . . . . . . . .
5. júní 1988: „Stærstur hluti
velmegunar, eigna og lífskjara
þjóðarinnar er sóttur í sjó, í
lífríki sjávar.
Með setningu landgrunnslag-
anna 1948 var mörkuð fram-
tíðarstefna um fiskvernd og
hagnýtingu miðanna umhverf-
is landið. Allar útfærslur fisk-
veiðilandhelginnar, 1952,
1958, 1972 og loks í 200 mílur
1975, vóru reistar á þessum
lögum.
Sama gildir og um allar
stjórnunaraðgerðir í því skyni
að vernda fiskstofna og fisk-
mið. Síðast en ekki sízt vóru
lögin, eða þær röksemdir sem
þau vóru grundvölluð á, horn-
steinn baráttu þjóðarinnar á
alþjóðavettvangi í hafrétt-
armálum, sem speglast meðal
annars í hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Fiskimiðin umhverfis landið
eru mikilvægustu auðlindir
okkar.“
. . . . . . . . . .
31. maí 1998: „Menntun,
þekking og tækni 20. ald-
arinnar hafa fært mannkyninu
gífurlegar framfarir, sem hafa
gjörbreytt almannahag til hins
betra víðast hvar á jörðunni.
Þessar framfarir segja til sín í
menntun og þekkingu fólks á
okkar dögum, heilsugæzlu og
læknisfræði, húsnæði og
vinnuaðstöðu, fjarskiptum og
samgöngum – og hvers konar
lífskjörum öðrum. Á stöku
sviðum hefur mannkynið á
hinn bóginn staðið í stað eða
hrakizt af leið. Tvær heims-
styrjaldir á þessari öld sem
senn kveður, hundruð stað-
bundinna stríða, hungur og
vannæring sem hrjá tugi millj-
óna manna á okkar dögum,
hryðjuverk víða um veröld og
eiturlyf sem tröllríða flestum
þjóðum heims tala sínu máli
um hinar dekkri hliðar mann-
lífsins á öldinni.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HETJUR HAFSINS
Sjómannadagurinn er haldinnhátíðlegur í 70. sinn í dag ogverða hátíðahöldin vegleg.
Sjávarútvegur hefur löngum verið
einn af hornsteinum íslensks at-
vinnulífs og hann er undirstaða þess
velferðarsamfélags, sem byggt hefur
verið upp á Íslandi. Vægi sjávarút-
vegs í efnahagslífinu hefur ef til vill
minnkað með árunum, en mikilvægið
er ótvírætt og kemur gleggst í ljós
þegar syrtir í álinn á öðrum sviðum.
Sjómenn hafa frá alda öðli boðið
óblíðum náttúruöflunum byrginn og
sótt björg í bú við hrikalegar aðstæð-
ur. Allt of margir góðir menn hafa
horfið í hafið. Rúmlega fjögur þús-
und manns fórust í sjóslysum og
drukknuðu á 20. öldinni. Á þessu hef-
ur orðið gjörbreyting. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu á fimmtudag
hefur orðið 21 banaslys á sjó það sem
af er þessari öld og á þessu ári hefur
enginn farist á sjó. Þetta er rakið til
breyttra fjarskipta, tilkynningar-
skyldu, öruggari skipa, breytinga á
fiskveiðistjórnunarkerfinu og á sjó-
sókn, slysavarna og breytts hugar-
fars meðal sjómanna. Einnig hefur
skráðum slysum öðrum en banaslys-
um fækkað verulega. Þetta eru mikil
gleðitíðindi og ánægjulegur árang-
ur. Aukið öryggi sjómanna er lífs-
spursmál í orðsins fyllstu merkingu.
Miklar breytingar hafa orðið í sjó-
mennsku á undanförnum árum. Nú
er svo komið að ekkert kaupskip er
skráð á Íslandi og hafa menn áhyggj-
ur af því að íslensk farmannastétt
muni hverfa. Flutningar á skipum í
kringum landið eru liðin tíð og
áhafnir kaupskipa í siglingum til
landsins og frá eru að stórum hluta
erlendar. Einnig velta menn fyrir
sér hvort sama þróun muni eiga sér
stað á fiskiskipum. Í sjálfu sér er
ekkert við þeirri þróun að segja, en
hún hefur hins vegar í för með sér að
mikilvæg þekking hverfur úr landi
og gæti valdið vandamálum síðar
meir.
Stærð fiskistofnanna við landið er
undirstaða sjávarútvegsins. Það var
mikið áfall þegar skera þurfti niður
þorskkvótann á þessu ári. Það hefði
hins vegar eingöngu þjónað skamm-
tímahagsmunum að hlusta ekki á
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um
aflamark. Sjómenn hafa iðulega deilt
við vísindamennina um fiskinn í sjón-
um. En raunin er sú að þar til nú
hafði aldrei verið farið eftir ráðgjöf
Hafró. Vísindin eru ef til vill ófull-
komin, en á öðru er ekki að byggja
eigi sjávarútvegur áfram að vera
undirstöðuatvinnugrein.
Í gær var Víkin – sjóminjasafnið í
Reykjavík opnað á ný eftir gagnger-
ar breytingar. Það er við hæfi að
safnið er í fyrrverandi fiskverkunar-
húsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur í
vesturhöfn Reykjavíkur. Sigrún
Magnúsdóttir er forstöðumaður Vík-
urinnar og hefur stjórnað safninu af
röggsemi: „Hér getur fólk skoðað
sýningarmunina í því umhverfi sem
þeir komu úr og andað að sér sjáv-
arloftinu,“ sagði hún í viðtali við
Morgunblaðið á fimmtudag. „Við er-
um hér á mörkum tveggja heima. á
aðra hönd er fiskihöfnin, ein stærsta
fiskihöfn landsins, og svo horfir mað-
ur beint inn í miðborgina héðan.“
Safnið hefur nú tekið til varðveislu
tvö skip, varðskipið Óðin þar sem
stendur til að setja upp sýningu um
þorskastríðin og dráttarbátinn
Magna. Einnig hefur verið bætt við
sýningum. Ein sýningin á safninu
nefnist Frá örbirgð til allsnægta og
er þar rakin verkunarsaga sjávar-
fangs. Tengsl almennings við sjó-
mennskuna eru ekki jafn sterk og
þau voru fyrr á árum. Sjóminjasafnið
er góð leið til að gefa nýjum kyn-
slóðum tækifæri til að átta sig á því
hvernig Ísland varð bjargálna og sá
grunnur var lagður sem íslenskt
samfélag hvílir á.
Sjómannadeginum verður fagnað
um allt land í dag. Sjómenn, til ham-
ingju með daginn.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
B
ergur G. Gíslason, sem jarðsettur
var frá Dómkirkjunni sl. fimmtu-
dag, 100 ára að aldri, var einn
þeirra manna, sem áttu þátt í að
byggja Morgunblaðið upp á 20.
öldinni. Fjölskylda Bergs hafði
komið við sögu Árvakurs hf., útgáfufélags Morg-
unblaðsins, frá stofnun þess árið 1919 og var faðir
Bergs, Garðar Gíslason stórkaupmaður, einn af
forystumönnum félagsins frá upphafi og stjórn-
arformaður þess á árunum 1927 til 1938. Sam-
kvæmt því, sem fram kom í minningargrein Har-
aldar Sveinssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Morgunblaðsins og stjórnar-
formanns Árvakurs hf. um langt skeið, hér í
blaðinu á útfarardaginn sat Bergur sinn fyrsta
fund í Árvakri á árinu 1942 og kom þar við sögu
fram á tíunda áratuginn.
Bergur G. Gíslason sýndi ritstjórn Morgun-
blaðsins mikinn áhuga. Hann kom í reglulegar
heimsóknir til ritstjóra blaðsins, veitti þeim gagn-
rýnið aðhald og kom með uppbyggilegar hug-
myndir um efni þess. Þegar horft er til baka má
kannski segja, að Bergur hafi verið býsna fram-
sýnn í skoðunum sínum á efni Morgunblaðsins.
Honum þótti blaðið löngum of þungt og taldi að
hinn almenni lesandi vildi léttara efni í bland við
þyngri texta. Markaðsmenn Morgunblaðsins hafa
á seinni árum lýst svipuðum sjónarmiðum og
Bergur gerði á seinni hluta síðustu aldar.
Flestir eigendur Morgunblaðsins á 20. öldinni
lögðu mikla áherzlu á að tengslin á milli blaðsins
og Sjálfstæðisflokksins yrðu rofin. Bergur G.
Gíslason var í þeim hópi eigenda. Hann ýtti ára-
tugum saman á aðgerðir í þeim efnum en alltaf af
mikilli kurteisi og skilningi á erfiðri stöðu á köfl-
um.
Eftir því sem árin liðu og fundum með Bergi
fjölgaði varð ritstjórum Morgunblaðsins ljóst, að
hér var óvenjulegur maður á ferð, sem jafnframt
var afar farsæll í lífi sínu. Af samtölum við hann
mátti margt læra og virðing fyrir honum jókst eft-
ir því, sem kynnin urðu meiri.
Það var gaman að heimsækja Berg G. Gíslason
á eitt hundrað ára afmæli hans. Eftir að hann var
kominn yfir nírætt var það nokkuð algengt um-
ræðuefni á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins,
að sennilega mundi hann ná hundrað ára aldri, og
líklega hefur hann verið staðráðinn í að það skyldi
takast.
Í hundrað ára afmælinu var Bergur ótrúlega
ungur að sjá, umkringdur Ingibjörgu eiginkonu
sinni, dætrum og stórri fjölskyldu. „Okkur hefur
alltaf komið vel saman,“ sagði hann við ritstjóra
Morgunblaðsins við lok þessa síðasta fundar
þeirra.
Bergur G. Gíslason var einn af þeim merku Ís-
lendingum, sem byggðu íslenzkt þjóðfélag upp á
20. öldinni. Að leiðarlokum eru honum þökkuð
mikilvæg störf í þágu Morgunblaðsins um sex ára-
tuga skeið og einstök persónuleg kynni.
Uppgjör?
Þ
egar Berlínarmúrinn féll og kalda
stríðinu lauk vildu ungir og kapps-
fullir starfsmenn á ritstjórn Morg-
unblaðsins láta kné fylgja kviði og
efna til uppgjörs við sósíalista
vegna þess, sem hér hafði gerzt á
árum kalda stríðsins. Þá vakti fyrir þeim að efna
til víðtækrar leitar í erlendum skjalasöfnum að
gögnum, sem sönnuðu tengsl stjórnmálahreyfing-
ar sósíalista á Íslandi við kommúnistaflokkana í
Austur-Evrópu, fjárstreymi hingað frá þeim og
áform þeirra um að koma á sósíalísku þjóðfélagi á
Íslandi með stuðningi hinna erlendu aðila.
Þessi áform um uppgjör runnu út í sandinn
vegna þess, að Matthías Johannessen, þáverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, sem hafði síðasta orðið í
málefnum ritstjórnar, sagði nei. Hann taldi nóg
komið af sundrungu þjóðarinnar í kalda stríðinu
og ekkert vit væri í því að halda lengra á þeirri
braut. Á árunum á undan hafði Matthías lagt sig
fram um að draga úr því sundurlyndi, sem orðið
hafði í röðum rithöfunda og annarra listamanna í
kalda stríðinu. Eins og þeir sem eldri eru muna
var menningunni beitt mjög fyrir kaldastríðs-
vagninn.
Grein Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi alþing-
ismanns og ritstjóra Þjóðviljans, hér í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag um símahleranir á tímum
kalda stríðsins hefur vakið athygli og umræður. Í
grein þessari sagði Kjartan Ólafsson m.a.:
„Með hinum víðtæku pólitísku símahlerunum
var ráðizt að heiðvirðu og vammlausu fólki með
aðferðum, sem almennt þykir aðeins við hæfi að
beita gegn stórhættulegum glæpamönnum, svo
sem eiturlyfjasölum, meintum morðingjum eða
landráðamönnum. Þessar pólitísku símahleranir á
árunum 1949-1968 eru svartur blettur í sögu ís-
lenzka lýðveldisins. Þær eru víti til varnaðar fyrir
alla þá, sem fara með æðstu völd, nú og á komandi
árum. Vel færi á því, að núverandi dómsmálaráð-
herra, fyrir hönd íslenzka ríkisins, bæði allt það
fólk, sem brotið var á með þessum hætti afsökunar
á ósómanum – þá sem enn lifa og hina, sem látnir
eru. Niðjar þeirra eiga líka rétt á slíkri afsök-
unarbeiðni.“
Þessum sjónarmiðum Kjartans Ólafssonar
svaraði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í
ræðu á Alþingi sl. miðvikudag, sem birt var í heild
hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Dómsmála-
ráðherra sagði:
„Hér á landi tíðkast, að telji einstaklingar rík-
isvaldið gera á sinn hlut sækja þeir rétt sinn í sam-
ræmi við lög. Það á við í þessu máli eins og öðrum.
Að dómsyfirvöld biðjist afsökunar vegna niður-
stöðu dómara er með öllu óþekkt – mál eru til
lykta leidd fyrir dómstólum. Að deila við dóm-
arann eftir á skiptir engu máli.“
Í grein hér í Morgunblaðinu í dag, laugardag,
segir Kjartan Ólafsson m.a.:
„Nú er það svo, að símahleranir á vegum stjórn-
valda geta verið réttlætanlegar ef við stórhættu-
lega menn er að fást, en sá sem hlerað er hjá hlýt-
ur þó alltaf að eiga líka einhvern rétt í siðaðra
manna samfélagi. Sá réttur er þessi:
Hafi hlerunin leitt eitthvað saknæmt í ljós á við-
komandi rétt á að fá mál sitt dæmt fyrir almenn-
um dómstólum þar sem hann á kost á að verja sig
og á dómurum hvílir sú skylda að rökstyðja nið-
urstöður sínar.
Hafi hlerunin hins vegar ekki leitt neitt sak-
næmt í ljós á sá, sem fyrir henni varð, rétt á að
vera látinn vita að hann hafi mátt búa við leynileg
hlustunartæki á heimili sínu, en grunurinn, sem
því olli, hafi ekki reynzt á rökum reistur. Með
þeim hætti fær sá, sem órétti var beittur, mannorð
sitt hreinsað. Hið einfalda siðalögmál, sem allir
heiðvirðir menn hljóta að vera sammála um, er
ekki flóknara en þetta. Opinbera yfirlýsingu
stjórnvalda um að ekkert saknæmt hafi komið í
ljós, þegar hlerað var, mætti skoða sem ígildi af-
sökunarbeiðni.“
Á tímum kalda stríðsins var það útbreidd skoð-
un meðal margra einstaklinga og þá ekki sízt
vinstri manna, að símar þeirra væru hleraðir. Þeir
töldu sig heyra klikk í símanum, þegar talað var,
sem væri til marks um það.
Þeir Ólafur Thors, þá formaður Sjálfstæðis-
flokksins og þingmaður Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og síðar Reykjaneskjördæmis, og Finnbogi
Rútur Valdemarsson, þá þingmaður sama kjör-
dæmis fyrir Sósíalistaflokk og síðar Alþýðubanda-
lag, töluðu töluvert saman í síma. Þegar klikkin
heyrðust sagði Ólafur gjarnan: Nú eru „þeir“
byrjaðir að hlera og þá hófu þeir tveir gjarnan að
tala saman dulmál. Á því dulmáli voru handritin í
Danmörku gjarnan kölluð „húðirnar“. Í þessu tali
þeirra hefur sjálfsagt bæði verið gaman og alvara.
En á árum kalda stríðsins var það líka útbreidd
skoðun hér, að sendiráð Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna stæðu fyrir víðtækum símahlerunum
hér á landi. Staðreynd er að um miðjan áttunda
áratuginn fór fram samtal á milli Geir Hallgríms-
sonar, þá forsætisráðherra, sem staddur var í
Noregi, og ritstjóra Morgunblaðsins. Geir bað rit-
stjórann þá að tala ekki um viðkvæm mál, sem á
döfinni voru, þar sem hætta væri á að símtalið
væri hlerað. Á þeim tíma var um það rætt, að sov-
ézka sendiráðið hefði tækjabúnað til þess að kom-
ast inn í millilandasamtöl þegar þau færu í loftið á
milli Landsímahússins við Austurvöll og Gufu-
ness.
Er Kjartan Ólafsson með kröfu sinni um op-
inbera afsökunarbeiðni að efna til uppgjörs um
kaldastríðsátökin hér? Það má draga þá ályktun af
fyrri grein hans en hann virðist milda þá kröfu í
seinni grein sinni hér í blaðinu í dag, laugardag,
þegar hann segir:
„Obinbera yfirlýsingu stjórnvalda um að ekkert
saknæmt hafi komið í ljós, þegar hlerað var, mætti
skoða sem ígildi afsökunarbeiðni.“
Nú getur það verið álitamál, hvort hægt væri að
túlka slíka opinbera yfirlýsingu á þennan veg en
líka má spyrja: Hafa opinber yfirvöld nú nokkra
möguleika á að staðhæfa slíkt?
Þjóðskjalasafn sendi fyrir nokkrum mánuðum
út upplýsingar til afkomenda þeirra, sem urðu fyr-
ir símahlerunum á þessum árum, um að sími við-
komandi hefði verið hleraður. Þegar spurt var,
hvort efnislegar upplýsingar væru til um hin
hleruðu símtöl, kom í ljós að svo var ekki. Hið eina,
sem vitað var skv. upplýsingum Þjóðskjalasafns,
var að þessi tiltekni sími hefði verið hleraður.
Úr því að svo er má spyrja hvort opinber yf-
irvöld á árinu 2008 hafi nokkra möguleika á að
gefa út slíka yfirlýsingu. Þau hafa ekkert í hönd-
unum. Þá má spyrja, hvort það leiði ekki af sjálfu
sér að ekkert saknæmt hafi komið fram vegna
Laugardagur 31. maí
Reykjavíkur