Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINS og fram kom í viðtali við landbúnaðarráðherra í Bænda- blaðinu þriðjudaginn 27. maí hefur frumvarpi til laga þar sem opnað er fyrir innflutning á hráu kjöti verið frestað fram á haust. Enginn vafi er á því að samstaða og samtakamáttur ýmissa samtaka og hópa í samfélag- inu skipti þar sköpum. Bændur, matvælaframleiðendur, neytendur, sérfræðingar í matvælaheilbrigði og sveitarstjórnir víða um land lögðust á eitt til að fá frumvarpinu frestað. Við Vinstri græn lögðum líka okkar af mörkum, því auk þess að taka slaginn við ráðherra á þingi og í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, fórum við í fundaröð um allt land þar sem við kynntum tillögur okkar um að fresta og endurskoða frum- varpið. Matvælaöryggi í forgang Ein helstu rök okkar fyrir frestun frumvarpsins var að skoða þyrfti miklu betur hvort innflutningur á hráu kjöti gæti reynst mjög skað- legur mönnum og dýrum, eins og Margrét Guðnadóttir veirufræð- ingur hefur fært rök fyrir. Margrét telur að hér sé um að ræða beina afturför og sumar tillögur frum- varpsins beinlínis hættulegar heil- brigði manna og dýra vegna þess að matvælalöggjöfin sem innleiða á hentar alls ekki íslenskum að- stæðum. Íslendingar eru nefnilega í far- arbroddi og til fyrirmyndar í Evr- ópu á sviði matvælaöryggis. Hér hefur tekist að halda salmonellu- og kamfýlóbaktersmitum í lágmarki og mun lægri en í löndum ESB. Þess- um árangri höfum við náð með þrot- lausri vinnu og fjárfestingum und- anfarin ár og byggt er á eftirlitskerfum og heilbrigð- isstöðlum sem eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Með því að opna fyrir innflutning á hráu kjöti værum við að fórna þessum mikla árangri. Íslensk matvælaframleiðsla í hættu Önnur veigamikil rök gegn inn- flutningi á hráu kjöti er skaðleg áhrif þess á íslenska matvælafram- leiðslu. Verði frumvarpið samþykkt má búast við að markaðshlutdeild innflutts kjöts aukist verulega og mun starfsmönnum í matvælafram- leiðslu þá líklega fækka um nokkur hundruð. Hér er fyrst og fremst um að ræða störf á landsbyggðinni sem nú þegar hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna niðurskurðar á þorskveiðikvótanum síðastliðið sum- ar. Þessum breytingum myndi auk þess fylgja verulegur kostnaður fyr- ir bændur og fyrirtæki, meira skrif- ræði og veruleg fyrirhöfn. Fleiri rök hníga gegn innflutningi á hráu kjöti. Loftslags- vandinn krefst þess til dæmis að flutn- ingaleiðir matvæla verði styttar því lengri flutningar auka brennslu jarðelds- neytis og þar með út- blástur gróðurhúsa- lofttegunda. Þá er rétt að nefna að verði þess- ar breytingar að veru- leika gætu stóru smá- sölukeðjurnar tvær náð enn frekara haldi á íslenskum búvöruframleið- endum, til óhagræðis fyrir neyt- endur. Loks skiptir það litla þjóð í miðju Atlantshafi miklu máli að inn- lend framleiðsla veikist ekki svo mikið að hún geti ekki séð þjóðinni fyrir matvælum ef flutningaleiðir lokast einhverra hluta vegna. Næstu skref Í ljósi þessara raka er ánægjulegt að afgreiðslu frumvarpsins hafi nú verið frestað til haustsins. Frestun gefur okkur svigrúm til að skoða málið betur í samvinnu við hags- munaaðila og sérfræðinga. Sjávar- útvegs- og landabúnaðarnefnd al- þingis ætti nú að nýta sumarið til að skoða ofan í kjölinn afleiðingar frumvarpsins fyrir íslenskt sam- félag og leita allra leiða til að halda núverandi fyrirkomulagi eða lög- binda haldbærar varnir gegn sjúk- dómum í innfluttum matvælum. Samhliða því þyrfti að endurskoða tollafyrirkomulagið hér á landi þannig að það stæðist samanburð við lönd eins og Noreg þar sem toll- arnir eru allt að þrefalt hærri en hér á landi. Það stendur ekki á okkur í Vinstri grænum að fara í þá vinnu. Innflutningi á hráu kjöti frestað – næstu skref Skoða þarf betur innflutning á hráu kjöti, segja Atli Gíslason og Jón Bjarnason » Frestun gefur okkur svigrúm til að skoða málið betur í samvinnu við hagsmunaaðila og sérfræðinga. Atli Gíslason Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna. Jón Bjarnason HAMFARIR geta átt sér stað hvar sem er í heiminum og ýmsar ástæður liggja að baki þeim. Nátt- úruhamfarir á borð við þurrka, flóð og jarðskjálfta valda oft miklum hörmungum en styrjaldir og önnur vopnuð átök hafa einnig í för með sér ólýsanlegar þján- ingar milljóna manna. Meðal þjóðfélags- hópa þar sem vannær- ing er útbreidd getur lítilsháttar breyting á veðurfari valdið minni uppskeru en vanalega og þar með alvarlegum matvælaskorti. Styrj- öld í landi þar sem þurrkar og flóð eru landlæg veldur mun meiri þjáningum en í löndum þar sem fólk er betur í stakk búið til að bregðast við erfiðleikum. Í mörgum samfélögum má lítið útaf bera til að skortur verði á matvælum og jafnvel minniháttar átök geta valdið hung- ursneyð meðal hundraða þúsunda. Vel fylgst með áhrifaþáttum hamfara Rauði krossinn fylgist mjög vel með þeim samfélags- og umhverf- isþáttum sem valdið geta því að mannúðarvandi af völdum hamfara verði meiri. Á meðal mikilvægra áhrifaþátta má nefna loftslagsbreyt- ingar, matvælaverð og annað sem veikir efnalítil og vanþróuð samfélög og veldur því að þau eiga erfiðara með að takast á við önnur áföll. Hækkanir á heimsmarkaðsverði matvæla á undanförnum árum eru alvarleg ógn við afkomu milljóna manna um allan heim. Til að bregð- ast við þessum vanda hefur Alþjóða Rauði krossinn hrint af stað viða- miklu hjálparstarfi til að tryggja matvælaöryggi í sunnanverðri Afr- íku. Rauði kross Íslands vinnur með Alþjóða Rauða krossinum og landsfélögum um allan heim að því að gera samfélög betur í stakk búin til að bregðast við hamförum. Það er gert meðal annars með upp- byggingu neyðarvarna og því að aðstoða fjöl- skyldur við að fram- leiða matvæli eða sjá sér farborða með öðr- um hætti. Rauði kross Íslands leggur sitt af mörkum til verkefnisins bæði með beinum fjár- framlögum og með því að leggja til sendifulltrúa. Miklu skiptir að stjórnvöld og almenningur bæði hér á landi og víðar taki höndum saman til að afstýra þeim mannúðarvanda sem við blasir. Neyðaraðstoð Rauða krossins vegna hamfara Í starfi Rauða krossins er lögð mikil áhersla á neyðarviðbrögð við hamförum. Talið er að hækkandi matvælaverð muni leiða til þess að aukin þörf verði fyrir neyð- arviðbrögð vegna hungursneyðar í vanþróuðum ríkjum. Þeir sem hing- að til hafa átt erfitt með að fæða fjöl- skyldur sínar í sunnanverðri Afríku og víðar í efnalitlum samfélögum veraldar gætu á næstu misserum átt mjög erfitt með að kaupa nógan mat til að forða sér frá sulti. Matvælaverð og lofts- lagsbreytingar geta valdið hungursneyð Kristján Sturluson skrifar um aðstoð Rauða krossins í sunnanverðri Afríku Kristján Sturluson Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. » Í þróunarríkjum má lítið útaf bera til að skortur verði á mat- vælum og jafnvel minni- háttar átök geta valdið hungursneyð tugþús- unda manna. ÞAR sem ég sit hér við gluggann minn í húsinu mínu á Bíldudal og horfi yfir bæinn og voginn verður mér hugsað til þess er Pétur Thor- steinsson réð ríkjum hér. Það eru rétt rúm 100 ár síðan það var. Arnarfjörður var þá sjálfstætt efnahags- svæði ef svo má að orði komast. Pétur var með sinn eigin gjaldmiðil, hann keypti fiskinn af bændunum og flutti hann til útlanda, en seldi þeim svo næstum allt sem þeir þurftu til að reka sinn landbúnað og útgerð. Ég velti þessu fyrir mér um leið og ég les nýjustu fréttir um hrun íslensku krónunnar, vax- andi verðbólgu og um leið baráttu ýmissa afla á Íslandi við að halda í krónuna. Þá kemur upp í huga mér dæmisaga frá því fyrir um 100 árum síðan, er Pétur réð ríkjum í Arn- arfirði. Jón, karlinn í Selárdal seldi Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal 10 fiska um sumarið og ætlaði að fá greitt með 10 metrum af spýtum síðla sum- ars, til að laga fjár- húsin fyrir veturinn. Hann arkar því af stað til Bíldudals síðsumars og kemur þar í versl- unina og biður um 10 metra af spýtum. Hon- um er sagt að allar spýtur séu uppseldar en hann geti fengið tvo Péturspeninga fyrir þessa 10 fiska. Það séu til spýtur í Tálknafirði og hann geti keypt þær þar. Jón fær sér nýja roðskó og gengur yfir Tunguheiði til Tálknafjarðar. Þar hittir hann Guð- mund í Tungu, sem á spýtur. Jón biður um 10 metra af spýtum og býður fyrir það tvo Péturspeninga. Guðmundur vill ekki semja upp á þetta. Hann býðst til að láta Jón hafa spýturnar, ef Jón greiði með tveimur íslenskum krónum eða 10 fiskum. Jón er ekki sáttur og biður um skýringu. „Jú, sérðu til“ segir Guðmundur, „ef ég tek Péturspen- ing, þá verð ég að fara yfir í Arn- arfjörð til að geta fengið 10 fiska fyr- ir þessa 2 Péturspeninga, sem þú ert að bjóða mér. Það kostar mig minnst 4 pör af roðskóm, mat, og 4 daga frá vinnu hér heima“. Þessu lauk með því að Jón fór heim með 5 metra af spýtum. Hann kom við á Bíldudal og kvartaði við seðlabankastjóra Péturs. Sá kvað þetta allt einn misskilning og ráð- lagði Jóni að versla bara í heimahér- aði. Jón var hugsi yfir þessu. Á leið- inni út í Selárdal kom hann við í Hvestu og Bakkadal og ræddi við bændur á þessum stöðum um gjald- eyrismálin fram og til baka og kom- ust að þeirri niðurstöðu að þeir yrðu að selja fisk til Þingeyrar og Tálkna- fjarðar á næstu vertíð og fá greitt með íslenskum krónum, því þær mætti nota á miklu stærra við- skiptasvæði. Þeir sáu fram á að mjög hagkvæmt gæti verið að eiga krónur á efnahagssvæði Péturs. Við þessa ákvörðun bændanna hrundi hið sjálfstæða efnahagskerfi Arnarfjarðar. Er ekki eitthvað þessu líkt að ger- ast nú með íslensku krónuna? Þegar ég var búinn að enda þessa hugleiðingu mína settist ég við tölv- una, fór á Skype og spjallaði við vin minn í Kína og bað hann að skreppa út í vörumarkað og kaupa fyrir mig byggingarvörur og senda til mín, ég greiði með evrum – einfalt mál. Það spá því allir sem eitthvað hugsa um þessi mál að þróunin verði sú að eftir 100 ár verði örfáir gjald- miðlar í notkun í heiminum og menn munu þá eflaust hlæja að því að Ís- lendingar reyndu svo lengi að halda í sína krónu á sama hátt og sumir hlæja að Seðlabanka Péturs á Bíldu- dal. Jens H. Valdimarsson skrifar um gjaldmiðla Jens H. Valdimarsson »Dæmi um gjaldmiðil Péturs Thorsteins- sonar á Bíldudal og spurning um framhald á notkun á íslensku krónunni. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Ísbú alþjóðaviðskipti ehf. Hugleiðingar um gjaldmiðla UMRÆÐAN um þróunarmál hér á landi hefur verið mjög athyglis- verð svo vægt sé til orða tekið. Henni hefur fyrst og fremst verið beint að fjárframlögum Íslendinga til þróunarmála. Menn hafa verið að skamma íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki ennþá náð því markmiði Sameinuðu þjóðanna að láta 0,7% af þjóðartekjum renna til þróunar- mála. En málið er að önnur mik- ilvægari umræða hefur lítið látið á sér bera, en það er umræðan um skipulag þróunarmála hér á landi. Skipulag þarf að vera í lagi til þess að aukið fjármagn nýtist sem best. Þrátt fyrir aukningu útgjalda til þróunarmála hafa þarfar skipulags- breytingar staðið á sér. Undirrit- aður hafði því miklar væntingar um að hið nýja frumvarp utanríkis- ráðherra myndi taka á skipulags- málum. Því miður gekk háttvirtur utanríkisráðherra ekki jafnlangt og undirritaður hafði vonast eftir. Að stíga skrefið til fulls Undirritaður skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. jan- úar. Í þeirri grein hvatti undirrit- aður utanríkisráðherra til að færa Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) að fullu inn í ráðuneytið til að auka skilvirkni þróunarsamvinnu Íslendinga. Tvíhliða og marghliða þróunarsamvinna verða að vinna saman en því miður hafa ýmsir emb- ættismenn og ráðamenn ekki gert sér grein fyrir því. Marghliða þró- unarsamvinna verður að styðja við bakið á tvíhliða þróunarsamvinnu, sem og öfugt. En í hinu nýja frum- varpi ráðherra er staða ÞSSÍ óbreytt. Þróunarsamvinnustofnun Íslands verður áfram sjálfstæð stofnun, og á meðan það verður óbreytt mun þróunarsamvinna Ís- lands ekki vera nógu skilvirk meðan tvíhliða og marghliða þróunar- samvinna eru ekki á sama stað. Því hvet ég enn og aftur utanríkis- ráðherra sem og aðra alþingismenn til að beita sér fyrir því að ÞSSÍ verði sett inn að fullu inn í ráðu- neytið til þess að auka skilvirkni þróunarsamvinnu Íslendinga. Samstarf við háskólasamfélagið? Eitt af því sem undirritaður hefði viljað sjá í hinu nýja frumvarpi væri að tiltekið sé betur hvaða hlutverki háskólasamfélagið eigi að gegna í þróunarsamvinnu Íslendinga. Eins og staðan er í dag, eiga Íslendingar örfáa sérfræðinga í þróunarmálum. Ef þeir fáu sérfræðingar eru ekki sestir í helgan stein, eru þeir ann- aðhvort að vinna hjá alþjóðastofn- unum eða að kenna í háskólum Sölmundur Karl Pálsson fjallar um þróunarsamvinnu Íslendinga Skilvirk þróunarsamvinna Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.