Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 62
Morgunblaðið/Árni Sæberg Forvitinn „Einfaldasta leiðin til að deyja sem listamaður er að loka sig af í einhverju ákveðnu rými og stíga ekki úr því,“ segir Bubbi. B ubbi tekur á móti mér á hlaðinu heima við Með- alfellsvatn. Þrátt fyrir tæpan hálftíma akstur frá borginni er líkt og maður sé kominn í annan heim, nátt- úrufegurðin er gríðarleg og rósemd- in eftir því. Bubbi er nýbúinn að spúla pallinn segir hann mér, sýnir mér svo rósabeð sem hann var að út- búa og kveður síðan Gísla, bónda á Meðalfelli, sem hann var að drekka kaffi með. Kóngurinn er búinn að koma sér haganlega fyrir í höllinni sinni og segist varla nenna lengur í bæinn. Ég skil hann afskaplega vel, stemningin þarna er heimilisleg og einhvern veginn nærandi. Börn skottast um lóðina og stofuna og þegar viðtali er lokið tökum við upp óformlegt spjall í eldhúsinu – á með- an Bubbi tekur til í kvöldmatinn, skrælir kartöflur og kyndir undir í pottum. Dauði listamannsins Platan nýja er afskaplega fjöl- breytt. Hún opnar með suðrænni texmex-skotinni stemmu en svo poppa upp kántrílög, síðpönk í anda Joy Division, þjóðlagatónlist að hætti Woodys Guthries, plant- ekrugospel, gróft rokkabillí og venjuleg „Bubba“-lög. En þrátt fyrir þetta er heildræn áferð á plötunni, hljómurinn sem Pétur Ben hefur knúið fram er sem leiðarstef frá fyrsta laginu til þess síðasta. „Þetta með Joy Division er vísvit- andi,“ segir Bubbi rólyndislega þar sem við sitjum úti í garði á trépalli einum. „„Love Will Tear Us Apart“ er á prógramminu hjá mér. Ég geri þetta oft, votta öðrum listamönnum virðingu í gegnum svona lög. Við báðum Kobba að spila svona Joy Division-bassa og unnum okkur svo saman í gegnum þetta.“ Nefndur Kobbi er Jakob Smári Magnússon, bassaleikari í Stríði og friði og samverkamaður Bubba til margra ára. Aðrir sem sveitina skipa eru þeir Guðmundur Pétursson og Pétur Hallgrímsson gítarleikarar og svo Arnar Geir Ómarsson trommu- leikari. „Svo er annað lag þar sem ég tek ofan fyrir hljómsveit sem ég hlustaði gríðarlega mikið á, Procol Harum. Hún var búin að vera mér gleymd lengi vel en svo var ég að taka til í dótinu mínu í fyrra og rakst þá á gamlar plötur með henni. Ég skellti þeim á fóninn og volla! Þvílíkir mel- ódíusmiðir.“ Bubbi segir að Pétur Ben upp- tökustjóri hafi verið mjög ákveðinn í öllu ferlinu. Handan góðs og ills Bubbi Morthens ætlar að halda tónleika í Borgarleikhúsinu á af- mælisdaginn sinn, næstkomandi föstudag. Tilefnið er útkoma nýrrar plötu, Fjórir naglar, sem hann tók upp ásamt Pétri Ben og hljómsveit sinni, Stríði og friði. Þrjú ár eru síð- an plötutvennan Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá paradís kom út en aldrei í sögu Bubba hefur liðið svo langur tími á milli platna. „Það er enginn meðalvegur á þessari plötu,“ sagði hann Arnari Eggerti Thoroddsen sem sótti hann heim að Með- alfellsvatni. Ég veit ekki hvort hann heldur að það sé auðveldara að sækja þetta á mig persónulega … 64 » reykjavíkreykjavík Bubbi er mjög hvatvís maður,“ segir Pétur Ben,upptökustjóri plötunnar, er hann er spurðurút í samstarfið. „Hann fær greinilega hug- myndir, kýlir strax á þær og fylgir þeim eftir alla leið. Hann vissi víst af mér, hafði komið á nokkra tónleika með mér og einhverju sinni fórum við að ræða saman. Við tengdumst fljótt í trúnni, við erum svolítið á sama stað þar. Svo var þetta bara ákveðið í framhaldinu.“ Hann segir Bubba hafa látið sig hafa prufuupp- tökur og hann hafi valið úr lög. „Við tókum þetta svo upp í Sundlauginni og þetta var ekki lengi gert, við vorum ca. þrjá daga að rúlla þessu inn.“ Pétur segir samstarfið hafa gengið afskaplega vel. „Ég meina, hann var að falast eftir þessu og það eitt sýnir styrk. Hann telur það ekki eftir sér að gefa einhverjum ungum gaukum eins og mér tækifæri. Þetta kann ég að meta við hann og þetta er virðing- arvert. Bubbi er alltaf til í eitthvert rugl, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og reyna sig þannig sem lista- mann.“ Pétur segir að ekki hafi væst um þá hvað laga- framboð varðaði, lögin streymi bókstaflega upp úr Bubba og ný lög héldu áfram að hlaðast upp í miðju upptökuferli. „Hann er alltaf semjandi,“ segir hann að lokum. „Maður hitti hann átta á morgnana, hamrandi á kassagítarinn. Og þá var hann búinn að fara í rækt- ina. Ótrúlegt alveg.“ „Á sama stað“ Morgunblaðið/Golli Bubbi um Pétur: „Hann virkar svo „sweet“ en svo er hann ekkert „sweet“. Hann er töffari. Hörkutöffari.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.