Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 27
ekki svo leitt sem hún lætur. En svo
verður hún alvarleg aftur:
„Ég bíð enn eftir því að fá að leika
á hreinni íslenzku.
Það hlýtur að koma að því, en
ennþá er afskaplega erfitt að læra
langan texta á íslenzku utan að.“
– Í Áramótaskaupinu fórstu fyrir
fríðum flokki nýbúa í Íslandsleit.
„Það var gaman að hitta allt þetta
fólk svona víða að; til dæmis frá Ind-
landi, Japan og Afríku, og ræða við
það um reynslu þeirra af Íslandi.
Nýbúamálin eru risapakki fyrir Ís-
land; að hjálpa nýbúum til þess að
vera sterkari og menntaðri borgarar.
Í Hafnarfjarðarleikhúsinu kynnt-
ist ég pólskri konu, sem vann þar við
þrif. Hún átti fjögurra ára dóttur og
bjó með henni og móður sinni. Í átta
mánuði var hún búin að bíða eftir því
að fá leikskólapláss fyrir dótturina,
sem á meðan var heima hjá ömmu og
lærði að vonum litla íslenzku þar. Ég
hringdi í vinkonu mína, sem hafði
sambönd í Hafnarfirði, og henni rann
þetta svo til rifja að hún gekk í málið
og sú litla var komin á leikskóla eftir
tvær vikur. Móðir hennar taldi þetta
vera himnasendingu. Ég sá þetta
sem alvarlega brotalöm í kerfinu.
Það þarf að passa það að börnin fái
að koma inn í samfélagið. Ef ekki
næst í þessar fjölskyldur er það bein-
línis hættulegt fyrir þjóðfélagið. Það
er í raun ekki rétt að hleypa hverjum
sem er inn í landið, ef menn hafa ekk-
ert að bjóða og fólki er ekki sköpuð
aðstaða til þess að aðlagast íslenzku
samfélagi.“
freysteinn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mammamamma Charlotte með móður sinni Marianne. Systurnar Charlotte með systrum sínum sem heita Maja og Signe.
Opið út Leikhópurinn Opið út sem stendur að Mömmumömmu; leikritinu um móðurhlutverkið: Þórey Sigþórs-
dóttir, María Ellingsen, Birgitta Birgisdóttir, Charlotte Böving og Magnea Björk Valdimarsdóttir.
Verslun fyrir börn á aldrinum 0-10 ára
Föt, skór og fylgihlutir frá
Kammakarlo, Fuzzies,
Cocomma/Bisgaard, Joha og Karla
20% kynningarafsláttur
af öllum vörum til 31. maí!
Kammakarlo Copenhagen
Bæjarlind 12 Kópavogi
s.554-5410 • www.kammakarlo.is
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Miele ryksugur
Miele S381 Tango Plus 1800W mótor
Meðal fáanlegra fylgihluta:
Hepafilter: Hreinsar loftið
af ofnæmisvaldandi efnum.
Kolafilter: Hreinsar óæskilega lykt.
Góður fyrir gæludýraeigendur.
Parketbursti: Skilar parketinu glansandi.
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og úrval fylgihluta er innbyggt í vélina.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
-hágæðaheimilistæki
TILBOÐ kr.: 18.900
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is
Einstakt enskunámskeið
Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn,
tala og skilja enska tungu.
• Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
• Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
• Vinnubók með enska og íslenska textanum
• Taska undir diskana
• Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
Allar uppl‡singar
www.tungumal.is
eða í símum 540-8400 eða 820-3799