Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 72
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 153. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 20° C | Kaldast 10° C  Vaxandi suðaust- anátt, 10-15 m/s á Suð- vestur- og Vesturlandi, rignir undir kvöld. Bjartara eystra. » 8 ÞETTA HELST» Stuðlað að hjólreiðum  Stór græn skref verða stigin til þess að fjölga hjólreiðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. M.a. er hug- myndin að leggja reiðhjólastíg frá Ægisíðu og upp í Elliðaárdal sem kosta mun um 300 milljónir. » For- síða Sálræn áhrif koma síðar  Landlæknir segir að liðið geti dagar, vikur eða mánuðir þar til sál- ræn áhrif jarðhræringanna á Suður- landi komi fram hjá fólki sem var í grennd við upptök skjálftanna. Eft- irkasta náttúruhamfara getur orðið vart allt að tveimur árum síðar. » 2 Verðmæti úr fiskimjöli  Unnt er að þróa vörur úr fiski- mjöli sem gætu margfaldað verð- mæti þess, að sögn dr. Harðar Krist- inssonar hjá Matís. Það mætti gera með því að þróa töflur til manneldis úr íslensku hágæðafiskimjöli. » 4 Urriðinn veiðist vel  Mjög góð urriðaveiði hefur verið í Laxá í Þingeyjarsýslu neðan virkj- unar og ýmsir veitt ágætlega ofar í ánni. Ágæt urriðaveiði var einnig í efsta hluta Elliðaánna. » 6 Nemendum fjölgar  Konum í námi eftir framhalds- skólastig fjölgaði um 124,4% á síð- ustu 10 árum. Körlum á sömu náms- stigum fjölgaði um 93,7%. Nemendum á öllum skólastigum fjölgaði um 20,8% á sama tíma. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Stelpur! Nýr leikur! Staksteinar: Skuldbinding til langs tíma? Forystugrein: Hetjur hafsins UMRÆÐAN» ASÍ spáir harðri lendingu Alcoa Fjarðaál fékk viðurkenningu Betra fyrir sprotafyrirtækin Vöruskiptajöfnuður MA-skáldin Nýr arðsamur atvinnuvegur í dreifbýli Er ýsustofninn að hrynja líka? ATVINNA» TÓNLIST» Bubbi segir áhættuna ágerast með aldri. » 62 Gagnrýni, fréttir, valin atriði og listar. Kvikmyndir.is er gríðarlega metn- aðarfull vefsíða um kvikmyndir. » 69 VEFSÍÐA» Íslenskar kvikmyndir SAMKEPPNI» Alexandra Helga kom, sá og sigraði. » 65 TÓNLIST» Ekkert að marka merkimiðana. » 66 Halaleikhópurinn hefur opnað augu almennings fyrir því að fatlaðir geta leik- ið á sviði rétt eins og aðrir. » 68 Leika af hreinni gleði LEIKLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. 197.000 manns flutt brott 2. Spilda skreið fram í Grafningi 3. Snarpir eftirskjálftar í kvöld 4. Eftirskjálftar halda áfram TVEIR piltar virða fyrir sér hafið, bláa hafið, sem hugann dregur, á Vaðlavík norðan Reyðarfjarðar. Sjómannadagurinn er í dag en hann var fyrst haldinn í Reykjavík og Ísafirði 1938 og breiddist út um allt land á fáum árum. Hann er nú ein elsta árlega hátíð á Íslandi. Ljósmynd/Helgi Garðarsson Sjómannadagurinn 70 ára Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÚTTEKT á sjúkrahúsinu á Selfossi hefur leitt í ljós að burðarvirki sjúkra- hússins stóðst hina miklu áraun meg- inskjálftanna á fimmtudag mjög vel þrátt fyrir minniháttar skemmdir á hlöðnum veggjum og innanstokks- munum. Að sögn Ragnars Sigbjörnssonar, prófessors við Háskóla Íslands og for- stöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi, ein- kennist burðarvirki sjúkrahússins af súlum og burðarbitum. Á milli súlna eru síðan hlaðnir veggir til að af- marka rými. „Það er mjög vel gengið frá þessu,“ segir hann. „Það hefur verið notuð stálbending og sérstök styrktarnet í veggina og það gerði að verkum að þetta hékk allt mjög vel saman og ein- ungis komu minniháttar sprungur á milli hlöðnu veggjanna og hins eig- inlega burðarvirkis.“ Elsti hluti sjúkrahússins er frá upphafi 8. ára- tugarins og bendir Ragnar á að þá hafi hönnunarforsendur miðast við að sú lárétta áraun sem húsið ætti að standast væri um 7% af þyngdar- kraftinum. „En skömmu eftir að fyrsti hluti hússins var byggður koma fram strangari hönnunarreglur sem kveða á um hús skuli standast allt að 20% lárétta áraun. Evrópustaðlar gera síðan ráð fyrir að hús skuli standast rúmlega 40% áraun. En mælingar okkar á sjúkrahúsinu á Sel- fossi sýndu hins vegar að byggingin þoldi um 50% áraun. Það sýnir að menn hafa haft borð fyrir báru þegar byggingin var hönnuð. Nýjasti hluti sjúkrahússins er afar traustlega byggður og einsýnt að þar hefur verið tekið tillit til ýtrustu krafna. Það sýn- ir sig í því að húsið stóðst hina feiki- legu áraun jarðskjálftanna mjög vel.“ Ragnar var sagður Sigurbjörnsson í frétt Morgunblaðsins í gær. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Skemmdir á hringveginum Fáeinir eftirskjálftar urðu á skjálftasvæðunum í fyrrinótt og kom einn kl. 5:13 upp á 3,5 stig. Ellefu manns gistu í fyrrinótt í fjöldahjálp- arstöðinni á Selfossi í kjölfar fjögurra snarpra eftirskjálfta seint um kvöldið. Skemmdir á hringveginum milli Selfoss og Hveragerðis eru enn að koma í ljós og hefur Vegagerðin haft vinnuflokk á staðnum að laga hann. Allt frá því meginskjálftarnir urðu á fimmtudag hefur vegurinn verið að versna og kallar það á ofaníburð. Húsið stóðst feikilega áraun Ellefu gistu í fjöldahjálparstöðinni á Selfossi í kjölfar snarpra eftirskjálfta GÓÐ stemning var í sundlaug Seltjarnarness í gærmorgun en þar fór fram sundæfing Íþrótta- félags fatlaðra. Kristín Rós Hákonardóttir, af- rekskona í sundi, stjórnaði æfingunni, sem var haldin í tilefni af því að búið er að taka í notkun klefa sem sérhannaður er fyrir fatlaða. Kristín Þorsteinsdóttir er móðir fatlaðrar stúlku og segir klefann einn hinn fullkomnasta á landinu. Hún gagnrýndi harðlega á sínum tíma að ekki væri gert ráð fyrir aðstöðu fyrir fatlaða þeg- ar endurbætur á lauginni voru gerðar. ,,Það vant- aði klefa fyrir fatlaða þegar nýbyggingin var tekin í notkun og ég var mjög ósátt við að það var ekki gert ráð fyrir að fatlaðir kæmust í sund. Brugðið var á það ráð að setja stól í sturturnar til bráða- birgða. Síðar var svo byggður þessi góði klefi sem nú er þar kominn og hann er einn fullkomnasti klefi sem ég hef séð. Ég fékk allar mínar óskir uppfylltar. Þetta eru góðar sættir.“ Líf og fjör á sundæfingu Íþróttafélags fatlaðra í sundlaug Seltjarnarness Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægð Margir tóku þátt í æfingunni sem Íþróttafélag fatlaðra hélt í gærmorgun.. Fékk allar mínar óskir uppfylltar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.