Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 59

Morgunblaðið - 01.06.2008, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 59 SUMARYOGA Sér sumartilboð YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, önurnaræfingar, slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10 , 109 Reykjavík, GSM : (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665 , Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Á DÖGUNUM voru 26 konur útskrif- aðar frá Brautargengi, fræðsluverk- efni sem miðar að því að styrkja konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd. Nýsköpunarmiðstöð sér um framkvæmd verkefnisins sem styrkt er af sveitarfélögunum á höf- uðborgarsvæðinu og SPRON. Bjarnheiður Jónsdóttir verkefn- isstjóri segir Brautargengi nú á sínu 10. starfsári: „Við höfum útskrifað tvisvar á ári og hafa nú hátt í 800 kon- ur lokið námi hjá Brautargengi,“ seg- ir hún. „Námið fer þannig fram að konurnar hittast vikulega í 15 vikur og vinna að viðskiptaáætlun auk þess sem þær njóta persónulegrar hand- leiðslu leiðbeinanda.“ Bjarnheiður bendir á að aðeins 20% fyrirtækja séu í eigu kvenna og rekin af þeim: „Reynslan hefur sýnt að þátttaka í Brautargengi skiptir sköpum. Milli 50-60% þeirra kvenna sem hafa útskrifast hjá okkur eru í dag í rekstri sem okkur reiknast til að skapi þúsundir ársverka og tekjur upp á a.m.k. fjóra milljarða árlega.“ Auk þess að halda námskeið á höf- uðborgarsvæðinu eru einnig haldin námskeið á Ísafirði, Hellu og Akur- eyri og verður einnig útskrifað þaðan á þessu vori. Á myndinni eru útskriftarnemend- ur ásamt borgarstjóra Reykjavíkur og iðnaðarráðherra sem afhentu út- skriftarskírteinin. Brautargengi útskrifar Í hnotskurn með frétt um tap bank- anna af styrkingu krónunnar í Morgunblaðinu í gær vantaði tvö orð. Síðari hluti hnotskurnarinnar átti að vera eftirfarandi: Fram til þessa hefur Landsbankinn að mestu leyti fært áhrif af gjaldeyrisjöfnuði yfir rekstrarreikning þar sem erlend dótturfélög bankans safna ekki eign- um. LEIÐRÉTT Vantaði tvö orð Í VETUR hafa dans- pör frá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar (DÍH) verið að gera það gott hér heima og erlendis á dans- keppnum. Pörin keppa í samkvæmisdönsum, standard-dönsum og suður-amerískum dönsum. Pörin sem vinna hér heima Ís- landsmeistaratitla í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð vinna sér inn rétt á HM og EM í flokkum 14 ára og eldri. Pörin frá DÍH sem kepptu í vetur fyrir Íslands hönd á HM voru þau Aðalsteinn Kjartansson og Rakel Guðmunds- dóttir, Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir og þriðja parið er Björn Halldór Ýmisson og Jóna Kristín Benediktsdóttir. Aðalsteinn og Rakel kepptu einnig á EM í flokki ungmenna 16-19 ára, þar lentu þau í 24. sæti. Á HM í sama flokki lentu þau í 52. sæti. Þau dansa ein- göngu suður-ameríska dansa. Sigurður Már og Sara Rós kepptu á HM í 10 dönsum í flokki ungmenna 16-19 ára og lentu í 20. sæti. Björn Halldór og Jóna Kristín kepptu á HM nú fyrir stuttu í aldursflokki 14-15 ára í standard dönsum og lentu í 45. sæti. Einnig kepptu stórir hópar frá DÍH í vetur á Copenhagen Open í öllum aldursflokkum og í Blackpool í barna- og unglinga- flokkum. Í byrjun maí á bikarmóti í sam- kvæmisdansi með frjálsri aðferð fékk DÍH gullið í öllum aldurs- flokkum. Nú taka við strangar sumaræfingar og einkatímar hjá danspörunum hjá erlendum gestakennurum sem heimsækja Dansíþróttafélagið reglulega í allt sumar, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Dansparið Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir. Þau kepptu í 10 dönsum. Danspör frá DÍH gera það gott FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.