Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 189. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er VIÐTALIÐ ÁLGJÖR KETTLINGUR INN VIÐ BEINIÐ REYKJAVÍKREYKJAVÍK Búum okkur undir bláu herratískuna LESBÓK „Ég skrifaði ljóðin á fjórum tímum. Svona urðu þau til, þau gossuðu úr heilabúinu í einni lotu,“ segir Ingunn Snædal sem hefur sent frá sér þriðju ljóðabókina. Ljóð eftir Íslandskorti „Orðræða Framtíðarlandsins er afmörkuð af hugmyndafræði markaðshyggjunnar og þeim gildum sem hún setur ofar öllu: arðsemi.“ Þetta segir Anna Björk Einarsdóttir sem bregst við svargrein talsmanna Framtíðarlandsins en hún gagnrýndi áherslur þess í Lesbókargrein. Er Framtíðarlandið frjálshyggið? Emily Gould ritstýrði vefsíðu sem fjallaði um einkalíf fræga fólksins. Hún var gagnrýnd en varði stefnu sína. Þegar hún varð sjálf viðfangsefni slúðurs runnu á hana tvær grímur. Að þola ljós fjölmiðlanna SÖFNIN Í LANDINU síða 15 í Lesbók ÞEIM fjölgar dönsku bönkunum sem eiga í alvarlegum fjárhagsvanda en staða danska bankans Roskilde Bank er orðin svo slæm að bankinn hefur óskað eftir og fengið neyðarlán frá danska seðlabankanum upp á um 12 milljarða íslenskra króna. For- stædernes Bank gaf í gær út af- komuviðvörun en horfur eru á mjög lakri afkomu bankans á árinu 2008. Þá varð danska hagkerfið það fyrsta innan ESB til að renna inn í formlegt kreppuástand í apríl en það er skil- greint sem tveir samhliða ársfjórð- ungar þar sem samdráttur verður í vergri landsframleiðslu. | 15 Dönsk bankakreppa Vandi Roskilde Bank sem á við al- varlegan vanda að stríða.  Þyrlueign landsmanna hefur auk- ist verulega undanfarið, en frá lok- um árs 2006 hefur þyrlufjöldinn tvö- faldast. Nú eru skráðar ellefu þyrlur á Ís- landi, þar af eru átta skráðar á op- inbera aðila og félög en þrjár til einkaflugs. Að sögn rekstrarstjóra í flugi er hópur viðskiptavina sem leigja þyrl- ur breiður. Þyrluflug sé ekki aðeins fyrir ríkt fólk, flestir þeirra sem leigi þyrlur séu „venjulegt fólk“. » 9 „Venjulegt fólk“ á þyrlum Morgunblaðið/Árni Sæberg  ÓRÉTTLÆTIÐ er skelfilegt en nú er það vísindalega sannað: Ung- ar konur vilja frekar villta, ábyrgð- arlausa, lygna og ótrygga stráka en þá prúðu, ábyrgu og traustu. Kristelegt Dagblad í Danmörku segir frá rannsókn sem gerð var við ríkisháskólann í Nýju Mexíkó og var þar kannaður ferill 200 ungra karla. Strákar sem ekki hika við að fitja upp á samtölum eiga greiðan aðgang að stúlkunum þótt það orð fari af þeim að þeir yfirgefi þær fljótt á ný og séu því óheppilegir feður. Segja vísindamenn að um sé að ræða arfgengt val. Konur til forna hafi sóst eftir sterkum og framkvæmdaglöðum körlum, þeir séu líklegir til að geta verndað fjöl- skylduna. kjon@mbl.is Vondu strákarnir sigra  Forráðamenn kvennaliðs HK/ Víkings í knatt- spyrnu eiga í deilum við Út- lendingastofnun vegna serbnesku landsliðskon- unnar Marinu Nesic. Henni var gert að yfirgefa landið í vikunni þegar dvalarleyfi hennar rann út. Að sögn forráða- manna liðsins hefur talsmaður stofnunarinnar farið með ósannindi í málinu og refsað þeim og stúlk- unni fyrir að koma heiðarlega fram. | Íþróttir Telja að Útlendingastofn- un fari með ósannindi Marina Nesic KRANAR snúast, steypa rennur í mót og hamars- högg glymja nú við framkvæmdir á nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík. Húsið rís ört og stefnt er að því að taka það í notkun í desember ár- ið 2009. Gestastofa, upplýsingamiðstöð hússins, verður opnuð klukkan 13.00 í dag í Hafnarstræti 20. Í henni gefst fólki möguleiki á að kynna sér merki- lega sýningu um byggingu hússins. Morgunblaðið/RAX Hamagangur við hafnarbakkann Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið rís hratt við höfnina í Reykjavík VESTURBÆRINN og miðbærinn eru vinsælustu hverfi borgarinnar þegar kemur að búsetu. Það kemur fram í könnun á húsnæðis- og bú- setuóskum Reykvíkinga 2007 sem unnin var fyrir skipulags- og bygg- ingasvið Reykjavíkurborgar. Þetta eru sömu niðurstöður og árið 2003 en vinsældir miðbæjarins hafa þó ekki vaxið mikið miðað við aukið framboð nýs húsnæðis þar. Þau hverfi sem hafa mest sótt á síðan 2003 eru Árbær/Grafarvogur, Kjalarnes og Hlíðarnar. Vatnsmýrin og Úlfarsárdalur eru vinsælustu ný- byggingarsvæðin, en t.a.m. nefndu aðeins 4% aðspurðra Örfirisey. Vantar fleiri lág fjölbýlishús Bjarni Reynarsson, skipulags- fræðingur hjá Landráði sf., hafði umsjón með könnuninni. Hann telur að vinsældir Vesturbæjarins og mið- bæjarins megi helst rekja til þess að fólk vilji vera í grónu umhverfi, í nánd við miðbæinn, gömlu höfnina og háskólastofnanir. Fólk leggi mesta áherslu á fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi. Útsýni, skjól og útivistarmöguleikar eru þá mikil- vægustu umhverfisþættirnir. Þegar spurt var hvernig húsnæði vantar helst í borgina svöruðu flest- ir, eða um fjórðungur, lág fjölbýlis- hús, tæpur fimmtungur nefndi hæðir og því næst komu einbýlishús og rað- hús. 47% voru á móti fjölgun háhýsa.  Væntingar og veruleiki | 4 Vesturbærinn enn vinsæll Flestir svarendur húsnæðis- og búsetukönnunar völdu Vatnsmýrina og Úlfarsárdal sem álitlegustu kostina þegar kemur að nýbyggingarsvæðum, aðeins 4% Örfirisey Í HNOTSKURN »Um netkönnun var aðræða. Leitað var til um 1.600 borgarbúa og bárust svör frá um 700 þeirra. »Þátttakendur svöruðu 34spurningum og mátu 29 myndir af húsum og umhverfi út frá búsetuskilyrðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.