Morgunblaðið - 12.07.2008, Page 2
Skýrsla Samgönguráðherra fékk skýrslu Spalar um tvöföldun Hvalfjarð-
arganga, í tilefni 10 ára afmælis ganganna sem fagnað var í gær.
„OKKUR ber að tvöfalda Hvalfjarð-
argöngin. Ég held að við getum öll
verið sammála um það. Það eina sem
menn greinir á um í þessum efnum
eru tímasetningar,“ sagði Kristján
L. Möller samgönguráðherra á
Akranesi í gær þar sem tíu ára af-
mæli Hvalfjarðarganga var fagnað.
Vilja ný göng 2013 eða 2014
Við það tilefni var ráðherra og
Hreini Haraldssyni vegamálastjóra
afhent skýrsla sérfræðinga um ný
jarðgöng sem liggja myndu samsíða
hinum eldri. Miða Spalarmenn við að
þau yrðu tekin í notkun árið 2013 til
2014 eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær.
„Mér finnst það umhugsunarefni
hvort réttlætanlegt sé að fella niður
gjaldtöku og ráðast á sama tíma í
tvöföldun ganganna. Verðum við
ekki fyrst að festa niður tímasetn-
ingu tvöföldunar, reikna út kostn-
aðinn og sjá þá hvenær hægt verður
að hætta að rukka?“ segir sam-
gönguráðherra sem telur tvöföldun
og gjaldtöku ekki vera órjúfanleg at-
riði. Mönnum beri skylda til að tvö-
falda ekki göngin fyrr en þess sé
þörf en þó ekki eftir að þau sé stífl-
uð. „Við viljum ekki að tvöföld göng
séu hálftóm og ekki að einföld göng
séu stífluð,“ sagði ráðherrann sem
telur áhrifasvæði Hvalfjarðarganga
í raun spanna hálft landið. Einkum
þó á Vesturlandi þar sem íbúum hafi
fjölgað mikið á síðustu árum.
Ber að tvö-
falda Hval-
fjarðargöng
Samgönguráðherra vill skoða tvöföldun
ganganna og afnám gjaldtöku samhliða
2 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÓSKAPLEGA mikilvægt er fyrir þjóðina við
þessar aðstæður að finna festu í landstjórninni. Að
í brúnni séu menn sem vita hvert þeir stefna, tali
bjartsýni og kjark í fólkið og framkvæmi það sem
allir aðrir sjá að þarf að gera,“ segir Guðni Ágústs-
son, formaður Framsóknarflokksins. Flokkurinn
sendi í gær frá sér tillögur vegna ástands efna-
hagsmála og segist formaðurinn tilbúinn að taka
við keflinu af núverandi ríkisstjórn sem hafi ekk-
ert að gert.
Guðni segir framsóknarmenn hafa miklar
áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og
sömu áhyggjur finnist hvar sem komið er að. „Það
þyngir að og fólk hefur miklar áhyggjur af sínum
hag og þjóðarhag. Því finnst að það vanti foryst-
una í þjóðfélagið.“
Formaðurinn ritar grein sem birtist á leiðara-
opnu Morgunblaðsins í dag. Í henni segist hann
telja þörf á samstilltum og ákveðnum aðgerðum
ríkisstjórnar og Seðlabankans. Nauðsynlegt sé að
lækka stýrivexti og auka gjaldeyrisforðann. „Það
er nákvæmlega það sem ríkið getur gert og einnig
að vera tilbúið með stórframkvæmdir. Menn þurfa
að undirbúa þær sem allra fyrst.“
Nýta þarf heimildir til töku láns sem fyrst
Framsóknarflokkurinn kallar eftir því að rík-
isstjórn og Seðlabanki komi fram með skýra áætl-
un um hvernig íslenskt þjóðfélag á að vinna sig í
gegnum efnahagslægðina. „Seðlabankinn verður
að auka gagnsæi ákvarðanatöku sinnar, m.a. með
birtingu rökstuðnings fyrir vaxtaákvörðunum.
Hafa ber í huga að Seðlabankinn er ekki aðeins
bundinn verðbólgumarkmiði heldur einnig því að
stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og fram-
gangi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir í
tillögum flokksins.
Guðni segir einnig afar mikilvægt að heimildir
Alþingis til töku erlends láns verði nýtt sem allra
fyrst. „Við trúðum því að það yrði gert strax og
heimildin var veitt, en ekkert gerist. Það má velta
fyrir sér, hvort stífni ríki á milli ríkisstjórnar og
Seðlabanka um að taka lánið. Það er líka spurning
hvort Evrópa veitir Íslendingum ekki lán á góðum
kjörum. Þá þurfum við að hafa kjark til að líta víð-
ar, því við eigum vini í fleiri heimsálfum, s.s. til
Bandaríkjanna, Kína eða Rússlands.“
Guðni segir Framsóknarflokkinn hafa mikla
reynslu í að leiða íslenskt hagkerfi á ögurstundu.
Spurður hvort slík reynsla leynist ekki í Sjálfstæð-
isflokknum játar hann því. „En það er eins og sam-
starfið gangi ekki upp. Það er eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi dáið inn í Samfylkinguna og sé
ábyrgðarlítill í efnahagsmálum við þessar aðstæð-
ur.“
Gengisfelld ríkisstjórn | 27
Þjóðin þarf festu í landstjórnina
Í HNOTSKURN
»Tillögur framsóknar-manna eru settar fram í
framhaldi af fundum með að-
ilum vinnumarkaðar, fjár-
málafyrirtækja og hinum
ýmsu fræðimönnum þjóð-
arinnar.
»Flokkurinn segir stjórn-völd ekki hafa gripið inn í
atburðarásina með afgerandi
hætti og fyrir vikið er útlit
fyrir að efnahagslægðin verði
dýpri og lengri en ella. Þá
stefni í verulega aukið at-
vinnuleysi.
MIÐBÆRINN iðar af lífi þegar skapandi sumar-
hópar Hins hússins fara á stjá, en það gera þeir á
föstudögum í sumar.
Þá gefst gestum miðborgarinnar færi á að
fylgjast með hljómsveit leika smekklega djass-
tónlist við mót Laugavegar og Skólavörðustígs,
fylgjast með fimum dönsurum leika listir sínar á
götunum eða hlusta á magnþrunginn textaflaum
hirðskálds Hins hússins á þaki veitingastaðarins
Lækjarbrekku. Veður var milt og gott til list-
sköpunar á hádegi í gær en í dag og næstu daga
er spáð rigningu víða um land. haa@mbl.is
Morgunblaðið/Valdís Thor
Listsköpun í miðborginni á föstudögum
VIÐ athöfnina á Akranesi kom
formlega út bók Atla Rúnars Hall-
dórssonar þar sem fjallað er um
Hvalfjarðargöngin. Þar er m.a.
rætt um flókna samningagerð milli
Spalar og verktaka sem leiða
þurfti til lykta. Þegar skrifað var
undir samninga um Hvalfjarð-
argöng 22. febrúar 1996 voru til að
mynda enn lausir endar. Undir-
skriftaathöfn var frestað í þrígang
á meðan reynt var að tjaldabaki að
leysa ágreining í hópi fjárfesta og
verktaka um hver bera ætti ábyrgð
á greiðslu skaðabóta, ef til kæmi.
Samkomulag tókst ekki og gripið
var til þess að skrifa undir það
sem hægt var í kastljósum sjón-
varpsvéla í Súlnasal Hótel Sögu.
Þeir sem höfðu ekki lokið sínum
málum munduðu penna og létu
sem þeir skrifuðu undir.
Sviðsett undirskrift í Súlnasalnum
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
ákveðið að ganga til samninga við
fyrirtækin Fjarska ehf. og Og fjar-
skipti ehf. um rekstur tveggja ljós-
leiðara Atlantshafsbandalagsins
(NATO) á Íslandi.
Markmið ráðuneytisins með út-
leigunni er meðal annars að draga
úr kostnaði vegna viðhalds og
reksturs ljósleiðara Atlantshafs-
bandalagsins og auka aðgengi al-
mennings að háhraðatengingum,
einkum úti á landi.
Fimm verkefnatillögur bárust
frá fjórum fyrirtækjum í kjölfar
auglýsingar Ríkiskaupa. Áður-
nefnd fyrirtæki hlutu flest stig eftir
ákveðnu stigakerfi sem hannað var
og því var gengið til samninga við
þau. Tilboð Fjarska ehf. hljóðaði
upp á 20 milljónir króna og Og fjar-
skipta ehf. upp á 19.150.000 króna.
haa@mbl.is
Samningar
um rekstur
ljósleiðara
LÖGREGLAN á Suðurnesjum hafði
hendur í hári ökumanns bifhjóls á
Reykjanesbraut í gærdag. Það væri
ekki í frásögur færandi nema fyrir
það að maðurinn ók hjóli sínu á 212
km hraða. Hann hundsaði jafn-
framt stöðvunarmerki lögreglu og
reyndi að stinga hana af. Maðurinn
gafst upp nærri höfuðstöðvum
Kaffitárs.
Maðurinn var handtekinn, fluttur
á lögreglustöð og sviptur ökurétt-
indum til bráðabirgða. Hann má
einnig búast við hárri sekt.
Ökumenn sem urðu vitni að eft-
irför lögreglunnar, frá Vogaaf-
leggjara og að Njarðvík, eru beðnir
um að hafa samband við lögreglu
Suðurnesja í síma 480-1800.
Ók bifhjóli á
212 km hraða
NOKKUÐ líf glæddist á fasteigna-
markaði í vikunni. Stimpilgjöld
voru enda afnumin á veðskulda-
bréfum til fyrstu kaupa hinn 1. júlí.
Heildarfjöldi kaupsamninga á höf-
uðborgarsvæðinu frá 4. júlí til og
með 10. júlí var 82.
Til samanburðar var heildar-
fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu frá 13. júní til
og með 19. júní 33.
Þá námu heildarútlán Íbúðalána-
sjóðs samtals tæplega fimm millj-
örðum króna í júnímánuði. Heildar-
útlán jukust því um 4% frá fyrri
mánuði. haa@mbl.is
Markaðurinn
glæðist lífi