Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
UM 70% borgarbúa vilja helst búa
í sérbýli en þegar tekið er tillit til
efnahags telja 29% að þeir flytji
næst í einbýlishús. Flestir vilja búa
í Vesturbænum, miðbænum og
Háaleiti, en Ár-
bær/Grafarholt,
Kjalarnes og
Hlíðar hafa auk-
ið mest vinsældir
sínar frá því
2003.
Þetta kemur
fram í könnun
Bjarna Reyn-
arssonar, skipu-
lagsfræðings hjá
Land-ráði sf., á
húsnæðis- og búsetuóskum Reyk-
víkinga 2007, sem hann gerði fyrir
skipulags- og byggingasvið Reykja-
víkurborgar.
79% svarenda búa í eigin hús-
næði og 9% hjá foreldrum eða ætt-
ingjum. 71% býr í 3-5 herbergja
íbúðum. Á um 60% heimila búa
tveir eða færri. Fram kemur að
flestir sníði sér stakk eftir vexti í
húsnæðismálum, en Bjarni vekur
athygli á að svarendur vilji hafa
sem mest sér. „Fólk vill hafa góð-
an garð eða stórar svalir, hafa
góða aðstöðu til að grilla og vill
ekki heyra í nágrönnunum. Eigi
fólk næga peninga vill það búa í
einbýlishúsi en væntingarnar
lækka mjög þegar spurt er miðað
við efnahag.“
Gróið og nýtt
Almennt má segja að fólk búi
þar sem það vilji búa. Bjarni telur
að vinsældir Vesturbæjarins og
miðbæjarins megi helst rekja til
þess að fólk vilji vera í grónu um-
hverfi í nánd við miðbæinn, gömlu
höfnina og háskólastofnanir. Fólk
leggi mesta áherslu á fjöl-
skylduvænt og friðsælt umhverfi
en útsýni, skjól og útivistarmögu-
leikar sé mikilvægustu umhverf-
isþættirnir.
Vatnsmýrin og Úlfarsárdalur eru
vinsælustu nýbyggingarsvæðin, en
aðeins 4% nefna Örfirisey. Bjarni
bendir á að Úlfarsárdalur hafi vax-
ið mikið að vinsældum frá könn-
uninni 2003. Gera megi því skóna
að fyrir fimm árum hafi fólk ekki
almennilega gert sér grein fyrir
því hvar hann væri en nú sé sagan
önnur. Einnig veki athygli að mið-
bærinn hafi ekki vaxið mjög mikið
í vinsældum miðað við aukið fram-
boð nýs húsnæðis þar.
Lág fjölbýlishús eftirsótt
„Menn eru mjög hlynntir lágum
fjölbýlishúsum, tveggja til þriggja
hæða,“ segir Bjarni og vísar til
þess að um 65%, sem ætluðu að
flytja næst í fjölbýlishús, vildu að
það væri tvær til þrjár hæðir.
„Svarendur eru ekki mjög hrifnir
af háhýsum,“ heldur hann áfram,
en um 47% voru á móti fjölgun há-
hýsa í borginni, um 66% vildu ekki
háhýsi í sínu hverfi og 55% vildu
ekki búa í háhýsi.
Húsnæðisóskir miðaldra og eldra
fólks eru mun fjölbreyttari en
þeirra sem yngri eru og vill nokk-
ur fjöldi þeirra búa í háhýsum.
Þegar spurt var um hvernig hús-
næði vantaði helst í borginni svör-
uðu flestir eða um fjórðungur lág
fjölbýlishús, tæpur fimmtungur
nefndi hæðir og því næst komu
einbýlishús og raðhús. Vinsældir
raðhúsa virðast hafa minnkað
nokkuð frá 2003.
Í könnuninni kemur fram að
svarendur töldu að háhýsi væri að
minnsta kosti sjö til átta hæðir.
Bjarni bendir á að fram hafi komið
í rannsóknum að þegar komið sé
upp fyrir fimm hæðir missi fólk
jarðtengsl en fái aftur á móti aukið
útsýni.
Tæpur helmingur sagðist vera
hlynntur þéttingu byggðar og rúm-
ur þriðjungur var fylgjandi byggð
á landfyllingum við ströndina.
Æskilegustu þéttingarsvæðin voru
Vatnsmýri, Ártúnshöfði og Elliða-
árvogur/Geirsnef.
„Það sem kom mér einna mest á
óvart er að svarendur eru hlynnt-
ari en áður hreinlegri atvinnu-
starfsemi í íbúðahverfum,“ segir
Bjarni.
Nýtist borginni
Um netkönnun í október 2007
var að ræða. Leitað var til um
1.600 borgarbúa og bárust svör frá
um 700 þeirra á aldrinum 18 til 75
ára. Þátttakendur svöruðu 34
spurningum og mátu 29 myndir af
húsum og umhverfi út frá búsetu-
skilyrðum. Könnunin og talnaleg
flokkun var unnin af Miðlun ehf.
en Land-ráð sf. hafði umsjón með
könnuninni og sá um úrvinnslu.
Bjarni telur að mikilvægt sé að
fylgja þessari könnun eftir, t.d.
með rýnihópavinnu, til að fá betri
þekkingu á hvers vegna sum hverfi
eru vinsælli en önnur og hvernig
húsagerðir og umhverfi er eft-
irsóttast af borgarbúum. „Þá væri
skynsamlegt að endurtaka könn-
unina á fárra ára millibili því sam-
félag og húsnæðismarkaður breyt-
ast hratt. Niðurstöður þessar
rannsóknarinnar munu nýtast
skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur
við skipulag nýrra hverfa í borg-
inni í framtíðinni,“ segir Bjarni.
Væntingar og veruleiki
Um 70% vilja búa í sérbýli en að teknu tilliti til efnahags telja 29% að þeir flytji næst í einbýlishús
Vesturbærinn og miðbærinn eru enn vinsælustu hverfi borgarinnar en önnur hverfi sækja á
Bjarni
Reynarsson
Morgunblaðið/RAX
Nýbyggingarsvæði 22% svarenda í könnuninni nefndu Úlfarsárdal þegar fólk var spurt á hvaða nýbyggingarsvæði viðkomandi vildi búa.
Í HNOTSKURN
» Hönnun íbúðar er mik-ilvægasti þátturinn við
val á húsnæði, samkvæmt
könnuninni. Síðan sér-
inngangur í íbúð, gæði
innréttinga og næg bíla-
stæði.
» 16% svarenda vilja mat-vöruverslun og aðra
verslun í göngufæri fá heim-
ilinu. Um 13% nefna grunn-
og leikskóla. Aðrir mikil-
vægir þættir eru heilsu-
gæsla, útivistarsvæði,
íþróttamiðstöð, sundlaug og
sjoppa.
» Að meðaltali vildu svar-endur hafa aðgang að
þremur bílastæðum við
heimilið. 27% vildu fjögur
eða fleiri stæði.
» Um 34% svarenda teljamjög líklegt að þeir flytji
innan fimm ára.
!"
#$!#
# !#
#$!%
#"!&
#%!&
!'
##!
$!(
!
!"
"!
#!"
!
$!%
&!
!"
!$
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur enn á ný framlengt
farbann yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra
Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna, en hann er
grunaður um stórfelld efnahagsbrot. Málið er
talið mjög alvarlegt en framkvæmdastjórinn
er talin hafa gefið út tilhæfulausa ábyrgðar-
yfirlýsingu upp á nærri 15 milljarða króna (200
milljónir bandaríkjadala). Hann sætir farbanni
til 9. september nk.
Maðurinn sem er á fimmtugsaldri var upp-
haflega úrskurðaður í gæsluvarðhald 13. apríl
á síðasta ári og hefur það verið framlengt alls
átta sinnum. Mál hans er afar umfangsmikið
og teygir anga sína til sex landa. Í dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá 9. júlí sl. segir að
málið hafi þokast nokkuð áfram frá uppkvaðn-
ingu síðasta dóms Hæstaréttar, fyrir tveimur
mánuðum. Meðal annars hafi skýrslur verið
teknar af nokkrum einstaklingum í Bandaríkj-
unum og beðið er eftir endurritum af þeim. Þá
er von á frekari gögnum vegna málsins. Ljóst
þykir að meðferð beiðna sem sendar voru til
Bandaríkjanna og Bretlands muni taka tölu-
verðan tíma til viðbótar og því sér ekki enn fyr-
ir endann á rannsókn málsins.
Á meðan á rannsókninni stendur er talin
hætta á að framkvæmdastjórinn fyrrverandi
reyni að flýja hugsanlega saksókn. Bendir rík-
islögreglustjóri í því sambandi á að maðurinn
hafi verið búsettur í Bandaríkjunum þar sem
hann á ættingja.
Reksturinn seldur í október
Í greinargerð ríkislögreglustjóra segir að
málið sé mjög alvarlegt og ábyrgðir geti fallið á
Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna, í það
minnsta vegna 200 milljóna dollara – rekstur
VSP var raunar seldur Byr sparisjóði í október
sl..
Fjöldi einstaklinga virðist tengdur brotun-
um og eru þeir flestir búsettir erlendis. Í sam-
tali við Morgunblaðið í maí sl. sagði Helgi
Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags-
brota, að það gæti haft áhrif á málsmeðferð
hversu mörg erlend vitni koma að því.
Farbannið framlengt á ný
Í HNOTSKURN
»Forráðamenn Verðbréfaþjónustusparisjóðanna tilkynntu saksóknara
efnahagsbrota um meint brot fram-
kvæmdastjórans 11. apríl á síðasta ári.
»Framkvæmdastjóranum var um leiðsagt upp störfum og tveimur dögum
síðar var hann úrskurðaður í farbann.
»Frá því að mál framkvæmdastjóranskom upp hefur margt gerst hjá
Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna.
»Reksturinn var seldur út úr VSP íoktóber sl., til Byrs sparisjóðs. Lög-
aðilinn VSP er hins vegar í þrotameð-
ferð.
»Komi til fjártaps vegna meintrabrota framkvæmdastjórans fellur
það á lögaðilann, þrotabúið.
RÚSSNESKUR bloggari, Savva Terentiev,
var nýlega dæmdur til fangelsisvistar í eitt ár
í heimlandi sínu. Hann vann sér til sakar að
birta athugasemdir á vefsíðu sinni um lög-
gæsluvaldið í heimabæ sínum, Syktyvkar.
Athygli vakti að verjandi hans vísaði til
fordæmis sem Mannréttindadómstóll Evrópu
setti í máli Þorgeirs Þorgeirsonar gegn Ís-
landi. Hæstiréttur dæmdi Þorgeir til sektar
fyrir harkaleg ummæli sín um íslenska lög-
reglumenn. Mannréttindadómstóllinn komst
á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að ummæl-
in hefðu ekki verið níðandi úr hófi fram.
Ekki var tekið tillit til þessara upplýsinga
og Terentiev dæmdur til fangelsisvistar fyrir
að hvetja til haturs á lögreglunni. Þetta er í
fyrsta skipti sem rússneskur bloggari þarf að
dúsa bak við lás og slá fyrir ummæli sín.
Hann sagði á bloggi sínu að lögreglumenn
bæjarins væru „hópur fábjána“ og „verst
menntuðu fulltrúar dýraríksins“. Hann stakk
einnig upp á að dag hvern yrðu haldnar
„löggubrennur“ á aðaltorgi Syktyvkar
.haa@mbl.is
Vísað til máls Þor-
geirs gegn Íslandi