Morgunblaðið - 12.07.2008, Side 9

Morgunblaðið - 12.07.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 9 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is „FJÖLDINN hefur tvöfaldast frá lok árs 2006,“ segir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, um þyrlueign landsmanna. „Þá voru þyrlurnar fimm og höfðu verið þrjár til fimm árin þar á undan, en fjölgaði á árinu 2007 um helming,“ bætir hún við, en nú eru skráðar ellefu þyrlur á Ís- landi. Af þeim eru átta skráðar á opinbera aðila og félög, en þrjár til einkaflugs. Hverjir nota þyrlur? Jón Kjartan Björnsson, flug- rekstrarstjóri Norðurflugs, segir viðskiptahópinn breiðan, til dæmis sé um að ræða stofnanir, verktaka, íslenska og erlenda ferðamenn auk kvikmyndatökufólks. Hann segir þyrluflug sérstaklega vinsælt meðal útlendinga sem stoppi stutt við á landinu, þeir fari gjarnan í flug upp á jökul og taki slík ferð oft ekki nema um klukkustund. Sindri Steingrímsson, flugrekstr- arstjóri Þyrluþjónustunnar, tekur í sama streng hvað varðar breidd við- skiptamannahópsins og fullyrðir að þyrluflug sé ekki eingöngu fyrir ríkt fólk, flestir viðskiptavina fyrirtæk- isins séu „venjulegt fólk“. Fyrirtæk- ið rekur nú fjórar þyrlur, en tvær bættust við í fyrra. „Þetta sem við erum að bjóða eru yfirleitt einn til fjórir, fimm klukkutímar. Síðan kemur eitt og eitt verkefni í tengslum við aðra ferðaþjónustuað- ila þar sem við fljúgum fyrir þá úti á landi,“ útskýrir Sindri. Tæplega 30 þús. fyrir flugferð Forsvarsmenn beggja þyrluflug- félaganna vilja meina að þyrluflug sé ekki jafndýrt og margur haldi. Eins til eins og hálfs tíma ferð um Reykjavík, upp í Hvalfjörð og til Þingvalla í fimm manna þyrlu kosti 25-30 þúsund krónur á mann, og staðhæfir Sindri hjá Þyrluþjónust- unni að Íslendingar sem fari í slíkar ferðir komi nær undantekningar- laust aftur í aðra ferð. Fáar kvartanir Aukin þyrlueign og fréttaflutn- ingur af mikilli þyrluumferð virðist ekki skila sér nema í litlum mæli í kvörtunum til Flugmálastjórnar. „Fjöldi formlegra kvartana vegna umferðar þyrlna sem borist hafa Flugmálastjórn það sem af er þessu ári er innan við fimm en eitthvað hefur borist af fyrirspurnum sím- leiðis varðandi reglur um lágmarksflughæð þyrlna og heim- ildir til lendinga utan valla,“ segir Valdís, sem heldur þó að um aukn- ingu sé að ræða sem sé í samræmi við aukna þyrlueign. Sindri tekur undir orð Valdísar og tekur sem dæmi að síðasta mánu- dag, þegar mikið þyrluflug var til Þingvalla, hafi hann fengið fyrir- spurnir frá áhugasömu fólki sem hafi tekið eftir þyrlunum, en engar kvartanir hafi borist. „Það er einn og einn í blöðunum sem er að kvarta yf- ir því að ríka fólkið sé að gera eitt- hvað, en menn gleyma því að þetta er ekki bara ríkt fólk, þetta er [aðal- lega venjulegt] fólk.“ Landið að þyrlast upp Morgunblaðið/Árni Sæberg Hversu lágt mega þyrlur fljúga? Lágmarksflughæð þyrlna er 500 fet (150 m) yfir óbyggðum og 1000 fet (300 m) yfir þéttbýli nema í flug- taki og lendingu. Þessar reglur eru þær sömu og í almannaflugi. Hvað eru margar þyrlur á Íslandi? Í dag eru þær 11, árið 2006 voru þær fimm. Þrjár eru í einkaeigu, þar af er ein heimasmíðuð. Hvaða reglur gilda um flug þyrlna? Helsti munur á flugi þyrlna og annarra loftfara er að lenda má þyrl- um utan valla utan þéttbýlis með leyfi landeiganda, en slíkt má ekki án leyfis Flugmálastjórnar á flugvélum. Vilji nágranni kvarta yfir lendingum utan valla utan þéttbýlis þá er það á grundvelli grenndarréttar sem ná- granni getur gert athugasemdir, t.d. ef meiri hávaði eða ónæði er af flug- inu en eðlilegt má teljast. S&S Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegir sumarkjólar á stórútsölu 50% afsláttur Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is Afmælisþakkir Öllum sem heimsóttu okkur á afmælishátíðina á Staðarbakka 28. júní sl. færum við hugheilar þakkir fyrir gjafir, góðar óskir og hlý orð. Kóra- fólkinu fyrir ljúfan söng. Síðast en ekki síst þökkum við þeim sem lögðu fram ómælda vinnu við undirbúning og skipulag. Dagurinn verður okkur ógleymanlegur. Guð blessi ykkur. Anna Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson. Hlýr nærfatnaður í útileguna, stuttar og síðar Litir: Beinhvítt og svart Óbreytt verð Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Í EINA tíð þegar stjarna Michael Jordan skein sem skærast í NBA-deildinni í körfuknattleik greip um sig æði alls staðar í heiminum. Ungmenni klæddust Jord- an-skóm og þegar menn voru ekki að æfa sniðskotið úti á næsta velli voru þeir að skiptast á körfuboltamynd- um. Rauða spjaldið var líka vinsælt og krakkar fylltu möppur sínar með íslenskum knattspyrnumönnum. Síðan kom poxið og ungmenni þessa lands köstuðu járnhlunki í stafla af hringlaga pappaspjöldum. Snudd- urnar nutu líka mikilla vinsælda og krakkar sáust vart úti nema með hrúgu af misstórum snuðum úr plexigleri dinglandi um hálsinn. Í dag safnar yngri kynslóðin svo- kölluðum Yu-gi-oh-spilum. Yu-gi-oh-spilið er byggt á vinsælum japönskum manga-teiknimyndum. Spilið er gríðarlega vinsælt um allan heim en þó aðallega í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Spilið gengur út á að reyna að fella óvininn með útsjónarsemi og beita svokölluðum skrímslaspilum til þess. Skrímslaspilin eru mismunandi sterk og sér- staklega merkt eftir stöðu, árásarstigum og varn- arstigum. Hver leikmaður má hafa allt að fimm skrímslaspil í leik á hverjum tíma. Þeir sem eldri eru spila Magic, en það eru sambæri- leg söfnunarspil. Í Magic er sá sem spilar galdramaður sem setur niður ýmsa vætti og reynir að fella andstæð- inginn með brögðum. Kortaspil af þessum toga eru ekki hlutverkaspil og eru einfaldari í notkun en hlut- verkaleikir eins og Djöflar og dýflissur, en slíkir leikir eru í bókum, oft á ensku, sem krefjast töluverðrar yf- irlegu af leikmanninum. Verslunin Nexus á Hverfisgötu stendur fyrir mótum á föstudögum í bæði Yo-gi-oh og Magic þar sem leik- menn mætast í keppni og láta reyna á færni sína í spil- unum. thorbjorn@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Yu-gi-oh spil njóta vaxandi vinsælda hér á landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.