Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 19 MENNING LÍKT og hann gerði í síðustu skáld- sögu sinni, Laugardagur, þar sem atburðarásinni vatt fram á einum sólarhring, er ytri tímarammi nýj- ustu skáldsögu breska rithöfundar- ins Ians McEwans, Brúðkaups- nóttin, afar knappur. Frásögnin á sér stað á aðeins nokkrum klukku- stundum, frá kvöldi til næsta morg- uns, og titill íslenskrar þýðingar Ugga Jónssonar tekur af allan vafa um hvers konar nótt sé hér á ferð- inni (upprunalegur titill bókarinnar er óræðari, On Chesil Beach). Þessi hæggenga tímaskynjun, þessi rann- sókn á smáatriðum hversdagsins, skapar óþægilegt og jafnvel þrúg- andi andrúmsloft og í báðum skáld- sögunum reynist frásagnarmátinn aðferð til að sýna hvernig heilt lífs- hlaup getur hrokkið út af sporinu á einu andartaki. Nýja bókin á það líka sameiginlegt með Laugardegi að taka til umfjöllunar samband sjálfsverunnar við félagslegan veru- leika, að innleiða á þematískan hátt tíðaranda og strauma og báðar halda þær á lofti eins konar tesu um að einstaklingurinn sé harla lítils megnugur andspænis annars vegar eigin þrám og löngunum og hins vegar tilviljanakenndum framgangi hins síðkapítalíska samfélags. Þá eru báðar skáldsögurnar afskaplega melódramatískar á köflum. Síðastnefnda einkennið er nokkuð sem má e.t.v. tengja frásagnargleði McEwans, hann leitast við að skapa lesvæna upplifun og leggur jafnan mikið á sig til að grípa lesandann, hann er góður plottari og notar þennan hæfileika til að skapa æsing og spennu. Brúðkaupsnóttin er gott dæmi um það, upphafið er grípandi, kaflaskiptingar eru til þess fallnar að skapa spennu, og það tekst höf- undi að gera þótt atburðarásin sé að nafninu til frekar lágstemmd. Þá gerir vandvirknislegur og yfirvegaður stíll McEwan að sjálfsögðu vart við sig, lesandi fylgist aðdáunarfullur með því hversu ná- kvæmlega höfundur kortleggur samspil tveggja líkama, hvern- ig örlitlar hreyfingar, andvörp og augnatillit verða merkingar- þrungin og síðan hvernig hann kemur því áleiðis að öll þessi líkamlegu boðskipti eru hroðalega mis- skilin. Bókin fjallar um margbreytileg gervi ástarinnar og hvað sjálfsmyndin getur verið marg- brotin, ávallt í brotum. Árið er 1962 og aðalpersónur bók- arinnar, þau Edward og Florence, eru stödd á hóteli, tekið er að kvölda á brúðkaupsdegi þeirra og þau eru nýsest til að snæða saman róm- antískan kvöldverð. Fyrsta setning bókarinnar hljómar svo: „Þau voru ung, menntuð og bæði óspjölluð þegar kom að brúðkaupsnóttinni, og það voru þeir tímar að ekki kom til greina að ræða um kynlífsvanda- mál“. Í þessari málsgrein er skýr vísbending um það sem koma skal, kynlífið á brúðkaupsnóttinni fer úr- skeiðis, nokkuð sem skilur eftir sig svöðusár. Hér og víðar í bókinni er líka skírskotað skemmtilega til þess sem ljóðskáldið Philip Larkin lýsti eitt sinn á eftirfarandi veg: „Sexual intercourse began / In nineteen sixty–three / (Which was rather late for me) / Between the end of the Chatterley ban / And the Beatles’ first LP.“ Að hluta til, líkt og í ljóði Larkins, er það tíðarandinn sem heldur aftur af Edward og Florence, þau eru uppi á óheppilegum tíma fyrir líkamann. En þannig leggur höfundur líka töluverða áherslu á hugmyndina um að vera á mörk- unum, parið er á mörkum nýrrar reynslu, og án þess að vita það eru Edward og Florence að upplifa endimörk þess gamla og upphaf nýrra tíma. Sögumaður bendir margoft á að aðeins fá- ein ár eru í framkomu ’68 kynslóðarinnar. Reynsluleysi er þó ekki það sem málið snýst um. Erfiðleikar brúð- kaupsnæturinnar tengjast velgjukennd- um ótta Florence við kynlíf, og McEwan fer á kostum þegar hann lýsir því sem á einum stað er nefnt „leynilegt samband andstyggðar og alsælu“, en þar er átt við ást Florence á manni sínum, en óbeit hennar á nánu sam- neyti. Í gegnum bókina er ýjað að heldur ófrumlegri skýringu á við- horfi Florence, hún kann að hafa verið misnotuð af föður sínum, en á heildina litið er McEwan eins og loftfimleikamaður þar sem hann heldur jafnvægi milli innlifunar og fjarlægðar (en líkt og í Friðþægingu er hlutverk sögumanns hér afar at- hyglisvert). Þetta er bók sem sannar í enn eitt skiptið þvílík yfirburðartök McEwan hefur á formi raunsæisskáldsögunn- ar og þýðing Ugga virðist mér afar góð. Nákvæmar og taktfastar lýs- ingar og langar setningar McEwans skila sér vel. BÆKUR Þýdd skáldsaga Ian McEwan Þýðandi: Uggi Jónsson Bjartur. Reykjavík. 2008. 160 bls. Brúðkaupsnóttin Björn Þór Vilhjálmsson Ian McEwan Margbrotið tilfinningalíf ein stærstu myndlistarver©laun í heims kynna 26 norræna myndlistarmenn í listasafni kópavogs – ger©arsafni hamraborg 4 | kópavogi | 19. júní – 10. ágúst opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17 lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15 www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com SÍ© ASTA S∞N IN GARH ELGI ! Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „SÖFNIN geyma mikilvæga þekk- ingu um uppruna okkar, sögu og menningararfleifð,“ segir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, sem skipuleggur Ís- lenska safnadag- inn á morgun. Hann er nú hald- inn í ellefta sinn. „Þarna kemst fólk í návígi við gripina sjálfa og getur jafnvel fengið að snerta þá suma. Ná- lægðin er svo dýrmæt, að geta séð og handfjatlað hluti sem tengjast fyrri tímum.“ Sérstök áhersla er lögð á það á safnadaginn að þar sé eitthvað í boði fyrir alla fjölskylduna og það er ekki bundið við vísitölufjölskylduna. „Allar fjölskyldur eiga erindi á söfn, sama hvernig þær eru sam- settar. Það eiga allir að geta notið þess að koma og eiga skemmtilegan dag,“ segir Rakel. Eftir því sem samfélagið verður fjölbreyttara seg- ir hún meiri þörf fyrir söfnin. „Nú er til dæmis uppruni fólksins orðinn fjölbreyttari. Innflytjendur eru orðnir hluti af sögunni og söfnin hafa verið að skoða þetta, hvernig við erum að þróast út í fjölbreyttara samfélag og hvernig við bregðumst við því.“ Á söfnum gefst líka ólíkum kyn- slóðum tækifæri til þess að deila þekkingu sinni á ýmsum hlutum. „Heimsóknir á söfn stuðla að sam- heldni samfélagsins með því að geyma vitneskjuna um það hvernig það var og hefur þróast. Til þess að vita hvert við eigum að stefna þá verðum við að vita hvernig hlutirnir voru.“ Tvö íslensk söfn, Þjóðminjasafnið og Síldarminjasafnið, hafa fengið Verðlaun Evrópuráðs safna og Rak- el segir það merki um það að safna- starf hér sé sambærilegt við það sem þekkist í nágrannalöndunum. „Starfið er í miklum blóma á Íslandi og það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Sú þróun sem við hjá Safnaráði myndum svo vilja sjá er að stóru söfnin okkar yrðu styrkt enn frekar og gerð að þeim miðstöðvum safna- starfs sem þau eiga að vera. Þar á fagleg þekking á öllum sviðum safnastarfs að vera til staðar svo að minni söfn, setur og sýningar geti leitað þangað eftir ráðgjöf.“ „Allar fjölskyldur eiga erindi á söfn“ Íslenski safnadag- urinn haldinn há- tíðlegur á morgun Rakel Halldórsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar Safngripir Starfsfólk Árbæjarsafns sýnir réttu handtökin við Nintendo leikjatölvur og önnur leikföng. UM HELGINA verða Kristinn H. Árnason gítarleikari og Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari á ferð um Norðurland með létta og fallega efnisskrá fyrir víólu og gítar. Þar er Sónata eftir Vi- valdi, spænsk lög og nokkrar perlur úr ís- lenskri sönghefð. Helga og Kristinn hefja leik á byggða- safninu Hvoli á Dalvík kl. 14 í dag. Í kvöld kl. 21 halda þau svo tón- leika í Reykjahlíðarkirkju en annað kvöld verða þau í Skútustaðakirkju, og tónleikarnir þar byrja líka kl. 21. Spænskt og syngjandi Sumarstemmning Helga Þórarinsdóttir og Kristinn H. Árnason spila fyrir norðan. Á MORGUN verða Íslensku safnaverðlaunin afhent og eru þrjú söfn tilnefnd: Minjasafnið á Akureyri, Safnasafnið á Sval- barðseyri og Byggðasafn Vest- firðinga á Ísafirði. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í vikunni afþakkaði Níels Hafstein forstöðumaður Safnasafnsins tilnefninguna, en safnið kemur samt til álita. Safnaverðlaunin LANGFLEST söfn og setur lands- ins taka þátt í safnadeginum á morgun og mörg þeirra sem alla jafna rukka gesti um aðgangseyri sleppa því í tilefni dagsins. Að- gangur er ókeypis á þá viðburði sem hér eru upptaldir.  Listasafn Reykjavíkur tekur á móti gestum í öllum þremur hús- um safnsins, Hafnarhúsi, Ás- mundarsafni og á Kjarvalsstöðum þar sem sérstök fjölskylduleið- sögn verður klukkan 15.  Í Árbæjarsafni verður skipu- lögð leikjadagskrá frá 13 til 16 í tengslum við sýningu um leiki og leikföng barna á 20. öld. Félagar í Faldafeyki mæta í faldbúningum og Vélhjólafjelag gamlingja sýnir glæsilega mótorfáka.  Listasafn Íslands hefur nýlega opnað sumarsýningu eins og lesa má um hér til hliðar og fjölskyldu- leiðsögn verður um hana kl. 14.  Náttúrufræðistofa Kópavogs verður með dagskrá frá 14 til 17 þar sem þorskakór syngur og fræðast má um plöntur, krabba og kúluskít.  Víkin-Sjóminjasafnið í Reykja- vík, verður með leiðsögn um varð- skipið Óðin og sanna draugasögu í lúkar klukkan 14 og 15.  Safnahús Borgarfjarðar verður með leiðsögn á heila tímanum á milli 13 og 18 um sýninguna Börn í hundrað ár.  Í Laufási í Grýtubakkahreppi verður starfsdagur í Gamla bæn- um frá 13 til 17 þar sem sýnd verða horfin vinnubrögð. Helstu viðburðir Tæmandi dagskrá má finna á vefsíðunni www.safnarad.is Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.