Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
essi lög eru perl-
ur, hluti af
menningarlegri
arfleifð. Hug-
myndin að baki
útgáfunni var að
safna saman
gömlum lögum
og setja í nýjan búning. Flest þess-
ara laga eru eftir íslenska höfunda,
þó eru þarna nokkrir nýbúar sem
hafa fengið íslenskan ríkisborg-
ararétt og eru orðnir samofnir þjóð-
arsálinni. Undir bláhimni er til
dæmis frá Hawai, Blærinn í laufi er
eftir Stephen Foster og Ég hef
elskað þig frá okkar fyrstu kynnum
er danskt. Öll þessi lög eiga það
sameiginlegt að vera elskuð af þjóð-
inni,“ segir Björgvin Halldórsson
um Íslandslög 1–7 sem eru komin
út í einum kassa.
Sagan á bak við þessa miklu og
merkilegu útgáfu er sú að þegar
Björgvin rak hljóðverið Sýrland
færði hann það í tal við útgefanda
sinn og Gunnar Þórðarson hvort
ekki væri kominn tími til að draga
fram íslenskar söngperlur og setja
þær í hátíðarbúning. Björn G.
Björnsson, náinn félagi og sam-
starfsmaður Björgvins, sem gerði
garðinn frægan með Savanna-
tríóinu, stakk upp á að nefna verk-
efnið Íslandslög. Björgvin og Gunn-
ar hófust handa við að velja sönglög
og dægursöngva frá hinum ýmsu
tímum. Gunnar stýrði vinnslunni og
útsetti, Björgvin söng þrjú laganna,
en fjöldi annarra listamanna kom
við sögu á þessari fyrstu plötu Ís-
landslaga, Songs of Iceland, sem
kom út 1991.
Þremur árum síðar tók Björgvin
upp þráðinn á nýjan leik, fékk út-
setjarann Jon Kjell Seljeseth í hóp-
inn og úrvals tónlistarfólk og
söngvara til liðs við sig. Önnur plat-
an lagði grunninn að heilum útgáfu-
flokki sem Björgin hefur stýrt og
notið góðs stuðnings félaga síns
Þóris Baldurssonar. Lögin eru orð-
in 87 talsins. Björgvin segir að
framhald verði á útgáfunni enda sé
af nógu að taka í lagavali.
Mikið var gaman þá
Geturðu útskýrt hvað það er í
sambandi við þessi lög sem gerir að
verkum að fólk verður glatt og því
líður vel af því að hlusta á þau?
„Þegar fólk á miðjum aldri heyrir
þessi gömlu lög man það eftir
bernsku sinni þegar allt virtist ein-
faldara en það er í dag og miklu
skemmtilegra. Þá var ekkert ís-
lenskt sjónvarp. Ríkisútvarpið var
sá miðill sem miðlaði tónlistinni.
Fólk sem átti sjónvarp horfði á
Kanann. Þá var lífið einfaldara. Nú
er áreitið svo mikið, maður vaknar
upp á morgnana, fær sér kaffi og
tekur Moggann og öll fríblöðin og
fréttunum og upplýsingunum rignir
yfir mann. Við förum á netið og
fáum fleiri fréttir næstum því á
þeirri mínútu sem þær gerast.
Þegar maður heyrir þessi lög fer
maður aftur í tímann og hugsar:
Mikið var gaman þá. Lögin skapa
einhvers konar fortíðarþrá í hugum
fólks.
Svo má ekki gleyma því hversu
mörg þessara laga eru tónlistarlega
flott: Nú sefur jörðin, Rósin, Þú
eina hjartans yndið mitt … það er
hægt að telja áfram endalaust.“
Hafðir þú dálæti á þessum lögum
þegar þú varst að byrja feril þinn
sem poppari?
„Heima hjá mér í gamla daga var
mikill áhugi á tónlist og þó nokkuð
mikil þekking á þessum gömlu ís-
lensku dægurlögum. Þegar ég byrj-
aði í poppinu sextán ára gamall þá
heyrði ég þessi lög auðvitað í út-
varpinu en þau vöktu engar sér-
stakar tilfinningar hjá mér þá. Þau
voru bara hluti af því að alast upp.
Þessi lög hljómuðu daginn út og inn
á öldum ljósvakans. Ef eitthvað var
þá fannst mér sum hver frekar hall-
ærisleg en þegar maður þroskast
hefur maður að lært að meta þau
miklu betur. Það er bara eins og
með svo margt annað. Smekkur
manns breytist og vonandi til hins
betra. Verðum við ekki flest vitrari
með árunum og reynslunni ríkari?
Pabbi hafði yndi af þessum lög-
um og fannst gaman að syngja þau
á góðum stundum og þegar byrjað
var á Íslandslagaútgáfunni hjálpaði
hann mér stundum við að velja lög
á diskana. Á þessum diskum eru
lög við ljóð stórskálda eins og Jón-
asar Hallgrímssonar og Davíðs
Stefánssonar, en báðir eru í sér-
stöku dálæti hjá mér. Hjá þessum
gömlu ljóðskáldum er allt á auð-
skildu máli, engin tilgerð. Á Ís-
landslög 3 söng ég Ég bið að heilsa
með Karlakórnum Fóstbræðrum og
eins einkennilega og það hljómar
var það lag eitt það vinsælasta í
þekktum útvarpsþætti í norska rík-
isútvarpinu þar sem leikin eru
óskalög.
Sjálfur finn ég að útgáfa þessara
diska hefur orðið til að auka mjög
áhuga minn á ljóðum, sérstaklega
þeim sem músík er í. Um daginn
var ég að lesa ljóð Páls Ólafssonar í
nýrri útgáfu frá Sölku og varð stór-
hrifinn. Það væri gaman að gera
lög við sum þeirra ljóða. Kannski á
ég það eftir.“
Heldurðu að ungt fólk nái sam-
bandi við þá tónlist sem er í Ís-
landslagakassanum?
„Já, fólk sem er þannig alið upp
og hefur fengið að kynnast þessum
lögum í gegnum foreldra sína og
afa og ömmur. Sumir hafa haft eng-
an aðgang að þessari tónlist og hafa
engan áhuga á henni. Aðrir líta nið-
ur á þessa tónlist og ég skil ekki
þannig fólk. Allt byrjar heima hjá
fólki. Hvað hlustarðu á sem barn?
Börnin mín hafa hlustað á alls kon-
ar tónlist, Al Jolson, Ellu Fitzger-
ald, Ray Charles, Louis Armstrong,
Elvis, Hauk Morthens, Ragga
Bjarna og Ellý frá því þau voru í
vöggu. Þau eru vel upplýst í dæg-
urlagasögunni og það hefur skilað
sér.“
Sögurnar bak við slysin
Börnin þín, Krummi og Svala,
hafa fylgt í fótspor þín og eru tón-
listarmenn. Er erfitt að sjá þau fara
sama veg og vita af hættunum sem
þau kunna að mæta?
„Ég hvatti þau ekki til að fara í
þennan bransa, reyndi frekar að
letja þau ef eitthvað var. Þau eru
alin upp við tónlist frá vöggu og
verða að fá að velja sér eigin braut.
Þau hafa meiri tök á því sem þau
eru að gera en ég hafði á þeirra
aldri. Ég er mjög stoltur af þeim.
Þau eru mjög sjálfstæð – eins og
karl faðir þeirra. Mér finnst það
bara ágætt. Það er ekki hægt að
leiða börnin sín í gegnum allt lífið,
jafnvel þótt maður glaður vildi. Ég
leyfi þeim að gera sín mistök en
vek stundum máls á því ef mér
finnst eitthvað mega betur fara.
Svo er það þeirra að meta hvernig
þau taka því. En auðvitað veiti ég
þeim aðstoð.
Krummi er í hljómsveitinni MÍN-
US og einnig í annarri hljómsveit
sem heitir Esja og er að gefa út
sína fyrstu plötu. Ég er að hjálpa
þeim við þá útgáfu. Svala er í
hljómsveit sem heitir Steed Lord
sem er á leið til Bandaríkjanna í
tónleikaferð og þau ætla sömuleiðis
að gefa út sína fyrstu plötu og ég
aðstoða við það. Það er ýmislegt
skemmtilegt að gerast í kringum
krakkana. Ég nýt þess að fá að
taka þátt í þessu með þeim“
Dóttir þín lenti í alvarlegu bíl-
slysi fyrir ekki svo mjög löngu. Það
hlýtur að hafa verið mikið áfall.
„Maður les í blöðunum um slysin,
finnst auðvitað leitt að þau hafi átt
sér stað og maður finnur til með
fólkinu sem lendir í þeim, en svo
heldur lífið áfram. Ég skil núna
þær mörgu sögur sem eru á bak við
hvert það slys sem fjölmiðlar segja
frá.
Mér finnst engin ástæða til að
ræða um þetta slys í smáatriðum.
Við hjónin vorum nánast með Svölu
og félögum hennar á gjörgæslu
fyrstu vikurnar. Slysin gerast
skyndilega en batinn getur tekið
langan tíma. Þetta var áfall sem tók
tíma fyrir alla sem það snerti að
jafna sig á, reynsla sem maður ósk-
ar engum að lenda í.“
Trúirðu á æðri handleiðslu?
„Já, það er eitthvað sem stýrir
þessu öllu. Ef maður hefur ekkert
haldreipi í tilverunni, ekkert til að
trúa á, þá er nú lítið varið í þetta
allt saman. Þá ætti maður bara að
breiða upp fyrir höfuð. Það var svo
sannarlega æðra máttarvald sem
vakti yfir krökkunum þegar þau
lentu í þessu slysi “
Þú ert þekktur fyrir snögg til-
svör sem geta stundum verið ansi
Lífsgleði „Ég myndi segja að ég sé nokkuð lífsglaður þótt ég sé ekki stöðugt eins og hlæjandi potthlemmur.“
Algjör kettlingur inn
Efteir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Mér finnst engin ástæða til að ræða um þetta slys
í smáatriðum. Við hjónin vorum nánast með Svölu
og félögum hennar á gjörgæslu fyrstu vikurnar.
Slysin gerast skyndilega en batinn getur tekið
langan tíma. Þetta var áfall sem tók tíma fyrir alla
sem það snerti að jafna sig á, reynsla sem maður
óskar engum að lenda í.“