Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 24
lifun
24 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
P
arhúsið reis fyrir tæp-
um 20 árum. Þar hafa
búið frá upphafi
Kristján Aðalbjörns-
son og Guðbjörg Egg-
ertsdóttir, í öðrum húsinu, og
sonur þeirra Eggert og tengda-
dóttirin Selma Einarsdóttir í
hinu. Töluverð fyrirhöfn var að
grafa fyrir húsinu því fleyga
þurfti berghelluna þegar grunn-
urinn var grafinn. Fyrirhöfnin
minnkaði ekki þegar kom að því
að ganga frá garðinum sjálfum.
Kristján segir að í byrjun hafi
verið meiningin að slétta lóðina
næst húsinu en þegar fjær dró
reyndist þetta ekki vinnandi veg-
ur. Þar voru menn komnir í berg
sem ómögulegt hefði verið að
losa sig við.
Spúlaði hellurnar
Margur hefði þá kannski valið
að láta aka óteljandi bílhlössum
af mold í lóðina og þekja svo yfir
allt saman. Svo var þó ekki í
þessu tilfelli. Guðbjörg fékk þá
hugdettu að reyna að skola möl
og leir ofan af hellunum og eyddi
í það ófáum vinnustundum. Hún
segir að Kristján hafi helst ekk-
ert viljað af þessu vita til að
byrja með en hún lét það ekki á
sig fá, hélt ótrauð áfram og með
hjálp fjölskyldunnar tókst að
hreinsa leirinn af hellunum.
Kristján viðurkennir að hann og
fleiri hafi þurft að moka upp
leirnum, út á götu og aka svo því
sem ekki átti að verða í garðinum
beint í Sorpu. Hann viðurkennir
líka að hann sé ánægður með ár-
angurinn af „steinþvotti“ eig-
inkonunnar.
Reyndar verður að viðurkenna
að í öðrum enda garðsins, hjá
þeim Eggert og Selmu, er smág-
rasflöt og meira að segja nokkur
hávaxin tré. Þar hefði þurft
mikla vinnu ef ætlunin hefði ver-
ið að komast niður á fast. Gras-
flötin var því góður kostur og
gerir garðinn í heild jafnvel enn
skemmtilegri en ekki hefur verið
gerð tilraun til að skipta honum á
nokkurn hátt þótt tvær fjöl-
skyldur búi í parhúsinu.
Tjörnin er garðprýði
Við húsið hefur verið smíðaður
nokkuð breiður pallur, sem að
vísu er skipt í tvennt en meðfram
honum endilöngum er frábær
tjörn! Þegar rignir fyllist tjörnin
af vatni og sömuleiðis allir bollar
í steinhellunni í kring, en í lang-
varandi þurrkum minnkar vatnið
og þá þarf að bæta í hana svolitlu
vatni. Í tjörninni er dæla sem
dælir vatni upp í steinbolla sem
er í hellunni ofan við hana. ÚrGóður leikvöllur Sigurður situr flötum beinum á klettinum en krakkarnir hafa gaman af að leika sér í garðinum.
Listaverk
náttúrunnar
í grjótgarði
í Grafarvogi
Flestir garðeigendur vilja helst vera með rennisléttar
grasflatir og snyrtileg blómabeð í görðum sínum. Í
garði við parhús í Grafarvogi eru hins vegar berghell-
ur og grjót sem ísaldarjökullinn skildi eftir sig í aðal-
hlutverki. Fríða Björnsdóttir skoðaði skemmtilegt
náttúrulistaverk.
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
RAUÐVÍNIN frá Rioja eruað mörgu leyti eins ogklettar í hafinu. Það erávallt – eða að minnsta
kosti undantekningalítið – hægt að
treysta á að þau standi fyrir sínu.
Úrvalið í vínbúðunum er líka ágætt
og þar má fá mörg mjög frambærileg
vín frá þessu héraði. Að þessu sinni
skoðum við jafnt vín frá vínhúsi sem
segja má að sé „góðkunningi“ ís-
lenskra vínneytenda sem nýja full-
trúa Rioja í búðunum.
Það er komið vel á annan áratug
frá því að fyrstu vínin frá Montecillo
komu til Íslands og mjög snemma
ruddu þau sér til rúms sem einhver
vinsælustu rauðvín landsins. Vínin
stóðu ágætlega undir þeirri upphefð,
þetta er gæðavínhús í eigu Osborne-
fjölskyldunnar, sem leggur mikið
upp úr vínum sínum. Stíllinn, sem er
ekki alveg klassískur þar sem eik-
artunnurnar sem notaðar eru við
víngerðina, eru franskar en ekki
bandarískar, líkt og hefð er
fyrir í Rioja. Þetta setur
mark sitt á vínin sem eru
„franskari“ – örlítið stífari –
en mörg önnur Rioja-vín.
Kíkjum á þá árganga
sem nú eru í boði.
Montecillo Crianza
2003 er grunnvínið
frá vínhúsinu, þurr
angan, þarna má
finna kryddjurtir,
vott af kaffi og rauð
ber, milda eik og
tannín. Eins og
ávallt eru góð kaup
í þessu Rioja-víni.
1.290 krónur. 87/
100
Montecillo Re-
serva 2002 er vín
sem er meira að
upplagi og hefur
verið geymt leng-
ur jafnt á flösku
sem tunnu áður en það fer á
markað. Í nefi eleg-
ant með þroskuðum
kirsuberjum, allt að því sultuðum,
vanillu og vindlatóbaki.
Mjúkt, þétt og vel upp-
byggt. Með rauðu
kjöti.1.590 krónur. 88/
100
Montecillo Gran Re-
serva 2001 mjúkt og
þægilegt með kaffi,
súkkulaði, svörtum
ólívum og dökkum
ávöxtum í nefi.
Mjúkt og rúnnað, ör-
lítið kryddað með
ágætri endingu.
Reynið með nauta-
kjöti og mildri villi-
bráð á borð við hrein-
dýr, varist þó sætt
eða sýruríkt meðlæti.
1.990 krónur. 90/100
Vínhúsið Bodega y
Vinedos Ortega Esquerro
er nýtt á markaðnum en
vínin eru seld undir nafninu
Soligamar og hafa getið sér
gott orð víða um heim. Þetta
eru kraftmikil vín með dökk-
Góðkunningi íslenskra
vínneytenda
Morgunblaðið/Frikki
vín
ÞAÐ ERU ekki bara konur sem
upplifa minnkaða frjósemi eftir
þrítugsaldurinn, heldur hafa nú
vísindamenn uppgötvað að lík-
amsklukka karlmanna byrjar að
tifa um 35 ára aldur.
Franskir vísindamenn rannsök-
uðu 12.200 pör sem gengust undir
frjósemismeðferð og sáu að
þverrandi líkur voru á árangri ef
karlmaðurinn var eldri en 35 ára.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt að
pörum gengur verr að geta barn
sé karlmaðurinn orðinn 40 ára,
hvort sem getnaðurinn er nátt-
úrulegur eða með hjálp lækna.
Samkvæmt vefmiðli BBC telja vís-
indamenn ástæðuna vera
skemmdir á erfðaefni í sæðis-
frumum.
Aldur kvenna hefur talsvert að
segja varðandi frjósemi og fóst-
urlát, en vísindamennirnir upp-
götvuðu að fósturlát er líka al-
gengara sé karlmaðurinn kominn
langt á fertugsaldur.
Dr. Stephanie Belloc segir
niðurstöðurnar mikilvægar og
mælir með glasafrjóvgun eða
smásjárfrjóvgun í stað hefðbund-
innar tæknisæðingar fyrir eldri
pör sem eiga við frjósemisvanda
að stríða. Þannig sé hægt að velja
sæðisfrumurnar og freista þess að
komast hjá vandkvæðum.
Reuters
Of seinn? Aldur karla og kvenna
getur haft áhrif á ófrjósemi.
Líkams-
klukka
karla tifar
líka