Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Andri Mey-vantsson fædd-
ist 20. nóvember
2001. Hann lést á
Barnaspítala
Hringsins hinn 6.
júlí síðastliðinn eft-
ir stutta en harða
baráttu við krabba-
mein sem greindist
7. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Meyvant
Einarsson, f. 5.
október 1958, og
Þórunn Ólafsdóttir,
f. 8. nóvember 1968. Bróðir
Andra er Sindri, f. 26. ágúst
1998.
Foreldrar Meyvants eru Einar
Jónsson, f. 8. janúar 1932, búsett-
ur í Grindavík, og Helga Jóns-
dóttir, f. 29. nóvember 1933, d.
17. ágúst 1972. Systkini Meyvants
eru Jóna Sigurborg, f. 1954, Jón
Ingvar, f. 1956, Ólöf Ingibjörg, f.
1957 og Gunnar, f. 1959.
Foreldrar Þórunnar eru Ólafur
Björn Þorbjörnsson, f. 14. sept-
ember 1948, maki
Sigurbjörg Karls-
dóttir, f. 22. júlí
1952, búsett á Höfn;
og Lára Guðbjörg
Aðalsteinsdóttir, f.
24. ágúst 1947,
maki Bjarni Sveins-
son, f. 15. maí 1947,
búsett í Reykjavík.
Systkini Þórunnar
samfeðra eru Sig-
urður, f. 1973, Karl
Guðni, f. 1974,
Bylgja, f. 1980, og
Bára Sigurbjörg, f.
1985, systkini sammæðra eru
Hulda, f. 1973, Bjarney, f. 1979,
og Sveinn Ingi, f. 1980.
Andri ólst upp í Grindavík og
var á Leikskólanum Króki og
lauk 1. bekk úr Grunnskóla
Grindavíkur. Hann stundaði Tai
Kwando þar til baráttan við sjúk-
dóminn hófst en hana háði hann
af miklu æðruleysi og hetjuskap.
Útför Andra fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku litli kúturinn minn,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt, elsku Andri, við
elskum þig endalaust. Guð geymi þig.
Mamma og pabbi.
Elsku Andri, nú er þrautum þínum
lokið en margs að minnast þó árin
hafi ekki orðið mörg, aðeins 6 og ½ ár.
Þú varst alltaf svo glaður og jákvæð-
ur í öllu sem kom vel fram í veik-
indum þínum. T.d. þegar þú varst
orðinn fastur við hjólastól en varst að
tala um að þig langaði til að byrja aft-
ur í fótbolta, þegar þú áttaðir þig á
því að þú gætir ekki hlaupið þá sagð-
irðu að þú gætir þá hjálpað þjálfaran-
um eða verið dómari. Það var lýsandi
fyrir viðhorf þitt, alltaf með lausnir á
öllu. Eins þegar þið fóruð til Disn-
eylands og þú vildir að amma Lára
kæmi með. Þegar þér var sagt að hún
gæti það ekki vegna brjóskloss, þá
var það nú lítið mál í þínum huga, hún
gæti bara fengið hjólastól eins og þú.
Það var mikið gaman í útilegum
okkar og þegar farið var til veiða var
mikill spenningur um hver fengi
stærsta fiskinn. Toppnum var svo
sannarlega náð þegar 5 punda urriði
lá í valnum hjá Andra. Það var stoltur
veiðimaður sem fór ófáar ferðir að
sýna vinunum fenginn sem lá í frysti-
kistunni. Sama átti við um spila-
mennskuna, olsen olsen eða þjóf, eða
svartapétur sem þér fannst ofur
skemmtilegt spil og malaðir þar
flesta.
Spánarferðin í fyrrasumar var
yndisleg og hvað þið frændurnir, þú,
Sindri og Óskar Dagur voruð frábær-
ir saman og öll vandamál leyst í friði
og spekt. Þá voru athugasemdir þín-
ar eins og öldungar væru að komast
að niðurstöðu um hin ýmsu mál, enda
var oft sagt að þú værir gömul sál.
Þegar þú svo hafðir tekið ákvörðun
varð þar engu um breytt, jafnvel þó
nammi væri í boði.
Elsku vinur, dugnaðurinn og hark-
an sem þú sýndir í veikindum þínum
voru með ólíkindum en svona spunnu
örlögin þinn þráð. Þín verður sárt
saknað.
Amma Lára og Bjarni afi.
Elsku Andri, fallegi engillinn minn,
ég trúi því varla að þú sért farinn frá
okkur, alltof fljótt. Þó að við höfum
vitað í hvað stefndi nánast frá því
sjúkdómsgreiningin kom, þá held ég
að maður geti aldrei gert sér í hug-
arlund hversu sárt það er nú þegar
þú ert tekinn frá okkur.
Það er búið að vera rosalega erfitt
að sjá þig berjast í þessum veikind-
um, að sjá breytingarnar á litla orku-
boltanum mínum, sem aldrei var
kyrr, í að vera bundinn við hjólastól
síðustu vikur ævinnar.
Í öllu sjúkdómsferlinu þá varstu
svo ótrúlega duglegur, þú kvartaðir
aldrei og tókst öllu af þvílíku æðru-
leysi og dugnaði. En þú varst líka
þannig í lífinu sjálfu, allt frá fæðingu
hefur öllum verið ljóst hversu ein-
stakur karakter var þarna á ferð.
Eina barnið í heiminum sem ekki var
hægt að múta með nammi, eins og
Bjarni afi sagði, og vísaði þar í þá því-
líku staðfestu sem einkenndi þig alla
tíð. Þú vissir alltaf hvað þú vildir og öll
náttúruöfl heimsins hefðu ekki getað
haggað því. Þá staðfestu og viljastyrk
tókstu með þér inn í sjúkdómsferlið,
enda komstu öllum í kringum þig
stöðugt á óvart og barðist eins og
hetja fram á síðustu stundu.
Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að
hafa fengið þig inn í líf mitt, en finnst
jafnframt svo ótrúlega ósanngjarnt
að þú hafir verið tekinn frá okkur eftir
svona stuttan tíma. Það er svo margt
sem ég á eftir að sakna, ég á sérstak-
lega eftir að sakna þess að þú komir
til mín og tilkynnir mér að ég megi
sko ekki kyssa þig, bara til þess eins
að ég elti þig uppi og kyssi þig og
knúsi. Ég er þó sérstaklega þakklát
fyrir að hafa fengið að eyða tveimur
vikum með þér á Spáni síðasta sumar
þar sem ég fékk að tengjast þér betur
en nokkru sinni. Þar áttum við ein-
staklega góðar stundir þegar þú lást í
fanginu á mér að fá heilanudd, eins og
þú kallaðir það. Það voru einu skiptin
sem þú varst kyrr, litli orkuboltinn,
þá lástu hjá mér og ég rótaði í hárinu
á þér og þú sagðir mér að ég væri sko
uppáhaldsfrænka þín, og annað fal-
legt sem ég mun alltaf geyma með
mér. Enda var heilanuddið orðið fast-
ur liður hjá okkur þegar við hittumst
allt þar til baráttunni lauk.
Það er svo margt í lífinu sem maður
skilur ekki, og ég mun aldrei skilja af
hverju þú varst tekinn frá okkur. Ég
reyni þó að hugga mig við það að þú
sért kominn á stað þar sem þú ert
ekki lengur veikur, þar sem þú þarft
ekki lengur hjólastólinn, þar sem þú
hleypur brosandi um allt eins og þú
gerðir og æfir taekwondo-spörkin þín
í allar áttir.
Elsku Andri, ég sakna þín óendan-
lega mikið, þú snertir alla sem fengu
að kynnast þér með einstökum per-
sónuleika og þú munt alltaf eiga risa-
stóran stað í hjarta mínu. Ég elska
þig að eilífu.
Þín frænka,
Bjarney.
Í Hávamálum segir að þó allt deyi,
fyrr eða síðar sé þó einn hlutur sem
aldrei deyr en það er sá orðstír sem
menn skapa sér í lifanda lífi.
Menn þurfa ekki að vera gamlir að
árum til að skapa ógleymanlegan
orðstír, sterkar minningar sem ekki
fölna svo glatt. Menn þurfa ekki að
vera útlærðir kennarar til að miðla og
kenna okkur hinum um einstakt
æðruleysi og lífssýn. Orðstír og miðl-
un Andra er til eftirbreytni fyrir alla.
Góður drengur er látinn. Eftir sitjum
við hnípinn með hina ósvaranlegu af
hverju spurningu. Barn gekk í gegn
um veikindi sem ekkert barn ætti
nokkru sinni að þurfa að reyna. For-
eldrar, bróðir og náfjölskylda gengu í
gegn um reynslu sem engir ættu að
þurfa að fást við. Á svona stundu er
fátt hægt að segja til huggunar.
Andra var ekki fisjað saman. Ákaf-
lega athugull, greindur og orðhepp-
inn snáði sem hoppaði og skoppaði um
allar grundir þar til síðasta haust að
hann greinist með illvígan sjúkdóm
sem svo ágerðist með ógnarhraða og
leggur lítinn líkama loks að velli.
Frændi og vinur sem gaman var að
heimsækja og frábært að fá í heim-
sókn.
Fjölskyldan hrifinn úr rútínu
hversdagsins í rússíbanaferð tilfinn-
inga og meðferða þar sem margir
smásigrar unnust og óbilandi dugn-
aður og æðruleysi komu í ljós en
orrustan þó töpuð að lokum.
Þórunn, Meyvi og Sindri stóri
bróðir hafa með aðdáunarverðum
hætti og styrk umvafið Andra eins
og kostur er og utan um þau hafa
svo stórfjölskyldurnar staðið. Nú
þarf hins vegar að herða faðmlagið,
taka á sársaukanum og söknuðinum.
Þó að tár komi í augun þegar maður
hugsar um Andra kemur samt alltaf
ósjálfrátt bros líka því það er ekki
hægt að hugsa um Andra nema
brosa. Vonandi þorna tárin með tím-
anum en klárt er að brosið hverfur
ekki þegar hugsað verður um góðan
dreng, stóra sál í litlum líkama.
Sigurður Ólafsson,
Maron Sigurðsson,
Ægir Sigurðsson.
Elsku Andri minn.Við sem feng-
um að kynnast þér, á þinni alltof
stuttu ævi, vitum að nú ertu orðinn
yndislegasti og fallegasti engillinn á
himnum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Gæfa og náð fylgir þér, og þó sárt
sé fyrir fjölskylduna að kveðja þig
þá fékkstu loks hvíld. Í húsi Drottins
býrðu langa ævi, því eins og sagt er
þá deyja þeir ungir sem guðirnir
elska og Guð vildi þig fremur öðrum.
Andri minn, ég bið fyrir þér þar til
við hittumst aftur, engillinn minn,
þinn frændi,
Sveinn Ingi.
Það var síðastliðið haust sem ég
kynntist Andra Meyvantssyni. Þá
hóf hann skólagöngu sína í Grunn-
skóla Grindavíkur fullur tilhlökkun-
ar. Það hvarflaði ekki að neinum þá
að skólaganga hans yrði ekki lengri
en raun bar vitni. Það var mikið áfall
fyrir alla þegar Andri greindist með
alvarlegan sjúkdóm. Við minnumst
Andra sem einstaklega ljúfs drengs
með góða nærveru. Hann var ávallt
tilbúinn til að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Hann var glettinn, kurteis,
prúður og einstaklega tillitssamur. Í
skólanum var hann mjög vinnusam-
ur, vandvirkur og nákvæmur í öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Þrátt fyrir þau alvarlegu veikindi
sem hann átti við að stríða var hann
ávallt jákvæður og tók öllu með jafn-
aðargeði.
Það verður skrítið að hefja aftur
skóla í haust þar sem Andri verður
ekki lengur með okkur, við hefðum
svo gjarnan viljað fá að eiga miklu
fleiri samverustundir með honum.
Við erum þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Andra og geymum í
hjörtum okkar og höldum á lofti
minningu um góðan dreng. Guð
blessi þig og varðveiti minningu
þína. Þórunn, Meyvant og Sindri,
missir ykkar er mikill, megi góður
Guð veita ykkur styrk í ykkar sorg.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Fyrir hönd bekkjarfélaga í 1. B og
allra í Grunnskóla Grindavíkur.
Bryndís Hauksdóttir
umsjónarkennari.
Nú er hann farinn frá okkur þessi
fallegi, hæfileikaríki drengur aðeins
sex ára gamall. Hann var bráð-
greindur, skemmtilegur og hafði
hlýja nærveru. Hann heillaði alla í
návist sinni með sínu fallega brosi og
glettnum augnsvip. Hann sýndi ótrú-
legt æðruleysi og þrautseigju undan-
farna mánuði er hann háði hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Minningin um Andra mun ávallt
lifa í hjörtum okkar. Við vottum ykk-
ur, Þórunn, Meyvi og Sindri, okkar
dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk
til að horfa fram á veg og byggja til-
veruna upp á ný.
Ingunn, Magnús,
Fannar og Ægir.
Elsku Andri, nú er erfiðri baráttu
þinni lokið. Okkur finnst ótrúlegt að
við skulum vera að skrifa minning-
argrein um þig, það er svo stutt síðan
þú varst hjá okkur í leikskólanum,
alltaf varstu þá svo heilsuhraustur. Í
leikskólanum varstu svo vinsæll með-
al barnanna, enda ekki skrítið þar
sem þú varst svo jákvæður og
skemmtilegur strákur, það þótti öll-
um svo vænt um þig. Þú varst svo
flottur strákur, alveg sama hvaða
verkefni þú fékkst, þú skilaðir þeim
alltaf svo vel frá þér.
Góður drengur er nú farinn frá
okkur og eigum við eftir að sakna þín.
Elsku Þórunn, Meyvant, Sindri og
aðrir aðstandendur, við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð, megi minn-
ing um góðan dreng lifa.
Bjartur dagur dofnar,
dýrðar ljómi sofnar
og lítið blóm sem áður lifði hér
fær ljós og yl á stað sem enginn sér.
Frjáls þú flýgur nú
og ferð á vængjum yfir himinbláa jörð.
Frjáls þú flýgur nú
og fegurð heimsins stendur um þig vörð.
(Kristján Hreinsson.)
f.h. Heilsuleikskólans Króks
Erna Rós og
Elva Björk.
Elsku kæri frændi okkar, við
hugsum núna um margar góðar
minningar sem við áttum með þér og
Sindra, í útilegum, veiðiferðum að
eltast við fiskana og góðu áramótin
þegar fjölskyldurnar okkar komu
saman að laga galdradrykkinn sem
var oft hápunkturinn.
Þú munt alltaf vera hetjan okkar
sem gafst aldrei upp og við munum
aldrei gleyma þér, við vitum að nú líð-
ur þér vel hjá englunum. Við kveðj-
um þig, elsku frændi, með söknuð í
hjarta.
Þínir frændur
Jón Einar og
Róbert Snær.
Elsku Andri, það er skrítið hvern-
ig lífið getur breyst og margt sem
erfitt er að skilja að það er ekki bara
sjálfsagt að þú sért hér hjá okkur, en
sagt er að vegir Guðs séu órannsak-
anlegir.
Elsku Andri minn, við fjölskyldan
eigum svo margar góðar minningar
með þér og Sindra, minningar um
hrausta og dugmikla bræður sem við
munum alltaf geyma í hjarta okkar.
Þú sýndir það í veikindum þínum,
elsku Andri, hvað þú gast oft hugsað
hlutina á léttari hátt en við sem eldri
erum, þó að það hafi verið þér erfiðir
tímar oft.
Við þökkum innilega fyrir þann
tíma sem við fengum með þér, elsku
frændi, og við vitum að það eru
margir góðir englar sem passa þig
núna.
Elsku Þórunn, Meyvant og Sindri,
megi góður guð vernda ykkur og
Andri Meyvantsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
KONRÁÐ ÁRNASON,
Brekkugötu 38,
Akureyri,
áður Kringlumýri 27,
lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 9. júlí.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
22. júlí kl. 13.30.
Nanna Kristín Bjarnadóttir,
Björg Konráðsdóttir, Anton Benjamínsson,
Heiðar Geir Konráðsson, Hjördís Stefánsdóttir,
Halldóra Konráðsdóttir, Karl Símon Helgason
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA RAGNA HANSEN,
Lautasmára 3,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 9. júlí.
Útför fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
15. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Arnbjörg Anna Guðmundsdóttir, Gunnar H. Sigurðsson,
Guðný María Guðmundsdóttir, Magnús Árnason,
Guðjón Rúdolf Guðmundsson, Vigdís Sveinsdóttir,
Guðmundur Gils Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800