Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 31
styðja í þessa miklu sorg sem þið gangið í gegnum núna Marta, Gunnar og fjölskylda. Elsku Þórunn, Meyvi og Sindri. Það er erfitt að takmarka fjölda orða við aðstæður sem þessar þrátt fyrir að orðin ein séu innantóm og fátt sé um svör. Það er hreint ekki hægt að ímynda sér hversu erfiðir undanfarn- ir mánuðir og dagar hafa verið ykk- ur. Það hefur verið sárt að sjá ykkur þjást, en tíminn sem við höfum átt með Andra eftir greiningu hefur ver- ið okkur öllum einstaklega dýrmæt- ur. Hvern einasta dag hefur maður sent ykkur fallegar og styrkjandi hugsanir með von um kraftaverk. En allt sem við áttum var von og vilji, sem varð til þess að maður var varn- arlaus og orðlaus á köflum. Við höf- um öll dáðst að elju ykkar, natni, til- litsemi og dugnaði við að gera líf Andra sem bærilegast í veikindun- um. Margt hefur verið brallað og bú- ið til heima fyrir. Allt föndrið, herra- maðurinn sem tók á móti Bryndísi kennara með pípuhatt, í jakkanum frá Einari afa, með sixpenserinn og fleira sem honum datt sjálfum í hug að klæðast til að gera sér dagamun þegar hann komst ekki lengur í skól- ann. Einnig koma upp í hugann minningar á borð við sundlaugina sem Meyvi setti upp í bílskúrnum þegar Andri var viðkvæmur fyrir kuldanum, tjaldið inni í stofu, bíla- brautin mikla (og háværa …!), bú- staðaferðir og útilegustúss með ömmu Láru og Bjarna afa, ferðin austur til Óla afa og Buggu ömmu þar sem við fréttum af ís-rúntum á Druslunni og fjórhjóla ævintýri uppi í Lóni. Sá var sæll á þessum stundum þrátt fyrir allt og allt. Einnig verður mér hugsað til stunda sem við feng- um að njóta með Andra á spítalanum svo sem skemmtanirnar með Óliver, Sveppa og Audda og „Ruslagámi“ sællar minningar. Það hafa svo margir komið að þrautagöngunni miklu og margs er að minnast á stutt- um tíma. Kímni hans og púkalegar athugasemdir koma reglulega upp í hugann, að ógleymdri ferð okkar til EuroDisney. Sú ferð verður gim- steinn í minningunni. Það að horfa upp á litlu hetjuna okkar takast á við veikindin hefur á köflum verið gríð- arlega sárt en iðulega var það hans viljastyrkur sem varð til þess að mað- ur leyfði sér ekki neina eymd. Andri var gömul sál á margan máta og það útskýrir kannski það æðruleysi sem hann sýndi þegar hann tókst á við erfið veikindin. Hann var nú samt bara sex ára og ekki er það mjög langur tími með tilliti til þess að reyna að skilja tilgang lífsins. Þrátt fyrir baráttuna við veikindin þá var hann ávallt blíður, tillitsamur og góð- ur vinur bróður síns og frændsystk- ina. Þið óluð upp frábæran dreng sem var ávallt til fyrirmyndar og gott betur. Nú tökum við utan um hinn gull- molann ykkar hann Sindra og reyn- um að hugga okkur við það að Andri sé laus við sársaukann og valhopp- andi á himnum. Jafnvel að hann taki Tae Kwon Do-æfingarnar sínar fyrir ættingja og vini sem nú opna faðm sinn og leiða hann um skýjaborgir englanna. Þar mun hann sóma sér vel enda var hann og er algjör engill. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran, þýð. Gunnar Dal.) Hulda. Elsku Andri frændi. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Það var rosalega gaman síðast þegar þið bræðurnir komuð austur á Höfn. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt eins og þegar við fórum öll í húsbílnum og fengum okkur ís, spiluðum, fórum í fótbolta og þú varst dómarinn. Þú bjargaðir afa með því að gefa honum rauða spjald- ið því hann var svo þreyttur. Það er gott að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér, því þú varst svo skemmtilegur og góður strákur. Við geymum minningarnar um þig í hjarta okkar. Saknaðarkveðjur – Birta og Ólafur Björn. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 31 ✝ Jón Haukssonfæddist í Reykja- vík 8. maí 1943. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hauks Halldórssonar hús- gagnasmiðs, f. 8. júlí 1909 og Ingunnar Helgu Jónsdóttur húsmóður, f. 7. febr- úar 1909. Systir Jóns er Brynhildur búsett í Bandaríkjunum og hálfbróðir Jóns var Ólafur Jakobsson, látinn. Jón kvæntist 21. september 1968 Svölu Guðnýju Hauksdóttur, f. 4. ágúst 1939. Börn þeirra eru: 1) Haukur, f. 31. janúar 1967, maki Kristbjörg Jónsdóttir, f. 4. október 1967. Börn þeirra eru Auður Tinna Hlynsdóttir, f. 8. september 1987 og Svala Guðný Hauksdóttir, f. 15. október 2003. 2) Bjarki, f. 5. mars 1971, maki Ósk Gunn- arsdóttir, f. 29. mars 1970, Börn þeirra eru Aron Hansen, f. 14. jan- úar 1988, Sunna Lind, f. 4. ágúst 1992 og Gabríel, f. 27. mars 2003. 3) Jóhanna Inga, f. 3. mars 1972, maki Hólmgeir Austfjörð, f. 2. október 1974. Börn þeirra eru Óli Bjarki Austfjörð, f. 13. október 1996, Svala Björk, f. 5. maí 1998 og Jón Ævar, f. 6. nóvember 2003. Jón hlaut hefðbundna skóla- göngu á Selfossi þar sem faðir hans rak húsgagnasmíðaverkstæði og verslun. Hann dvaldist í Banda- ríkjunum sem skiptinemi í eitt ár, varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni með 1. einkunn árið 1964, cand. juris frá Há- skóla Íslands árið 1970 með 1. einkunn og héraðsdóms- lögmaður 1975. Jón fluttist til Vest- mannaeyja árið 1970 og hóf störf sem fulltrúi hjá bæj- arfógetanum í Vest- mannaeyjum 1. júní 1970, skip- aður aðalfulltrúi frá ársbyrjun gosársins 1973 til ársloka. Starfaði sem fulltrúi í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu 1974-1975. Frá árinu 1975 rak hann eigin lög- fræðiskrifstofu, var stunda- kennari í sjórétti við Stýrimanna- skólann í Vestmannaeyjum frá 1971. Jón gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og má þar nefna að hann sat í stjórn Stúd- entafélags jafnaðarmanna á há- skólaárum sínum, var í stjórn Bridgefélags Vestmannaeyja og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Skoð- unarmaður fyrir reikninga Vest- mannaeyjabæjar, yfirkjörstjórn til sveitarfélags- og alþingiskosn- inga. Jón var virkur í störfum Al- þýðuflokksins, Samfylkingar og stjórnmálaflokkum þeim tengdum í Vestmannaeyjum. Útför Jóns verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við missi foreldris kvikna minn- ingar, horft er um öxl og ævin verður að andartaki. Hugurinn leitar allt aft- ur til barnæsku, minnst er föður að leik, ljúfar minningar vakna í hug- skotum. Minnst er föður sem vildi börnum sínum það besta en á sama tíma aðhald og aga. Líkt og sagan sýnir gjarnan er slakað á þegar barnabörnin koma til sögunnar og þá er flest látið eftir sem áður var bann- að. Sú varð raunin með þig, eftir situr ánægja og yndisauki þeirra sem í hlut áttu, hlátur þinn og barnanna hljómar í hugskotum. Hugurinn leitar aftur fram, nú þar sem við fjölskyldan buðum ykkur mömmu að koma með okkur til Dan- merkur núna um miðjan júlí. Boðið var þegið og skipulagning tók við, margt átti að gera, sjá og skoða. Við virtum fyrir okkur nýju gluggana í húsinu ykkar seinnipart sl. laugar- dags, vorum sammála um að vel hefði tekist til, við kvöddumst, síðar kom í ljós að þarna var okkar hinsta kveðja. Þitt síðasta andartak varð í svefni snemma næstu nótt, sennilega best fyrir þann sem kveður en erfitt fyrir þá sem eftir sitja. Litla dóttir mín út- skýrði brotthvarfið næsta morgun þegar ég fór varlega í að flytja henni tíðindin, ekki stóð á svarinu: „Afi er kominn til skýja þar sem hann er með Gismó kisunni okkar og það er gott að vera í skýjunum.“ Hún færði hendi hægri hönd að hjartastað og sagði: „Veistu hvar afi er, hann er hér“. Við- brögðin komu mér í opna skjöldu. Það létti til í sálunni við hjartnæmt svar barnsins. Eins og hún benti á þá var afi hennar farinn í ferðalag sem náði langt fram yfir það sem við höfð- um skipulagt, hann var kominn á stað þar sem honum liði vel að eilífu. Ég óska þér velfarnaðar í nýjum heimkynnum, við hin sem eftir sitjum minnumst þín sem ástríks föður, eig- inmanns, tengdaföður og þess hlut- verks sem þú fannst þig best í, ást- kær afi. Faðir minn kær, ég þakka fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar og bið um leið um góða kveðju til kisunnar frá afastelpu. Þinn sonur, Haukur. Aðfaranótt sunnudagsins 6. júlí fengum við fjölskyldan í Hafnarfirði símhringingu og okkur var sagt að pabbi væri dáinn. Það er svo skrítið að þegar fólk deyr fer maður að hugsa til baka, og hugsar um góðu stundirnar sem við áttum, sérstaklega um Danmerkur- ferðina 1980 þar sem við dvöldum u.þ.b 2 mánuði, þar sem þú fórst með okkur út um alla Danmörku í öll tí- volí, Lególand og fl. Öll ferðalögin er- lendis og innanlands þar sem þú dróst hjólhýsið um allt Ísland og sýndir okkur svona merkustu staði landsins. Ég minnist líka allra veiðitúranna sem þú fórst með okkur í, sérstak- lega ferðin í Grænalæk þar sem met- fiskaðist og hvað þú varst ánægður með daginn. Og í seinni tíð þegar ég var fluttur að heiman og kominn með fjölskyldu sjálfur hringdir þú reglu- lega í mig til að spjalla og minna mig á ýmsa pappíra og fl. Ég minnist þín sem góðmennis og trausts pabba. Að lokum ætla ég að segja við þig það sem ég sagði aldrei meðan þú lifðir: Ég elska þig pabbi. Þinn Bjarki. Elsku pabbi minn Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. g man brosandi augu þín, hönd þína sem leiðbeindi mér arm sem forðaði mér frá vá, og ruggaði mér í svefn. Ég sat á háhesti, þrýsti hönd þína, átti með þér ævintýr. Hlustaði á sögurnar þínar. hló að skrýtlunum undraðist töframátt þinn. Þú ert hluti af lífi mínu, hluti af mér um eilífð (Pam Brown.) Þín dóttir Jóhanna. Köld staðreynd blasir við, ástkær tengdafaðir minn til tæpra 20 ára hefur snögglega kvatt þetta líf. Lífs- loginn hefur á augnabliki verið slökktur. Eftir standa minningar, minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu. Jón átti því einstaka láni að fagna að eignast Svölu sem lífsförunaut. Ljúfari og elskulegri konu er erfitt að finna. Hún bjó þeim einstaklega fal- legt heimili, sem gott er að koma inn á. Missir hennar er mikill nú. Jón var mikill listamaður í sér og gott dæmi um það eru jólaskreyting- ar undanfarinna ára. Þvílíkur metn- aður. Jón var víðlesinn maður og vissi ótrúlega margt, það var hægt að leita til hans með svör við hinum ýmsu spurningum. Jón var líka mikill húm- oristi, alltaf stutt í grínið. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég elskulegan tengdaföður og óska honum góðrar ferðar. Ég bið Guð um að vaka yfir og styrkja Svölu, Hauk, Bjarka og Jó- hönnu í þeirra miklu sorg. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Kristbjörg. Gagnkvæm ást afabarns og afans er fjársjóður. Hinn unga fýsir á haf út, en sá gamli leitar lendingar. Leiðir þeirra skarast og hvor hvetu rannan. Þeir auðgast af handabandi og hlátri, þeir lifa um eilífð í hjarta hvor annars. (Pam Brown.) Þín afabörn Óli Bjarki, Svala Björk og Jón Ævar. Mér fannst mjög gaman að spila við afa minn. Hann er BESTI afi minn. Ég hjálpaði honum að vinna í garðinum og ég vökvaði trén hans og stundum skolaði ég af bílnum með honum. Hann hjálpaði mér líka að læra, skrifa og galdra. Hann var mjög góður maður og mér þótti mjög vænt um hann og hjartað hans. Hann er og verður alltaf bestur. Þín afastelpa Svala Björk. Afi var okkur kær vinur, faðir, eig- inmaður og afi. Hann var sem skip sem sigldi og aldrei vildi stoppa, en nú hafa örlögin sökkt því skipi frá okkur, en það dugir ekki, því að sál hans og andi verður alltaf í hjarta okkar að eilífu. Ekkert slítur hann frá okkur. Því hann lifir en í hjarta okkar og sál. Og við gleymum honum aldrei. Kær kveðja Óli Bjarki afadrengur. Sendu aldrei neinn til að gá hverjum klukk- an glymur, hún glymur þér. Þannig kvað enskt skáld fyrir fjór- um öldum. Þegar líkhringingin kveð- ur við hefur eitthvað horfið af lífs- mynd þess sem eftir lifir. Það á svo sannarlega við þegar ég kveð þig, elsku Jón minn, svona snöggt og fyr- irvaralaust, þakka þér öll árin okkar saman, elsku vinur. Þeir missa mikið sem mikið hafa átt. Sólin brennir nóttina. og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndið mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi solli, og söngur, ef allt er hljótt. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei hvað lífið var fagurt, fyrr en eg elskaði þig. Eg fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð – og við. (Sigurður Nordal.) Þín Svala. Elsku tengdapabbi, ég trúi ekki að þú sért látinn, tekinn frá okkur fyr- irvaralaust. Þegar ég kom inn í þína fjölskyldu tókuð þú og Svala mér og mínum börnum opnum örmum, fyrir það er ég ætíð þakklát. Þú varst víð- lesinn og mikið menntaður maður, en jafn blátt áfram manni hef ég ekki kynnst, þér fannst allt fólk og öll störf áhugaverð. Þú varst góður eig- inmaður, faðir og afi. Lífið verður ekki eins án þín, en minning þín mun lifa í okkar hjörtum. Elsku Svala, Haukur, Bjarki, Jó- hannaog fjölskylda. Guð styrki ykkur í sorg ykkar Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson.) Ósk Gunnarsdóttir og börn. Jón Hauksson ✝ Ástkær faðir okkar, sambýlismaður minn, sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, PÉTUR LEIFUR PÉTURSSON, lést á heimili sínu í Barcelona mánudaginn 7. júlí. Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Erna Pétursdóttir, Dagur Pétursson, Maite Pueyo, Pétur Guðfinnsson, Ólöf Pétursdóttir, Jóhannes Karlsson, Elín Pétursdóttir, Sigurgeir Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT KONRÁÐSSON frá Kistu, lést sunnudaginn 6. júlí. Útför hans fer fram frá Hvammstangakirkju, mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Konráð Eggertsson, Jakobína Guðmundsdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir, Jóhannes Erlendsson, Valdimar Eggertsson, Agnes Magnúsdóttir, Gunnar Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.