Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Brynhildur Jóns-dóttir fæddist á
Litlu-Grund í Arn-
arneshreppi 24. júní
1916. Hún lést á
Hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Ási í
Hveragerði 6. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar Brynhildar
voru Jón Einarsson,
lengst bóndi í Kálfs-
skinni á Árskógs-
strönd, f. 12.10.
1892, d. 21.11. 1981,
og kona hans Rósa
Elísabet Stefánsdóttir, f. 4.12. 1893,
d. 2.2. 1929. Alsystkini Brynhildar
voru Gunnhildur tvíburasystir
hennar, d. 17.10. 2001, tvíburarnir
Helga og Bergrós fæddar 2.2. 1921,
Einar, f. 12.11. 1922, d. 27.10. 2006,
og Þórey, f. 30.8. 1927, d. 21.1.
2008. Yngstur af systkinum Bryn-
hildar er Sveinn Elías, sonur Jóns
Einarssonar og síðari konu hans,
Jóhönnu Margrétar Sveinbjarn-
ardóttur.
Brynhildur fluttist ung með for-
eldrum sínum að Kálfsskinni og
ólst þar upp en fluttist til Hvera-
gerðis 1942 til þess að vinna við
garðyrkju. Þar kynntist hún eig-
inmanni sínum Snorra Geir
Tryggvasyni, f. 8. 11. 1915, d. 30.1.
1969. Foreldrar hans voru Tryggvi
Ágúst Pálsson bóndi á Kirkjubóli
og víðar og kona hans Kristjana
Sigurðardóttir frá Kjalarlandi á
Skagaströnd. Brynhildur og Snorri
Börn þeirra eru Birna Kristín, f. 15.
11. 1976, maki Björgvin Clausen,
börn hennar eru Steindór Karl Ey-
þórsson, f. 28.10. 1996, og Sigrún
Anna Björgvinsdóttir, f. 1.4. 2005;
Jóhannes Geir, f. 8.11. 1983, og
Baldvin Kári, f. 15.11. 1987.
Brynhildur hafði frá barnsaldri
áhuga á blómum og gróðri og starf-
aði alla ævi að ræktun. Auk þess að
reka garðyrkjustöð sinnti hún
landgræðslu og skógrækt í frí-
stundum sínum. Hún var ásamt
fyrri manni sínum stofnandi Skóg-
ræktarfélags Hveragerðis og for-
maður þess félags um tíma. Hún
var einnig heilluð af hálendi Ís-
lands og ferðaðist mikið um fjöll og
óbyggðir í góðum vinahópi.
Það var í slíkum hópi sem hún
kynntist síðari manni sínum, Sig-
urjóni Vilhjálmssyni, f. 19.4. 1910,
d. 15.5. 1994. Eftir fráfall Snorra
hafði Brynhildur rekið garðyrkju-
stöðina Akur ein, en árið 1980 flutti
Sigurjón til hennar og ráku þau
stöðina saman meðan heilsa Sig-
urjóns leyfði.
Brynhildur rak myndarheimili
öll sín búskaparár og þar var
stundum margt í heimili enda áttu
bæði ættingjar og vinir víst athvarf
hjá henni þegar þörf var á. Þegar
börnin uxu úr grasi og um hægðist
gafst henni tími til að sinna margs
konar félagsstarfi sem veitti henni
mikla ánægju. Má þar nefna kven-
félag Hveragerðis og félag eldri
borgara. Árið 1996 heiðraði Hvera-
gerðisbær Brynhildi fyrir störf
hennar.
Útför Brynhildar fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
reistu og ráku garð-
yrkjustöðina Akur í
Hveragerði. Börn
þeirra eru: 1) Elísabet
Björk lífeindafræð-
ingur, f. 3.2. 1945, gift
Kolbeini Ólafi
Indriðasyni. Dætur
þeirra eru: Brynhild-
ur, f. 22. 6. 1970, gift
Harald Holm Glad,
börn þeirra eru Dani-
el Agust, f. 18.5. 1998,
og Selma, f. 20.10.
2005; Ásta Hlín, f. 4.8.
1972, hennar maður
Daði Kristófersson, dætur þeirra
Sólveig, f, 3.3. 1997, Margrét Björk,
f. 6.10. 2000, og Hugrún, f. 12.8.
2006; og Hrönn, f. 29.3. 1983. 2)
Steingrímur Eyfjörð bygginga-
meistari, f. 11.9. 1947, kvæntur
Guðnýju Guðmundsdóttur. Sonur
Steingríms og fyrstu konu hans,
Gróu Halldórsdóttur, er Snorri
Geir, f. 1.5. 1971, synir hans og
fyrrum konu hans Ásdísar Óskar
Ragnarsdóttur eru tvíburarnir
Helgi Valur og Óskar Freyr, f. 29.6.
2002. Sonur Steingríms og ann-
arrar konu hans Kolbrúnar Hálf-
dánardóttur er Hlynur Þór, f. 18.7.
1979, sonur hans er Tristan Smári,
f. 2.2. 2004. 3) Snorri Páll jarðfræð-
ingur, f. 11.7. 1951, kvæntur Lilju
Karlsdóttur. Synir þeirra eru
Fróði, f. 8.2. 1980, og Karl, f. 22.9.
1985. 4) Kristján Tryggvi bygg-
ingameistari, f. 25.6. 1957, kvæntur
Hallgerði Önnu Jóhannesdóttur.
Hún „Binna amma“ fór aldrei
óundirbúin í ferðalag, flanaði ekki
að neinu, las sér til, rýndi í kort og
leitaði upplýsinga, en einmitt það
gerði það að verkum hversu mjög
hún naut sköpunarverks Guðs og
alls þess sem hún upplifði á sínum
ferðum og við aðhlynningu lands-
ins. Henni var einkar lagið að
draga upp myndir af náttúrunni,
fjöllum og fallegum stöðum, miðla
reynslu sinni af uppátækjum og
ýmsum lítt þekktum leiðum.
Á ferðum mínum um Ísland
minnist ég oft hennar frásagna,
lýsinga og aðvarana. Margar leiðir
hef ég leitað uppi og gengið í henn-
ar spor með hennar reynslu að
leiðarljósi en kannski einmitt þess
vegna vita allir mínir vinir og
vandamenn hver „Binna amma“ er.
Mörg þau fjöll sem hún lagði að
fótum sér hef ég lagt mig fram um
að ganga á.
Nú eru dagarnir bjartir og lang-
ir, jörðin skartar sínu fegursta og
hálendið heillar. Einmitt þetta hef-
ur gegnum tíðina laðað Binnu til
ferðalaga, núna í ferðina sem við
stundum köllum „hina hinstu för“,
Binna var vel undirbúin í þessa
ferð eins og hennar var von og
vísa, kannski búin að bíða smá eftir
brottförinni en það var líka eitt af
því sem hún kunni vel, þ.e. að bíða,
fara þegar allt og allir voru til-
búnir, tilbúnir til að sjá af henni.
Umburðarlyndi, víðsýni, kær-
leika og margt margt annað hef ég
henni Binnu að þakka sem ég mun
gera með sjálfri mér og almættinu
en eitt hér, það er hvernig mér
lærðist af henni, bara rétt sí svona
meðfram því að vinna í gróðurhús-
unum, að njóta, lesa og læra ljóð.
Af gleði yfir því og okkar sameig-
inlegu ást á sköpunarverki Guðs
kveð ég mína gömlu tengdamömmu
og kæra vinkonu með þessu ljóði
eftir Jóhannes úr Kötlum.
Af þér er ég kominn undursamlega jörð:
eins og ljós skína augu mín á blóm þín
eins og snjór lykja hendur mínar
um grjót þitt
eins og blær leikur andardráttur minn
um gras þitt
eins og fiskur syndi ég í vatni þínu
eins og fugl syng ég í skógi þínum
eins og lamb sef ég í þínum mó.
Að þér mun ég verða undursamlega jörð:
eins og sveipur mun ég hverfast
í stormi þínum
eins og dropi mun ég falla í regni þínu
eins og næfur mun ég loga í eldi þínum
eins og duft mun ég sáldrast í þína mold.
Og við munum upp rísa
undursamlega jörð.
Gróa Halldórs.
Að morgni sunnudags 5. júlí
kvaddir þú þennan heim. Þú fékkst
þína hinstu ósk uppfyllta og sofn-
aðir svefninum langa átaka- og
sársaukalaust. Þú fylgdist með
okkur fram á síðasta dag þó að
dregið væri af þér undir það síð-
asta. Þú varst okkur alltaf hlý og
góð og kenndir okkur svo margt á
lífsleiðinni. Það er skrýtið að amma
sé ekki meðal okkar lengur en þú
markaðir djúp spor í líf okkar og
minningin um þig og það sem við
áttum saman mun ávallt fylgja
okkur. Mikið eigum við eftir að
sakna þín elsku amma Binna.
Þú varst amma með stórt hjarta
og góðan faðm. Hvernig þú
straukst okkur um vangann og
horfðir blíðum augum á okkur
gleymum við aldrei. Ávallt yndisleg
og þolinmóð, sama hvað gekk á
þegar við vorum litlar. Það var allt-
af spennandi að koma til þín í
heimsókn, spila rommý, fá frost-
pinna eða kleinur eða fara upp á
loft og leika með gömul og skrýtin
leikföng og búninga frá því mamma
og strákarnir voru börn. Þú tókst
okkur með upp á fjöll og í Ham-
arinn, út í gróðurhús og í berjat-
ínslu.
Náttúran var þér mikilvæg og
átti stóran þátt í þínu lífi. Þú lagðir
ómælda vinnu í skógrækt og lifðir
af náttúrunni eins og þér var unnt.
Þú kenndir okkur ekki bara að
rækta garðinn, grænmeti og aspas,
heldur líka hvernig maður bakar úr
fjallagrösum og gerir te úr blóð-
bergi. Hugmyndir þínar voru óend-
anlegar þegar kom að nýtingu nátt-
úrunnar, ekkert skyldi fara til
spillis. Á unglingsárunum höfðum
við ekki skilning á því af hverju
þurfti að halda upp á gamla plast-
poka eða litla ýsubita. Af hverju
mátti ekki bara henda þessu? En
þú varst á undan þinni samtíð,
meðvituð um umhverfið og kunnir
að fara vel með það sem þú áttir.
Ætli heimurinn væri ekki betri ef
fleiri væru eins og þú varst?
Þú varst atorkusöm kona og
komst miklu í verk á þinni löngu
ævi. Þú varst einstaklega ósérhlífin
og örlát á tíma þinn og krafta í
þágu annarra. Það sést ekki síst á
því óeigingjarna lífsverkefni þínu,
skógræktinni. Við eigum eftir að
fara í ófáar ferðir upp í Hamar
með okkar börn og segja þeim sög-
ur af langömmu sem plantaði öllum
þessum trjám.
Þú varst okkur ómetanleg fyr-
irmynd. Að eiga ömmu eins og þig,
bæði í barnæsku og á fullorðins-
árum, hefur haft svo mikla þýðingu
fyrir okkur. Þú varst yndisleg
amma og það er okkar draumur að
geta gefið okkar barnabörnum,
þegar sá tími kemur, þá hlýju og
ástúð sem þú gafst okkur.
Elsku amma, minningin um þig
mun lifa í hjörtum okkar. Við
kveðjum þig með söknuði og trega,
megi friður vera með þér að eilífu.
Þínar dótturdætur,
Brynhildur, Ásta Hlín
og Hrönn.
Við kveðjum fyrrum formann
okkar, Brynhildi Jónsdóttur. Binna
eins og hún var kölluð meðal fé-
lagsmanna var ötul skógræktar-
kona, var gjaldkeri og seinna for-
maður Skógræktarfélags Hvera-
gerðis til fjölda ára. Binna var virk í
félaginu frá stofnun þess árið 1950
og einnig í Skógræktarfélagi Árnes-
inga þar sem hún varð heiðurs-
félagi. Hún var dugleg að koma
með nýjar tegundir af trjám, runn-
um og fjölærum blómum í skóg-
ræktina og margt af þessu hafði
hún ræktað sjálf heima í garði af
græðlingi eða fræi. Sérstaklega var
henni umhugað að auka fjölbreytni
íslenskra tegunda innan Skógrækt-
arsvæðisins undir Hamri. Við í
Skógræktarfélaginu þökkum Binnu
fyrir allt það starf sem hún vann af
mikilli elju og alúð í gegnum árin
fyrir félagið.
F.h. stjórnar Skógræktarfélags
Hveragerðis,
Ingimar Magnússon.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
Þessar ljóðlínur Jónasar Hall-
grímssonar finnst mér eiga vel við
skógardísina, garðyrkju- og rækt-
unarkonuna Brynhildi.
Enn er komið að kveðjustund og
þótt lífsgangan sé orðin löng og
ævistarfið spanni á tíunda áratug-
inn, er maður enn óviðbúinn kallinu
hinsta. Margt var ósagt, margt sem
átti og þurfti að ræða og maður
vildi geyma í hugskoti sínu – varð-
veita til eftirkomenda til gagns og
þroska.
Allt í einu er það orðið of seint.
Vinir og vandamenn eru óviðbúnir
umskiptunum og mörgum spurning-
um enn ósvarað. Við þessi tímamót
er mér þó skylt að að þakka og
minnast allra þeirra góðu stunda
sem elsta systir mín veitti mér á
langri ævi. Hún Binna, eins og við
systkinin kölluðum hana, átti sér
fáa líka. Margslungnir mannkostir
hennar vitna um það. Strax í barn-
æsku kom fram hinn mikli áhugi
hennar á hvers konar ræktun á öllu
því sem lifað gat í mold. Hún vildi
vita allt um heiti á blómum og
hvers konar jurtum og plöntum og
hvernig mætti koma þeim til nokk-
urs þroska. Það var líka hennar
hlutskipti í lífinu og lífsstarf að hlúa
að öllu því sem festi rætur og getur
gróið í íslenskri mold. Hún stóð
undir þeirri nafngift að hafa „græna
fingur“ og við öll sín margþættu
ræktunarstörf náði hún miklum ár-
angri. Hún gerðist snemma ung-
mennafélagi sveitar sinnar og vann
óeigingjarnt starf að ræktun „lýðs
og lands“. Þar stóð hún virkilega
undir nafni. Hún fór um fermingu
til náms og starfa í Gróðrarstöðinni
Flóru á Akureyri og þar með var
grunnurinn lagður að ævistarfi
hennar.
Í ársbyrjun 1942 fór hún í vinnu í
gróðrarstöð í Hveragerði, þar var
teningnum kastað. Þar kynntist hún
Snorra Geir manni sínum og sama
ár hófu þau undirbúning að bygg-
ingu gróðrarstöðvarinnar Akurs.
Þrátt fyrir ótrúlegt erfiði frumbýl-
ingsáranna náðu þau fljótt góðum
árangri. Því miður missti hún mann
sinn aðeins 54 ára gamlan eftir
nokkurra ára vanheilsu. Þrátt fyrir
það hélt hún áfram stórrekstri í
gróðurhúsunum yfir meir en hálfrar
aldar tímabil og naut þar m.a.
hjálpar barna sinna og nágranna og
um allmörg ár var hún í sambúð
með Sigurjóni Vilhjálmsyni. Þau
Binna og Snorri voru stofnendur
Skógræktarfélags Hvergerðinga og
þar áttu þau margar ánægjustundir
og árangursríkar fyrir umhverfi
þessa unga bæjar. Þar í Hamrinum
sést nú vel hvað ávannst með þeirri
vinnu. Binna var gerð að heiðurs-
félaga Hveragerðisbæjar fyrir hin
fjölþættu störf sín í þágu bæjarins.
Einnig mundi hún eftir heimahög-
unum og hvatti mjög til skógræktar
á Árskógsströndinni, m.a. með fjár-
framlagi til plöntukaupa, ráðgjafar
og eftirfylgni með framkvæmdum..
Vonandi standa sveitungar hennar
vörð um þann reit í anda hennar
um ókomin ár.
Binna var mikið náttúrubarn og
hafði yndi af allri útivist og ferða-
lögum ekki síst um hálendi Íslands.
Einnig fór hún nokkrar ferðir er-
lendis og naut þess að kynnast fólki
og aðstæðum þess sem víðast og
átti að vinum margan ferðafélag-
ann.
Ég minnist góðra reiðtúra sem
við áttum um æskustöðvarnar,
sveitina og Þorvaldsdalinn í heim-
sóknum hennar norður þar sem hún
rifjaði upp gengnar slóðir, kúa- og
kindagöturnar, gróðurinn og taldi
upp blómin og grösin, – æskuvinina
heima. Hún var ætíð veitandi og
viljug að aðstoða aðra, hvetja unga
fólkið til dáða á margvíslegan hátt.
Sjálfur á ég henni margt að þakka.
Hjá henni hafði ég athvarf og upp-
örvun á námsárum mínum í Reykja-
vík. Hún hafði tíma til allra verka
fyrir sitt heimafólk og aðra í fjöl-
skyldunni. Hún sendi mér fyrstu
frímerkin þegar ég var 5–6 ára, sem
varð kveikjan að þeirri tómstunda-
iðju sem ég hef stundað í 70 ár, mér
til mikillar ánægju. Hún heillaði
fólk og mótaði holla lífssýn ungra
sem eldri án þess að hafa mikið fyr-
ir því með boðum eða bönnum. Það
væru færri vandamál í okkar alls-
nægtarþjóðfélagi ef við bærum
gæfu til að tileinka okkur nægju-
semi, aðgát, aðgæslu og lífsgildi
þeirrar konu sem hér er kvödd. Ég
minnist hennar ætíð þegar ég heyri
góðs manns getið. Hvíli hún í friði.
Að leiðarlokum sendum við Ása
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til barnanna hennar Binnu og allra
fjölskyldna þeirra.
Sveinn Jónsson.
Það er við hæfi að Binna vinkona
mín kveðji á þessum sólríku dögum
og haldi í sína hinstu för eftir langt
og gifturíkt ævistarf en hún og
Snorri eiginmaður hennar voru ein
af fyrstu garðyrkjubændunum hér í
Hveragerði. Binna tók virkan þátt í
félagsmálunum og kynntist ég
henni fyrst er ég gekk í Skógrækt-
arfélagið. Áttum við margar góðar
stundir saman undir Hamrinum í
fallega skóginum hennar Binnu þar
sem hún hlúði af natni að ungum
plöntum og bar á áburð. Binna var
mjög áhugasöm við skógræktina og
var ávallt gaman að koma í fallega
garðinn hennar á Breiðumörkinni,
þar sem stórir reitir voru fullir af
pottum með trjáplöntum sem hún
ræktaði upp og plantaði hér í um-
hverfi okkar. Binna var einstaklega
áhugasöm um allt sem laut að upp-
byggingu og velferð okkar hér í
Hveragerði, alltaf tilbúin að hjálpa
til ef á þurfti að halda með köku-
basara og tombólu fyrir kirkjuna
eða kvenfélagið. Binnu féll aldrei
verk úr hendi. Þrátt fyrir mikla
vinnu við gróðrarstöðina, garðinn
og trjáræktina sinnti hún fé-
lagsmálum og tók þátt í allskonar
námskeiðum t.d. bókbandi í skúrn-
um hjá mér. Þar batt hún inn bæk-
urnar sínar með sömu vandvirkni
og annað sem hún tók sér fyrir
hendur. Binna átti gott bókasafn,
las mikið og kunni fjöldann allan af
ljóðum og vísum.
Það er fallegt um að litast í
Hveragerði og hvert sem maður lít-
ur getur maður séð handbragð
Binnu. Binna hefur þar með átt
þátt í því að skapa hér þá blómlegu
ásýnd sem einkennir bæjarfélag
okkar. Hennar lífsstarf mun lifa hér
um ókomna tíð og munu komandi
kynslóðir njóta verka hennar.
Með þakklæti í huga kveð ég
þessa góðu vinkonu mína og bið
henni fararheilla í friðsælan,
blómstrandi skógarlund.
Þín líknarásjón lýsi í dimmum heimi.
Þitt ljósið blessað gef í nótt þig dreymi.
Í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(Matt. Joch.)
Ástvinum öllum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Laufey S. Valdimarsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is