Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 35 og fá aðstoð, einkum við handavinnunámið sem ég átti ekki alltaf auðvelt með. Ófá frændsystk- ini Önnu Siggu minnast heimsókn- ar til hennar í viðskiptaráðuneytið, þar sem hún starfaði sem fulltrúi í mörg ár. Þar var lítill ísskápur bak við hurðina sem geymdi kók í gler- flösku sem maður fékk að loknum samræðum um menn og málefni. Þarna ræddi Anna Sigga við mig eins og ég væri fullorðin mann- eskja að koma til fundar við hana í vinnunni og hafði lag á að örva ábyrgðartilfinningu um leið og hún skenkti fágætan drykk. Minningarnar eru óteljandi og að koma á Langholtsveginn og hitta Önnu Siggu og Nönnu hefur alltaf verið næring, einkum fyrir andann, en einnig líkamann. Þar voru dönsku blöðin á sínum stað sem síðan voru send milli fjöl- skyldna. Langholtsvegur var menningarheimili með glaðværum brag þar sem margt var spjallað og brallað. Með fráfalli Önnu Siggu frænku minnar er hnýttur enn einn hnútur í vef minninga minna en áfram spinnst vefurinn í samskiptum við stóran frændgarð sem ég veit að hún mun líta eftir í öðru lífi. Anna Björg Aradóttir. Hún Anna Sigga systir hans pabba var elst í átta systkina hópi. Við litum til hennar sem elstu og jafnvel helstu frænku okkar í föð- urætt og fannst hún hafa forystu- hlutverki að gegna. Anna Sigga fæddist á Vopna- firði, ólst upp á Djúpavogi, kom við á Húsavík áður en hún fluttist til Reykjavíkur. Þar vann hún lengst af sem ritari í viðskiptaráðuneyt- inu, í 43 ár. Einstakar eru þær minningar þegar við tvíburasysturnar fórum í ráðuneytið í heimsóknir. Ekki kannski eingöngu til að rækta frændgarðinn, því fleira kom til. Anna tók ávallt á móti okkur sem tignum gestum. Sýndi okkur vinnustaðinn og kynnti okkur fyrir starfsfólkinu. Þetta voru ævintýri fléttuð framtíðarsýn okkar um að gerast alvöru aðilar á svona vinnu- stað. Við vissum að í bakherbergi var geymt Coca Cola í gleri. Seinasti þáttur þessara kurteis- isheimsókna endaði oftast að boðið var upp á veitingar sem voru vel þegnar. Margt fleira rekur á fjörur minninganna. Sem fyrr segir var Anna elst systkinanna en Nanna yngst. Eftir að báðar fluttu til Reykja- víkur bjuggu þær lengst af saman. Fyrir kom að við systurnar feng- um að gista. Þetta voru algjörar dekurferðir. Við fengum að spila á píanóið, máta kjólana og snyrta okkur á meðan þær töfruðu fram sælkera- rétti eftir uppskriftum dönsku vikublaðanna. Þetta voru algjör ævintýri. Eftir að afi Þórhallur, kaup- félagsstjóri á Húsavík, og amma Kristbjörg fluttu suður, höfðu þau aðsetur í húsi sonar síns við Lang- holtsveg 208. Síðar keyptu syst- urnar íbúð við Langholstveg 187. Anna og Nanna fluttu þangað og Þórhallur og Kristbjörg með þeim. Kjarni stórfjölskyldunnar bjó í sama hverfi. Langholtsvegur 187 var nú miðstöð stórfjölskyldunnar við merka atburði og ávallt hvert gamlárskvöld þar sem var fullt út úr dyrum af fólki nokkurra ættliða, enda allir velkomnir eftir frábæran undirbúning þeirra systra. Þótt Anna Sigríður næði 97 ára aldri, var hún skýr í hugsun fram á seinustu mánuði. Hent var gaman að því að í vor voru nokkrar systur, Garðarsdæt- ur, á leið í sumarbústað. Þær litu við hjá þeim Önnu og Nönnu og sögðu þau tíðindi að þær yrðu þar í tvo daga. „Jæja svo þið ætlið bara að vera þar fram á sumar.“ Nú var talið að henni væri farið að förlast. Þegar að var gáð var þetta sagt á seinasta vetrardegi. Fyrir nokkru var slegið á létta strengi og henni bent á að ekki væru nema liðlega tvö ár þar til hún yrði 100 ára. „Ætli sé ekki best að fara að panta lagninguna.“ Anna Sigríður var alveg sérstök manneskja þar sem mannleg gildi voru í hávegum höfð, enda átti hún ekki langt að sækja það. Þótt hugsunin væri skýr þurfti hún orð- ið talsverða aðstoð vegna almennra þarfa og ekki þótti eðlilegt að skilja hana eftir eina. Ánægjulegt er að minnast á elju- semi Nönnu í umönnun, aðstoð og hjúkrun „stóru systur.“ Guð blessi Nönnu. Hennar hjálp- semi verður lengi í minnum höfð. Við kveðjum Önnu Sigríði. Henni fylgja hlýjar óskir í nýjum heimkynnum. Eftir situr söknuður og góðar minningar. Silvía og Erla Garðarsdætur. Mig langar að minnast einstakr- ar vinkonu minnar, hennar Önnu Sigríðar Þórhallsdóttur sem lést fyrir tveimur vikum á 98. aldurs- ári. Kynni okkar Önnu hófust árið 1982 þegar ég, fimm ára strákur á gangi um hverfið, álpaðist inn í garðinn hennar á Langholtsvegi. Þar kom ég auga á roskna konu sem var að vinna í garðinum. Ég labbaði til hennar og spurði: „Vilt þú ekki bara vera vinkona mín?“ Önnu fannst þessi kynni afar skemmtileg eins og hún hafði oft á orði seinna meir, sérstaklega í ljósi þess að aldursmunurinn var nú ekki nema 67 ár. Anna bjó ásamt Nönnu systur sinni á Langholtsveginum og þar var ég tíður gestur í barnæsku minni og raunar alveg fram á ung- lingsár. Það er mér afar dýrmæt minning og lífsgjöf að fá að kynn- ast eins mikilli öðlingskonu eins og Önnu. Hún kenndi mér margt, hún hafði ráð við öllu og skemmtilegri manneskja var vandfundin. Mér eru ógleymanlegar stund- irnar sem við áttum saman þar sem Anna las fyrir mig sögur,við spiluðum og spjölluðum um lífið og tilveruna. Hún sat við skrifborðið sitt, ég á móti henni og Nanna í sófanum fyrir aftan Önnu. Allt fram á síðustu stundir mátti sjá móta fyrir kollinum á Önnu í glugganum sitjandi á sama stað og virða fyrir sér vegfarendur við Langholtsveginn. Þegar ég fluttist til Finnlands 12 ára gamall héldum við Anna sambandi í gegnum bréfaskriftir. Bréfin hennar voru fallega skrifuð á vandaðri íslensku og ég minnist alltaf kveðjunnar í lok bréfanna: „Blessaður ævinlega, Þórhallur minn, þín vinkona Anna S.“ Ég hafði aldrei heyrt svona kveðju. Á fyrsta afmælisdegi mín- um á erlendri grundu sendi Anna mér sérmerkt bréfsefni og umslög og er sú gjöf mér afar kær. Ég hafði ekki hitt hana Önnu í tæpan áratug þegar ég sá hana gangandi í Eikjuvoginum fyrir um þremur árum. Ég vatt mér út úr bílnum og gekk til hennar og spurði hvort hún þekkti mig. Hún svaraði að bragði: „Auðvitað þekki ég þig, Þórhallur minn.“ Við spjölluðum lengi og Anna hafði ekkert breyst í fasi og var jafnglæsileg að vanda. Mér fannst vel viðeigandi að heyra prestinn segja í jarðarförinni að nú þegar Anna er farin, þá lifa rós- irnar hennar í garðinum áfram, rósirnar sem hún hafði svo mikið dálæti á. Anna hefði verið ánægð með þessi ummæli. Ég mun alltaf minnast Önnu vinkonu minnar þegar ég keyri um gamla hverfið mitt eins og ég geri oft og sjá fyrir mér fallega kollinn hennar í glugg- anum. Það mun ylja mér um hjartaræturnar um ókomna fram- tíð. Elsku Nanna. Guð styrki þig í miklum missi þinnar yndislegu systur. Nú líður Önnu okkar vel. Elsku Anna mín, vertu blessuð ævinlega. Þinn vinur Þórhallur. Vegna mistaka í vinnslu birtum við greinina aftur. Hlut- aðeigandi eru beðnir velvirðingar. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er,“ segir máltækið og það eru víst orð að sönnu. Fyrir örfáum mán- uðum var Þorgeir bróðir hress og kátur, lék á als oddi eins og venju- lega. Síðan kom reiðarslagið og ör- fáum mánuðum síðar er hann lát- inn. Það er varla að maður trúi þessu, en samt er maður innst inni feginn að vita af honum í guðs höndum frekar en þola kvalir og illa vist. Um líkt leyti og örlagaþræðir Þorgeirs spunnust saman í átt að eilífðinni, lenti ég sjálfur í erfiðum veikindum og var víst vart huguð frekari vist í mannheimum. Ein- hvern veginn gekk allt saman upp og ég á víst enn ófarin skref jarð- vistarmegin en handan móðunnar Þorgeir Kristjánsson ✝ Þorgeir Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 1. október 1935. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu á Hornafirði hinn 20. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arkirkju á Horna- firði 27. júní. miklu er bróðir að stíga sín fyrstu skref. Ég er þess fullviss að hann mun taka vel á móti mér þegar þar að kemur. Hugurinn hvarflar aftur um heilmarga áratugi. Atvikin hög- uðu því svo að við bræður ólumst upp sinn í hvoru lagi. Ein af mínum allra fyrstu minningum er þegar Þorgeir bróðir kom í heimsókn og upp frá því hófst traust vinátta sem staðið hefur óslitið án þess að skugga bæri nokkurn tíma á. Þorgeir var sérlega glaðlegur, eilítið stríðinn og alltaf í góðu skapi. Það væri svo sem hægt að rifja upp eitt og ann- að, af mörgu er að taka. Umfram allt er minningin skínandi hrein og tær. Minning um heimsóknir aust- ur á Höfn eða í sumarbústaðinn í Lóni. Minningar frá árunum þegar við bjuggum báðir á Höfn og yf- irhöfuð allar stundir sem við áttum saman. Ég sendi mágkonu minni, Ásu Þóru og börnum þeirra sem öll eru uppkomin, Þórarni, Kristjáni, Þór- halli Dan, Hörpu og Berki, ásamt fjölskyldum þeirra og vinum öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Nú er komin kveðjustund. Það er bjart yfir minningu Þorgeirs, ég mun sakna þín, bróðir minn og vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína að eilífu. Örvar Kristjánsson og Guð- björg B. Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓNS HELGASONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Guð blessi ykkur öll. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSTHILDAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar á Sjúkrahúsi Akraness fyrir hlýhug og góða umönnun í veikindum Ásthildar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Heiðrún Loftsdóttir, Þórhildur Loftsdóttir, Jóhann Kjartansson, Guðlaugur Loftsson, Einar Þ. Loftsson, Hjördís E. Karlsdóttir, ömmu- og langömmubörn.✝ Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð við andlát elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landa- kotsspítala fyrir einstaka alúð og umönnun. Margrét Snorradóttir, Jón Magngeirsson, Sigríður Snorradóttir, Guðfinna Snorradóttir, Jónas Snorrason, Jóhanna Baldvinsdóttir, Auður Snorradóttir, Jim Clark, Arnar Snorrason, Þórdís Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við fráfall herra Ólafs Skúlasonar biskups eru mér hugstæð ánægjuleg samskipti er ég nokkrum sinnum leitaði til hans með ýmis erindi þar sem stuðningur dómprófasts eða biskups var til framdráttar hugsjónamálum. Ævin- lega var mér ljúfmannlega tekið, undirtektir góðar og brugðist við skjótt – og skörulega var tekið til orða er beðið hafði verið um ávarp. Minnist ég hér með þökk stuðnings Ólafs af þessu tagi á þremur svið- um. Um skeið var ég formaður List- vinafélags Hallgrímskirkju og var uppörvandi liðsinni hans mikils virði hinu unga félagi. Snemma árs 1990 hugðust áhugamenn um framtíð sögustaðarins Odda á Rangárvöll- um, þar sem kristni hefur verið boð- uð allt frá upphafsárum kristni á Ís- landi, stofna Oddafélagið til að vinna að því efla staðinn. Þótti til- hlýðilegt að ganga fyrir Ólaf biskup, bera hugmyndir undir hann og þiggja ráð hans. Umsvifalaust lagði hann blessun sína yfir fyrirætlanir okkar og spurði oft síðan hvernig gengi. Þá vil ég nefna móttöku og eftirminnilega ræðu er sr. Ólafur hélt gestgjafi hóps manna er kom við í Dómkirkjunni í sólstöðugöngu fyrir allmörgum árum og var þetta snemma morguns. Sr. Ólafur var boðinn og búinn að leggja málum þessum lið og svo hefur það verið í öðrum efnum þegar til hans var leit- að. Jafnvel móttöku ljósmyndar gat biskupinn gert að hlýlegri og hátíð- legri stund. Faðir minn, sr. Jakob Jónsson, dr. theol., sóknarprestur í Hallgrímskirkju, var skömmu eftir seinni heimsstyrjöld fulltrúi ís- lensku kirkjunnar á stofnfundi al- kirkjuráðs sem haldinn var á meg- Ólafur Skúlason ✝ Ólafur Skúla-son biskup fæddist í Birt- ingaholti í Hruna- mannahreppi 29. desember 1929. Hann andaðist á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi að kvöldi 9. júní síðastliðins og var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 19. júní. inlandi Evrópu. Fulltrúar frá nálega 150 kirkjudeildum voru þarna saman komnir og mynd tekin eins og gefur að skilja í tilefni þessa. Mynd þessa úr fórum föður míns þótti mér rétt að færa biskupsstofu. Tók biskup við hinni sögulegu mynd með alúð, minntist föður míns og starfa fyrir kristni og kirkju, og vinskapar þeirra tveggja. Má hér rifja upp að þeir höfðu báðir þá reynslu sem nú er fá- heyrð um starfandi presta hér á landi að hafa þjónað meðal Vestur- Íslendinga, faðir minn í Kanada, en sr. Ólafur alllöngu síðar í Banda- ríkjunum. Hefur slík dvöl vestan- hafs aukið víðsýni ungra presta og mótað afstöðu í ýmsum málum síð- an. Þá höfðu báðir verið formenn Prestafélags Íslands og unnið þar ötullega hvor á sínum tíma. Ólafur biskup var höfði hærri en allur lýður og er að honum sjón- arsviptir. Með línum þessum vil ég þó fyrst og fremst þakka hjálpsemi og uppörvandi hvatningu er hann lét í té á margs kyns vettvangi. Við hjónin vottum Ebbu Sigurðardóttur og fjölskyldu samúð í söknuði þeirra. Þór Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.