Morgunblaðið - 12.07.2008, Side 36

Morgunblaðið - 12.07.2008, Side 36
36 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, Bine Katrine Bryndorf leikur á orgel, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11 í umsjá sr. Petrínu Mjallar Jóhannesdóttur. Organisti Krisztina Kalló Szklenár. Kaffi- sopi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Bú- staðakirkju syngur, organisti og kórstjóri er Renata Ivan. Á eftir er kaffi í safn- aðarheimilinu. Prestur sr. Pálmi Matthías- son. Guðspjallið fjallar um frásöguna um falsspámenn og af ávöxtunum skulum við þekkja þá. DALAPRESTAKALL | Guðsþjónusta verður á Krosshólaborg kl. 14. Krosshólaborg var bænastaður Auðar djúpúðgu, land- námskonu í Dölum. Árið 1965 var reistur kross á borginni og gáfu kvenfélögin krossinn. Afhjúpað verður söguskilti á staðnum og í fyrsta sinn í 43 ár verður guðsþjónusta á staðnum. Sr. Óskar Ingi Ingason þjónar fyrir altari. DIGRANESKIRKJA | Hjallakirkja/ Digraneskirkja/Kópavogskirkja/ Lindakirkja hafa sameiginlegt helgihald í sumar í söfnuðum Kópavogs. Messa kl. 11 í Hjallakirkju, prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Helgistund kl. 14 í Kópavogs- kirkju, prestur sr. Magnús Björn Björns- son. Nánar á www.digraneskirkja.is EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í Selskógi. (Útileikhús). Ekki í kirkjunni nema veður hamli útiveru. Prestur sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir. Kyrrðarstund 14. júlí kl. 18. FLUGUMÝRARKIRKJA | Kvöldstund kl. 21. Jóhanna Marína Óskarsdóttir leikur Fantasiu í B minor og segir frá verkinu. Kirkjukór Miklabæjar- og Flugumýr- arsóknar leiðir söng. Sálmaskáld kvöldins er sr. Jón Ragnarsson. Kaffisopi á eftir. Prestur Dalla Þórðardóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fermingar- og skírnarguðsþjónusta kl. 11. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma kl. 20. Sveinbjörn Björnsson prédika og tónlistarhópurinn leiðir lofgjörð. Boðið verður upp á fyrirbænir. Á eftir verður kaffi og samvera og verslun kirkjunnar opin. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóns Ólafar Sigurðs- sonar organista. Boðið upp á akstur frá Ví- dalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40. garda- sokn.is GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Aðalheiður Þorsteins- dóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga, samskot til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta fellur niður, en félag fyrrum þjón- andi presta messar í Hveragerðiskirkju kl. 14. Prestur sr. Sigfús J. Árnason, org- anisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Morg- unsöngur kl. 10.30. Prestur sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja, organisti Arngerður María Árnadóttir. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar kl. 20. Christian Lindberg og Gunnar Idenstam frá Svíþjóð leika á bás- únu og orgel sambland af klassískri tón- list, þjóðlögum og rokktónlist. HJALLAKIRKJA | Sameiginlegt helgihald í sumar í söfnuðum Kópavogs. Messa kl. 11 í Hjallakirkju og kl. 14 í Kópavogs- kirkju. Sr. Magnús Magnússon þjónar, org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Nánar á heimasíðum kirknanna. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20 í umsjá Harold Reinholdtsen. Ræðumaður er Majór Margot Krokedal. Ferðamannakirkja frá 15. júlí, opin kl. 8- 11 og 19-22, daglega nema mánudaga. Morgunstund kl. 10.30 og „Hour of po- wer“ kl. 21. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli, org- anisti Jóhann Bjarnason. Tónleikar kl. 14. Þóra Einarsdóttir sópran, Eyþór Ingi Jóns- son orgel. Ókeypis aðgangur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Int- ernational church in English at 12.30PM. Service in the cafeteria. Samkoma kl. 16.30 í umsjá Kærleikans. Ræðumaður er Baldur Freyr Einarsson. Lofgjörð undir stjórn Þóru Gísladóttur. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laug- ardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta á Púttvellinum við Mánagötu kl. 13. Árlegt kirkjumót verður haldið eftir guðsþjón- ustu. Kaffiveitingar og verðlaunaafhend- ing í safnaðarheimilinu að loknu móti. Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 14. Prestur sr. Magnús B. Björnsson, org- anisti Lenka Mátéová. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti kl. 14 á stigapalli á 2. hæð Sr. Sigfinnur Þorleifsson og organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks er kirkjan lok- uð í júlí. Sr. Pálmi Matthíasson sókn- arprestur Bústaðakirkju, þjónar Lang- holtsprestakalli á meðan. Bent er á messur í Bústaðakirkju kl. 11 á sunnu- dögum í júlí. Messað verður á ný í Lang- holtskirkju sunnudaginn 3. ágúst kl. 11. Nánar á vefsíðu Langholtskirkju, www.langholtskirkja.is. LAUGARNESKIRKJA | Laugarneskirkja og Café Flóra taka höndum saman og efna til guðsþjónustu á Café Flóru kl. 20. Þar mun tónlistarmaðurinn Örn Arnarson flytja sumarljóð og sálma og sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur prédikar og leiðir bæn. LÁGAFELLSKIRKJA | Söngstund kl. 20. Margrét Árnadóttir og Ívar Helgason syngja og leiða safnaðarsöng við undirleik Jónasar Þóris. Prestur er sr. Jón Þor- steinsson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti Jón Bjarnasson, sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón- usta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir org- anisti stjórnar almennum safnaðarsöng. Tækifæri til að eiga stund í gamalli kirkju og kynna fyrir ungu fólki veröld sem var. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Hverjum fylgir þú?“ Ræðumaður er Har- aldur Jóhannsson. Lofgjörð. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Guðsþjónusta kl. 11. Rögnvaldur Valbergsson organisti leik- ur sjálfvalið verk og kynnir það. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur. Dalla Þórð- ardóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir messu. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni þjóna, organisti Jörg Sondermann, kór kirkjunnar leiðir söfnuðinn í söng. Foreldramorgnar alla miðvikudaga kl. 10.30-12. Morgun- tíðir þriðjud. til föstudaga kl. 10. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, org- anisti Julian E. Isaacs, kór Seljakirkju leið- ir safnaðarsöng. SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðarstund kl. 11, í umsjón Kristjáns Einarssonar. Ritningarlestur, hugleiðing og bæn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Hljómeyki flytur messu eftir Svein Lúðvík Björnsson, fyrir blandaðan kór, víólu og selló. Stjórnandi Magnus Ragnarsson, sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, organisti Hrönn Helgadóttir. STRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. Prest- ur Baldur Kristjánsson, organisti Hannes Baldursson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi- stund kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur organista. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurð- ardóttir. ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Messa kl. 14. Prestur sr. Svein- björn R. Einarsson. Kirkjan er opin alla daga kl. 10-17. ÞINGVALLAKIRKJA | Göngumessa kl. 14 sem hefst við Hótel Valhöll. Gengið verður um Lögberg að Spönginni og til kirkju þar sem messan endar. Lestrar, söngvar bænir og predikun á áfangastöðum. Guð- mundur Vilhjálmsson organisti leiðir al- mennan söng og leikur á básúnu. Prestur er sr. Kristján Valur Ingólfsson. ORÐ DAGSINS: Um falsspámenn. (Matt. 7) Fríkirkjan Kefas. MESSUR Á MORGUN ÞÆR íslensku stúlkur, flestar vel innan við tvítugt, sem hafa verið hasla sér völl á skákmótum víð um heim eiga sér ágætar fyrirmyndir meðal þeirra eldri: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Þorsteins- dóttir og Lenka Ptacnikova hafa all- ar náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum. Nú um stundir eru fremstar í flokki meðal þeirra yngri: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Sigríður Björg Helgadóttir, Geirþrúður Anna Guð- munsdóttir, svo nokkrar seu nefnd- ar. Vandinn við framfarir í skák er oft sá að hvert skref fram á við getur verið jafn erfitt og öll hin til samans; það sama gildir og um skák og aðrar keppnisgreinar að mikil vinna liggur að baki góðum árangri. Þær stúlkur sem hafa teflt í hinum ýmsu deildum Norðurlandamóta geta vel við frammistöðu sína unað, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur t.d. margoft verið í hópi sigurvegara slíkra flokka. Bent hefur verið á að víglína skák- arinnar hefur verið að færast austur á bóginn, Vestur-Evrópa sem var áð- ur vettvangur margra mikilvægustu skákviðburðanna hefur minna vægi nú. Mörg sterkustu skákmót ung- menna eru haldin á fjarlægum stöð- um, í Georgíu, Tyrklandi, Singapore, Indlandi eða jafnvel Kína. Heims- meistaramót unglinga fer fram í Ví- etnam í haust og SÍ mun sennilega ekki senda keppendur á það mót. Evrópumeistaramót unglinga í hin- um ýmsu flokkum fer hinsvegar fram í Svartfjallalandi. Á seinni árum hafa erfiðustu and- stæðingarnir komið frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Á heims- meistaramóti unglinga í Tyrklandi i fyrra tefldi Hallgerður Helga við stúlku sem fyrirfram var talin einn helsti vonarpeningur Bandaríkjanna á mótinu. En góður undirbúningur og staðfesta í flókinni stöðu gerði út- slagið og Hallgerður vann býsna stíl- hreinan sigur. Í skákinni sem hér fer á eftir er tilfærslan Bh5–g6 lykill að góðri uppbyggingu svart, minni- hlutaárásin 16. … b5 og veiking á c3 gaf góð færi. Hægt og bítandi jók svartur þrýsinginn en þó var margt að varast, hinn óvænti leikur 35. Hxf7, sem bygði á hugmyndinni 35. … Kxf7 36. Db7+, virtist ætla að bjarga stöðu hvíts en Hallgerður var sallaróleg og fann sterka leiki: 35. … Hc5 og einkum þó 38. … Dh6+ sem gerði út um taflið. Kemer 2007; HM ungmenna 16 ára og yngri Alisa Melkhina (Bandaríkin) – Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir Caro Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. Bd3 Rc6 5. c3 Rf6 6. Bf4 Bg4 7. Db3 Dc8 8. Rd2 e6 9. Rgf3 Bh5 10. O–O Be7 11. Hfe1 O–O 12. Re5 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. Dc2 Bg6 15. Bxg6 hxg6 16. Rf3 b5 17. De2 Rb6 18. b3 Dc7 19. Bg5 Hfc8 20. Bxe7 Dxe7 21. Rg5 Rd7 22. Hac1 Rf8 23. Df4 Rh7 24. h4 Hc7 25. He3 Hac8 26. Hg3 b4 27. c4 dxc4 28. bxc4 Hc5 29. Hf3 Rxg5 30. hxg5 Dc7 31. He1 Hxc4 32. He4 Hxe4 33. Dxe4 Dc1+ 34. Kh2 Dxg5 35. Hxf7 Sjá stöðumynd 1 35. … Hc5 36. Hxa7 Hxe5 37. Ha8+ Kh7 38. Df3 Dh6+ 39. Dh3 Hh5 – og hvítur gafst upp. Eftir þessa skák hefði maður hald- ið að uppskiptaafbrigðið 3. exd5 cxd5 4. Bd3, sem Bobby Fischer gerði frægt er hann vann Petrosjan í Bel- grad 1970, sæist ekki oftar í skákum Hallgerðar í Kemer en því var þver- öfugt farið; ef ég man rétt kom það upp samtals fimm sinnum upp hjá henni, sem segir heilmikið um und- irbúning á unglingamótum. Á Evrópumóti grunnskólasveita sem fór í Varna í Búlgaríu á dög- unum var Sigríður Björg Helgadótt- ir, sem stóð sig prýðilega, búin að fylgjast vel með afbrigði sem Hjörv- ar Steinn Grétarsson beitir gjarnan gegn kóngsindverskri vörn. Í viður- eign sem Rimaskóli háði við pólska sveit var afraksturinn aldeilis góður. Líkt og í skákinni hér að framan var taflmennskan stílhrein og markviss. Eftir að hvítur nær að skipta upp á svartreita biskupinum og brýst fram með 20. e5 verður fátt um varnir hjá pólsku stúlkunni. Varna 2008; EM grunnskólasveita Sigríður Björg Helgadóttir – Lo- rek Milosz (Pólland) Kóngsindversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. e4 d6 4. d4 Bg7 5. f3 O–O 6. Rge2 c5 7. d5 e6 8. Rg3 exd5 9. cxd5 a6 10. a4 Rbd7 11. Be2 h5 12. Bg5 De8 13. O–O Rh7 14. Be3 Re5 15. Dd2 Hb8 16. a5 De7 17. Bh6 Df6 18. Bxg7 Dxg7 19. f4 Rd7 Sjá stöðumynd 2 20. e5 dxe5 21. f5 Rdf6 22. d6 Hd8 23. fxg6 Dxg6 24. Bd3 Dg4 25. Kh1 Kg7 26. Rf5+ Bxf5 27. Bxf5 Dg5 28. Dd3 Rf8 29. Hf3 h4 30. Haf1 c4 31. Dd1 b5 32. Re4 Rxe4 33. Bxe4 Hd7 34. Bc6 Hbd8 35. Bxd7 Hxd7 36. Dd5 Dh5 37. Hf5 De2 38. Hxf7+ Kh6 39. Hxf8 Hg7 40. Hh8+ Kg5 41. Df3 Dxf3 42. gxf3 – og svartur gafst upp. Skákstyrk stúlkna fleygir fram SKÁK Af góðri frammistöðu á Heimsmeistara– og Evrópumóti Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/SÍ Tvær góðar Sigríður Björg Helgadóttir (t.v.) og Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir að tafli. Stöðumynd 1 Stöðumynd 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.