Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ogferðamálaráðherra vill inn- heimta gjald af ferðamönnum sem koma til landsins til að standa straum af þjónustu á ferðamannastöðum.     Þetta er svipuð tillaga og hjá SivFriðleifsdóttur, þáverandi um- hverfisráðherra, sem vildi fyrir nokkrum árum leggja gistinátta- gjald á alla ferða- menn sem keyptu sér gistingu.     Skortur á að-stöðu, við- haldi og þjónustu á fjölförnum ferðamannastöðum er vissulega vandamál. Og ekki finnast peningar hjá skattgreiðendum til að bæta úr.     En af hverju vilja ráðherrar endi-lega leggja nefskatt á ferðamenn til að fjármagna mannsæmandi þjón- ustu á ferðamannastöðum? Ferða- menn, sem koma til Íslands eru ólík- ir. Sumir koma bara til að drekka bjór í póstnúmeri 101 og horfa á hitt kynið. Aðrir koma til að horfa á nátt- úruperlur eins og Gullfoss og Geysi. Af hverju á að rukka skemmtanafíkl- ana fyrir þjónustuna við náttúruunn- endurna?     Lausnin er einföld; rukka aðgangs-eyri á ferðamannastöðum þar sem því verður við komið. Þá borga þeir fyrir þjónustuna, sem nota hana.     Nokkur umræða hefur spunniztum fyrirætlan eigenda Kersins í Grímsnesi að taka gjald af rútubíla- túristum, sem þangað koma. Kerið er vont dæmi um hvernig aðgangseyrir á að virka. Þar fengu eigendurnir styrk frá skattgreiðendum til að koma upp mannvirkjum en vilja líka rukka fólk fyrir aðgang. Einkaað- ilar, sem vilja rukka fyrir aðgang að eignum sínum, eru auðvitað frjálsir að því, en þurfa þá ekki styrki frá al- menningi. STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Nefskattur eða þjónustugjald?                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             " #       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   !$     $ !$      $                                *$BC                    !!    " #  $ %  &    *! $$ B *! % &' '' #   ( <2 <! <2 <! <2 % #&  ') * +'," -  D2E                 /    ' (   )    (         *+  $ &  %    ,    # <7  '  -  .           /   $ &  %    ,    # <   '  &  #" (  #    (   #   *+ * /   $ &  %   ,  ./ '' 00  ' '1  " ') * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Fjölskyldu- og menning- arhátíðin Húnavaka var haldin á Blönduósi um helgina. Bæjarbúar sem og gestir tóku virkan þátt í há- tíðinni enda margt til skemmtunar og fundu flestir eitthvað við sitt hæfi. Sýningar voru víða um bæinn og tónleikar haldnir í kirkjunni. Í fyrsta sinn var efnt til dæg- urlagakeppni í tengslum við Húna- vöku og kepptu 9 lög til úrslita um titilinn Vökulagið 2008. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu að viðstöddu fjölmenni. Lag Þorsteins Jónssonar „Mér líður svo vel“ í flutningi Guð- mundar Karls Ellertssonar bar sig- ur úr bítum. Á kvöldvöku sem haldinn var í Fagrahvammi á laugardagskvöldið var meðal annars að sögn forsvars- manna Húnavöku, sett Íslandsmet í kassagítarleik en 25 gítarleikarar léku undir í bakkasöng. Sigurveg- ararnir í míkróhúninum sem er söngkeppni barna og unglinga sungu líka á kvöldvökunni og Sálin steig á svið svona til að hita upp fyrir stórdansleikinn seinna um kvöldið. Blönduóslöggan þurfti lítið að hafa fyrir Húnavökugestum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Frá Blönduósi Í fyrsta sinn var efnt til dægurlagakeppni í tengslum við Húnavöku og kepptu níu lög til úrslita um titilinn Vökulagið 2008. Lagið „Mér líður svo vel“ sigraði á Húnavöku Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is „GARÐYRKJA er gefandi vinna og það er gaman að sjá eitthvað sem ég hefur skapað sjálfur stækka og dafna,“ segir Andri Már Gunn- arsson, fangi á Litla-Hrauni, sem hefur undanfarnar vikur ræktað matjurtir ásamt nokkrum sam- föngum sínum. Ástæðuna segir hann í upphafi hafa verið sparnað- arleið. „Við eldum allan okkar mat sjálfir og þurfum að kaupa inn í matargerðina en peningarnir sem við fáum duga ekki fyrir öllum máltíðum. Því er gott að rækta grænmetið sjálfir.“ Ræktun fanganna fékk byr undir báða vængi þegar Auður I. Otte- sen, garðyrkjufræðingur og rit- stjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn, frétti af föngunum. „Ég byrjaði að styrkja þá í vor með því að gefa þeim allt okkar útgáfuefni og þar með bókina Matjurtir. Einn- ig hef ég komið hingað nokkrum sinnum og frætt þá og verið þeim innan handar.“ Mannbætandi garðyrkja Auður segir að til þess að geta haldið áfram að rækta í vetur þurfi fangarnir gróðurhús. Hún hefur því hafið söfnun fyrir gróðurhúsi og segir Auður að á annað hundrað þúsund króna hafi þegar safnast. Í gær fengu fangarnir óvæntan viðauka. „Eigendur verslunarinnar InniGarðar fréttu af söfnuninni og afhentu föngunum ræktunarílát og lýsingu fyrir inniræktun en með þeim geta fangarnir nú ræktað tómata og gúrkur innandyra,“ seg- ir Auður sem hefur trú á að garð- yrkja sé mannbætandi vinna. „Til eru þekkt dæmi um að vinna við garðyrkju sé læknandi. Vinna strákanna er þeim því ómetanleg enda sé ég hversu góð áhrif hún hefur á þá. Þeir eru glaðir og þyrstir í meiri lærdóm um ræktun og vinna við garðana af mikilli al- úð.“ Morgunblaðið/Ómar Safna fyrir gróðurhúsi Fjölmargir hafa lagt föngum með græna fingur lið Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á á reikningsnúmerið 101-26-171717. Kennitalan er 481203-3330. Garðyrkja Auður og Andri Már bragða á matjurtum sem hafa dafnað vel síðustu vikur og eru nú notaðar í matseld. AUKINN fjöldi ferðamanna fer nú um Kárahnjúkasvæðið en frá og með gærdeginum 15. júlí er almenningi frjálst að fara yfir Kárahnjúkastífl- una. Verður öllum leyft að fara þar um til 15. ágúst næstkomandi. Ekki er þó heimilt að stöðva ökutæki eða fara fótgangandi nema á afmörkuð- um og merktum útsýnisstöðum. ,,Það er mikill straumur ferða- manna og við gerum fastlega ráð fyr- ir að hann muni margaldast þennan mánuð sem opið verður,“ segir Sól- veig D. Bergsteinsdóttir, forstöðu- maður Végarðs, upplýsingamið- stöðvar Kárahnjúkavirkjunar við Fljótsdalsstöð, „Við höfum fréttir af fólki sem hefur sagt að það ætli að koma gagngert þegar búið er að opna.“ Öryggisfulltrúi fylgist með Tugþúsundir ferðamanna koma á hverju ári inn á Kárahnjúkasvæðið að sögn hennar. Þegar opnað var fyrir umferð gangandi og akandi fólks yfir stífl- una í gærmorgun varð strax vart við auka-umferð inn á svæðið. ,,Margir voru mættir of snemma og urðu svekktir þegar þeir komust að raun um að þeir gætu ekki skotist þarna yfir en við höfum reyndar haft opið fyrir umferð í hádeginu í sumar,“ segir Sólveig. Sérstakur öryggisfulltrúi verður til staðar á svæðinu og Sólveig segir ferðamenn alltaf geta haft samband við hann. Einnig sé gagnlegt að koma við í upplýsingamiðstöðinni Végarði áður en farið sé á heiðina til að afla sér upplýsinga og sækja sér kort af svæðinu, sem sýnir m.a. hvar má stöðva inni á framkvæmdasvæð- inu. „Það er ennþá verið að vinna þarna og við viljum að fólk virði þess- ar stoppistöðvar svo fyllsta öryggis sé gætt,“ segir hún. Landsvirkjun hefur merkt ákveðna staði þar sem ferðamenn geta lagt bílum sínum og litast um við stífluna og Hálslón. omfr@mbl.is Búist við stríðum straumum Öllum frjálst að fara yfir Kárahnjúkastíflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.