Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MJÖG góð laxveiði hefur verið undanfarið, nær sama hvert litið er, að sögn Haraldar Eiríkssonar, sölu- og markaðsfulltrúa Stangaveiðifélags Reykja- víkur (SVFR). Eftir rigningarnar um síðustu helgi rættist mjög úr veiði á Ölfus- og Hvítársvæðinu, Stóru-Laxá og Soginu. Fín veiði hefur verið í Soginu og þykir það lofa góðu, því Sogið er venjulega seinna til og besti tíminn framundan, að sögn Haraldar. Mikil laxveiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði og veiddust þar hátt í 80 laxar í fyrradag. Á einum sólarhring, hinn 14. júlí, fóru 611 laxar í gegnum lax- ateljarann í Glanna í Norðurá. Á heimasíðu SVFR segir að vart hafi séð högg á vatni því neðan teljar- ans sé enn mikið af laxi og að laxamergðin nái alla leið niður fyrir Munaðarnes. Seinasta holl í Gljúfurá í Borgarfirði fékk 25 laxa á þrjár stangir eftir tveggja daga veiði og er það eitt besta hollið í mörg ár. Feikigóð veiði hefur verið í Leirvogsá og Elliða- ánum undanfarið. Hrotan í Leirvogsá hófst fyrir réttri viku þegar 17 laxar og þrír sjóbirtingar feng- ust á stangirnar tvær í ánni. Veiðin óx dag frá degi og á sunnudaginn var veiddust þar 42 laxar á aðeins tvær stangir. Nú hafa veiðst um 330 laxar í Elliða- ánum en voru orðnir 150 á sama tíma í fyrrasumar. Þess ber að geta að þá var kvótinn fjóri laxar á stöng en er nú ekki nema tveir laxar á stöng. Uppistaðan er eins árs fiskur en óvenjuvænn og vel haldinn. Mjög líflegt hefur verið í Nesi í Aðaldal. Þar eru frægar stórfiskaslóðir og þar til sl. sunnudag var meðalvikt veiddra fiska um 13 pund. Þrír fiskar um 20 pund hver fengust í Árnesveiðum í síðustu viku. Haraldur sagði að júlí hefði ekki verið besti mán- uðurinn í Aðaldalnum en það sem af væri væri veiðin ábyggilega sú besta í ánni undanfarinn áratug. Krossá á Skarðsströnd, lítil laxveiðiá þar sem veitt er á tvær stangir, hefur gefið mjög vel í sumar og aldrei farið jafn vel af stað. Haraldur sagði að ef fram héldi sem horfði gæti fallið þar veiðimet í sum- ar. Nú eru komnir 50-60 laxar úr Krossá. „Í heildina er þetta mjög gott,“ sagði Haraldur. Til að skýra gott ástand laxins sagði hann einna helst horft til ástandsins í hafinu. Meira hefði sést af sand- síli en undanfarin ár og svo virtist sem ástandið í náttúrunni væri laxinum hagstætt. Morgunblaðið/Einar Falur Langá Þessi grálúsugi lax var nýgenginn í Langá þegar hann veiddist. Mjög góð laxveiði er víðast hvar og fisk- urinn er vænn og vel haldinn. Það þakka menn hagstæðari skilyrðum og meira æti í hafinu. Mjög góð laxveiði Laxinn er snemma á ferðinni og kemur vel haldinn úr hafinu, því veiðast fleiri og vænni laxar nú en í fyrra DYNUR þyrluvængja truflaði óvænt öræfakyrrðina í Þórsmörk í síðustu viku. Tvær þyrlur lentu þá með skömmu millibili nálægt tjaldstæðinu við Bása og eins renndu þar að tveir stórir jeppar hlaðnir veisluföngum. Var annar þeirra merktur veiðiþjón- ustunni Lax-á. „Við vorum þarna í okkar litla kúlu- tjaldi og nutum kyrrðarinnar þegar við heyrðum þyrludyn og þyrla settist skammt frá okkur. Svo komu tveir stórir jeppar og þá önnur þyrla sem settist við hliðina á hinni,“ sagði María Gunnarsdóttir. Hún var að enda fjallaferð í Þórsmörk ásamt manni sínum. María sagði að í jeppunum hefðu verið starfsmenn Lax-ár og farþeg- arnir í þyrlunum hefðu verið rúss- neskir veiðimenn sem höfðu verið hér í stangaveiði. María hafði eftir starfs- manni Lax-ár að Rússarnir hefðu m.a. lent á toppi Heklu og skálað þar fyrir vel heppnaðri Íslandsferð. Einn- ig fóru þeir í útsýnisflug um Þórs- mörk og nágrenni. Þá var slegið upp veislu í skálanum í Básum fyrir ferða- langana. Er hermt að þar hafi verið góður matur og vönduð vín á borðum. „Lax-ár menn stoppuðu svo við tjaldið hjá okkur þegar þeir fóru til baka og báðust afsökunar á ónæðinu – sem var fúslega veitt,“ sagði María. gudni@mbl.is Ljósmynd/María Gunnarsdóttir Óbyggðaferð Farkostir veiðimann- anna ásamt fylgdarliði í Básum. Glampaði á rússa- gullið Lentu á Heklu og skáluðu fyrir ferðinni EITTHVAÐ var um afbókanir á ferð- um norður á Hornstrandir þegar mest umræða var um hvítabirni fyrir nokkrum viku. BB hefur þetta eftir Gylfa Ólafssyni hjá Vesturferðum og segir á vef BB að eftir að tveir hvíta- birnir voru vegnir á Norðurlandi hafi gripið um sig hræðsla hjá mörgum ferðamönnum sem óttuðust að hvíta- björn gæti hafa ratað á Hornstrandir. Þetta hafi gerst þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi farið í skoð- unarferð um svæðið ásamt landverði Hornstranda til að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum fyr- ir ferðamenn. Segir Gylfi að erlendir ferðamenn hafi frekar átt í hlut held- ur en íslenskir. Að öðru leyti segir Gylfi að góð aðsókn hafi verið á Horn- strandir. Hættu við af ótta við birni ÍBÚUM í Árborg fjölgaði um 201 frá ársbyrjun til 18. júní síðastliðins. Þetta svarar til þess að fjölgað hafi um rúmlega einn íbúa dag hvern á þessu tímabili og þar af um 60 íbúa í júní. Í bókun meirihluta bæjarráðs segir m.a. að fjölgun íbúa beri vitni um að Sveitarfélagið Árborg sé framsækið sveitarfélag og eftirsókn- arvert til búsetu. Fjölgaði um einn dag hvern Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kárahnjúkavirkjun Raforkuverð fylgir álverðinu. Verðmæti langtíma- samninga eykst þannig við aukið verðmæti álframleiðslunnar. FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VERÐ Á ÁLI í framvirkum samn- ingum hefur slegið öll met á síðustu vikum og er nú yfir 3.300 Bandaríkja- dalir tonnið í þriggja mánaða samn- ingum og í tæpum 3.500 dölum í 27 mánaða samningum. Til samanburð- ar var álverðið 1.500-1.600 dalir þegar lagt var mat á arðsemi Kárahnjúka- virkjunar árin 2002-2003. Hækk- anirnar hafa áhrif á ársreikning Landsvirkjunar og hefur eiginfjár- staðan styrkst eftir því sem raf- orkuverðið fylgir álverðinu. Áhrif álverðsins á eiginfjárstöðu Landsvirkjunar má rekja til þess að í ársbyrjun 2007 voru innleiddir al- þjóðlegir reikningsskilastaðlar sem fela í sér að dulin verðmæti, öðru nafni óefnislegar eignir, eru færð til bókar sem eign í ársreikningi. Þar með er virði langtímasamninga á raforku til álfyrirtækjanna metið sem verðmæt eign í bókhaldi. Raf- orkuverðið fylgir sem sagt álverðinu og eykst verðmæti langtíma raf- orkusamninga því í takt við aukið verðmæti álframleiðslunnar. Aukin arðsemi Kárahnjúka Að sama skapi kemur það fram sem fjármagnstap í ársreikningi þeg- ar álverðið lækkar á mörkuðum. Dæmi um þetta samspil er að 40 ára samningur Landsvirkjunar við Alcoa á Reyðarfirði er gerður með hliðsjón af heimsmarkaðsverði á áli. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að þessi þróun hafi þau áhrif á getu Lands- virkjunar til að takast á við stórverk- efni að bætt eiginfjárhlutfall hljóti alltaf að auðvelda lántöku. Verð á áli undanfarið ár hafi verið feikilega hátt og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hafi aukist eins og staðan sé núna. Eiginfjárhlutfallið í árslok 2007 hafi verið um 31 af hundraði sem hafi ekki verið fjarri því sem það var þegar ráð- ist hafi verið í byggingu Kárahnjúka- virkjunar. Fyrir tilstuðlan samninga um orkusölu til Fjarðaáls sé fjár- hagur fyrirtækisins metinn sterkari í nýju reikningsskilastöðlunum. Það sama gildi um sölu á raforku til álversins í Straumsvík og Norðuráls og um raforkusamninga við Fjarðaál að álverðið skilar sér í eiginfjárstöð- unni, líkt og hækkandi verð á afurð- um Járnblendiverksmiðjunnar, El- kem Ísland, á Grundartanga. Má í þessu samhengi benda á að Landsvirkjun hefur gert upp í Bandaríkjadal frá og með síðustu áramótum og fara viðskipti við álfyr- irtækin þrjú nú fram í þeirri mynt. Keypti framvirka samninga Móðurfyrirtæki Norðuráls, Cent- ury Aluminum, hefur fylgst vel með hækkunum og keypt upp framvirka samninga af alþjóðafyrirtækinu Glen- core fyrir um 133 milljarða ísl. kr. með hlutabréfum og reiðufé. Century hafði gert framvirka samninga við Clencore um álverð en í þeim var miðað við mun lægra verð en nú er í boði á heimsmarkaði. Því taldi Cent- ury hagstæðara að taka yfir samn- ingana, sem bendir til að fyrirtækið hafi trú á að álverðið muni haldast hátt næstu ár. Hlutabréfin komu úr nýlegu hlutafjárútboði félagsins, sem Glencore tók drjúgan hlut af. Álverðið í sögulegum upphæðum  Verðið nú ríflega tvöfalt hærra en þegar lagt var mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar árin 2002-2003  Raforkuverð er tengt álverði í samningum Landsvirkjunar  Century Aluminum tekur yfir samninga Af hverju eykst eiginféð? Þegar álverð hækkar þarf að end- urmeta verðmæti þeirrar duldu eign- ar sem felst í langtímasamningum Landsvirkjunar um raforkusölu, þar sem það er tengt álverðinu. Hvað með sveiflurnar? Landsvirkjun tryggir sig gegn verð- sveiflum á álverðinu með því að beita áhættuvörnum. Felast þær í því að reynt er að lágmarka áhrif tekju- sveiflna og tryggja hátt raforkuverð. S&S ATLI Gíslason, þingmaður VG, segist hafa beðið án svars við bréfi sem hann sendi þann 16. maí sl. til utanríkisráðu- neytisins og sjáv- arútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis varð- andi svokallað matvælafrumvarp. Í bréfinu krafðist hann þess að allur ferill málsins í tengslum við við- ræður við ESB yrði lagður fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, enda hefði formaður nefndarinnar, Arnbjörg Sveinsdóttir, gefið það í skyn í fréttum að hún hefði yfir að ráða upplýsingum um málið sem nefndin hefði ekki fengið. Hefur engin svör fengið Atli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.