Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 14

Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EKKI ætti að hafa farið framhjá neinum að fjármögnun bankanna er mun erfiðari nú um stundir en hún var fyrir löngu. Ein þeirra fjármögn- unarleiða sem ef til vill hefur orðið meira áberandi hjá bönkum er út- gáfa víxla, sem yfirleitt eru óverð- tryggðir og vaxtalausir. Því fer þó fjarri að útgáfa víxla sé endilega allt- af ódýrasti fjármögnunarkosturinn eða ódýrari en venjuleg skuldabréfa- útgáfa. Fjárfestar gera kröfu um vissa ávöxtun þegar þeir kaupa víxla líkt og aðra skuldapappíra. Þess vegna kaupa þeir víxlana undir nafn- virði, sem er sú upphæð sem seljandi víxilsins þarf að greiða á gjalddaga. Ávöxtunin fer því eftir því hversu mikil afföllin af víxlunum eru í upp- hafi og að sama skapi kostnaður út- gefanda víxilsins. Mikilvæg fyrir hina smærri Í Morgunblaðinu í gær má sjá þrjár auglýsingar banka um að taka eigi víxlaflokka til viðskipta í kaup- höll Nasdaq OMX á Íslandi. Eins og áður segir er útgáfa víxla orðin meira áberandi, en viðmælendur Morgunblaðsins eru þó á því að út- gáfan sé ekki að aukast. Samdráttur í útgáfu skuldabréfa gæti því verið ástæða þess að meira ber á víxlaút- gáfu, en því fer fjarri að bankarnir hafi allt í einu uppgötvað nýja leið til fjármögnunar. Að sama skapi reiða stóru bankarnir sig ekki á víxlaút- gáfu sem fjármögnunarleið, hún er mun mikilvægari fyrir smærri aðila á markaði. Eins og fram kemur af þeim aug- lýsingum sem birtust í Morg- unblaðinu geta bankarnir þó aflað töluverðs fjár með útgáfunni, heildarheimild í öllum flokkunum sem Glitnir auglýsti var 10 millj- arðar króna og heildarheimildin hjá Landsbankanum var 20 milljarðar í hverjum flokki. Þessar heimildir eru þó sjaldan fullnýttar, sbr. að Lands- bankinn tekur samanlagt til við- skipta 300 milljónir, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa bankarnir flokkana rúma til þess að geta brugðist við, verði eftirspurn eftir víxlunum mikil. Víxlar hafa orðið meira áberandi sem fjármögnun Ekki endilega ódýrasti kosturinn fyrir bankana þótt víxlarnir beri ekki vexti Í HNOTSKURN » Þegar víxlarnir koma ágjalddaga má gera ráð fyrir að útgefendurnir hafi gefið út nýja víxla til þess að fjármagna greiðslurnar. » Aðstæður á fjármála-mörkuðum hafa verið erfiðar og því vilja fjárfestar síður binda fé sitt til lengri tíma, m.a. vegna verðbólgu- áhættu. » Víxlar eru skamm-tímapappírar og geta því talist hentugur fjárfesting- arkostur miðað við að- stæður. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 1,5% í gær og endaði í 4.126 stig- um, en hún er nú 54% lægri en hún var í sínu hæsta gildi fyrir um ári síð- an, 9.016 stigum. Exista lækkaði um 5,30%, HB Grandi um 4,76% og Atorka um 4,74%. Atlantic Petrol- eum hækkaði um 0,67%. Gengi krónunnar veiktist um 0,73% í gær. halldora@mbl.is Áfram lækkanir í Kauphöllinni ● ROSKILDE Bank hefur ráðið fyrirtækjasvið Danske Bank til að aðstoða við að selja þann fyrr- nefnda. Þetta er gert að kröfu danska seðla- bankans sem veitti Roskilde 12 milljarða króna neyðarlán. Samkvæmt tilkynningu frá Roskilde skal bankinn seldur inn- an sex mánaða og helst fyrr. Frank Aaen, talsmaður hins vinstrisinnaða stjórnmálaflokks En- hedslisten, vill að ríkið taki yfir bank- ann eigi að nýta fé almennings til að koma bankageiranum til aðstoðar með þessum hætti. halldora@mbl.is Danske Bank sjái um sölu Roskilde Bank ● ÞRÁTT fyrir að bandarískir bankar séu langt frá því að vera í jafn slæmum málum og þeir voru undir lok níunda áratugar síðustu aldar, hafa menn þar í landi áhyggjur af því að allt að 150 bankar gætu orð- ið gjaldþrota, eða farið í greiðslu- stöðvun á næstu 12-18 mánuðum, að því er segir í frétt New York Tim- es. Í vikunni tók alríkisstjórnin yfir rekstur IndieMac bankans, sem er afsprengi íbúðalánafyrirtækisins Countrywide, og er hann stærsti bankinn í meira en tuttugu ár til að leggja upp laupana. Eignir IndieMac námu 32 milljörðum dala. bjarni@mbl.is Þrengingar bandarískra banka ● SVEIFLUR und- anfarinna vikna á heimsmarkaðs- verði á olíu héldu áfram í gær, en Brent-Norðursjáv- arolía lækkaði um 4,92% í við- skiptum gær- dagsins og stóð við lokun markaða í 138,60 dölum samkvæmt upplýsingum frá Bloom- berg. Lækkun olíuverðs nægði þó ekki til að lyfta geði fjárfesta á hlutabréfa- mörkuðum, en samkvæmt frétt Fin- ancial Times er svartsýni mjög ríkjandi meðal fjárfesta. Lækkandi gengi dollara gagnvart evru gerði lítið til að bæta þar úr. bjarni@mbl.is Svartsýni einkennir hlutabréfamarkaði SKULDATRYGGINGARÁLAG á skuldabréf íslensku bankanna hef- ur hækkað mikið undanfarna daga, eða um 10-16% það sem af er júl- ímánuði, og stefnir í svipuð gildi og þegar hæst lét í lok mars. Álag á bréf Kaupþings er nú 9,25% og Glitnis litlu lægra. Álag á bréf Landsbankans er hins vegar um 6,0%, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Athygli vekur að á sama tíma hefur álag á bréf ís- lenska ríkisins lækkað um 7%. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að markaður með skuldatryggingar íslensku bankanna sé fremur ógagnsær og viðskipti strjál þannig að erfitt sé að átta sig á ástæðum fyrir breyt- ingum á skuldatryggingarálagi þeirra. Líklegt megi þó telja að hækkunin á álaginu undanfarið tengist áfram lítilli trú markaðs- aðila á fjármálageiranum í heild sinni. Hlutabréf banka hafi lækkað um allan heim og neikvæðar fréttir og óvissa um framtíð lánasjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae við- haldi mikilli óvissu. Við slíkar að- stæður forðist fjárfestar banka, ís- lenska sem erlenda. bjarni@mbl.is Hækkandi álag Skuldatryggingarálag bankanna nálg- ast þær hæðir sem náðust í mars í ár NÚ stendur yfir ein stærsta ráð- stefna tölvuleikjaframleiðenda í heimi, E3, en á henni kynna fram- leiðendurinir nýja og væntanlega leiki auk þess sem framleiðendur leikjatölva kynna nýja þjónustu fyrir eigendur leikjatölva eins og Nin- tendo Wii, Playstation 3 og Xbox 360. Athyglisvert er að sjá hve mikla áherslu tölvuframleiðendurnir leggja á að auðvelda notendum að tengjast hver við annan, skemmta sér saman, skiptast á ljós- og hreyfi- myndum og byggja þar með upp samfélag spilara í stað þess að þar sitji hver í sínu horni og skemmti sér einir. Þá munu eigendur Playstation 3 geta hlaðið niður í tölvur sínar kvik- myndum og sjónvarpsþáttum yfir netið og horft á í sjónvarpi, en þetta hafa eigendur Xbox 360 getað um nokkurt skeið. Þá afhjúpaði Micro- soft, sem er framleiðandi Xbox 360, samstarfssamning við fyrirtækið Netflix, sem er eins konar mynd- bandsleiga yfir netið. Munu eigendur Xbox geta leigt mynd frá Netflix, boðið öðrum Xbox eigendum í sýnd- arherbergi þar sem þeir geta horft á myndina saman. bjarni@mbl.is Meira en bara leikjatölvur Reuters Spore Will Wright, stofnandi leikjafyrirtækisins Maxis, kynnti leikinn Spore, en þar stýra spilarar þróun lífveru frá einfrumungi til hámenningar, en eins og sjá má er útlit lífveranna aðeins takmarkað af hugmyndaflugi spilaranna. Nýjungar kynntar á E3-ráðstefnunni ROBERT Wade, prófessor í hag- fræði við London School of Econ- omics, segir þá mynd sem pró- fessorarnir Frið- rik Már Bald- ursson og Richard Portes draga upp af ástandi mála í ís- lensku efnahags- lífi of bjarta. Í Financial Times birt- ist grein eftir Wade þar sem hann svarar grein þeirra Friðriks og Portes, þar sem þeir gagnrýna skrif hans um Ísland og segja hann of svartsýnan fyrir Íslands hönd. Wade bendir á að í nýlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segi að staða efnahagsreikninga ís- lenskra fyrirtækja sé varhugaverð, mikið ójafnvægi sé í hagkerfinu í heild, sem sé auk þess mjög háð er- lendri fjármögnun. Gert sé ráð fyr- ir því að hagvöxtur stöðvist árið 2008 og að hagkerfið dragist saman árið 2009 um 2-3%. Þá muni verð- bólga verða of há fram yfir árslok 2008. bjarni@mbl.is Dragi upp of bjarta mynd Robert Wade Wade segir horfur dökkar hér á landi     8                      *   1 /   8 = >= ?'@+AB  C!4'D (E -  3$3   $   ! "#!$ %&'&()#!$ *+&'&()#!$ ,-%#!$ ' -% -&. -#!$ /!$- -)!0 12   3"  -&'&()#!$ 4()5- 1 #!$ 6 . -2  #!$ & #!$ 78  %&( (&9(&:&;<;&!$.$#!$  = -#!$ >(&#!$ : 3 3"31   ?@#!$ %  %-"-& = %  %-"7 %& ( 7A - B&=  C# &<-#!$ &=11- 1 -:%+:- #!$ D-  (%+:- #!$ - 3*#  3"32   E %(&= ( - ( E$ /'& -#!$ / )-:< #!$ & , /  3                                                                    D-:-)%- 1-  - .:F 1G 4()  $H@$ @$?$@ II$@$? ?$?$ @?$?@$H $?@ H$I HI$@I$?? H@$I?H$@ @$HH$? $$?@ H$$ $$?I I$$? 9  $ @$ $@$ 9 9 9 $I$ H$@ 9 @JH J@ @J J@ J? @J  IJ? ?J HJ?H J@@ I@J 9 H ?J 9 9 9   9 @JH@ JI JI @J? J J @J J@ IIJ ?J HJ J@I I HIJ IJ  9 IJ I 9 <+ - *-:-)%   @    @ 9 9 ?   9 9 9   9 1 % - 1 *-:$* &:               H$ $    ?$@$ @$ ?$@$   $?$    ● NÆRRI þrjú af hverjum fjórum að- ildarfyrirtækja SA hafa ráðist í hag- ræðingaraðgerðir á árinu eða hyggj- ast gera það, að því er kemur fram í nýrri könnun SA. Mikill meirihluti fyrirtækja hefur ekki þurft að glíma við lánsfjárskort en hjá þeim fyrirtækjum sem hafa gert það birtist hann helst í vanda við öflun lánsfjár til dagslegs rekstrar en einnig í erfiðleikum við fjármögnun nýrra verkefna. Vanskil viðskiptavina valda þessum fyrirtækjum erf- iðleikum, að því er kemur fram í könnuninni. bjarni@mbl.is Fyrirtæki ráðast í hagræðingaraðgerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.