Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 31 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! eeee 24 stundir SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI M. ÍSL. TALI, HÁSKÓLABÍÓI M. ENS. TALI ,,Ævintýramynd Sumarsins” - LEONARD MALTIN, ET. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5 M Y N D O G H L J Ó Ð Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 Meet Dave kl. 3:45 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Hancock kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Kung Fu Panda ísl.tal kl. 3:45 - 5:50 LEYFÐ Hellboy 2 kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D LEYFÐ Mamma Mia kl. 5:30D - 8D - 10:30D LÚXUS LEYFÐ Sýnd kl. 4 m/ íslensku tali - DIGITAL JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG. JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG. SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 5:50, 8 - D og 10:10 - D POWERSÝNING M Y N D O G H L J Ó Ð eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Sýnd kl. 3:40, 5:50 - D , 8 og 10:10 FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA PAN´S LABYRINTH. FRÁ VERÐLAUNA-LEIKSTJÓRA PAN´S LABYRINTH. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! M Y N D O G H L J Ó Ð -bara lúxus Sími 553 2075 Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÍSLENSKUPRÓFESSORINN sem lýst var eftir í blaðinu í gær er fund- inn. Það var Ármann Jakobsson, lektor í íslenskum bókmenntum við HÍ, sem aðstoðaði Jim Caviezel við að tala forníslensku í hlutverki sínu sem geimveran Kainan í vík- ingageimverumyndinni Outlander. Hann segir leikstjóra myndarinnar, Howard McCain, þó ýkja sinn hlut nokkuð. „Hann margfaldar allt með fimm þessi maður og lætur þetta hljóma eins og ég hafi verið sóttur og sendur til Hollywood. Þar að auki gefur hann til kynna að ég sé einn af örfáum mönnum í heiminum sem gæti endurgert þetta tungumál, en við erum sjálfsagt a.m.k. 50-60 sem færum létt með það,“ segir Ármann sem vann sína vinnu alla hér heima á Íslandi, en Kristinn Þórðarson hjá Saga film hafði bent leikstjóranum á Ármann. „Ég hitti aldrei Jim Caviezel,“ seg- ir Ármann og lýsir ferlinu. „Sagan gerist á áttundu öld eftir Krist, ég sagði að ég kynni ekki að búa til það tungumál en ég gæti búið til tólftu aldar tungumál, og honum fannst það fyrirtak. Þá fannst honum eiginlega betra að geimveran talaði aðeins þró- aðri norrænu en víkingar þess tíma. Þannig að ég fékk hjá honum handrit og það voru allt setningar sem voru afar ólíkar nokkru sem forn- Íslendingar hefðu sagt, svona kaf- bátamyndar-orðfæri, sem ég þýddi samt yfir á forníslensku. Svo las ég þetta upp í hljóðveri, eftir því sem hægt er að endurgera framburðinn.“ Nógu galið til að ganga upp Upptakan var svo send út þar sem Caviezel fékk að hlusta á Ármann, en hann fékk seinna meir nokkur símtöl frá framburðarþjálfara (e. dialect coach) leikarans sem spurði út í framburðinn og fleira. „En ég veit ekkert hvernig þetta kom út,“ segir Ármann sem titlaður verður „linguistic advisor“ í starfs- mannalistanum í lok myndarinnar. „Ég ætla þó að reyna að sjá mynd- ina fyrir forvitnissakir, þótt þetta sé ekki sú tegund bíómynda sem eru í bíóum undir venjulegum kring- umstæðum,“ segir Ármann og bætir við: „Ég er mjög stoltur að tengjast þessum ágæta leikara sem hefur leik- ið í mörgum ágætis myndum, þótt ég hafi reyndar ekki séð hann enn í hans frægasta hlutverki [Jesú í Passion of the Christ]. En þetta hljómar kannski ekki eins og góð mynd, en það eru nokkuð stórir leikarar þarna og þetta er kannski nógu galið til þess að ganga upp.“ Mjög hallærislegur texti Það á hins vegar eftir að koma í ljós hversu mikið Íslendingar skilja í geimverunni Kainan. „Við lítum mörg svo á að íslenskan í dag sé eins af því við getum lesið fornmálið, en hljóðfræðilega er munurinn alls ekk- ert minni hjá okkur en hjá Dönum til dæmis og margt í töluðu máli eldra hjá Dönum,“ segir Ármann sem því miður getur ekki lekið nokkrum vel völdum línum úr handritinu til blaðs- ins sökum samningamála, en þykir þó hugmyndin góð. „Þetta er mjög hallærislegur texti sem hefði eflaust mjög mikið skemmtigildi.“ Hitti aldrei Caviezel Morgunblaðið/Ómar Ármann Mjög hallærislegur texti. FRUMSÝNING» MARCEL Langenegger þreytir frumraun sína sem leikstjóri með Deception og fær ekki ónýta leikara til liðs við sig í fyrstu tilraun. Ástr- alinn Hugh Jackman var alla tíð mjög hrifinn af hugmyndinni og auk hans leika Ewan McGregor, Mic- helle Williams og Maggie Q stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um svik og pretti sem tengjast dul- arfullum kynlífsklúbbi sem Wyatt (Jackman) platar hin grunlausa Jo- nathan (McGregor) til þátttöku í. Við fyrstu sýn virðist vera um að ræða kynlíf með fögrum konum án alls þess umstangs sem slíku fylgir oftast, en raunin verður sú að Jonat- han lendir í dýpstu vandamálasúpu sem hann hefur á ævinni flækst í, mannsrán, margmilljóna dollara rán og fleira skemmtilegt. Hinn ungi Langenegger, sem hef- ur áður mest unnið við auglýsingar, fékk þó ekki mikið traust frá kvik- myndaverinu þegar til kastanna kom og lenti í því að myndin var tek- in af honum og klippt upp á nýtt. En því hafa góðir menn á borð við Orson Welles lent í einnig, þannig að það er aldrei að vita nema að rætist úr pilti – og forvitnilegt að sjá hvort við eig- um eftir að sjá Director’s Cut af De- ception á DVD innan einhverra missera. asgeirhi@mbl.is Blekkingarleikur Ewan McGregor nýtur fríðinda klúbbfélaganna áður en allt fer til fjandans. Kynlífs- klúbbur og mannrán Metacritic: 30/100 IMDb: 5,8/10 Empire: 40/100 Variety: 30/100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.