Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR Ratleikir Myndlist Tónlist Fjölskylduhátíð á Bifröst Útimarkaður Bifrastarlagið frumflutt Leikrænminningabrot úr fortíðinni Óvæntir gjörningar Listasmiðja fyrir börn Leiklist Allir velkomnir á fjölskylduhátíðina á Bifröst föstudaginn 18. júlí Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna kl. 11 - 16 undir stjórn Eddu Björgvinsdóttur, leikara og meistaranema. MIKIÐ meira sást nú en í fyrra af sandsíli á svæðinu frá Vík og til Vestmannaeyja í sandsílaleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Valur Bogason, útibússtjóri Hafrann- sóknastofnunar í Vestmannaeyjum, sagði að munurinn væri „eins og dagur og nótt“. Í fyrra sást nánast ekkert af síli á þessu svæði en nú fannst talsvert af eins árs gömlu síli. Sandsíli geta orðið a.m.k. 8-9 ára gömul. Ekki hefur fundist mikið af sílum frá því í vor og er ómögulegt að kveða upp úr um nýliðun þessa árs, að sögn Vals. Þau seiði eru nú rétt að byrja að taka botn. Fjögur svæði vöktuð Sandsílaleiðangurinn er hálfnaður en sandsíli eru vöktuð á fjórum svæðum, það er við Ingólfshöfða, frá Vík til Vestmannaeyja, á Faxaflóa og á Breiðafirði. Búið er að kanna við Ingólfshöfða og eins frá Vík til Vestmannaeyja. Í dag verður leið- angrinum haldið áfram á Faxaflóa en honum lýkur í Breiðafirði um eða eftir næstu helgi. Þetta er þriðja sumarið sem Hafrannsóknastofnun efnir til sandsílaleiðangurs. Sílanna er leitað með plógi sem nær sílunum úr sandbotni þar sem þau grafa sig niður. Einnig er notuð seiðavarpa til að ná sílum við botn- inn og uppi í sjó. Nýklakin seiði hrekjast með straumum og halda sig oft nálægt yfirborði sjávar. Á því stigi eru þau mikilvæg fæða margra sjófugla, m.a. fyrir lundapysjur. Þegar sílunum vex fiskur um hrygg leita þau til baka inn á búsvæðin og grafa sig í sandinn. Þaðan leita þau svo upp í sjó eftir fæðu. Valur sagði að í fyrra hafi aðeins fundist gamalt síli við Ingólfshöfða. Nú er ársgamalt síli að koma þar upp og eins frá Vík til Vest- mannaeyja. Hins vegar vantar að mestu eldri síli úr þeim árgöngum sem nýliðun brast, það er frá ár- unum 2005 og 2006. gudni@mbl.is „Eins og dagur og nótt“  Mun meira sást nú en í fyrra af ársgömlu sandsíli við Vestmannaeyjar og Ingólfshöfða  Sílaleiðangurinn heldur nú í Faxaflóa og Breiðafjörð til sílaleitar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sandsíli Viðkomubrestur varð í sandsílastofninum við Suðurland 2005 og 2006. Klakið í fyrra tókst mun betur. MALBIKUNARFRAMKVÆMDIR standa nú yfir víða í Reykjavík. Gnoðarvogur verður lokaður í dag frá kl. 7.30 frá Skeiðarvogi að Langholtsvegi. Lokað verður fram yfir hádegi. Hólaberg verður lokað frá Suð- urhólum að Hraunbergi. Lokað verður kl. 7.30 og verður lokað fram yfir hádegi. Lokunin veldur óþægindum fyrir íbúa í götunum Klapparbergi, Lágabergi og Neðstabergi þar sem botnlangarnir lokast. Umferðartafir í Reykjavík BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að leggja nú þegar fram áætlanir um hvernig hún hyggst bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við sjávarútvegsfyrirtækjum eftir síendurtekinn niðurskurð á afla- heimildun. Þær mótvægisaðgerðir sem boðaðar voru hafi engu skilað til þeirra sem niðurskurðurinn hef- ur bitnað verst á. Þá sé ljóst að grípa verði til róttækra aðgerða til að mæta síhækkandi olíuverði sem bitni gríðarlega þungt á útgerðinni. Vilja róttæk- ari aðgerðir FRAMKVÆMDIR standa nú yfir á Flugvallarvegi, frá Loftleiðahóteli og niður í Nauthólsvík og hefur gamli vegarkaflinn verið grafinn í sundur þar sem malbika á nýjan. Þetta er þriðji áfangi af fjórum í deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að tengja lóðirnar þar sem Háskól- inn í Reykjavík mun rísa undir Öskjuhlíðinni við Loftleiðahótelið. Sólbaðsdýrkendur þurfa þó ekki að hafa áhyggjur, því leiðin út í Nauthólsvík er ekki lokuð þrátt fyr- ir framkvæmdirnar. Bráðabirgða- vegur hefur verið lagður til hliðar við vinnusvæðið og ættu því engar umferðartafir að verða. Flugvall- arvegur er aðkomuleið Landhelg- isgæslunnar fyrir neyðarflug og því grundvallaratriði að þar sé ávallt greið leið fyrir umferð. Áætlað er að vegurinn verði frá- genginn um miðjan október. Þá tekur fjórði áfangi við, en það er bygging bílastæða á háskólalóðinni sem nýtast eiga háskólanemum á veturna og gestum Nauthólsvíkur á sumrin. Háskólinn í Reykjavík mun opna í Öskjuhlíð haustið 2009. una@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Djúpt á því Það verður heilmikið jarðvegsrask þegar grafið er fyrir nýjum vegi. Flugvallar- vegur grafinn í tvennt Eftir Helga Ólafsson Ólafsvík | Lítið sést til hrafna þetta ár- ið. Enginn hrafn þáði matarúrgang við kindakofann í vetur og ekkert varp var í Snagabökkunum í vor. Á vorin fá þeir hildirnar úr ánum á vísan stað og dauð lömb ef svo ber undir. Krummanna er saknað. Þeir virðast vita allt. Það er bara verst að skilja þá ekki. Dag einn í vor sást hrafn vappa græðgislega kringum kind sem var að kara lamb. Var slegið föstu að nú hefði hann skaðað annaðhvort lambið. Allt var þó í lagi. Lambið var bara eitt og var óskaddað. En viti menn. Klukkutíma síðar bar ærin öðru lambi. Það var dautt. Krumma hafði ekki brugðist að skynja feigð og dauða. Hann fékk án refja þessa krás sem hans var samkvæmt samningi. Krummi fékk lambið Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.