Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 16. júlí, 198. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) Þegar grillvertíðin stendur semhæst getur nautakjöt verið freistandi kostur. Víkverji hefur hins vegar iðulega lent í því að þegar leggja á sér girnilega steikina til munns reynist hún ólseig. Oft hefur Víkverji reyndar fengið gott kjöt í hendur, en þar sem ekki hefur verið hægt að ganga að því vísu hefur til- hneigingin verið sú að velja öruggari kost, fisk, kjúkling eða svín, sér- staklega þegar gestir eru vænt- anlegir. Það er ekki skemmtilegt að bjóða matargestum upp á skósóla. x x x Víkverji er hins vegar þrjóskur ogí liðinni viku ákvað hann að reyna nýjan kjötkaupmann. Við Háaleitisbraut stendur Kjöthöllin. Kjötborðið er ekki stórt, stendur úti í horni og við fyrstu sýn virtist ekki mikið í það lagt og búðin ekki standa undir nafni. Nautalundirnar, sem Víkverji keypti þar, reyndust hins vegar bráðna í munni og allir bit- arnir voru jafn góðir. Gestirnir lentu ekki í óvæntum æfingabúðum fyrir kjálkavöðvana eins og oft vill verða. Þessi reynsla var ávísun á frekari viðskipti. x x x Annars getur nánast allur maturátt erindi á grillið. Fiskur hefur verið sérlega vinsæll hjá Víkverja. Skötuselur getur verið sérlega ljúf- fengur, ekki síst ef beikonstrimli hefur verið vafið utan um bitann, steinbíturinn kemur vel út og grill- aður lax er lostæti. Nú gæti verið von á nýjum grillfiski í búðir fyrst svona mikið veiðist af makríl. Hann mun vera feitur og fínn á grillið. x x x Smátuð að lokum: Feimni ís-lenskra ökumanna við stefnu- ljósin er undarleg. Halda að þeir að bíllinn verði rafmagnslaus við að gefa stefnuljós, eða að bensíneyðslan aukist um helming. Sú er ekki raun- in. Það er óhætt að gefa stefnuljós og gefa öðrum ökumönnum þannig til kynna fyrirætlanir um breytingar á akstursstefnu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 létta á fæti, 8 síðla, 9 refsa, 10 spil, 11 þvaðra, 13 stal, 15 karl- fugl,18 veita ráðningu, 21 hátíð, 22 kvenguð, 23 sleifin, 24 beinbrýtur. Lóðrétt | 2 snjókomunni, 3 sjúga, 4 kyns, 5 lágfót- an, 6 hæðir, 7 opi, 12 duft,14 hátterni, 15 mann, 16 sjúkdómur, 17 sori, 18 æki, 19 gerði hreint, 20 hafa undan. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bjarg, 4 sýnin, 7 rækta, 8 eiður, 9 sær, 11 aurs, 13 ásum, 14 andar,15 karl, 17 illt, 20 hrá, 22 pútur, 23 reglu, 24 raust, 25 senda. Lóðrétt: 1 birta, 2 askur, 3 glas, 4 sver, 5 næðis, 6 nýr- um, 10 ældir, 12 sal, 13 ári,15 kopar, 16 réttu, 18 lagin, 19 tauta, 20 hrút, 21 árás. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. b3 Rbd7 6. Bb2 b6 7. Bd3 Bb7 8. O–O Bd6 9. Rbd2 O–O 10. Re5 De7 11. Df3 Hfd8 12. Dh3 h6 13. f4 Bb4 14. Rdf3 Re4 15. Rxd7 Hxd7 16. Re5 Hc7 17. Bxe4 dxe4 18. c5 bxc5 19. a3 Ba5 20. dxc5 Dxc5 21. b4 Db5 22. Dg3 Bb6 Staðan kom upp á ofurmótinu í Dortmund í Þýskalandi sem lauk fyrir skömmu. Rússinn Vladimir Kramnik (2788) hafði hvítt gegn Hollend- ingnum Loek Van Wely (2677). 23. Rd7! g6 24. Rf6+ Kf8 25. Be5! Hcc8 26. Dh4 h5 27. Rh7+ Ke8 28. Bd6 Hc7 29. Hfd1! og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Kramnik gekk illa á mótinu en hann lenti í sjöunda og næstsíðasta sæti með þrjá vinn- inga af 7 mögulegum. Hollendingnum gekk enn verr en hann fékk einn vinning á mótinu. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þjóðsaga. Norður ♠KD10987 ♥D ♦92 ♣KG964 Vestur Austur ♠4 ♠32 ♥G76542 ♥K83 ♦K863 ♦D10754 ♣Á5 ♣872 Suður ♠ÁG965 ♥Á109 ♦ÁG ♣D103 Suður spilar 6♠. Sú þjóðsaga er lífseig að aldrei eigi að spila út frá kóng gegn slemmu. Vissulega á það stundum við, en hitt er algengara að útspil frá kóng sé hið eina rétta. Það ræðst af sögnum. Ef skipt- ing sóknarinnar virðist marflöt, getur verið skynsamlegt að bíða átekta og spila rólega út, en hafi sagnir upplýst um hliðarlit verður vörnin að hafa snör handtök. Í spili dagsins sagði norður 2♣ við spaðaopnun suðurs og síðan lá leiðin í spaðaslemmu. Hinn ógnandi lauflitur í borði kallar á hvasst útspil – tígul frá kóngnum í von um drottn- inguna hjá austri. Útspilið heppnast, en sagnhafi hefur síðasta orðið. Hann drepur drottningu austurs, tekur trompin og spilar ♥D úr borði með þeirri áætlun að láta hana fara hring- inn. Ef austur leggur á, er trompsvínað fyrir ♥G vesturs. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Gleymdu vonlausum málefnum heimsins og gerðu eitthvað sem þú getur klárað í dag. Sjálfsöryggið eykst við allt sem þú framkvæmir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Í ákvarðanatöku ber frekar að hlusta á hjartað en röksemdir. Í stað þess að telja upp allt sem er með og á móti, er gott að einbeita sér að því já- kvæða og sjá hversu spenntur þú verður. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ímyndunaraflið er í góðum gír þessa dagana, og þú getur ekki skilið hvernig einhver getur ekki átt sér draum. Dragðu upp bjarta framtíð- armynd fyrir þann sem hefur misst trúna. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það sem var einskis nýtt í gær er verðmætt í dag, en bara fyrir þá sem við- urkenna verðmætagildið. Farðu yfir allt sem þú ert að henda frá þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Viltu að meiri ást umvefji þig og einkalíf þitt? Hér er gott ráð sem virkar alltaf: breiddu út faðminn og gefðu svo sjálfum þér risaknús. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú virðist ýkt svalur, eins og þú vitir út á hvað allt gengur. Þú einn þekkir truflandi hugsanir þínar. Hlustaðu ekki á þær, og þú nærð mun betri árangri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vinir vara mann við. Ættingjar búa yfir gáfulegum ráðum. Kennarar kenna. En ekki hlusta á neitt af þessu – eigin leiðbeiningar eru þessu öllu æðri. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér kemur alveg ótrúlega vel saman við aðra – það er eins og fólk skilji fullkomlega allt sem þú segir. Jafnvel dýr og byggingar skilja þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhver verður að vera á milli tannanna á fólki, hver vegna ekki þú? Auglýstu velgengni þína. Það hafa ekki allir skilning á því, klára fólkið gerir það. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú tekur hversdagslega ákvarðanir – um fataval og matvælakaup – með stæl. Þegar alvarlegri ákvarðanir banka upp á, ertu meira en tilbúinn fyrir þær. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sumar hugmyndir þínar sem hafa fengið að dúsa í rykugu horni heila- búsins, eru enn góðar og gildar. Flikkaðu upp á þér og láttu á þær reyna. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Tilfinningar þínar eru svo sterkar og vilji þinn til að fela þær svo lítill að þú ert eiginlega opin bók. Einhver tekur eft- ir merkjasendingum þínum á undan þér. Stjörnuspá Holiday Mathis 16. júlí 1627 Sjóræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja á þremur skipum. Þeir drápu 34 Eyja- búa og tóku 242 karla og kon- ur með sér. Tæpum áratug síðar voru nokkrir þeirra keyptir lausir, m.a. Guðríður Símonardóttir, sem síðar varð kona Hallgríms Péturssonar sálmaskálds. Tyrkjaránið stóð frá 20. júní til 19. júlí 1627. 16. júlí 1917 Tundurskeyti frá þýskum kaf- báti hæfði flutningaskipið Vestu sem var á leið til Eng- lands. Skipið sökk á einni mín- útu. Fimm manns fórust en tuttugu komust í skipsbát og náðu landi í Færeyjum. 16. júlí 2007 Þyrlan TF-SIF nauðlenti á sjónum við Straumsvík, þar sem hún var við æfingar. Mannbjörg varð. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… ÞESSAR systur og vinkonur, Agnes Edda og Auður Lára Bjarn- freðsdætur og Salka Arney og Kolka Máney Magnúsdætur, héldu tombólu í Húsahverfinu í Graf- arvogi og færðu Rauða krossinum ágóðann 8.851 kr. Hlutavelta Sigyn Jara Björgvinsdóttir úr Mosfellsbæ afhenti Rauða krossi Íslands 3.754 kr. sem hún safnaði til styrktar börnum í Afríku. STEFÁN Friðbjarnarson, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins og bæjarstjóri á Siglufirði, fagnar í dag áttræðisafmæli sínu. Stefán er fæddur og upp- alinn á Siglufirði. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1948. Frá 1966 til 1974 var hann bæjarstjóri á Siglufirði, og þar var hann líka fréttaritari Morgunblaðsins frá 1950 til 1974. Árið 1974 flutti hann síðan til Reykjavíkur og hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu, þar sem hann var lengi þingfréttaritari. Stefán starfaði á Morgunblaðinu til ársins 1998. Árið 1996 var Stefán sæmdur riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum, en hann var meðal annars bæjarfulltrúi á Siglufirði fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1958 til 1974, sat í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitafélaga frá 1967 til 1970 og í stjórnarnefnd Ríkisspítala 1978 til 1981, og síðar var hann varaformaður nefndarinnar um tíma. Stefán býr nú í Gullsmára í Kópavogi og tekur enn þátt í félags- störfum, en hann er virkur í starfi bókmenntaklúbbs og stundar íþrótt- ir. Hann dvelur einnig gjarnan í sumarhúsi fjölskyldunnar í Kjósinni, þar sem hann leggur stund á trjárækt. Á afmælisdaginn ætla börn Stefáns og tengdabörn að fara með hon- um og konu hans, Þorgerði Sigurgeirsdóttur, í óvissuferð út í íslenska náttúru. sigrunhlin@mbl.is Stefán Friðbjarnarson er áttræður í dag Blaðamaður og bæjarstjóri ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.