Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 28
Hann margfaldar allt með fimm þessi maður og lætur þetta hljóma eins og ég hafi verið sóttur og sendur til Hollywood… 31 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÍSLENSKA fatamerkið Inmate verður þátttakandi í sýningunni Premium Exhibition sem haldin verður í tengslum við tískuviku í Berlín nú um helgina. Um meiriháttar viðburð í fataiðn- aðinum er að ræða þar sem hönnuðir hvaðanæva úr heiminum kynna vörur sínar. Þemað er frelsi Áróra Gústafsdóttir fram- kvæmdastjóri Inmate segir þetta í fyrsta skipti sem merkið fær veg- lega kynningu erlendis: „Þetta er önnur lína okkar sem við munum kynna í Berlín, sumarlínan 2009,“ sagði hún þegar blaðamaður náði tali af henni í Shanghaí þar sem hún var að leggja lokahönd á framleiðslu fatalínunnar og sækja sýningar- eintök af fatnaðinum. „Segja má að frelsi sé þema línunnar, hún er létt, lipur og þægileg en í haustlínunni bar meira á fjötrum, keðjum og vopnum,“ bætti Áróra við en bæði er um herra- og dömulínu að ræða. Fangafatnaður Fyrsta línan frá Inmate leit dags- ins ljós í nóvember á síðasta ári og vakti strax mikla athygli en fatn- aðurinn er markaðssettur sem götu- fatnaður í dýrari kantinum. Hönn- uðir Inmate kalla sig Jette Jonkers, Bobby Breiðholt og AC Bananas. In- mate-línan er systurlína Made in Prison bolalínunnar sem hönnuð er og framleidd af vistmönnum í ís- lenskum fangelsum. Fatnaðurinn hefur verið seldur í gegnum vefsíðu merkisins og í versl- uninni Brim. Einnig hefur eitthvað verið selt af hönnuninni í Hollandi, en einn hönnuðanna þriggja sem eiga heiðurinn af Inmate er hol- lenskur en býr nú á Íslandi. Áróru til trausts og halds í Berlín verða Saga Sigurðardóttir og Elísa- bet Alma Svendsen sem starfrækja tískusíðuna Reykjavik Looks. Inmate-línan sýnd í Berlín Götusmekkvísi Allskyns fjötrar voru áberandi í fyrstu línunni frá Inmate eins og þessi mynd ber með sér. Þema sumarlínunnar, hins vegar, er frelsi. Léttleiki og frelsi einkenna fatnaðinn sumarið 2009 www.inmate.is  Söngkonan Bryndís Jakobs- dóttir (Dísa) heldur nú á föstu- dag í tveggja vikna tónleika- ferðalag um Ís- land. Með haustinu stefnir Dísa á frekari landvinninga og heldur þá aftur til Danmerkur þar sem hún mun spila á nokkrum tónleikum. Tíðar Danmerkurferðir Dísu hafa vakið athygli margra og ef sá sem þetta skrifar vissi ekki betur, mætti halda að Dísa væri þegar orðin stórstjarna þar í landi. Það gerist e.t.v. síðar en hið sanna í málinu mun vera að danskur tónlistarmaður að nafni Mads Mouritz togi stúlkuna ekki síður en tónlistarframinn út til Danmerkur. Dísa og Mads kynnt- ust á tónlistar-ráðstefnu fyrr á þessu ári í Árósum þar sem þau komu bæði fram og hafa, að því er virðist, verið nær óaðskiljanleg síðan. Mads kom hingað til lands í lok síðasta mánaðar og lék þá á Org- an. Var það mál manna að kauði hefði nú annað og meira til að bera en bara fríða snoppuna. Ræktar tengsl sín við frændur okkar Dani  Breska útgáfu- fyrirtækið Fat Cat sem á sínum tíma gaf út Sigur Rós og gefur í dag út sveitir á borð við múm, Animal Collect- ive, Mice Parade, HiM, Black Dice o.fl., hefur samein- ast útgáfufyrirtækinu One Little Indian. Fat Cat hefur glímt við fjár- hagsörðugleika um hríð, líkt og flest önnur plötufyrirtæki heims og komust eigendur fyrirtækisins að þeirri niðurstöðu að samruni við One Little Indian væri besta niður- staðan, en Fat Cat verður til áfram sem útgáfumerki undir sömu stjórn og forðum. One Little Indian er í eigu Derek Birkett en stærsti lista- maðurinn þar á mála er Björk Guð- mundsdóttir. Litli indíáninn stækkar Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Groundfloor er að gefa út sína fyrstu plötu eftir nokkuð reglulegt tónleikahald síðustu fimm árin, oftar en ekki á Rosenberg gamla þar til hann varð eldi að bráð. Platan ber nafnið Bones og er búin að vera í vinnslu í fjögur ár þar sem potturinn og pannan í hljómsveitinni, þeir Haraldur Guðmundsson og Ólafur Tómas Guðbjartsson, ákváðu að gera flest allt sjálfir sem við kom útgáfunni. Platan er nú loksins komin í heiminn og verða útgáfutónleikarnir haldnir á Organ í kvöld. Meðal þess sem tafði útgáfuna var að Ólafur, söngvari, gítarleikari og lagasmiður hljómsveit- arinnar, flutti um tíma til Danmerkur og stuttu síðar fór hinn helmingur hennar í kontrabassa- nám til Austurríkis þar sem hann býr enn. „Við erum búnir að vera í hálfgerðri pásu síð- ustu tvö ár, en alltaf þegar ég kem heim þá spilum við fullt af giggum, söfnum pening og höldum áfram með þetta,“segir Haraldur. Þegar hann er beðinn um að lýsa tónlist hljómsveitarinnar kem- ur á hann nokkurt hik. „Þetta er svona þægileg, melankólísk kassagítartónlist með svolitlu djass- ívafi. Hvernig hljómar það?“ Hann segir það svo- lítið óþægilegt að geta ekki sett neinn merkimiða á tónlistina, sérstaklega þegar hann er að reyna að koma henni á framfæri erlendis, en þar herja þeir félagar helst á markaðinn í Austurríki og Þýskalandi. „Ég er búinn að koma þessu í nokkrar verslanir en stefnan er að láta dreifa þessu fyrir okkur. Þá verðum við bara í góðum málum. Ég er bara bjartsýnn á þetta, því við erum búnir að borga upp allan kostnaðinn af þessu. Ef við náum að selja nokkrar plötur núna og svo smá fyrir jólin þá verðum við ríkir menn,“ segir hann og hlær. „Þá verðum við ríkir menn“ Morgunblaðið/Ómar Groundfloor Ólafur Tómas Guðbjartsson og Haraldur Guðmundsson spiluðu fyrir kostnaðinum við plötuna áður en hún varð til. myspace.com/groundfloortheband NAFNIÐ á hljómsveitinni, sem myndi út- leggjast Jarðhæð á íslensku, segir Haraldur lýsandi fyrir tónlist sveitarinnar. „Við erum ekki með neitt rafmagn og læti, heldur báða fætur á jörðinni og spilum á þessi grunnhljóðfæri. Það er það sem við stönd- um fyrir.“ Jarðsamband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.