Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 13 ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is DEILDAR meiningar eru um að- gerðir saksóknara stríðsglæpadóm- stólsins í Haag, sem á mánudag sak- aði Omar Hassan al-Bashir, forseta Súdans, um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og fór fram á handtöku hans. „Ég get ekki leng- ur horft undan,“ sagði Luis Moreno- Ocampo er hann skýrði frá ákvörðun sinni. Al-Bashir hefur neitað ásök- ununum og sagt þær lygi. Fulltrúi Súdans á þingi Sameinuðu þjóð- anna sagði fram- göngu saksóknar- ans ólöglega og runna af pólitísk- um rótum. Opin- ber talsmaður stjórnarinnar í Súdan brást við ákærunum með ákafa og sagði Súdan myndi „breyta Darfúr í grafreit.“ Aukinn öryggisviðbúnaður Vegna aukins öryggisviðbúnaðar hófu SÞ í gær að flytja starfsmenn friðargæslunnar um set og einhverj- ir þeirra munu yfirgefa landið. Óttast er að ákæra saksóknarans muni flækja eða jafnvel eyðileggja tilraunir til að auka mátt og umsvif alþjóðlegra friðargæsluliða í Súdan. Einnig er óttast um að tilraunir til sáttaumleitana á milli stjórnarinnar í Súdan og uppreisnarhópa í Darfúr- héraði verði stefnt í hættu. Viðbrögð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þykja mikilvæg. Dómstóll- inn hóf rannsóknir á ástandinu í Darfúr árið 2005 að beiðni ráðsins. Súdan er eitt þeirra landa sem ekki hafa viðurkennt stríðsdómstólinn og því verður málsmeðferð að fara í gegnum öryggisráðið. Þetta er í fyrsta sinn sem saksóknari stríðs- glæpadómstólsins ber fram ákæru um þjóðarmorð og setur fram slíka ákæru gagnvart ríkjandi leiðtoga frá stofnun dómstólsins árið 2002. Ákæra gæti leitt til ofbeldisöldu  SÞ hófu í gær að flytja starfsmenn friðargæslunnar í Súdan um set vegna aukins öryggisviðbúnaðar  Opinber talsmaður stjórnarinnar í Súdan sagði að Darfúr yrði breytt í grafreit í kjölfar ákærunnar Al -Bashir BÁLFÖR leiðtoga konunglegu ættarinnar Ubud og fleiri meðlima hennar var haldin á Balí í Indónesíu í gær. Leiðtoginn hét Tjokorda Gde Agung Suyasa og dó 28. mars síðastliðinn. Rík hefð er fyrir því á Balí að fjöl- skyldur kveðja látna ættingja á mikilfenglegan hátt. Á myndinni sjást leifar goðsagnadrekans Naga brenna. AP Starað inn í logandi gin eilífðarinnar FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins ætlar að hefja herferð gegn háum gjöldum símafyrirtækja fyrir smáskilaboð í farsímum, öðru nafni sms. Segja embættismenn í Brussel að lagðar verði fram tillögur þess efnis í október. Ætlunin er að þvinga fram breyt- ingar á innbyrðis reikisamningum fyrirtækjanna en alls eru sendir um 2,5 milljarðar smáskilaboða ár hvert í ríkjum ESB. „Borgarar ESB ættu að geta sent smáskilaboð yfir landamæri án þess að láta okra á sér,“ sagði Viv- iane Reding sem fer með fjarskipta- mál í framkvæmdastjórninni. kjon@mbl.is Boða aðgerðir gegn sms-okri 74 ÁRA Indverji, Shiv Charan, hef- ur helgað líf sitt því að ná tíunda árs prófum í grunnskóla. Hann komst að því í síðustu viku að hann hefði fallið í öllum fögunum nema einu. Þetta var 38. tilraun hans. Charan hefur heitið því að kvæn- ast ekki fyrr en hann útskrifaðist, en hann tekur ekki í mál að giftast stúlku yfir þrítugu. Nágrannar hans styðja hann þótt hann sé að þeirra mati „líklega versti námsmaður heims“. sigrunhlin@mbl.is „Versti náms- maður heims“ MEÐ síhækkandi verði á gulli hefur ólögleg gullvinnsla aukist, sérlega þar sem efnahags- og stjórnmála- ástand er viðkvæmt. Fátækt fólk í Gana, Kongó, Perú og víðar leggur líf sitt í hættu við gullvinnslu, en hún getur fært þeim tvisvar til þrisvar sinnum meira í aðra hönd en hefðbundinn búskapur. Dæmi eru um að alþjóðleg stór- fyrirtæki hertaki gullgraftarsvæði og troði þar um tær einstaklingum sem hafa grafið þar upp gull með handafli árum saman. Á hinn bóg- inn er líka algengt að fólk flykkist að námum stórfyrirtækja og grafi þar í óleyfi. Þessu fylgja oft átök. Þá eru ekki allir gullgrafarar fá- tækir bændur. Svokallaðir „kúrek- ar“ koma til Gana frá Búrkína Fasó, Tógó og Benín og grafa ólög- lega, jafnvel með ýtum. Gullverð hefur þrefaldast á fimm árum og því gætir óróa vegna ólöglegrar gullvinnslu þar sem það þekktist ekki fyrr. sigrunhlin@mbl.is                              ! " #     $$     $          "  " %! $                 !"#$% &'     (   (  " )$% "      * )*+,-.))/$*)-0/$ 1,//2.))3444    &           &              5-0/-677)*+,-.))/$       !" #     !!            '  $  %         (  $  %           # ) * $  %  &  ! ' !  !!  !   %  + +   ' (!           '        #  ) ! "   !!  (!  *   8633$3$2$& $29-.9$./2&. $  +  "       ",    (!      %!!  !  !!  & &    * $   *! -*    % ( . '  / $ ." ' ! ) ! '" $" 0# 1%,/  $ 0 *63/$:,&2;</7.-.:)*+,-.))/,*)-0/$ 1 !!   &  +,! ! +-%,.-% # # / ,# /# %# - !,- . + *8633,&)*+,-.))/,*)-0/$ 2 !    (!   3 *  !"  !    ! , #4  %    / &   !  +0 !  10   56  Blóðugt gull og grátt silfur Um hvað snýst ákæran? Settar voru fram 10 ákærur á hendur Bashir, þrjár vegna þjóðarmorðs, fimm vegna glæpa gegn mannkyni og tvær fyrir stríðsglæpi. Luis Mo- reno-Ocampo, saksóknari, segist hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Bashir hafi stjórnað markvissum að- gerðum frá 2003-2008 í þeim til- gangi að bæla uppreisnir í Darfur- héraði. SÞ telja að 300.000 manns hafi látið lífið og tæplega þrjár milljónir hafi verið hraktar frá heimilum sínum. Grimmilegum aðferðum hafi verið beitt, eins og hópnauðgunum, og stórir hópar fólks sveltir til bana. Verður Bashir handtekinn? Ólíklegt þykir að beiðni saksóknar- ans um að réttað verði yfir Bashir leiði til handtöku hans á næstunni. Stríðsglæpadómstóllinn hefur ekki eigin lögreglu og reiðir sig því á sam- starf viðkomandi ríkja við úrlausn mála. Saksóknari dómstólsins segir að ef Súdan sýni ekki samstarfsvilja verði öryggisráðið að finna leiðir til úrlausna. Kína og Rússland hafa neitunarvald í öryggisráðinu sem þau eru talin líkleg til að beita. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.