Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 17
við fengum lán fyrir 54.000 krónur sem var borgað í þremur greiðslum. Þegar síðasta greiðslan kom var hún orðin verðlaus.“ Sigurborg rifjar upp stappið sem hún og eiginmaður henn- ar, Jón K. Guðbergsson, þurftu að standa í. „Við áttum fjögur börn en fengum ekki húsnæðislán vegna þess að húsið var talið of stórt fyrir okkur sex manna fjölskyldu. Okkur var hins vegar bent á að með því að skrá litlu íbúðina á neðri hæð á annað nafn gætum við fengið tvö lán. Það fannst okkur fáranlegt og höfnuðum því.“ Eins og í fjölmörgum götum vakta íbúar Máshóla nágrannahúsin sín ef eigendur þess eru að heiman. „Einu sinni sá ég rifin gluggatjöld í húsinu við hliðina á og mér fannst það ekki stíll hjónanna á heimilinu og varð því óróleg. Ég gekk að húsinu og leit í kringum það en sá engan umgang og datt í hug að innbrotsþjófur hefði verið á ferð. Þegar ég hringdi yfir svaraði hins vegar húsbóndinn. Mér leið hálfkjánalega að hafa verið að sniglast í kringum húsið þeirra að ástæðulausu. Hann þakkaði hins veg- ar kærlega fyrir. Ástæða rifnu gluggatjaldanna var að hundurinn hafði orðið eitthvað ósáttur,“ segir Sigurborg og bætir við að atvikið sé lýsandi fyrir náungakærleik í Más- hólum. Enda eru íbúarnir sammála um að leyndarmálið bak við langa búsetu á sama stað sé að stóru leyti vingjarn- legir nágrannar. Þau segjast fæst hafa þekkt hvart til annars áður, en með árunum hafi vaxið góður kunn- ingsskapur sem byggist á vinsemd og virðingu. „Á meðan húsin voru í byggingu kynntust börnin í tengslum við að vinna með foreldrum sínum í hús- unum. Þau léku sér saman, mynduðu góðan og varanlegan vinskap. Lík- lega hafa þau verið á milli 30 og 40 í allt,“ segir Sigurborg. Afkomendur taka við húsunum Í dag eru flest hjónanna orðin ein í búi því börnin eru uppkomin og flogin að heiman. Það þýðir þó ekki að þau ætli að minnka við sig. „Ekkert húsanna er til sölu og ég býst fastlega við því að ekkert þeirra mun fara á sölu í bráð,“ segir Sigurborg. Hóp- urinn segist þó hafa orðið var við áhuga barna þeirra á húsunum und- anfarið. Næsta kynslóð hugsar sér gott til glóðarinnar. Í stærri húsun- um eru þó litlar íbúðir á fyrstu hæð sem flest barnanna byrjuðu sinn bú- skap í. Auður Ruth viðurkennir að hún sé byrjuð að huga að kynslóða- skiptum í húsinu. „Dóttir mín býr á neðri hæðinni. Það fer að koma að því að við skiptum um stað, ég fæ minni íbúðina á neðri hæðinni en hún fær þá stærra rýmið fyrir fjölskyldu sína.“ Sumarið leggst vel í hópinn. Íbú- arnir ætla að njóta þess með því að rækta garðana og eyða tíma með fjöl- skyldum sínum. Þau segjast aldrei hafa haft sameiginlegt götugrill, það gæti þó breyst. „Ætli við bjóðum ekki upp á kaffi og kökur í tilefni fimmtíu ára búsetu,“ segir Ásgeir hlæjandi að lokum. gudrunhulda@mbl.is inniheldur kubba í öllum litum. 3 Tetris-hillur eru nægilega fagrar til að prýða hvaða herbergi heimilis- ins sem er. Hægt er að velja á milli náttúrulegrar áferðar eða litaðrar og raða þeim hvernig sem fólki sýnist. 4 Tetris-vöfflur ættu að vera á hverju einasta borðstofuborði á sunnudögum. Fjölskyldan getur sleppt því að spila Scrabble, tekið einn Tetris-leik og borðað svo af- raksturinn með sultu og rjóma. 5 Tetris-teppi er verðugt verkefni fyrir prjónakonur og -menn í sumar. Þvílík sæla að skríða undir Tetris- teppi þegar haustar og tími gefst til að spila … Tetris auðvitað. 6 Lágtækni-Tetris er hægt að taka með í útileguna. Á spilinu eru tvær hliðar og því geta tveir spilað á móti hver öðrum, þetta er þegar orðinn safngripur en grafa má gripinn upp á eBay fyrir um 20 dollara. www.technabob.com tómstundir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 17 Erlingur Hallsson yrkir út afOrkuveituhúsinu „hrikalega“ uppi á Höfða, „forljótt og helmingi of stórt og dýrt“: Hugumstór var himnasýn horft var stíft á múrinn er menn byggðu upp á grín Orkuveituskúrinn. Hreiðar Karlsson á Húsavík hjó eftir þeim ummælum Össurar Skarphéðinssonar að Birni Bjarnasyni væri loks tekið að fara fram, „en báðir skrifa sem óðast“. Og Hreiðar yrkir: Hendir það suma er hárin taka að grána, að hugsun og skoðunum þyki brýnt að flíka. Björn er um síðir byrjaður að skána, betra ef Össur gerði þetta líka. Séra Hjálmar Jónsson rifjar upp vísu sem hann gerði þegar þáverandi bæjarstjóri Húsavíkur, Einar Njálsson, kom til fjárlaganefndar. Að máli hans loknu, sem fjallaði um mikilvægi þess að dýpka Húsavíkurhöfn og lengja Norðurgarð, gerði Hjálmar þessa vísu og laumaði að honum: Skipin þurfa að skríða frjáls og skila bænum drjúgum arði. Annars liggur Einar Njáls óbættur hjá Norðurgarði. Karl af Laugaveginum yrkir að gefnu tilefni: Ingibjörg Sólrún sást á hjóli um daginn. Athygli síðan á hún ríka svo Össur fór að hjóla líka. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af skúr og stjórnmálum 3.-24. júlí í Kringlunni Bandarískur hermaður hvílist upp við skotbyrgi í Korengal-dalnum í Afganistan, 16 september Tim Hetherington, UK fyrir Vanity Fair STÓRÚTSALA Í FULLUM GANGI, SUMARYFIRHAFNIR 2-FYRIR 1 SPARIDRESS Í ÚRVALI Laugavegi 63 • S: 551 4422 Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Í slenskum unglingum er svo sannarlega ekki fisjað sam- an. Það sannar hann Almar Daði Kristjánsson, nýorðinn 16 ára, sem lærði esperanto- tungumálið af sjálfsdáðum vopnaður dugnaði og áhuga. „Ég er frekar forvitinn. Einhvern tímann síðasta sumar sat ég og hafði ekkert að gera, þá fletti ég esper- anto upp og fann kennsluforrit á ís- lensku og fór að dunda mér við það. Ég gerði það í nokkra daga en fór svo að vanrækja það, nokkru síðar rakst ég á kennslubók í esperanto á skólabókasafninu í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og fékk hana að láni. Ég las hana margoft spjaldanna á milli þangað til ég kunni hana nokkurn veginn utan að, en í henni voru samtöl með málfræðiútskýr- ingum og orðalistum inn á milli. Svo fór ég að finna mér hitt og þetta að lesa á esperanto og fór að spjalla við fólk sem talar esperanto á netinu. Ég hafði í rauninni enga ástæðu til að læra þetta, en mér leiddist.“ Almar nýtir sé ýmsar leiðir til að viðhalda þekkingunni á esperanto. „Ég æfi mig auðvitað með því að spjalla á netinu, svo les ég og hugsa á esperanto, það er fín leið til að æfa sig. Það er ein mjög góð síða á net- inu, lernu.net, þar sem eru fríar orðaforðaæfingar og minnisspjöld sem ég notaði mikið,“ segir Almar. „Ég þekki engan á Íslandi til að tala esperanto við augliti til auglitis en ég hef verið í tölvupóstsambandi við einn Íslending og við spjöllum sam- an á esperanto.“ Fólk bregst misjafnlega við því þegar Almar segist kunna esperanto. „Margir halda að ég sé að grínast, öðrum finnst þetta skemmtilegt uppátæki en sumir segja að tungu- málinu hafi mistekist upprunalegt ætlunarverk sitt að verða alheims- tungumál og sé þar af leiðandi ekki hægt að læra. Mér finnst það nú ekki rétt því það er ekki eins og tungumál- inu hafi verið sett einhver tímamark- mið í útbreiðslu,“ segir Almar og er ekki í vandræðum með því að svara hvað sé skemmtilegast við tungu- málið. „Þetta er svo auðvelt tungumál og svo finnst mér gaman að geta tjáð mig á tungumáli sem einhver bjó til, það er forvitnilegur eiginleiki esper- anto.“ Almar er greinilega einn af þeim sem á auðvelt með að læra önnur tungumál. „Já, ég á tiltölulega auð- velt með að læra önnur tungumál og hef alltaf haft áhuga á tungumála- námi. Ég kann brot af mörgum öðr- um tungumálum, það er að segja grunnatriðin. Ég stefni á að halda áfram að læra esperanto, þetta er eitthvað sem maður heldur alltaf áfram að læra ef maður byrjar, nema maður ákveði markvisst að hætta því,“ segir Almar kíminn. „Ef fólk hefur áhuga á að læra esperanto mæli ég fyrst og fremst með námskeiðinu sem til er á ís- lensku á netinu, það er mjög góð leið fyrir byrjendur. Ef fólk kann ensku væri næsta skref að fara til dæmis á lernu.net og æfa sig þar,“ ráðleggur Almar áhugasömum að lokum. Leiddist og lærði því esperanto Morgunblaðið/Ómar Auðvelt tungumál Almar Daði Kristjánsson segir gaman að geta tjáð sig á á tungumáli á borð við esperanto, sem einhver bjó til. Akvo .................................... Vatn Amiko ................................ Vinur Avo ......................................... Afi Birdo .................................... Fugl Domo .................... Hús/bygging Fajro ................................... Eldur Floro .................................. Blóm Frukto ............................ Ávöxtur Kafo .................................... Kaffi Kuniklo ........................... Kanína Lerni .............................. Að læra Libro .................................... Bók Monto .................................. Fjall Okulo ................................. Auga Pensi ........................... Að hugsa Provi ............................ Að reyna Salti ............................ Að hoppa Vespero ............................. Kvöld Esperanto – íslenska Í HNOTSKURN »Esperanto er tungumálsem búið var til af augn- lækninum dr. Ludovic Laz- arus Zamen- hof árið 1887. »Esper-anto hef- ur einfalda málfræði og er algjörlega án undan- tekninga. »Engin einþjóð á esperanto að móðurmáli. »Að baki esperanto stenduralþjóðlegt menningar- samfélag, með útgáfu bóka og tímarita á sinni könnu. »Esperanto er er sérlegahentugt „annað mál“ og greiðir fyrir skilningi á upp- byggingu tungumála og mál- fræði. Ludovic Lazarus Zamenhof Íslenskt kennsluforrit fyrir esperanto má finna á http:// www.ismennt.is/vefir/esperant/ kurso.html.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.