Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Hancock kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Meet Dave kl. 6:10 - 8:30 - 10:40 B.i. 7 ára Big Stan kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The Incredible Hulk kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Hellboy 2 kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ Hellboy 2 kl. 6 - 8:30 - 10:50 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 6 - 8:30 - 10:50 LEYFÐ Hancock kl. 10 B.i. 12 ára Kung Fu panda enskt tal kl. 6 - 8 LEYFÐ Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI 650kr. Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL 650kr. Það er kominn nýr hrotti í fangelsið... af minni gerðinni! SÝND SMÁRABÍÓI Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ 650kr. eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is eee - L.I.B, Topp5.is/FBL SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Úff, djöfull voru þeir geðveik-ir. Ég varð eiginlegasmeykur á tímabili. Þessir menn voru að spila eins og um líf og dauða væri að tefla. Það var hreint og beint hættulegt að standa nálægt sviðinu. Ég fékk gæsahúð. Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds. Hvað eru þessir menn að spá!?“.    Það hefur verið býsna algengt aðsæluhrollur hafi farið um mann á íslenskum tónleikum síðast- liðin ár og það hefur gerst að tár renni niður hvarma. En þessar til- finningar sem lýst er í opnunarsetn- ingunni, að maður skynji raunveru- lega hættu og fái spennuhlaðinn en undarlega þægilegan hnút í mag- ann, hafa hins vegar verið óalgeng- ar. Ég hef hreinlega saknað þessarar hættu, eða „sense of danger“ eins og rætt er um í erlendum rokk- fagritum, þegar ég hef séð íslensk- ar rokksveitir uppi á sviði und- anfarin ár. Ýmis teikn eru þó uppi um að þetta sé að breytast; bylgja ungsveita (Swords of Chaos, Skítur, Slugs og Fist Fokkers t.a.m.) ryðj- ast nú upp á svið með brjálæðis- glampa í augum – og er það vel.    Þessir „lífshættulegu“ straumarléku um sveitir eins og Doors, MC5, Stooges og Sex Pistols, svo eitthvað sé nefnt, en eitt rosaleg- asta afbrigðið er kennt við banda- rísk níunda áratugs útgáfumerki eins og Amphetamine Reptile og Touch and Go. Þar réð drullugt, sjúkt, eiginlega hálf kærulaust rokk ríkjum, hljóm- styrkur í algjörum botni og söngv- arar sem gítarleikarar gengu ber- serksgang uppi á sviði. David Yow, söngvari Jesus Liz- ard, náði einu sinni að sparka gat - í loftið – á tónleikastað í London. Hérlendis tók hinn goðsagna- kennda SSSpan upp svipaða háttu, að fara á tónleika með henni var ávallt upplifun af þessu tagi.    Nöfn eins og Slugs og Fist Fok-kers segja ýmislegt um það sem fram fer á sviðinu. Keyrslan er slík að allt bandið er úr að ofan und- ir rest. Skítur verður þó að teljast tilkomumesta bandið í þessum geira í dag. Á liðnu Eistnaflugi tóku þeir þessa speki á annað stig og eig- inlega með ólíkindum að söngv- arinn hafi haldið út í gegnum settið. Ég stóð sperrtur, með hendur læst- ar saman, tennur kirfilega sam- anbitnar og fylgdist dáleiddur með. Í hæfilegri fjarlægð. Úff...    Ekki það að hófstilltari sviðs-framkoma eigi ekki rétt á sér. Það er engu að síður eitthvað heillandi við það að sjá hljómsveitir finna svona „hættulega“ mikið fyrir lífinu upp á sviði. Koma svo! Meiri heilbrigða geðveiki! arnart@mbl.is Hættulegar hljómsveitir AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen »Ég hef hreinlegasaknað þessarar hættu eða „sense of danger“, eins og rætt er um í erlendum rokk- fagritum, þegar ég hef séð íslenskar rokk- sveitir uppi á sviði und- anfarin ár. Brjálæði Slugs láta allt vaða í hamslausri gleði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.